Innlent

Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra.

Innlent

Rigningin færist til austurs

Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt.

Innlent

Vísað rang­lega á sjúkra­bíl þegar kona á geð­deild lést

Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess.

Innlent

Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður

Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið.

Innlent

Aldrei fleiri greinst með lekanda

Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020.

Innlent

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent

„Nú er ég bara dottinn í það“

„Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 

Innlent

Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá

Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um yfirvofandi ráðherraskipti, en í dag samþykkti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tillögu Bjarna Benediktssonar um að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. Skiptin ganga formlega í gegn á ríkisráðsfundi á morgun. Við heyrum frá formanninum, tilvonandi og fráfarandi ráðherra og prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent

Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri

Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið.

Innlent

33 milljónir flaskna af íslensku vatni til Bandaríkjanna

Sala á íslensku vatni úr landi hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og um þessar mundir enda hafa vélarnar hjá Ölgerðinni ekki undan að tappa vatninu í flöskur þrátt fyrir að vera að störfum allan sólarhringinn. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 33 milljónir flaskna í tvö þúsund og fimm hundruð gámum, sem fóru aðallega til Bandaríkjanna.

Innlent

Guðrún inn sem ráðherra, Jón út

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar.

Innlent

Á von á að vera gerð ráðherra

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist gera fastlega ráð fyrir því að vera gerð dómsmálaráðherra fyrir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er í Valhöll. Hún tæki við af Jóni Gunnarssyni sem býst við að verða almennur þingmaður. 

Innlent

Fanga­geymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akur­eyri

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi.

Innlent

Svona leit Reykjavík út árið 1970

Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek.

Innlent

Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll

Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári.

Innlent

Fór frá því að vera heimilis­laus fíkill yfir í að vera há­skóla­nemi og móðir

Fyrir sjö árum síðan var Ásdís Birna Bjarkadóttir í harði neyslu fíkniefna og bjó á götunni. Í dag hefur hún lokið fyrsta ári í sálfræði, starfar hjá Velferðferðarsviði og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og er orðin móðir. Hún er ein af þeim sem nýtt hafa skaðaminnkandi úrræði á vegum Frú Ragnheiðar og segir þjónustuna hafa skipt sköpum.

Innlent

Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt

Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu.

Innlent

Rúta föst í Krossá

Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld.

Innlent

Á­fengis­málin ekki einka­mál eins ráðu­neytis

Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn.

Innlent