Erlent Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. Erlent 10.5.2021 23:56 Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Erlent 10.5.2021 23:07 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. Erlent 10.5.2021 20:15 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. Erlent 10.5.2021 16:42 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. Erlent 10.5.2021 16:07 Afléttingar víða í Evrópu Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. Erlent 10.5.2021 15:45 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. Erlent 10.5.2021 12:47 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlent 10.5.2021 10:04 Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. Erlent 10.5.2021 08:11 Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Erlent 10.5.2021 07:34 Fjórir slasaðir eftir hnífaárás í matvöruverslun Að minnsta kosti fjórir eru alvarlega slasaðir eftir að maður gekk berserksgang í matvöruverslun á Suðureyju Nýja Sjálands í morgun. Þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi og árásarmaðurinn virðist hafa verið handtekinn. Erlent 10.5.2021 06:55 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Erlent 9.5.2021 22:57 Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. Erlent 9.5.2021 22:01 Skilja að fjallgöngumenn á Everest vegna faraldursins Kínversk yfirvöld ætla að láta koma upp línu til að koma í veg fyrir að fjallgöngumenn sem ganga á Everest-fjall frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar komist í snertingu hver við aðra. Kórónuveirusmit hafa komið upp á meðal göngumanna í grunnbúðum í Nepal að undanförnu. Erlent 9.5.2021 14:36 Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Erlent 9.5.2021 14:02 Gleðskapur á götum úti þegar takmörkunum var aflétt Múgur og margmenni þyrptist út á götur spænskra borgara eftir að sex mánaða löngu neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt þar á miðnætti. Veitingastaðir mega nú vera opnir lengur, ferðatakmörkunum á milli héraða hefur verið aflétt og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Erlent 9.5.2021 09:45 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. Erlent 9.5.2021 08:25 Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. Erlent 9.5.2021 07:27 Hluta Times Square lokað eftir skotárás Lögregla í New York-borg í Bandaríkjunum hefur lokað hluta Times Square, eins þekktasta kennileitis borgarinnar, eftir að tvær konur og fjögurra ára stúlka voru skotnar þar. Erlent 8.5.2021 23:16 Bættu við sig þingmanni og vantaði einn til að vera í meirihluta Skoski þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningunum í Skotlandi sem fram fóru í gær, en endanleg úrslit kosninganna liggja nú fyrir. Flokkurinn bætti við sig einum þingmanni frá síðustu kosningum og er því með 64 þingmenn af 129. Erlent 8.5.2021 21:57 Stefnir á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eftir kosningasigur Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur heitið því að ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Hún segir engan vafa um að kosningarnar myndu skila þingmeirihluta sem væri fylgjandi sjálfstæði. Erlent 8.5.2021 18:32 Tugir látnir í sprengjuárás skammt frá skóla í Kabúl Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir sprengjuárás sem gerð var nærri skóla í vesturhluta afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl í dag. Erlent 8.5.2021 15:29 Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Erlent 8.5.2021 14:49 Efast um tilkall konungssonar til krúnu Súlúmanna Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni. Erlent 8.5.2021 14:03 ESB gerir risasamning við Pfizer um kaup á bóluefni Evrópusambandið gæti fengið allt að 1,8 milljarða skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni næstu þrjú árin samkvæmt nýjum risasamningi sem það hefur gert við Pfizer og BioNTech. Ísland tekur þátt í bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins og nýtur því góðs af samningnum. Erlent 8.5.2021 11:51 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. Erlent 8.5.2021 08:02 Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Erlent 7.5.2021 22:50 Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. Erlent 7.5.2021 22:03 Skiptar skoðanir á afnámi einkaleyfa á bóluefnum Leiðtogar Evrópuríkja eru ósammála um ágæti þess að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna gegn kórónuveirunni. Málið er nú til umræðu innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 20:00 WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 18:14 « ‹ ›
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. Erlent 10.5.2021 23:56
Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Erlent 10.5.2021 23:07
Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. Erlent 10.5.2021 20:15
Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. Erlent 10.5.2021 16:42
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. Erlent 10.5.2021 16:07
Afléttingar víða í Evrópu Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. Erlent 10.5.2021 15:45
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. Erlent 10.5.2021 12:47
Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlent 10.5.2021 10:04
Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. Erlent 10.5.2021 08:11
Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Erlent 10.5.2021 07:34
Fjórir slasaðir eftir hnífaárás í matvöruverslun Að minnsta kosti fjórir eru alvarlega slasaðir eftir að maður gekk berserksgang í matvöruverslun á Suðureyju Nýja Sjálands í morgun. Þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi og árásarmaðurinn virðist hafa verið handtekinn. Erlent 10.5.2021 06:55
Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Erlent 9.5.2021 22:57
Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. Erlent 9.5.2021 22:01
Skilja að fjallgöngumenn á Everest vegna faraldursins Kínversk yfirvöld ætla að láta koma upp línu til að koma í veg fyrir að fjallgöngumenn sem ganga á Everest-fjall frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar komist í snertingu hver við aðra. Kórónuveirusmit hafa komið upp á meðal göngumanna í grunnbúðum í Nepal að undanförnu. Erlent 9.5.2021 14:36
Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Erlent 9.5.2021 14:02
Gleðskapur á götum úti þegar takmörkunum var aflétt Múgur og margmenni þyrptist út á götur spænskra borgara eftir að sex mánaða löngu neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt þar á miðnætti. Veitingastaðir mega nú vera opnir lengur, ferðatakmörkunum á milli héraða hefur verið aflétt og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Erlent 9.5.2021 09:45
Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. Erlent 9.5.2021 08:25
Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. Erlent 9.5.2021 07:27
Hluta Times Square lokað eftir skotárás Lögregla í New York-borg í Bandaríkjunum hefur lokað hluta Times Square, eins þekktasta kennileitis borgarinnar, eftir að tvær konur og fjögurra ára stúlka voru skotnar þar. Erlent 8.5.2021 23:16
Bættu við sig þingmanni og vantaði einn til að vera í meirihluta Skoski þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningunum í Skotlandi sem fram fóru í gær, en endanleg úrslit kosninganna liggja nú fyrir. Flokkurinn bætti við sig einum þingmanni frá síðustu kosningum og er því með 64 þingmenn af 129. Erlent 8.5.2021 21:57
Stefnir á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eftir kosningasigur Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur heitið því að ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Hún segir engan vafa um að kosningarnar myndu skila þingmeirihluta sem væri fylgjandi sjálfstæði. Erlent 8.5.2021 18:32
Tugir látnir í sprengjuárás skammt frá skóla í Kabúl Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir sprengjuárás sem gerð var nærri skóla í vesturhluta afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl í dag. Erlent 8.5.2021 15:29
Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Erlent 8.5.2021 14:49
Efast um tilkall konungssonar til krúnu Súlúmanna Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni. Erlent 8.5.2021 14:03
ESB gerir risasamning við Pfizer um kaup á bóluefni Evrópusambandið gæti fengið allt að 1,8 milljarða skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni næstu þrjú árin samkvæmt nýjum risasamningi sem það hefur gert við Pfizer og BioNTech. Ísland tekur þátt í bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins og nýtur því góðs af samningnum. Erlent 8.5.2021 11:51
Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. Erlent 8.5.2021 08:02
Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Erlent 7.5.2021 22:50
Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. Erlent 7.5.2021 22:03
Skiptar skoðanir á afnámi einkaleyfa á bóluefnum Leiðtogar Evrópuríkja eru ósammála um ágæti þess að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna gegn kórónuveirunni. Málið er nú til umræðu innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 20:00
WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 18:14