Erlent 50 handteknir vegna barnakláms Tæplega fimmtíu manns sem grunaðir eru um að hafa dreift barnaklámi á Netinu voru handteknir í Portúgal í gær. Þetta er stærsta aðgerð sem lögreglan þar í landi hefur ráðist í af þessu tagi. Erlent 15.7.2005 00:01 Vopnahléið kvatt Vopnahléi er lokið milli herskárra Palestínumanna og Ísraela að því er virðist. Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna sagði í morgun að sveitirnar muni ekki hika við að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðunum og að flugskeytaárásir herskárra samtaka Palestínumanna verði stöðvaðar. Erlent 15.7.2005 00:01 Hákarlar enn á ferð Hákarl beit 14 ára gamla stúlku í fótinn undan ströndum Texas í gær. Stúlkan fékk svöðusár á fótinn og gekkst undir aðgerð í gærkvöld. Hákarlaárásir hafa verið tíðar að undanförnu við Mexíkóflóa, þannig varð hákarl annarri 14 ára stúlku að bana undan ströndum Flórída í lok júní en þá viku var að minnsta kosti tilkynnt um þrjár hákarlaárásir. Erlent 15.7.2005 00:01 Ótti um fuglaflensudauðsföll Grunur leikur á að þrír Indónesar hafi látist úr fuglaflensu. Sé það rétt eru það fyrstu dauðsföllin af völdum veikinnar í landinu. Erlent 15.7.2005 00:01 Handtekinn vegna hryðjuverkanna Maður sem eftirlýstur var vegna hryðjuverkanna í London í síðustu viku hefur verið handtekinn í Egyptalandi. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfesti þetta nú síðdegis. Maðurinn, Magdy Elnasher að nafni, er þrjátíu og þriggja ára gamall og með egypskt ríkisfang en hefur stundað nám í efnafræði bæði í Bretelandi og Bandaríkjunum. Erlent 15.7.2005 00:01 Flugskeytum skotið á Gaza Ísraelar skutu flugskeytum á svæði Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöld. Árásin er gerð eftir að ísraelsk kona lét lífið í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna sem skutu eldflaug inn í Ísrael frá Gaza-svæðinu. Erlent 15.7.2005 00:01 Fjórir Hamas-liðar drepnir Fjórir Hamas-liðar í Palestínu voru skotnir til bana í dag þegar ísraelsk herþyrla skaut þremur flugskeytum nálægt landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Skotárásin er sögð liður ísraelska hersins í hefndaraðgerðum gagnvart herskáum Palestínumönnum en þeir eru taldir hafa skotið ísraelska konu til bana í gær og fimm manns á þriðjudag. Erlent 15.7.2005 00:01 Slösuðust við niðurrif húss Fimm manns slösuðust þegar verslunarhúsnæði á Manhattan í New York, sem verið var að rífa niður, hrundi. Brak úr húsinu hrundi niður á gangstéttina og slasaði vegfarendur. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega en einn fót- og handleggsbrotnaði. Erlent 15.7.2005 00:01 Efnafræðingurinn handtekinn Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Erlent 15.7.2005 00:01 Geimskot í fyrsta lagi á sunnudag Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að geimferjunni Discovery muni í fyrsta lagi verða skotið á loft á sunnudag en ekki á morgun eins og haldið hefur verið fram. NASA hefur svigrúm til mánaðamóta til að senda ferjuna í fyrirhugaða tólf daga för að Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.7.2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Erlent 15.7.2005 00:01 Fuglaflensan komin til Indónesíu? Sterkar vísbendingar eru um að fuglaflensan sé komin til Indónesíu sem er fjórða fjölmennasta ríki heims. Þrír úr sömu fjölskyldu hafa látist og hafa stjórnvöld nú þegar leitað aðstoðar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við rannsókn málsins. Erlent 15.7.2005 00:01 Karl í kvennaflokki Dómari í Simbabve hefur dæmt ungan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir og valda félögum sínum sálartjóni. Hann keppti í frjálsum íþróttum og vann til nokkurra verðlauna fyrir land sitt - í kvennaflokki. Erlent 15.7.2005 00:01 Tugir