Erlent

Tilbúnir að koma til móts við Írana

Fulltrúar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna náðu samkomulagi í gærkvöldi um að gera Írönum tilboð um að þeir hljóti ákveðnar hagsbætur fallist þeir á kröfur Sameinuðu þjóðanna í kjarnorkudeilunni.

Erlent

Námaverkamönnunum loks bjargað

Tveir ástralskir verkamenn sem setið höfðu fastir í gullnámu í hartnær hálfan mánuð sluppu loks úr prísund sinni í morgun. Þeir voru glorhungraðir þegar þeir komu upp úr námunni en að öðru leyti amaði ekkert að þeim.

Erlent

Aðeins 30 prósent styðja Verkamannaflokkinn

Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, að greina ekki frá hvenær hann hyggst láta af embætti. Skoðanakannanir benda til að Verkamannaflokkurinn hafi ekki verið óvinsælli síðan 1992.

Erlent

Mikill skortur á vinnuafli í Danmörku

Mikill skortur er á vinnuafli í Danmörku. Þetta sýna nýjustu tölur á helstu atvinnuauglýsingasíðu Danmerkur á Netinu sem greint er frá í Politiken. Mestur er skorturinn á hjúkrunarfræðingum og byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum og þá er mikil barátta um sérfræðinga í fjármálageiranum.

Erlent

Rice segir bréf Ahmadinejads ekki taka á kjarnorkudeilu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr bréfi sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George Bush Bandaríkjaforseta og sagði það ekki fjalla um kjarnorkudeiluna af neinni alvöru á blaðamannafundi í gærkvöldi.

Erlent

Moussaoui vill sanna sakleysi sitt

Zacarias Moussaoui, sem í síðustu viku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna aðildar að árásunum á Bandaríkjum þann 11. september árið 2001, sagðist í gær ekki hafa sagt rétt og satt frá við réttarhöldin. Hann sagðist hafa játað sig sekan gegn vilja lögmanna sinna því hann hefði ekki skilið bandarískt réttarkerfi.

Erlent

Ný ríkisstjórn kynnt til sögunnar í Írak

Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum mynduð í Írak á fimmtudag. Embættismenn þar í landi segja að Nuri Maliki, tilnefndur forsætisráðherra, ætli að kynna skiptingu ráðherra á fundi með fréttamönnum í dag.

Erlent

Ekkert athugavert við endurgreiðsluna

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda skömmu fyrir kosningar saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi fáeinum vikum fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.

Erlent

Ekkert á bréfinu að græða

Talsmaður Bandaríkjaforseta segir ekkert tekið á áhyggjuefnum alþjóðasamfélagsins í bréfi Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, til George Bush Bandaríkjaforseta. Bandarísk stjórnvöld fengu bréfið í hendur í dag.

Erlent

Námumönnunum bjargað

Áströlsku námuverkamennirnir tveir sem hafa verið fastir í námu í tvær vikur gengu sigri hrósandi út úr námunni í kvöld. Björgunarmönnum tókst þá loksins að ná þeim upp eftir ítrekaðar tilraunir.

Erlent

Hayden verður forstjóri CIA

George Bush Bandaríkjaforseti kynnti í dag ákvörðun sína um að skipa Michael Hayden, hershöfðingja úr flughernum, forstjóra leyniþjónustunnar CIA.

Erlent

Vilja láta ógilda játninguna

Verjendur Zacarias Moussaoui höfðuðu í dag mál til að fá játningu hans ógilta. Moussaoui var í síðustu viku dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir aðild sína að hryðjuverkunum 11. september 2001.

Erlent

Apple tapaði fyrir Apple

Apple-plötufyrirtækið, sem Bítlarnir stofnuðu á sínum tíma, tapaði í morgun dómsmáli sem það höfðaði gegn Apple-tölvurisanum.

Erlent

Íranar bjóða sættir

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans, hefur sent Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann réttir fram sáttahönd.

Erlent

Engin tímaáætlun nefnd

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, svaraði mótstöðumönnum sínum fullum hálsi á blaðamannafundi í Downingstræti 10 í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir ætlar hann ekki að svara því hvenær hann lætur af embætti.

Erlent

Birkifrjókorn herja á Dani

Birkifrjókorn herja nú á Dani sem aldrei fyrr og eru fjölmargir ofnæmissjúklingar illa haldnir af þeirra völdum, að sögn Jótlandspóstsins.

Erlent

Ætlar ekki að setja tímaáætlun um brotthvarf úr embætti

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að setja neina tímaáætlun um brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Á blaðamannafundi í Downingstræti 10 sem lauk laust fyrir hádegi sagðist hann mundu láta völdin í hendur eftirmanni sínum, Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar rétti tíminn til þess rynni upp en núna væri mikilvægast fyrir Verkamannaflokkinn að einbeita sér að því að stýra landinu.

Erlent

Birkifrjókorn herja á Dani

Birkifrjókorn herja nú á Dani sem aldrei fyrr og eru fjölmargir ofnæmissjúklingar illa haldnir af þeirra völdum, að sögn Jótlandspóstsins. Óvenju mikið votvirði í lok apríl, óvenju mikið sólskyn og hitar það sem af er þessum mánuði og frjókorn, sem berrast með austlægum áttum frá Póllandi og Svíþjóð, eru talin hafa skapað þessi skilyrði, en fjöldi frjókorna í andrúmsloftinu slær nú öll fyrri met.

Erlent

Flýðu heimili sín vegna skógarelda á Flórída

Yfir eitt þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Flórída í Bandaríkjunum um helgina vegna skógarelda. Yfir eitt hundrað slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva eldana sem geisað hafa á yfir fjögur hundruð hektara svæði og eyðilagt að minnsta kosti eitt heimili.

Erlent

Íranar hóta að hætta öllu samstarfi

Íranar hótuðu í bréfi til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að hætta öllu samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ef Bandaríkin og bandamenn þeirra hættu ekki að þrýsta á Írana um að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar.

Erlent

Aðeins þriðjungur ánægður með störf Bush

Aðeins einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum er ánægður með störf George Bush forseta landsins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun AP fréttastofunnar. Þá kemur þar fram að meirihluti þjóðarinnar vill skipta um valdhafa á Bandaríkjaþingi eftir kosningar í haust.

Erlent

Sjö létust í bruna í Taílandi

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og yfir fimmtíu eru slasaðir eftir að eldur braust út á næturklúbbi í ferðamannabænum Pattaya í Taílandi í gærkvöld.

Erlent