Erlent

Nornir fá uppreist æru

Um 100 nornasérfræðingar alls staðar að úr heiminum munu koma saman í Vardø í Noregi á næsta ári til að ræða nornaveiðarnar í Finnmörku, Norðvestur-Rússlandi og Mið-Evrópu. Norræni menningarsjóðurinn styrkir þessa ráðstefnu.

Erlent

Óvarlegt að senda Harry prins til Íraks

Mikil umræða er um það í Bretlandi hvort rétt sé að Harry prins fari til Íraks, með hversveit sinni, sem verður send þangað næsta vor. Harry er sagður leggja mikla áherslu á að fylgja félögum sínum, en varnarmálaráðuneytið segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun þar um ennþá.

Erlent

Íslamistarnir hörfa

Sómalska stjórnarhernum, með aðstoð hersveita frá Eþíópíu, hefur tekist að ná yfirráðum yfir bænum Jowhar í miðhluta landsins en hann hefur talsverða hernaðarlega þýðingu.

Erlent

Hóta að loka fyrir gas til Evrópu

Hvíta Rússland hótaði í dag að loka fyrir gasleiðslur Rússa til Vestur-Evrópu, ef rússneski orkurisinn Gazprom félli ekki frá kröfum sínum um stórhækkað verð á gasi til Hvíta Rússlands á næsta ári. Stærstu viðskiptavinir Rússa í Evrópu eru Þýskaland, Ítalía, Tyrkland og Frakkland.

Erlent

Blair af beinu brautinni

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lenti í óskemmtilegri uppákomu þegar hann lenti í Miami í Flórída í nótt. Þegar flugvélin sem hann var farþegi í var að aka eftir flugbrautinni í átt til flugstöðvarinnar misstu flugmenn hennar af beygju með þeim afleiðingum að vélin ók út af brautinni.

Erlent

Bjóða bandarískum áhrifamönnum til Svalbarða

Norðmenn ætla að bjóða bandarískum stjórnmálamönnum að heimsækja Svalbarða í von um að fá þá til liðs við sig í baráttunni gegn útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Svalbarði er aðeins þúsund kílómetra frá Norðurpólnum og þar má sjá greinileg merki um hlýnandi loftslag.

Erlent

Bandaríkjastjórn fagnar dauðadómnum

Skiptar skoðanir eru um dauðadóminn yfir Saddam Hussein sem íraskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum en Evrópusambandið hefur hins vegar skorað á írösku ríkisstjórnina að þyrma lífi Saddams.

Erlent

Ha, við danskir ?

Ráðgjafanefnd danska utanríkisráðuneytisins leggur til að dönsk fyrirtæki hætti að leggja áherslu á danskan uppruna sinn í viðskiptum við Miðausturlönd. Þess í stað telji þau sig vera skandinavisk.

Erlent

Gerald Ford látinn

Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið.

Erlent

Ölöglegum innflytjendum fækkar

Handtökum ólöglegra innflytjenda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós hefur fækkað um rúmlega þriðjung síðan þjóðvarðliðið fór að hjálpa til við landamæragæsluna. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna telur þetta benda til þess að færri reyni að smygla sér inn og þakka fælingarmætti þjóðvarðliðsins.

Erlent

Hátt í tvær milljónir króna fást fyrir Bítlaplötu

Metfé, 115.000 dollarar, (1.792.750 ísl. kr.) fékkst fyrir Bítlaplötu sem var til sölu á uppboðsvefnum itsonlyrocknroll.com. Óþekktur aðili keypti eintak af "Meet The Beatles", fyrstu LP plötunni, sem The Beatles gáfu út í Bandaríkjunum hjá Capitol hljómplötuútgáfunni, af systur George heitins Harrisons.

Erlent

Enginn látinn í hryðjuverkaárásum í ár

Lögreglan í Indónesíu þakkar harðari vinnubrögðum og félagslegum úrbótum að enginn ferðamaður hefur látið lífið í hryðjuverkaárás á eyjunum í ár. 183 ferðamenn létust á síðasta ári í 19 sprengjuárásum en í ár hafa fjórir særst í 17 sprengjum, en enginn látist. Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa hrósað Indónesíu fyrir hörð viðbrögð eftir mannskæðar árásir undanfarin ár.

Erlent

Íranar verða erfiðari í kjarnorkumálum

Íransþing samþykkti í morgun að "endurskoða" samband ríkisins við Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna IAEA. Talið er líklegt að Íranar verði enn ósamvinnuþýðari eftir þessa "endurskoðun". Fjórir dagar eru síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði viðskiptaþvinganir á Írana eftir að þeir neituðu að hætta auðgun úrans.

Erlent

Flest innbrot í Árósum

Aldrei hefur verið brotist inn í fleiri hús yfir hátíðarnar í Danmörku en nú í ár, eftir því sem dagblaðið Politiken greinir frá. Þar segir að innbrotsþjófarnir hafi verið einkar stórtækir í Árósum þar sem 110 innbrot hafa verið kærð, fleiri en í Kaupmannahöfn, þar sem einungis 86 innbrot höfðu verið kærð.

Erlent

Ísraelar munu hefna árásar

Ísraelski herinn mun hefna eldflaugaárásar frá palestínskum vígasveitum á Gaza-ströndinni, á ísraelska bæinn Sderot, þar sem þetta sé brot á vopnahléi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Ehuds Olmerts. Tveir særðust í gær þegar Qassam eldflaugum á Sderot.