fórust í Bagdad Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. Erlent 15.7.2005 00:01 Londonárás: 4 handteknir í viðbót Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. Erlent 15.7.2005 00:01 Talið að 136 hafi farist Mörg hundruð þorpsbúa komu saman í morgun á vettvangi lestarslyssins sem varð í Pakistan á miðvikudag til að vera við jarðsetningu þeirra sem ekki hafa verið borin kennsl á en alls eru það 64. Talið er að 136 hafi farist í árekstri þriggja hraðlesta en ekki er var hryðjuverkum um að kenna að þessu sinni heldur var um mannleg mistök að ræða. Erlent 15.7.2005 00:01 Þúsundir minntust fórnarlambanna Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum í London í síðustu viku en tala látinna er nú komin í fimmtíu og fjóra. Lögreglan segir að enn megi búast við að tala látinna muni hækka. Erlent 15.7.2005 00:01 Ráðist inn í landbúnaðarráðuneytið Ólga fer vaxandi á Filippseyjum vegna ásakana um kosningasvindl Gloriu Arroyo, forseta landsins, á dögunum. Erlent 15.7.2005 00:01 Sprenging í Madríd Sprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Ekki virðist sem nokkur hafi særst í sprengingunni, sem var ekki mikil, en rúður brotnuðu þó í nærliggjandi húsum. Málið er í rannsókn. Erlent 15.7.2005 00:01 Forstjóri WorldCom dæmdur Bernard Ebbert, fyrrum forstjóri WorldCom, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir svæsin fjársvik og samsæri,sem leiddi fyrirtækið í stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Hluthafar í WorldCom töpuðu um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og 20 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna. Erlent 14.7.2005 00:01 Bjór með Níkótíni Þýski bjórframleiðandinn Nautilus hefur hafið framleiðslu á bjór með níkótíni sem á að geta komið í stað níkótínsplásturs eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent að styrkleika og ein 25 cl flaska inniheldur einn þriðja af níkótínmagni heils sígarettupakka. Erlent 14.7.2005 00:01 Tekinn af lífi án dóms og laga Ísraelskir hermenn réðust í gær inn á heimili breskrar blaðakonu í bænum Nablus á Vesturbakkanum og skutu þar til bana, Mohammed Alassi, meintan palestínskan uppreisnarmann. Erlent 14.7.2005 00:01 Þögn í Evrópu Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. Erlent 14.7.2005 00:01 Donald Rumsfield gaf leyfi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf leyfi til að brjóta niður fanga á niðurlægjandi hátt í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, neituðu þeir að tala. Þetta segir blaðið Washington Post í dag. Erlent 14.7.2005 00:01 Umkringdu barnaskóla Stigamenn stráfelldu 76 manns í þorpi í norðurhluta Keníu í fyrradag. Talið er að ættbálkaerjur séu orsök ódæðanna. Erlent 14.7.2005 00:01 Múslimar í Bretlandi biðja griða Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu. Erlent 14.7.2005 00:01 Kennsl borin á hryðjuverkamenn Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. Erlent 14.7.2005 00:01 Kerfisbundnar misþyrmingar Ný rannsókn á vegum Bandaríkjahers leiðir í ljós að hinar illræmdu yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru ekki einangrað tilfelli. Erlent 14.7.2005 00:01 Þögn sló yfir Lundúnir Vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og var þess víða minnst með tveggja mínútna langri þögn í gær. Búið er að bera kennsl á alla tilræðismennina fjóra. Erlent 14.7.2005 00:01 Fingraför af öllum útlendingum Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með útlendingum sem koma inn í landið og verða fingraför nú tekin af öllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér í gærkvöld. Ráðherrann sagði þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir reyni að komast inn í landið. Erlent 14.7.2005 00:01 « ‹ ›
