Erlent

Námumennirnir enn lokaðir inni í Sago kolanámunni

Ekki er enn búið að bjarga námumönnunum 13 sem lokuðust inni þegar sprenging varð í Sago kolanámunni í Virginíafylki í Bandaríkjunum um hádegi í gær. Óvíst er hversu lengi þeir geta lifað inn í námunni en súrefni er þar af skornum skammti. Mælingar gefa til kynna að kolsýringur mælist langt yfir hættumörkum þar sem mennirnir eru lokaðir inni. Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni en ekki er útilokað að neisti frá eldingu hafi orsakað sprenginguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×