Erlent Rúmið hrundi í miðri fæðingu Þriggja barna móðir hefur lagt fram kvörtun til fæðingardeildar í Leeds eftir að rúm sem hún lá í hrundi í miðjum klíðum - í miðjum hríðum. Linda Makin segir að hún, barnið hennar nýfætt og ljósmóðirin hafi legið "í kássu" á gólfinu eftir að rúmið brast. Erlent 4.1.2007 21:57 Peretz hugsanlega á förum Ísraelsk sjónvarpsstöð hefur eftir heimildum á skrifstofu forsætisráðherrans Olmerts að Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels verði senn færður til í starfi og ef hann þiggi ekki annað ráðherraembætti þá verði hann rekinn. Skrifstofa Olmerts segir sögusagnirnar hins vegar tilhæfulausar. Erlent 4.1.2007 20:59 Olmert biðst afsökunar á drápunum Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, baðst í kvöld afsökunar á því að fjórir Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Hermenn á skriðdrekum og jarðýtum réðust inn í bæinn til þess að handtaka grunaða hryðjuverkamenn. Fjórir létust og 20 slösuðust en hermennirnir handtóku fjóra. Erlent 4.1.2007 20:07 Demókratar við völd eftir 12 ár Demókratar tóku formlega völdin í Washington þegar meirihluti þeirra í báðum deildum Bandaríkjaþings sór embættiseið í dag. Nancy Pelosi varð fyrsta konan sem kjörin er forseti neðri deildarinnar, líkt og búist hafði verið við. Einnig var brotið blað í sögu þingsins þegar nýr þingmaður sór í fyrsta skipti embættiseið meö hönd á kóraninum en ekki biblíunni. Erlent 4.1.2007 19:46 Egyptar mótmæla árásum á Ramallah Forseti Egyptalands mótmælti hernaðaraðgerðum Ísraela í palestínska bænum Ramallah á einkafundi sínum með Ehud Olmert , forsætisráðherra Ísraels í dag. Fundur Olmerts og Hosni Mubaraks í egypska strandbænum Sharm el-Sheikh er tilraun til að stilla til friðar á svæðinu. Árásir Ísraela á Ramallah eru frekar sjaldgæfar. Erlent 4.1.2007 17:45 Spænska lögreglan finnur 100 kíló af sprengiefni Spænska lögreglan greindi frá því dag að hún hefði fundið 100 kíló af sprengiefni í baskneska bænum Atxondo. Telur hún að ETA, Aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi átt sprengiefnið en það fannst í gámi í bænum. Erlent 4.1.2007 17:07 Átök í Ramallah í dag Að minnsta kosti fjórir Paletínumenn létust og 20 særðust í aðgerðum Ísraelshers í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Markmið hersins var að sögn ísraelskra yfirvalda að handtaka eftirlýsta Palestínumenn en í brýnu sló á milli þeirra og herskárra Palestínumanna í miðborg Ramallah. Erlent 4.1.2007 16:47 Offitufaraldurinn er kominn til Noregs Eftir að sjö mismunandi rannsóknir í Noregi hafa verið bornar saman í einni risarannsókn kemur í ljós að fimmti hver Norðmaður er of feitur. Í rannsókninni voru yfir 300.000 þátttakendur á aldrinum 20 -75 ára. Erlent 4.1.2007 16:41 Demókratar taka við stjórnvelinum á Capitol-hæð Nýkjörið Bandaríkjaþing kemur saman í fyrsta sinn í dag og þá verða það demókratar sem stjórna bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Eftir þingkosningar í nóvemer er Demókrataflokkurinn í fyrsta sinn í tólf ár með meirihluta í báðum deildum og ljóst þykir að erfiðara verður fyrir stjórn Bush Bandaríkjaforseta að koma málum í gegnum þingið. Erlent 4.1.2007 15:38 Varað við frekari sprengjutilræðum í Bangkok Yfirvöld í Taílandi hafa varað almenning við frekari sprengjuárásum líkum þeim sem gerðar voru á gamlárskvöld í höfuðborginni Bangkok. Þá sprungu átta sprengjur á stuttum tíma í höfuðborginni með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 30 særðust. Erlent 4.1.2007 14:29 Hótel í Osló kært vegna kynþáttamismununar Miðstöð gegn kynþáttahatri í Noregi hefur kært framferði forsvarsmanna hótels í Olsó til lögreglu eftir að hópi Kúbverja var neitað um gistingu á hótelinu. Erlent 4.1.2007 14:13 Hátt í sextíu látnir úr kulda í Bangladess Hátt í sextíu manns dáið úr kulda í norðurhluta Bangladess í vikunni, þar af um 40 í gær. