Erlent Talinn hafa misnotað 445 drengi Finnskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið hnepptur í varðhald grunaður um að hafa beitt 445 taílenska drengi kynferðisofbeldi. Hann hefur farið 26 sinnum til Taílands síðan árið 1989 og í fórum hans fannst nákvæmt bókhald yfir athafnir hans með drengjunum. Þetta er langumsvifamesti barnaníðingur í sögu Finnlands og sjálfsagt þótt víðar væri leitað, en upp komst um hann vegna rannsóknar hollensku lögreglunnar á svipuðu máli Hollendings. Erlent 25.4.2005 00:01 Stúlkur eru hin gleymdu fórnarlömb Tæpur helmingur barna sem þvinguð eru til að taka þátt í stríðsátökum er stúlkur. Í hernaðinum eru þær beittar margvíslegu oftbeldi og að átökum loknum eiga þær erfiðara en piltar með að laga sig að þjóðfélaginu á ný. Erlent 25.4.2005 00:01 Versta lestarslys í 40 ár í Japan Fimmtíu hið minnsta týndu lífið þegar farþegalest fór út af sporinu á háannatíma skammt frá borginni Osaka í Japan. Lestin brunaði beint inn í hús skammt frá teinunum. 300 manns slösuðust. Erlent 25.4.2005 00:01 Finni misnotaði 445 unga drengi Finnskur karlmaður hefur verið handtekinn í Finnlandi vegna gruns um að hann hafi misnotað 445 drengi í Taílandi síðastliðin 15 ár. Erlent 25.4.2005 00:01 Verður að synda til Ameríku Nú hefur komið á daginn að hinn hálfíslenski eigandi og forstjóri tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, Jón Stephenson von Tetzchner, verður að standa við stóru orðin og synda til Ameríku frá Noregi. Erlent 25.4.2005 00:01 Ekki tilkynnt um ríkisstjórn í dag Enn á ný var því frestað að tilkynna um nýja ríkisstjórn í Írak í dag. Sem fyrr voru það deilur um einstök ráðuneyti milli ólíkra trúarhópa sem settu strik í reikninginn, en bandalag sjíta, sem hlaut flest atkvæði í þingkosningum í lok janúar, vinnur að því að mynda stjórn með Kúrdum og súnnítum. Erlent 25.4.2005 00:01 Segist hafa rænt sex Súdönum Íslamskur uppreisnarhópur, Her Ansars al-Sunna, lýsti því yfir í dag að hann hefði rænt sex súdönskum bílstjórum sem störfuðu á vegum Bandaríkjahers í Írak. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hópnum sem birt var á Netinu í dag. Uppreisnarmennirnir sögðust einnig ætla senda frá sér myndband fljótlega af sexmenningunum, en þeim var rænt skömmu eftir að þeir höfðu yfirgefið herstöð vestur af Bagdad í dag. Erlent 25.4.2005 00:01 Abbas tekur öryggissveitir í gegn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur skipað þrjá nýja yfirmenn yfir öyggissveitum landsins. Þá hefur Abbas einnig neytt nokkur hundruð starfsmenn öryggissveita landsins til þess að fara á eftirlaun með nýjum lögum sem kveða á um að starfsmenn sveitanna verði að hætta störfum þegar sextugsaldri er náð. Erlent 25.4.2005 00:01 Mannskætt lestarslys í Japan Að minnsta kosti 50 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Osaka í Japan í nótt og keyrði utan í íbúðarblokk. Nærri 300 manns slösuðust í árekstrinum, bæði farþegar lestarinnar, vegfarendur í nágrenninu og íbúar í blokkinni sem lestin keyrði utan í. Lestin lenti á bíl þar sem lestarteinarnir liggja yfir veg en ekki er enn ljóst hvort það var fyrir eða eftir að hún fór út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01 Nýir ríkisarfar væntanlegir Nýr danskur ríkisarfi er væntanlegur í heiminn í haust og undir áramót er fjölgunar von í norsku konungsfjölskyldunni. Erlent 25.4.2005 00:01 Ríflega fimmtíu dóu í lestarslysi Nær 60 manns fórust og á fimmta hundrað slösuðust í miklu lestarslysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01 Segir af sér vegna spillingar Stanislav Gross, forsætisráðherra Tékklands, sagði af sér embætti í morgun. Afsögnin kemur í kjölfar þess að upp komst um spillingu Gross við fjármögnun íbúðar sem hann keypti sér fyrir sex árum. Jiri Paroubek, félagi Gross í flokki