Erlent

Úkraínumenn greiða tvöfalt hærra verð fyrir gasið

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Moskvu í gær, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var.

Erlent

Um fimmtíu létust í árásinni

49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima.

Erlent

Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum

Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu.

Erlent

Ellefu létust í sprengjuárás

Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004.

Erlent

Systkin látast úr fuglaflensu í Tyrklandi

Fjórtán ára drengur og systir hans hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi síðan í gær. Þetta eru fyrstu tilfelli þess að fólk láti lífið þar af völdum veikinnar. Heilbrigðisráðherra Tyrklands greindi frá dauða drengsins á blaðamannafundi og fregnir af dauða systur hans bárust svo í morgun.

Erlent

Sharon enn í lífshættu

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila.

Erlent

Reyndu að brjóta niður girðingar á Gasasvæðinu

Hópur herskárra Palestínumanna stal tveimur jarðýtum í gær og hóf að reyna að brjóta niður landamæragirðingu milli Gasasvæðisins og Egyptalands. Mennirnir voru að mótmæla því að einn leiðtoga þeirra hafi verið handtekinn af palestínsku lögreglunni en hann er grunaður um aðild að ráni á þremur Bretum á Gasaströndinni í síðustu viku.

Erlent

Sharon sagður lamaður fyrir neðan mitti

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn og segja læknar batahorfur ekki vera góðar.

Erlent

Sharon aftur á sjúkrahús eftir heilablóðfall

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Jerúsalem í kvöld eftir að hafa fengið heilablóðfall. Aðeins eru tæpar þrjár vikur síðan Sharon var lagður inn á spítalann, einnig vegna heilablóðfalls, sem reyndist minniháttar. Heilablóðfallið sem ráðherrann fékk í kvöld er hins vegar mun alvarlegra, að því er ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir lækni á sjúkrahúsinu.

Erlent

Rodney Coronado dæmdur

Dýraverndunarsinni sem sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist í Bandaríkjunum. Hann er talinn forsprakki í hópi sem lögregla í Bandaríkjunum segir að sé stórhættuleg hryðjuverkasamtök.

Erlent

Allir nema einn létust í námuslysinu

Gleði breyttist í mikla sorg og reiði þegar ættingjum manna sem lokuðust af í kolanámu í Bandaríkjunum var fyrst sagt að allir nema einn hefðu komist lífs af, en þremur klukkustundum síðar að einn hefði lifað en allir hinir látið lífið.

Erlent

Skæruliðahópur sprengdi olíuholur- og leiðslur

Skæruliðahópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í Amason-regnskógunum í loft upp í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 km löngum kafla árinnar Putumayo.

Erlent

Rússar og Úkraínumenn komast að samkomulagi

Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu.

Erlent

Náðu samkomulagi í gasdeilu

Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu.

Erlent

Yfir þrjátíu féllu í jarðarför í Írak

Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fjörtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í útför háttsetts sjíta múslima um nítíu kílómetra frá Bagdad, höfuðborgar Íraks í morgun. Hópur uppreisnarmanna hóf skothrí í miðri útför og er um blóðugustu árás að ræða eftir kosningar í landinu sem fram fóru þann 15. desember síðastliðinn. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum.

Erlent

Omri segir af sér

Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum

Erlent

Sonur Sharons segir af sér

Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum.

Erlent

Skæruliðar sprengdu olíuborholur

Skæruliðahópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í loft upp í Amasonregnskógunum í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 kílómetra löngum kafla árinnar Putumayo.

Erlent

ESA kannar jafnréttislög í Noregi

Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið rannsókn á því hvort lög í Noregi sem kveða á um að að minnsta kosti fjörutíu prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum skuli vera af hvoru kyni samræmist reglum Evrópusambandsins. Þeim verða Norðmenn að hlíta í gegnum EES-samninginn.