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirvöldum á svæðinu. Flestir hinna látnu eru betlarar og heimilislausir. Erlent 4.1.2007 13:39 Farþegaflugvél enn ófundin í Indónesíu Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af indónesísku farþegaflugvélinni sem saknað hefur verið frá því á nýársdag. Í morgun var greint frá því að ekkert neyðarkall hefði borist frá vélinni og engar vísbendingar væru um að vélarbilun hefði orðið. Erlent 4.1.2007 13:00 Árið í fyrra blautt í Noregi Árið í fyrra var votviðrasamt í Noregi og gildir þá einu hvort horft er til höfuðborgarinnar Olsóar eða annara hluta landsins. Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins að mest úrkoma hafi fallið á síðustu fjórum mánuðum ársins en hún var alls 930 millímetrar í Olsó á síðasta ári. Erlent 4.1.2007 11:49 Spá því að árið 2007 verði það heitasta frá upphafi mælinga Breskir veðurfræðingar spá því að árið 2007 verði það heitasta í heiminum frá því að mælingar hófust. Samkvæmt útreikningum eru 60 prósenta líkur á að árið verði jafnheitt eða heitara en metárið 1998. Erlent 4.1.2007 11:29 Darwin verðlaunin veitt Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts. Erlent 4.1.2007 11:25 Hvít-Rússar ögra Rússum Hvít-Rússar hafa tilkynnt Rússum að þeir ætli sér að setja flutningstolla á olíu sem kemur frá Rússlandi í gegnum Hvíta-Rússland og til Evrópu. Rússar hafa þó tilkynnt að þetta muni ekki hafa áhrif á útflutning olíu til evrópulanda. Erlent 4.1.2007 10:33 Negroponte verði aðstoðarutan -ríkisráðherra Bandaríkjanna John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, verður varautanríkisráðherra landsins og því staðgengill Condoleezzu Rice eftir því sem greint er frá á vef AFP-fréttastofunnar. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni í utanríkisráðuneytinu að tilkynnt verði um þetta síðar í vikunni. Erlent 4.1.2007 10:13 Bin Laden ekki sést í tvö ár Leiðtogi talibana, Mullah Omar, sagði í svari við spurningum Reuters fréttastofunnar að hann hefði ekki hitt Osama Bin Laden síðan árið 2001. Spurningunum var komið til hans í gegnum talsmann hans. Bin Laden hefur ekki sést á myndbandi síðan á árinu 2004 en myndbönd af hægri hönd hans, Ayman al-Zawahri, eru gefin út með nokkuð reglulegu millibili. Erlent 4.1.2007 10:01 Aftökum á tveimur samstarfsmönnum Saddams frestað Írösk yfirvöld hafa frestað því að taka tvo af nánum samstarfsmönnum Saddams Hussseins, fyrrverandi forseta Íraks, af lífi. Til stóð að taka þá Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams, og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrverandi yfirmann byltingardómstólsins, af lífi í dag fyrir sömu sakir og Saddam en því hefur verið frestað vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu. Erlent 4.1.2007 09:49 Tveir láta lífið í rútuslysi í Englandi Tveir létust og fleiri en 20 særðust í