Sósíaldemókrata, tekur við starfi forsætisráðherra Tékklands á hádegi í dag. Erlent 25.4.2005 00:01 Níu létust í slysi í Suður-Afríku Níu létust og 59 slösuðust í árekstri lestar og rútu í norðurhluta Suður-Afríku í dag. Svo virðist sem ökumaður rútunnar hafi virt stöðvunarskyldumerki að vettugi og ekið yfir lestarteina um leið og flutningalest nálgaðist með fyrrgreindum afleiðingum. Allir þeir sem létust og meiddust voru í rútunni og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlum og sjúkrabílum á fimm sjúkrahús. Erlent 25.4.2005 00:01 Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra. Erlent 25.4.2005 00:01 Sneru til baka úr alþjóðageimstöð Rússnesk geimskutla með áhöfn frá alþjóðageimstöðinni lenti í Kasakstan seint í gærkvöldi. Um borð voru Rússi og Bandaríkjamaður sem hafa verið í geimstöðinni síðan í október auk Ítala sem dvaldi þar undanfarna átta daga. Lendingin gekk vel og er áhöfnin við hestaheilsu að eigin sögn. Erlent 25.4.2005 00:01 Allt í hnút í Írak Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviðræðunum í Írak og á meðan berast landsmenn á banaspjót. Erlent 25.4.2005 00:01 Pútín flytur stefnuræðu sína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, flutti í gær sjöttu stefnuræðu sína. Hann eyddi mestu púðri í að fullvissa fjárfesta um að gráðugir embættismenn, óstöðugt efnahagsástand og umfangsmiklar skattrannsóknir heyrðu sögunni til. Erlent 25.4.2005 00:01 Fundu lyf sem frestar Alzheimer Lyf hefur fundist sem virðist fresta því að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn. Það vekur vonir um að hægt sé að fyrirbyggja sjúkdóminn með öllu. Erlent 25.4.2005 00:01 Skattayfirvöld hætti ofsóknum Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær. Hann skipaði einnig skattayfirvöldum að hætta ofsóknum á hendur stórfyrirtækjum. Erlent 25.4.2005 00:01 Íraksmálin aftur í brennidepli Íhaldsmenn kalla Tony Blair lygara og frjálslyndir krefjast þess að hann upplýsi um samskipti þeirra Goldsmith lávarðar, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Erlent 25.4.2005 00:01 Mótmæltu nýjum samkeppnislögum Starfsmenn Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu mótmæltu harðlega fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Fulltrúi starfsmanna furðar sig á að það eigi að gera slíkar breytingar án þess að stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á núverandi fyrirkomulagi. Erlent 25.4.2005 00:01 Fólks enn leitað eftir lestarslys Fólks er enn leitað í flaki japanskrar farþegalestar sem þeyttist út af sporinu í morgun. 57 fórust og á fimmta hundrað slasaðist. Erlent 25.4.2005 00:01 Tekist á í Nepal Stjórnarherinn í Nepal hóf í gær stórsókn gegn uppreisnarmönnum í landinu og létu þyrlur meðal annars sprengjur rigna yfir búðir þeirra. Erlent 25.4.2005 00:01 Þrýsta á myndun stjórnar í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum þrýsta nú hart á nýkjörna leiðtoga í Írak að ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Stjórnvöld í Washington lögðu á það ríka áherslu eftir kosningar í Írak að þau myndu ekki skipta sér af innanríkismálum landsins í kjölfarið. Erlent 25.4.2005 00:01 Sprengingar við lögregluskóla Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna. Erlent 24.4.2005 00:01 Kvalinn á Kúbu Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. Erlent 24.4.2005 00:01 Páfinn sagður hafa brotið lög Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir. Erlent 24.4.2005 00:01 23 þúsund borgarar taldir af Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 24.4.2005 00:01 Fimm börn látast í sprengingu Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista. Erlent 24.4.2005 00:01 Enn manntjón í kínverskum námum Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag. Erlent 24.4.2005 00:01 « ‹ ›
