Erlent

Omri Sharon segir af sér

Omri Sharon, sonur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær af sér þingmennsku eftir að hafa verið sakfelldur fyrir ólöglega fjármögnun kosningabaráttu. Omri tók við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns í Likud flokknum árið 1999 en erlend fjárframlög eru bönnuð samkvæmt kosningalögum í Ísrael. Fjölmiðlar þar í landi spá því að Omri fái ekki harðan dóm en hann gæti þó átt allt að 7 ára fangelsi yfir höfði sér. Ríkissaksóknarinn í Ísrael ákvað að ákæra ekki forsætisráðherrann sjálfan vegna skorts á sönnunargögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×