rútuslysi í Englandi í nótt. Rútan var á leið sinni frá London til Heathrow en lenti á hálkubletti og valt. Tveir af þeim sem særðust voru börn. Erlent 4.1.2007 09:15 Vígamenn enn í Mogadishu Vígamenn í Mogadish, höfuðborg Sómalíu, skutu loftskeyti á tankbíl sem var að flytja bensín í gær. Þó nokkrir særðust í árásinni en stjórnvöld sögðu málið ekki stórt, sem kannski gefur hugmynd um ástandið í borginni. Erlent 4.1.2007 09:00 13 láta lífið í sprengingu í Bagdad Tvær bílsprengjur sprungu við bensínstöð í vesturhluta Bagdad í morgun. Samkvæmt fréttum frá lögreglu á staðnum er talið að 13 hafi látist og 22 særst. Fyrst sprakk sprengja í vegarkanti og þegar sjúkraliðar komu á vettvang sprakk annar bíll á staðnum. Erlent 4.1.2007 08:42 SÞ biður Íraka að þyrma lífi hálfbróðurs Saddams Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lousie Arbour, hefur beðið Íraka um að taka ekki af lífi tvo fyrrum háttsetta starfsmenn Saddams Hússeins en búist er við því að þeir fái að hanga síðar í dag. Mennirnir sem um ræðir eru hálfbróðir Saddams, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, og fyrrum æðsti dómari hæstaréttar. Erlent 4.1.2007 08:30 Kenía lokar landamærum fyrir sómölum Landamærum Kenía að Sómalíu hefur verið lokað. Hersveitir hafa verið sendar til að stöðva stríðan straum sómalskra flóttamanna inn í landið. 420 flóttamenn, flest konur og börn, hafa verið sendir til baka frá landamærunum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir hins vegar að Kenía beri skylda til þess að taka á móti þeim. Erlent 4.1.2007 08:15 Umskurður vinsæll í Úganda Æ fleiri karlmenn í Uganda sækjast nú eftir umskurði eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að forhúðarlausir væru menn ekki jafnmóttækilegir fyrir HIV-smiti. Þarlent dagblað segir að umskurðum hafi fjölgað úr tæplega 400 árið 2005 í 2.500 árið 2006. Erlent 4.1.2007 08:00 Læknar skilja síamstvíbura að Læknar í Bandaríkjunum skildu í gær að tvíbura sem voru samvaxnir á brjóstkassa. Að sögn þeirra gekk allt upp í aðgerðinni og sögðu þeir að tvíbrunum heilsaðist báðum vel. Eitt stærsta vandamálið í aðgerðinni var að aðskilja hjörtu stúlknanna og koma þeim fyrir í brjóstholum þeirra en engu að síður gekk það vel. Erlent 4.1.2007 07:30 Enn leitað að flaki flugvélar Leitin að flugvélinni sem hvarf í Indónesíu á mánudaginn var hélt áfram áfram í morgun. Flugvélar, skip og fótgönguliðar tóku þátt í leitinni. Yfirvöld í Indónesíu skýrðu frá því á þriðjudag að flak vélarinnar hefði fundist ásamt 12 eftirlifendum slyssins en þegar til kom reyndust þær fregnir rangar. Erlent 4.1.2007 07:00 Ólympíueldurinn skal upp á Everest Áður en kyndillinn með Ólympíueldinum kemur til Peking fyrir Ólympíuleikana 2008 mun leið hans liggja upp á hæsta tind á jörðinni, á Mount Everest í Himalaya-fjallgarðinum. Búið er að útbúa sérstaka öskju þar sem eldurinn getur brunnið þegar hann fer um súrefnissnautt háfjallaloftið. Erlent 3.1.2007 23:21 Ahmadinejad segir Ísraelsríki munu falla Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, réðst enn á ný gegn Ísraelsríki í ræðu sinni í dag og sagðist telja að það myndi brátt falla. Hann gengur þó ekki jafnlangt og hann hefur gert en hann hefur bæði hótað að þurrka Ísrael af kortinu og haldið því fram að helförin gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé uppspuni. Erlent 3.1.2007 22:33 « ‹ ›