Erlent

Mikilvægur sigur í Sómalíu

Stjórnarher Sómalíu náði í morgun mjög mikilvægum bæ í suðurhluta landsins úr höndum uppreisnarmanna Íslamska dómstólaráðsins. Orrustan um Jowhar vannst stuttu eftir að Eþíópíustjórn, sem styður bráðabirgðastjórnina í Sómalíu, sagðist vera á góðri leið með að gersigra uppreisnarmennina.

Erlent

Japanskur ráðherra segir af sér

Ráðherra stjórnsýsluendurskoðunar í Japan, Genichiro Sata, sagði af sér í morgun vegna hneykslismáls tengdu fjárstuðningi við framboð hans. Þetta er annað opinbera hneykslið á viku sem leiðir til afsagnar fylgisveins forsætisráðherrans. Ríkisstjórn Shinzos Abes, forsætisráðherra, nýtur æ minni stuðnings landsmanna.

Erlent

Fyrrum forsetinn Ford er látinn

Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti, lést í gærkvöldi, 93ja ára að aldri. Ford var forseti Bandaríkjanna í tvö og hálft ár eftir að Richard Nixon sagði af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins en tapaði kosningum fyrir Jimmy Carter árið 1976. Ford var eini forseti Bandaríkjanna sem hvorki hefur verið kjörinn sem forseti eða varaforseti í kosningum.

Erlent

Blair út af brautinni

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var meðal 343ja farþega í þotu British Airways sem rann fram af flugbraut á Miami-flugvelli í gærkvöldi. Engan sakaði og ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir á vélinni. Hún ók yfir nokkur leiðbeiningarljós á flugbrautinni áður en hún fór nokkra metra fram af brautinni og þurfti að draga hana upp að flugstöðinni.

Erlent

Hvetur til tafarlauss vopnahlés í Sómalíu

Yfirerindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu hvatti í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma umsvifalaust á vopnahléi í Sómalíu milli uppreisnarsamtakanna sem kalla sig Íslamska dómstólaráðið og bráðabirgðastjórnarinnar, sem studd er af eþíópískum stjórnvöldum og vernduð af hersveitum nágrannaríkisins.

Erlent

Útsölur hafnar í Lundúnum

Fólk í leit að kjarakaupum mætti snemma í biðraðir í Lundúnum í morgun en klukkan fimm um morguninn voru um 2000 manns mætt í biðröð fyrir utan Selfridges á Oxford street en sú búð ætti að vera mörgum Íslendingnum góðu kunn.

Erlent

Eldflaug skotið á Ísrael og 2 særðust

Eldflaug var skotið frá Gazaborg í dag á Ísrael og særðust tveir í bæ í suðurhluta Ísrael og eru þeir fyrstu aðilarnir sem meiðast síðan vopnahlé gekk í garð á milli Ísraela og Palestínumanna. Talsmenn Ísraela sögðu að 13 ára drengur hefði verið annar af þeim sem særst hefðu.

Erlent

Allt að 500 létu lífið í slysi í Nígeríu

Óttast er að allt að fimm hundruð manns hafi beðið bana þegar sprenging varð í olíuleiðslu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í morgun. Ræningjar stungu gat á leiðsluna í nótt og því stóðu við hana hundruð manna, sem vildu ná sér í olíu, þegar ógæfan reið yfir.

Erlent

Dauðadómurinn staðfestur

Áfrýjunardómstóll í Írak hefur staðfest dauðadóminn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og verður hann að óbreyttu tekinn að lífi innan fjögurra vikna.

Erlent

Handtekinn eftir 20 ára leit

Franska lögreglan hefur handtekið bankaræningja eftir 20 ára leit. Milhoud Hai var einn af þeim sem að rændu útibú Frakklandsbanka árið 1986 og komust þeir undan með um 17 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Erlent

Fresta fæðingum til 1. janúar 2007

Tilvonandi mæður í þýskalandi gera nú allt sem þær geta til þess að fresta fæðingu barna sinna til 1. janúar. Ástæðan fyrir þessu undarlega æði er að vegna sílækkandi fæðingartíðni í þýskalandi hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að greiða fólki 2/3 af launum þeirra eftir skatta í allt að fjórtán mánuði en aðeins ef barn þeirra fæðist á eða eftir 1. janúar 2007.

Erlent

Spænskir múslimar senda páfa bréf

Spænskir múslimar hafa sent Benedikt páfa bréf þar sem þeir biðja um leyfi til þess að biðja í gamalli spænskri kirkju sem fyrr á öldum var fræg moska múslima.

Erlent

Íran þarf hugsanlega á kjarnorku að halda

Íran gæti raunverulega þurft á kjarnorku að halda samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu Vísinda Akademíunnar. Í henni segir að Íran gæti brátt orðið uppiskroppa með olíu til útflutnings og þurfi því að þróa aðra orkulind.

Erlent

Veðjað á hvað verður um Potter

Eftir að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna gaf upp lokatitil seríunnar, Harry Potter og hinar heilögu vofur (e. Harry Potter and the Deathly Hallows) hafa veðmangar í Englandi tekið við mörgum veðmálum um hana. Flestir búast við því að Harry Potter láti lífið og að Voldemort verði á bak við það.

Erlent