Erlent

Varað við skemmdarverkum á laxeldiskvíum í Noregi

Lögregla í Noregi hefur hvatt laxeldisfyrirtæki til að vera á varðbergi gagnvart skemmdarverkum sem kunni að verða unnin á kvíum þeirra. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten. Lögregla rannsakar nú hvort herskáir umhverfisverndarsinnar hafi skemmt kvíar í Finnmörku í júní í fyrra en þá sluppu um hundrað þúsund laxar úr kvíunum. Auk þess kannar hún tilkynningar um skemmdir á kvíum á þremur öðrum stöðum. Bent er á að það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki í ám og sjó við Noreg ef eldislaxar blandist villtum laxi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×