Rúmið hrundi í miðri fæðingu Þriggja barna móðir hefur lagt fram kvörtun til fæðingardeildar í Leeds eftir að rúm sem hún lá í hrundi í miðjum klíðum - í miðjum hríðum. Linda Makin segir að hún, barnið hennar nýfætt og ljósmóðirin hafi legið "í kássu" á gólfinu eftir að rúmið brast. Erlent 4.1.2007 21:57
Peretz hugsanlega á förum Ísraelsk sjónvarpsstöð hefur eftir heimildum á skrifstofu forsætisráðherrans Olmerts að Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels verði senn færður til í starfi og ef hann þiggi ekki annað ráðherraembætti þá verði hann rekinn. Skrifstofa Olmerts segir sögusagnirnar hins vegar tilhæfulausar. Erlent 4.1.2007 20:59
Olmert biðst afsökunar á drápunum Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, baðst í kvöld afsökunar á því að fjórir Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Hermenn á skriðdrekum og jarðýtum réðust inn í bæinn til þess að handtaka grunaða hryðjuverkamenn. Fjórir létust og 20 slösuðust en hermennirnir handtóku fjóra. Erlent 4.1.2007 20:07
Demókratar við völd eftir 12 ár Demókratar tóku formlega völdin í Washington þegar meirihluti þeirra í báðum deildum Bandaríkjaþings sór embættiseið í dag. Nancy Pelosi varð fyrsta konan sem kjörin er forseti neðri deildarinnar, líkt og búist hafði verið við. Einnig var brotið blað í sögu þingsins þegar nýr þingmaður sór í fyrsta skipti embættiseið meö hönd á kóraninum en ekki biblíunni. Erlent 4.1.2007 19:46
Egyptar mótmæla árásum á Ramallah Forseti Egyptalands mótmælti hernaðaraðgerðum Ísraela í palestínska bænum Ramallah á einkafundi sínum með Ehud Olmert , forsætisráðherra Ísraels í dag. Fundur Olmerts og Hosni Mubaraks í egypska strandbænum Sharm el-Sheikh er tilraun til að stilla til friðar á svæðinu. Árásir Ísraela á Ramallah eru frekar sjaldgæfar. Erlent 4.1.2007 17:45
Spænska lögreglan finnur 100 kíló af sprengiefni Spænska lögreglan greindi frá því dag að hún hefði fundið 100 kíló af sprengiefni í baskneska bænum Atxondo. Telur hún að ETA, Aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi átt sprengiefnið en það fannst í gámi í bænum. Erlent 4.1.2007 17:07
Átök í Ramallah í dag Að minnsta kosti fjórir Paletínumenn létust og 20 særðust í aðgerðum Ísraelshers í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Markmið hersins var að sögn ísraelskra yfirvalda að handtaka eftirlýsta Palestínumenn en í brýnu sló á milli þeirra og herskárra Palestínumanna í miðborg Ramallah. Erlent 4.1.2007 16:47
Offitufaraldurinn er kominn til Noregs Eftir að sjö mismunandi rannsóknir í Noregi hafa verið bornar saman í einni risarannsókn kemur í ljós að fimmti hver Norðmaður er of feitur. Í rannsókninni voru yfir 300.000 þátttakendur á aldrinum 20 -75 ára. Erlent 4.1.2007 16:41
Demókratar taka við stjórnvelinum á Capitol-hæð Nýkjörið Bandaríkjaþing kemur saman í fyrsta sinn í dag og þá verða það demókratar sem stjórna bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Eftir þingkosningar í nóvemer er Demókrataflokkurinn í fyrsta sinn í tólf ár með meirihluta í báðum deildum og ljóst þykir að erfiðara verður fyrir stjórn Bush Bandaríkjaforseta að koma málum í gegnum þingið. Erlent 4.1.2007 15:38
Varað við frekari sprengjutilræðum í Bangkok Yfirvöld í Taílandi hafa varað almenning við frekari sprengjuárásum líkum þeim sem gerðar voru á gamlárskvöld í höfuðborginni Bangkok. Þá sprungu átta sprengjur á stuttum tíma í höfuðborginni með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 30 særðust. Erlent 4.1.2007 14:29