Talinn hafa misnotað 445 drengi Finnskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið hnepptur í varðhald grunaður um að hafa beitt 445 taílenska drengi kynferðisofbeldi. Hann hefur farið 26 sinnum til Taílands síðan árið 1989 og í fórum hans fannst nákvæmt bókhald yfir athafnir hans með drengjunum. Þetta er langumsvifamesti barnaníðingur í sögu Finnlands og sjálfsagt þótt víðar væri leitað, en upp komst um hann vegna rannsóknar hollensku lögreglunnar á svipuðu máli Hollendings. Erlent 25.4.2005 00:01
Stúlkur eru hin gleymdu fórnarlömb Tæpur helmingur barna sem þvinguð eru til að taka þátt í stríðsátökum er stúlkur. Í hernaðinum eru þær beittar margvíslegu oftbeldi og að átökum loknum eiga þær erfiðara en piltar með að laga sig að þjóðfélaginu á ný. Erlent 25.4.2005 00:01
Versta lestarslys í 40 ár í Japan Fimmtíu hið minnsta týndu lífið þegar farþegalest fór út af sporinu á háannatíma skammt frá borginni Osaka í Japan. Lestin brunaði beint inn í hús skammt frá teinunum. 300 manns slösuðust. Erlent 25.4.2005 00:01
Finni misnotaði 445 unga drengi Finnskur karlmaður hefur verið handtekinn í Finnlandi vegna gruns um að hann hafi misnotað 445 drengi í Taílandi síðastliðin 15 ár. Erlent 25.4.2005 00:01
Verður að synda til Ameríku Nú hefur komið á daginn að hinn hálfíslenski eigandi og forstjóri tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, Jón Stephenson von Tetzchner, verður að standa við stóru orðin og synda til Ameríku frá Noregi. Erlent 25.4.2005 00:01
Ekki tilkynnt um ríkisstjórn í dag Enn á ný var því frestað að tilkynna um nýja ríkisstjórn í Írak í dag. Sem fyrr voru það deilur um einstök ráðuneyti milli ólíkra trúarhópa sem settu strik í reikninginn, en bandalag sjíta, sem hlaut flest atkvæði í þingkosningum í lok janúar, vinnur að því að mynda stjórn með Kúrdum og súnnítum. Erlent 25.4.2005 00:01
Segist hafa rænt sex Súdönum Íslamskur uppreisnarhópur, Her Ansars al-Sunna, lýsti því yfir í dag að hann hefði rænt sex súdönskum bílstjórum sem störfuðu á vegum Bandaríkjahers í Írak. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hópnum sem birt var á Netinu í dag. Uppreisnarmennirnir sögðust einnig ætla senda frá sér myndband fljótlega af sexmenningunum, en þeim var rænt skömmu eftir að þeir höfðu yfirgefið herstöð vestur af Bagdad í dag. Erlent 25.4.2005 00:01
Abbas tekur öryggissveitir í gegn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur skipað þrjá nýja yfirmenn yfir öyggissveitum landsins. Þá hefur Abbas einnig neytt nokkur hundruð starfsmenn öryggissveita landsins til þess að fara á eftirlaun með nýjum lögum sem kveða á um að starfsmenn sveitanna verði að hætta störfum þegar sextugsaldri er náð. Erlent 25.4.2005 00:01
Mannskætt lestarslys í Japan Að minnsta kosti 50 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Osaka í Japan í nótt og keyrði utan í íbúðarblokk. Nærri 300 manns slösuðust í árekstrinum, bæði farþegar lestarinnar, vegfarendur í nágrenninu og íbúar í blokkinni sem lestin keyrði utan í. Lestin lenti á bíl þar sem lestarteinarnir liggja yfir veg en ekki er enn ljóst hvort það var fyrir eða eftir að hún fór út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01
Nýir ríkisarfar væntanlegir Nýr danskur ríkisarfi er væntanlegur í heiminn í haust og undir áramót er fjölgunar von í norsku konungsfjölskyldunni. Erlent 25.4.2005 00:01
Ríflega fimmtíu dóu í lestarslysi Nær 60 manns fórust og á fimmta hundrað slösuðust í miklu lestarslysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu. Erlent 25.4.2005 00:01
Segir af sér vegna spillingar Stanislav Gross, forsætisráðherra Tékklands, sagði af sér embætti í morgun. Afsögnin kemur í kjölfar þess að upp komst um spillingu Gross við fjármögnun íbúðar sem hann keypti sér fyrir sex árum. Jiri Paroubek, félagi Gross í flokki Sósíaldemókrata, tekur við starfi forsætisráðherra Tékklands á hádegi í dag. Erlent 25.4.2005 00:01
