Erlent

Aðeins þriðjungur ánægður með störf Bush

MYND/AP

Aðeins einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum er ánægður með störf George Bush forseta landsins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun AP fréttastofunnar. Þá kemur þar fram að meirihluti þjóðarinnar vill skipta um valdhafa á Bandaríkjaþingi eftir kosningar í haust.

Það sem veldur repúblikönum, flokksbræðrum forsetans, mestum áhyggjum er að tæplega helmingur af þeim sem telja sig íhaldssama eru óánægðir með Bush og hafa vinsældir forsetans aldrei verið minni. Undanfarin 60 ár hefur aðeins einn forseti verið óvinsælli meðal almennings í Bandaríkjunum en það var Richard Nixon árið 1974, sama ár og hann sagði af sér vegna Watergate-málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×