Hótel í Osló kært vegna kynþáttamismununar Miðstöð gegn kynþáttahatri í Noregi hefur kært framferði forsvarsmanna hótels í Olsó til lögreglu eftir að hópi Kúbverja var neitað um gistingu á hótelinu. Erlent 4.1.2007 14:13
Hátt í sextíu látnir úr kulda í Bangladess Hátt í sextíu manns dáið úr kulda í norðurhluta Bangladess í vikunni, þar af um 40 í gær. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirvöldum á svæðinu. Flestir hinna látnu eru betlarar og heimilislausir. Erlent 4.1.2007 13:39
Farþegaflugvél enn ófundin í Indónesíu Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af indónesísku farþegaflugvélinni sem saknað hefur verið frá því á nýársdag. Í morgun var greint frá því að ekkert neyðarkall hefði borist frá vélinni og engar vísbendingar væru um að vélarbilun hefði orðið. Erlent 4.1.2007 13:00
Árið í fyrra blautt í Noregi Árið í fyrra var votviðrasamt í Noregi og gildir þá einu hvort horft er til höfuðborgarinnar Olsóar eða annara hluta landsins. Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins að mest úrkoma hafi fallið á síðustu fjórum mánuðum ársins en hún var alls 930 millímetrar í Olsó á síðasta ári. Erlent 4.1.2007 11:49
Spá því að árið 2007 verði það heitasta frá upphafi mælinga Breskir veðurfræðingar spá því að árið 2007 verði það heitasta í heiminum frá því að mælingar hófust. Samkvæmt útreikningum eru 60 prósenta líkur á að árið verði jafnheitt eða heitara en metárið 1998. Erlent 4.1.2007 11:29
Darwin verðlaunin veitt Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts. Erlent 4.1.2007 11:25
Hvít-Rússar ögra Rússum Hvít-Rússar hafa tilkynnt Rússum að þeir ætli sér að setja flutningstolla á olíu sem kemur frá Rússlandi í gegnum Hvíta-Rússland og til Evrópu. Rússar hafa þó tilkynnt að þetta muni ekki hafa áhrif á útflutning olíu til evrópulanda. Erlent 4.1.2007 10:33
Negroponte verði aðstoðarutan -ríkisráðherra Bandaríkjanna John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, verður varautanríkisráðherra landsins og því staðgengill Condoleezzu Rice eftir því sem greint er frá á vef AFP-fréttastofunnar. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni í utanríkisráðuneytinu að tilkynnt verði um þetta síðar í vikunni. Erlent 4.1.2007 10:13
Bin Laden ekki sést í tvö ár Leiðtogi talibana, Mullah Omar, sagði í svari við spurningum Reuters fréttastofunnar að hann hefði ekki hitt Osama Bin Laden síðan árið 2001. Spurningunum var komið til hans í gegnum talsmann hans. Bin Laden hefur ekki sést á myndbandi síðan á árinu 2004 en myndbönd af hægri hönd hans, Ayman al-Zawahri, eru gefin út með nokkuð reglulegu millibili. Erlent 4.1.2007 10:01
Aftökum á tveimur samstarfsmönnum Saddams frestað Írösk yfirvöld hafa frestað því að taka tvo af nánum samstarfsmönnum Saddams Hussseins, fyrrverandi forseta Íraks, af lífi. Til stóð að taka þá Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams, og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrverandi yfirmann byltingardómstólsins, af lífi í dag fyrir sömu sakir og Saddam en því hefur verið frestað vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu. Erlent 4.1.2007 09:49