Níu létust í slysi í Suður-Afríku Níu létust og 59 slösuðust í árekstri lestar og rútu í norðurhluta Suður-Afríku í dag. Svo virðist sem ökumaður rútunnar hafi virt stöðvunarskyldumerki að vettugi og ekið yfir lestarteina um leið og flutningalest nálgaðist með fyrrgreindum afleiðingum. Allir þeir sem létust og meiddust voru í rútunni og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlum og sjúkrabílum á fimm sjúkrahús. Erlent 25.4.2005 00:01
Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra. Erlent 25.4.2005 00:01
Sneru til baka úr alþjóðageimstöð Rússnesk geimskutla með áhöfn frá alþjóðageimstöðinni lenti í Kasakstan seint í gærkvöldi. Um borð voru Rússi og Bandaríkjamaður sem hafa verið í geimstöðinni síðan í október auk Ítala sem dvaldi þar undanfarna átta daga. Lendingin gekk vel og er áhöfnin við hestaheilsu að eigin sögn. Erlent 25.4.2005 00:01
Allt í hnút í Írak Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviðræðunum í Írak og á meðan berast landsmenn á banaspjót. Erlent 25.4.2005 00:01
Pútín flytur stefnuræðu sína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, flutti í gær sjöttu stefnuræðu sína. Hann eyddi mestu púðri í að fullvissa fjárfesta um að gráðugir embættismenn, óstöðugt efnahagsástand og umfangsmiklar skattrannsóknir heyrðu sögunni til. Erlent 25.4.2005 00:01
Fundu lyf sem frestar Alzheimer Lyf hefur fundist sem virðist fresta því að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn. Það vekur vonir um að hægt sé að fyrirbyggja sjúkdóminn með öllu. Erlent 25.4.2005 00:01
Skattayfirvöld hætti ofsóknum Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær. Hann skipaði einnig skattayfirvöldum að hætta ofsóknum á hendur stórfyrirtækjum. Erlent 25.4.2005 00:01
Íraksmálin aftur í brennidepli Íhaldsmenn kalla Tony Blair lygara og frjálslyndir krefjast þess að hann upplýsi um samskipti þeirra Goldsmith lávarðar, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Erlent 25.4.2005 00:01
Mótmæltu nýjum samkeppnislögum Starfsmenn Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu mótmæltu harðlega fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Fulltrúi starfsmanna furðar sig á að það eigi að gera slíkar breytingar án þess að stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á núverandi fyrirkomulagi. Erlent 25.4.2005 00:01
Fólks enn leitað eftir lestarslys Fólks er enn leitað í flaki japanskrar farþegalestar sem þeyttist út af sporinu í morgun. 57 fórust og á fimmta hundrað slasaðist. Erlent 25.4.2005 00:01
Tekist á í Nepal Stjórnarherinn í Nepal hóf í gær stórsókn gegn uppreisnarmönnum í landinu og létu þyrlur meðal annars sprengjur rigna yfir búðir þeirra. Erlent 25.4.2005 00:01
Þrýsta á myndun stjórnar í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum þrýsta nú hart á nýkjörna leiðtoga í Írak að ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Stjórnvöld í Washington lögðu á það ríka áherslu eftir kosningar í Írak að þau myndu ekki skipta sér af innanríkismálum landsins í kjölfarið. Erlent 25.4.2005 00:01
Sprengingar við lögregluskóla Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna. Erlent 24.4.2005 00:01
Kvalinn á Kúbu Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. Erlent 24.4.2005 00:01
Páfinn sagður hafa brotið lög Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir. Erlent 24.4.2005 00:01
23 þúsund borgarar taldir af Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 24.4.2005 00:01
Fimm börn látast í sprengingu Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista. Erlent 24.4.2005 00:01
Enn manntjón í kínverskum námum Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag. Erlent 24.4.2005 00:01