Erlent

ESA kannar jafnréttislög í Noregi

Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið rannsókn á því hvort lög í Noregi sem kveða á um að að minnsta kosti fjörutíu prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum skuli vera hvoru kyni samræmist reglum Evrópusambandsins. Þeim verða Norðmenn að hlíta í gegnum EES-samninginn. Fyrirtæki í Noregi eiga yfir höfði sér sektir fylgi þau ekki lögunum en vafi er talinn leika á því hvort þau samræmist jafnræðistilskipunum Evrópusambandsins. Norska blaðið Nationen greinir frá þessu og segir hugsanlegt að draga verði löggjöfina til baka af þessum sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×