Erlent

Mál meints hryðjuverkamanns falið bosnískum yfirvöldum

Danska lögreglan hefur hætt við að ákæra einn þeirra sem handteknir voru vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás í landinu og falið bosnískum yfirvöldum málið. Maðurinn sem um ræðir var handtekinn í Bosníu síðla síðasta árs en hann er Dani af tyrknesku bergi brotinn. Ástæðan fyrir því að danska lögreglan lætur málið í hendur Bosníumanna er sú að þeir hafa einnig ákært manninn og ekki má reka mál gegn honum á tveimur stöðum. Mál fimm annarra manna sem handteknir voru verður hins vegar tekin fyrir í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×