50 handteknir vegna barnakláms Tæplega fimmtíu manns sem grunaðir eru um að hafa dreift barnaklámi á Netinu voru handteknir í Portúgal í gær. Þetta er stærsta aðgerð sem lögreglan þar í landi hefur ráðist í af þessu tagi. Erlent 15.7.2005 00:01
Vopnahléið kvatt Vopnahléi er lokið milli herskárra Palestínumanna og Ísraela að því er virðist. Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna sagði í morgun að sveitirnar muni ekki hika við að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðunum og að flugskeytaárásir herskárra samtaka Palestínumanna verði stöðvaðar. Erlent 15.7.2005 00:01
Hákarlar enn á ferð Hákarl beit 14 ára gamla stúlku í fótinn undan ströndum Texas í gær. Stúlkan fékk svöðusár á fótinn og gekkst undir aðgerð í gærkvöld. Hákarlaárásir hafa verið tíðar að undanförnu við Mexíkóflóa, þannig varð hákarl annarri 14 ára stúlku að bana undan ströndum Flórída í lok júní en þá viku var að minnsta kosti tilkynnt um þrjár hákarlaárásir. Erlent 15.7.2005 00:01
Ótti um fuglaflensudauðsföll Grunur leikur á að þrír Indónesar hafi látist úr fuglaflensu. Sé það rétt eru það fyrstu dauðsföllin af völdum veikinnar í landinu. Erlent 15.7.2005 00:01
Handtekinn vegna hryðjuverkanna Maður sem eftirlýstur var vegna hryðjuverkanna í London í síðustu viku hefur verið handtekinn í Egyptalandi. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfesti þetta nú síðdegis. Maðurinn, Magdy Elnasher að nafni, er þrjátíu og þriggja ára gamall og með egypskt ríkisfang en hefur stundað nám í efnafræði bæði í Bretelandi og Bandaríkjunum. Erlent 15.7.2005 00:01
Flugskeytum skotið á Gaza Ísraelar skutu flugskeytum á svæði Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöld. Árásin er gerð eftir að ísraelsk kona lét lífið í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna sem skutu eldflaug inn í Ísrael frá Gaza-svæðinu. Erlent 15.7.2005 00:01
Fjórir Hamas-liðar drepnir Fjórir Hamas-liðar í Palestínu voru skotnir til bana í dag þegar ísraelsk herþyrla skaut þremur flugskeytum nálægt landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Skotárásin er sögð liður ísraelska hersins í hefndaraðgerðum gagnvart herskáum Palestínumönnum en þeir eru taldir hafa skotið ísraelska konu til bana í gær og fimm manns á þriðjudag. Erlent 15.7.2005 00:01
Slösuðust við niðurrif húss Fimm manns slösuðust þegar verslunarhúsnæði á Manhattan í New York, sem verið var að rífa niður, hrundi. Brak úr húsinu hrundi niður á gangstéttina og slasaði vegfarendur. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega en einn fót- og handleggsbrotnaði. Erlent 15.7.2005 00:01
Efnafræðingurinn handtekinn Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Erlent 15.7.2005 00:01
Geimskot í fyrsta lagi á sunnudag Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að geimferjunni Discovery muni í fyrsta lagi verða skotið á loft á sunnudag en ekki á morgun eins og haldið hefur verið fram. NASA hefur svigrúm til mánaðamóta til að senda ferjuna í fyrirhugaða tólf daga för að Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.7.2005 00:01
Hringurinn þrengist óðum Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Erlent 15.7.2005 00:01
Fuglaflensan komin til Indónesíu? Sterkar vísbendingar eru um að fuglaflensan sé komin til Indónesíu sem er fjórða fjölmennasta ríki heims. Þrír úr sömu fjölskyldu hafa látist og hafa stjórnvöld nú þegar leitað aðstoðar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við rannsókn málsins. Erlent 15.7.2005 00:01
Karl í kvennaflokki Dómari í Simbabve hefur dæmt ungan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir og valda félögum sínum sálartjóni. Hann keppti í frjálsum íþróttum og vann til nokkurra verðlauna fyrir land sitt - í kvennaflokki. Erlent 15.7.2005 00:01