Tveir láta lífið í rútuslysi í Englandi Tveir létust og fleiri en 20 særðust í rútuslysi í Englandi í nótt. Rútan var á leið sinni frá London til Heathrow en lenti á hálkubletti og valt. Tveir af þeim sem særðust voru börn. Erlent 4.1.2007 09:15
Vígamenn enn í Mogadishu Vígamenn í Mogadish, höfuðborg Sómalíu, skutu loftskeyti á tankbíl sem var að flytja bensín í gær. Þó nokkrir særðust í árásinni en stjórnvöld sögðu málið ekki stórt, sem kannski gefur hugmynd um ástandið í borginni. Erlent 4.1.2007 09:00
13 láta lífið í sprengingu í Bagdad Tvær bílsprengjur sprungu við bensínstöð í vesturhluta Bagdad í morgun. Samkvæmt fréttum frá lögreglu á staðnum er talið að 13 hafi látist og 22 særst. Fyrst sprakk sprengja í vegarkanti og þegar sjúkraliðar komu á vettvang sprakk annar bíll á staðnum. Erlent 4.1.2007 08:42
SÞ biður Íraka að þyrma lífi hálfbróðurs Saddams Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lousie Arbour, hefur beðið Íraka um að taka ekki af lífi tvo fyrrum háttsetta starfsmenn Saddams Hússeins en búist er við því að þeir fái að hanga síðar í dag. Mennirnir sem um ræðir eru hálfbróðir Saddams, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, og fyrrum æðsti dómari hæstaréttar. Erlent 4.1.2007 08:30
Kenía lokar landamærum fyrir sómölum Landamærum Kenía að Sómalíu hefur verið lokað. Hersveitir hafa verið sendar til að stöðva stríðan straum sómalskra flóttamanna inn í landið. 420 flóttamenn, flest konur og börn, hafa verið sendir til baka frá landamærunum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir hins vegar að Kenía beri skylda til þess að taka á móti þeim. Erlent 4.1.2007 08:15
Umskurður vinsæll í Úganda Æ fleiri karlmenn í Uganda sækjast nú eftir umskurði eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að forhúðarlausir væru menn ekki jafnmóttækilegir fyrir HIV-smiti. Þarlent dagblað segir að umskurðum hafi fjölgað úr tæplega 400 árið 2005 í 2.500 árið 2006. Erlent 4.1.2007 08:00
Læknar skilja síamstvíbura að Læknar í Bandaríkjunum skildu í gær að tvíbura sem voru samvaxnir á brjóstkassa. Að sögn þeirra gekk allt upp í aðgerðinni og sögðu þeir að tvíbrunum heilsaðist báðum vel. Eitt stærsta vandamálið í aðgerðinni var að aðskilja hjörtu stúlknanna og koma þeim fyrir í brjóstholum þeirra en engu að síður gekk það vel. Erlent 4.1.2007 07:30
Enn leitað að flaki flugvélar Leitin að flugvélinni sem hvarf í Indónesíu á mánudaginn var hélt áfram áfram í morgun. Flugvélar, skip og fótgönguliðar tóku þátt í leitinni. Yfirvöld í Indónesíu skýrðu frá því á þriðjudag að flak vélarinnar hefði fundist ásamt 12 eftirlifendum slyssins en þegar til kom reyndust þær fregnir rangar. Erlent 4.1.2007 07:00
Ólympíueldurinn skal upp á Everest Áður en kyndillinn með Ólympíueldinum kemur til Peking fyrir Ólympíuleikana 2008 mun leið hans liggja upp á hæsta tind á jörðinni, á Mount Everest í Himalaya-fjallgarðinum. Búið er að útbúa sérstaka öskju þar sem eldurinn getur brunnið þegar hann fer um súrefnissnautt háfjallaloftið. Erlent 3.1.2007 23:21
Ahmadinejad segir Ísraelsríki munu falla Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, réðst enn á ný gegn Ísraelsríki í ræðu sinni í dag og sagðist telja að það myndi brátt falla. Hann gengur þó ekki jafnlangt og hann hefur gert en hann hefur bæði hótað að þurrka Ísrael af kortinu og haldið því fram að helförin gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé uppspuni. Erlent 3.1.2007 22:33