Erlent

Mál meints hryðjuverkamanns falið bosnískum yfirvöldum

Danska lögreglan hefur hætt við að ákæra einn þeirra sem handteknir voru vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás í landinu og falið bosnískum yfirvöldum málið. Maðurinn sem um ræðir var handtekinn í Bosníu síðla síðasta árs en hann er Dani af tyrknesku bergi brotinn.

Erlent

Telja meirihluta þingmanna spilltan

Meirihluti þingmanna er spilltur að mati meirihluta Bandaríkjamanna samkvæmt skoðanankönnun Gallup fyrir CNN og USA Today. Ekki nóg með það heldur telja þeir að um fimmtungur þingmanna sé mjög spilltur.

Erlent

Varað við skemmdarverkum á laxeldiskvíum í Noregi

Lögregla í Noregi hefur hvatt laxeldisfyrirtæki til að vera á varðbergi gagnvart skemmdarverkum sem kunni að verða unnin á kvíum þeirra. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten. Lögregla rannsakar nú hvort herskáir umhverfisverndarsinnar hafi skemmt kvíar í Finnmörku í júní í fyrra en þá sluppu um hundrað þúsund laxar úr kvíunum.

Erlent

Allir námuverkamennirnir í Virginíu látnir nema einn

Aðeins einn af kolanámuverkamönnunum sem sátu fastir í námu í Vestur-Virginíu komst lífs af samkvæmt nýjustu fregnum, en svo virðist sem upplýsingum um málið hafi verið snúið við. Tólf menn létu því lífið en ekki einn. Talsmaður kolanámufyrirtækisins greindi fjölskyldum mannanna frá þessu.

Erlent

Omri Sharon segir af sér

Omri Sharon, sonur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær af sér þingmennsku eftir að hafa verið sakfelldur fyrir ólöglega fjármögnun kosningabaráttu. Omri tók við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns í Likud flokknum árið 1999 en erlend fjárframlög eru bönnuð samkvæmt kosningalögum í Ísrael.

Erlent

Tólf námuverkamenn í V-Virginíu fundust á lífi

Tólf þeirra kolanámumanna sem festust inni í námu í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum snemma í gærmorgun, fundust á lífi í morgun. Þá var einn látinn. Óttast var að allir hefðu farist en mennirnir voru fastir á um eitt hundrað metra dýpi og sýndu mælingar mikið magn eiturefna í andrúmsloftinu í námunni.

Erlent

Námumennirnir enn lokaðir inni í Sago kolanámunni

Ekki er enn búið að bjarga námumönnunum 13 sem lokuðust inni þegar sprenging varð í Sago kolanámunni í Virginíafylki í Bandaríkjunum um hádegi í gær. Óvíst er hversu lengi þeir geta lifað inn í námunni en súrefni er þar af skornum skammti. Mælingar gefa til kynna að kolsýringur mælist langt yfir hættumörkum þar sem mennirnir eru lokaðir inni. Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni en ekki er útilokað að neisti frá eldingu hafi orsakað sprenginguna.

Erlent

Námuverkamennirnir enn fastir í námunni

Þrettán námuverkamenn eru enn milli heims og helju í námu í Virginíu í Bandaríkjunum og komast ekki út. Baneitrað kolmónoxíð hefur safnast upp í námunni. Leit að mönnunum stóð enn yfir á sjöunda tímanum í kvöld.

Erlent

Óttast um efnahag Úkraínumanna hækki verð á gasi

Svo kann að fara að þjóðaframleiðsla Úkraínumanna lækki um fimm prósent á þessu ári og verðbólga aukist um allt að þrjátíu prósent ef verð á rússnesku gasi, sem selt er til Úkraínu, fjórfaldast líkt og Rússar hafa krafist.

Erlent

Skipt um sjö undur veraldar

Nýr listi yfir sjö undur veraldar verður kynntur við upphaf næsta árs. Aðeins eitt núverandi undur á möguleika á að halda sess sínu, það er Píramídarnir í Gíza í Egyptalandi.

Erlent