Erlent

Tólf námuverkamenn í V-Virginíu fundust á lífi

Ættingjar námuverkamannanna glöddust mikið í nótt þegar í ljós kom að flestir þeirra væru á lífi.
Ættingjar námuverkamannanna glöddust mikið í nótt þegar í ljós kom að flestir þeirra væru á lífi. MYND/AP

Tólf þeirra kolanámumanna sem festust inni í námu í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum snemma í gærmorgun, fundust á lífi í morgun. Þá var einn látinn. Óttast var að allir hefðu farist en mennirnir voru fastir á um eitt hundrað metra dýpi og sýndu mælingar mikið magn eiturefna í andrúmsloftinu í námunni. Hópurinn lokaðist inni eftir að sprenging varð en ekki er enn vitað um orsakir hennar. Ekki er þó útilokað að hún hafi orðið vegna þrumuveðurs sem þar gekk yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×