Erlent

Prinsessa verður drottning

Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst beita sér fyrir því að lögum verði breytt á þann veg að tryggt verði að barn Friðriks krónprins og Mary Donaldsson verði ríkisarfi hvort sem það verður piltur eða stúlka.

Erlent

Hizbolla vinnur stórsigur

Annar hluti þingkosninganna í Líbanon var haldinn í gær en þá var kosið í suðurhluta landsins. Talið er að Hizbollah-samtökin hafi unnið stórsigur í kosningunum.

Erlent

Tveir létust í eldsvoða

Frejus-göngunum í Alpafjöllunum sem tengja borgirnar Lyon í Fraklandi og Tórínó á Ítalíu verður lokað um óákveðinn tíma eftir slys sem átti sér þar stað á laugardag.

Erlent

Lögum um ríkiserfðir breytt

Anders Fogn Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst leggja fram frumvarp til að breyta lögum um ríkiserfðir þannig að konur hafi jafnan rétt til ríksierfða og karlar. Eins og kunnugt er eiga María Elísabet og Frirðik krónprins von á sínu fyrsta barni á árinu og vilja dönsk stjórnvöld tryggja að það erfi krúnuna, en samkvæmt núgildandi lögum getur kona aðeins erft hana ef hún á engan bróður.

Erlent

Ákvörðun um mál N-Kóreu á næstunni

Ákvörðun um hvort leggja eigi kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fyrir Sameinuðu þjóðirnar verður væntanlega tekin á næstu vikum. Það gæti leitt til refsiaðgerða gegn landinu. Bandaríkjamenn eru orðnir mjög þreyttir á stífni Norður-Kóreumanna sem þráast við að mæta aftur til sex ríkja samráðsfunda um kjarnorkumál.

Erlent

Bretar íhuga kílómetragjald

Yfirvöld í Bretlandi íhuga nú að taka upp kílómetragjald í stað olíugjalds til þess að taka á vaxandi umferðarþunga á fjölförnustu vegum landsins. Hugmyndin er sú að nota nýja gervihnattatækni til að fylgjast með bílum en sérstökum kassa yrði þá komið fyrir í bílunum sem skráði niður þær vegalengdir sem bílunum er ekið.

Erlent

Sakaður um dauða milljóna

Saddam Hussein verður sakaður um að bera ábyrgð á dauða milljóna manna með stríðum sínum og aftökum þegar hann verður leiddur fyrir rétt. Stefnt er að því að það verði innan tveggja mánaða.

Erlent

Innsigluðu skrifstofur með lími

Gyðingar sem eru andvígir því að loka landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum notuðu ofurlím til þess að innsigla 150 opinberar skrifstofur í Jerúsalem í dag. Sunnudagur markar upphaf vinnuvikunnar í Ísrael og miklar biðraðir mynduðust þegar ekki var hægt að opna skrifstofurnar.

Erlent

Íhuga að lækka laun reykingamanna

Bæjarstjórnin í smábæ í Svíþjóð íhugar að lækka laun reykingamanna sem vinna hjá hinu opinbera. Sænska verkalýðshreyfingin er ekki hrifin af þessu framtaki og hefur áhyggjur af réttindum launafólks.

Erlent

Fór fram á lausn Cantoni

Benedikt sextándi páfi fór í dag fram á það að Clementinu Cantoni, ítalska hjálparstarfsmanninum sem er í haldi mannræningja í Afganistan, yrði sleppt. Þetta gerði hann í ávarpi á Péturstorginu í Róm frammi fyrir tugum þúsunda og uppskar klapp fyrir. Cantoni, sem starfaði fyrir samtökin CARE International, var rænt 16. maí síðastliðinn í miðborg Kabúl og hafa afganskir og ítalskir samningamenn unnið að lausn hennar undanfarna daga.

Erlent

Fundu neðanjarðarbyrgi í Írak

Írakskar og bandarískar hersveitir hafa fundið stórt neðanjarðarbyrgi sem uppreisnarmenn notuðu í vesturhluta Íraks. Þar reyndist m.a. vera eldhús, sturta og loftkæling en auk þess gerðu hersveitirnar hergögn upptæk. Neðanjarðarbyrgið, sem er eitt það stærsta sem fundist hefur í Írak, er nærri bænum Karma sem er um 50 km vestur af höfuðborginni Bagdad en enginn var þar inni þegar hermenn ruddust inn.

Erlent

Chirac til fundar við Schröder

Jacques Chirac, forseti Frakklands, fór til fundar við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en leiða má líkur að því að aðalumræðuefnið verði ástandið innan Evrópusambandsins og staða þess eftir að bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum.

Erlent

Blóðbaðsins í Peking minnst

Tugþúsundir manna komu saman í Hong Kong í dag til þess að minnast þess að sextán ár eru liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking. Íbúum Hong Kong rennur blóðið til skyldunnar því þótt Kínverjar hafi tekið þar við völdum árið 1997 njóta þeir enn lýðræðis .