Tugir fórust í Bagdad Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. Erlent 15.7.2005 00:01
Londonárás: 4 handteknir í viðbót Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. Erlent 15.7.2005 00:01
Talið að 136 hafi farist Mörg hundruð þorpsbúa komu saman í morgun á vettvangi lestarslyssins sem varð í Pakistan á miðvikudag til að vera við jarðsetningu þeirra sem ekki hafa verið borin kennsl á en alls eru það 64. Talið er að 136 hafi farist í árekstri þriggja hraðlesta en ekki er var hryðjuverkum um að kenna að þessu sinni heldur var um mannleg mistök að ræða. Erlent 15.7.2005 00:01
Þúsundir minntust fórnarlambanna Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum í London í síðustu viku en tala látinna er nú komin í fimmtíu og fjóra. Lögreglan segir að enn megi búast við að tala látinna muni hækka. Erlent 15.7.2005 00:01
Ráðist inn í landbúnaðarráðuneytið Ólga fer vaxandi á Filippseyjum vegna ásakana um kosningasvindl Gloriu Arroyo, forseta landsins, á dögunum. Erlent 15.7.2005 00:01
Sprenging í Madríd Sprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Ekki virðist sem nokkur hafi særst í sprengingunni, sem var ekki mikil, en rúður brotnuðu þó í nærliggjandi húsum. Málið er í rannsókn. Erlent 15.7.2005 00:01
Forstjóri WorldCom dæmdur Bernard Ebbert, fyrrum forstjóri WorldCom, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir svæsin fjársvik og samsæri,sem leiddi fyrirtækið í stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Hluthafar í WorldCom töpuðu um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og 20 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna. Erlent 14.7.2005 00:01
Bjór með Níkótíni Þýski bjórframleiðandinn Nautilus hefur hafið framleiðslu á bjór með níkótíni sem á að geta komið í stað níkótínsplásturs eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent að styrkleika og ein 25 cl flaska inniheldur einn þriðja af níkótínmagni heils sígarettupakka. Erlent 14.7.2005 00:01
Tekinn af lífi án dóms og laga Ísraelskir hermenn réðust í gær inn á heimili breskrar blaðakonu í bænum Nablus á Vesturbakkanum og skutu þar til bana, Mohammed Alassi, meintan palestínskan uppreisnarmann. Erlent 14.7.2005 00:01
Þögn í Evrópu Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. Erlent 14.7.2005 00:01
Donald Rumsfield gaf leyfi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf leyfi til að brjóta niður fanga á niðurlægjandi hátt í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, neituðu þeir að tala. Þetta segir blaðið Washington Post í dag. Erlent 14.7.2005 00:01
Umkringdu barnaskóla Stigamenn stráfelldu 76 manns í þorpi í norðurhluta Keníu í fyrradag. Talið er að ættbálkaerjur séu orsök ódæðanna. Erlent 14.7.2005 00:01
Múslimar í Bretlandi biðja griða Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu. Erlent 14.7.2005 00:01
Kennsl borin á hryðjuverkamenn Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. Erlent 14.7.2005 00:01
Kerfisbundnar misþyrmingar Ný rannsókn á vegum Bandaríkjahers leiðir í ljós að hinar illræmdu yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru ekki einangrað tilfelli. Erlent 14.7.2005 00:01
Þögn sló yfir Lundúnir Vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og var þess víða minnst með tveggja mínútna langri þögn í gær. Búið er að bera kennsl á alla tilræðismennina fjóra. Erlent 14.7.2005 00:01
Fingraför af öllum útlendingum Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með útlendingum sem koma inn í landið og verða fingraför nú tekin af öllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér í gærkvöld. Ráðherrann sagði þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir reyni að komast inn í landið. Erlent 14.7.2005 00:01