Erlent

Deila hart á Abbas

Forystumenn Hamas eru reiðir Mahmoud Abbas fyrir að hafa einhliða frestað palestínsku þingkosningunum. Óvíst er hvenær þær verða haldnar. Abbas segir meiri tíma þurfa til að undirbúa breytingar á kosningalögum.</font /></b />

Erlent

Reyndu að selja Harry Potter

Tveir menn voru handteknir eftir að þeir reyndu að selja blaðamanni breska dagblaðsins The Sun eintak af nýju bókinni um Harry Potter sem kemur ekki í verslanir fyrr en 16. júlí. Annar maðurinn vann í vörumiðstöð sem sér um dreifingu bókarinnar.

Erlent

16 ár frá blóðbaðinu í Peking

Mikil öryggisgæsla er á Torgi hins himneska friðar í Peking í dag í tilefni af því að sextán ár eru liðin frá blóðbaðinu þar. Lögreglumenn eru á hverju strái og þekktir andófsmenn eru undir lögreglueftirliti á heimilum sínum. Margir þeirra sem voru handteknir þennan dag fyrir sextán árum eru enn í fangelsi.

Erlent

Maðurinn gengur á náttúruna

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt gervihnattamyndir sem sýna hversu mjög maðurinn hefur breitt úr sér í náttúrunni á undanförnum áratugum.

Erlent

Rumsfeld snuprar Kínverja

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, snupraði Kínverja á ráðstefnu um öryggismál í Singapúr í dag. Hann sagði Kínverja vera ógn við öryggi í Asíu vegna þess hve miklu fjármagni þeir eyði í hervarnir landsins og að koma sér upp þróuðum vopnum.

Erlent

Nærri toppi Everest á sjötugsaldri

Breti sem freistaði þess að komast á tind Mount Everest, hæsta fjalls jarðar, eftir að hafa gengið á báða pólana, varð frá að hverfa í dag vegna veikinda. Hann var kominn í toppbúðir fjallsins. Það þykir markvert hversu langt Bretinn komst í ljósi þess að hann er á sjötugsaldri og var nær dauða en lífi eftir hjartaáfall fyrir aðeins tveimur árum.

Erlent

Drekkti tveimur börnum sínum

Spænsk kona er talin hafa drekkt tveimur börnum sínum, átta mánaða og tveggja ára gömlum. Hún hringdi í lögreglu eftir verknaðinn og sagði frá honum en reyndi síðan sjálfsmorð með því að fleygja sér fram af svölum íbúðar sinnar í Barselóna.

Erlent

Ekki árás á Kína

Kröfur Bandaríkjastjórnar um aukið frelsi í Kína eru ekki settar fram til að ógna jafnvægi í landinu eða grafa undan því með nokkrum hætti, sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær.

Erlent

Hafna frestun kosninganna

Hamas-samtökin hafa hafnað þeirri ákvörðun forseta Palestínu að fresta þingkosningum sem átti að halda um miðjan næsta mánuð. Hættuleg valdabarátta er fram undan.

Erlent

Abbas frestar kosningunum

Mikil spenna ríkir nú í herbúðum Palestínumanna eftir að Mahmoud Abbas forseti ákvað að fresta þingkosningum sem halda átti um miðjan næsta mánuð. Í yfirlýsingu um frestun kosninganna sagði Abbas að hún væri til þess að gefa tíma til að leysa deilur um breytingar á kosningalögunum.

Erlent

Ný Marshall-áætlun fyrir Afríku

Fjármálaráðherra Bretlands kynnti í dag hugmyndir sínar um nýja Marshall-áætlun til þess að reisa Afríku úr öskustónni. Skiptar skoðanir eru um hugmyndir Breta.

Erlent

Enn ein olíuleiðslan sprengd

Enn ein olíuleiðslan hefur verið sprengd í Írak en sú síðasta var sprengd í gær nálægt borginni Kirkuk. Engin slys urðu á fólki að þessu sinni en leiðslurnar getur tekið vikur að laga og hefur áhrif á afkomu landsins. Miklar sprengingar mynduðust þegar leiðslan var sprengd upp.

Erlent

Snúið bökum saman

Palestínumenn og gyðingar slógust hlið við hlið við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum í dag. Hundruð Palestínumanna og gyðinga komu saman í þorpinu Bilin til þess að mótmæla aðskilnaðarmúrnum sem verið er að reisa til að skilja landsvæði Palestínumanna frá Ísrael.

Erlent

Móðir myrti börnin sín

Mikill óhugnaður ríkir í Austurríki eftir að lögreglan í Graz skýrði frá því að hún hefði fundið lík fjögurra kornabarna. Móðir þeirra hefur játað að hafa banað þeim í örvæntingu sinni vegna fjárhagsstöðu.

Erlent

Eldflaugum skotið í Sýrlandi

Sýrlendingar skutu á loft þremur Sködd-eldflaugum í síðustu viku að sögn ísraelsku herstjórnarinnar. Ein flaugin brotlenti í Tyrklandi.

Erlent

Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu

Fastlega er búist við að Bretar muni slá því á frest að ákveða hvenær eða hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í landinu um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins.

Erlent