Erlent

Hjálpaði Bin Laden að flýja

Afganski uppreisnarleiðtoginn Gulbuddin Hekmatyar sagðist í sjónvarpsviðtali í dag hafa aðstoðað Osama bin Laden að flýja þegar Bandaríkjaher lét sprengjum rigna yfir Tora Bora fjöllin, þar sem bin Laden hafðist við um tíma árið 2001.

Erlent

Kjötæta afhjúpuð

Moira Cameron, sem er 42 ára undirforingi í breska hernum, mun á næstunni ganga í lið varðsveitarinnar við Tower of London. Ástæðan fyrir því að þetta þykir fréttnæmt er sú að varðsveitin hefur starfað frá árinu 1337 og Moira er fyrsta konan sem tekin er í sveitina.

Erlent

Bush harðlega gagnrýndur í þinginu

Þingmeirihluti demókrata í báðum deildum bandaríska þingsins gagnrýnir harðlega áætlun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þingmennirnir segja ákvörðun forsetans ganga á svig við vilja almennings og ráðleggingar æðstu hershöfðingja.

Erlent

Beckham skrifar undir samning við Los Angeles Galaxy

Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham fer frá spænska liðinu Real Madrid í lok tímabilsins og gengur í raðir Los Angeles Galaxy. Beckham sagði í samtali við Reuters fréttastofan í dag að hann væri reiðubúinn að skrifa undir fimm ára samning við bandaríska félagið.

Erlent

Rice tekur hart á friðarspillum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í dag við því að Bandaríkin muni grípa til aðgerða gegn hverju því landi sem reyni að auka á ofbeldi og ójafnvægi í Írak. Aðeins eru nokkrir tímar síðan Bandaríkin réðust inn á ræðisskrifstofu Írans í norðurhluta Íraks.

Erlent

Yfir 100 hengdir til að hefna fyrir Saddam Hussein

Yfir eitthundrað sjía múslimar hafa verið hengdir í ljósastaurum og símastaurum í Bagdad, í hefndarskyni fyrir aftöku Saddams Hussein. Hinir hengdu eru venjulegir óbreyttir borgarar, sem súnní múslimar safna saman í stóra hópa til að hengja opinberlega.

Erlent

Neyðarástand í Bangladesh

Forseti Bangladesh hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og sett á útgöngubann um nætur sem gilda skal fram að kjördegi, þann 22. janúar næstkomandi. Mikill pólitískur órói hefur verið í landinu þar sem stjórnarandstaðan sakar valdamenn um spillingu og áætlanir um kosningasvindl. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hættu í morgun við kosningaeftirlit sitt.

Erlent

Ég gaf skipanir um að drepa alla í þorpunum

Efnavopna Ali, frændi Saddams Hussein, var kokhraustur fyrir rétti í dag, þar sem hann hefur verið kærður fyrir þjóðarmorð. Hann kvaðst hafa skipað hermönnum að drepa alla þá sem ekki hlýddu skipunum um að yfirgefa þorp sín, í herförinni gegn kúrdum árið 1988.

Erlent

Gengið gegn ofbeldi í New Orleans

Íbúar New Orleans munu í dag ganga gegn ofbeldi í borginni, sem hefur farið stigvaxandi alveg frá því felllibylurinn Katrín skildi borgina eftir í rúst fyrir tæplega einu og hálfu ári. Ofbeldið heimtir að jafnaði um eitt líf á dag: níu eru látnir það sem af er ári.

Erlent

Loftárásir mistókust

Bandaríkjamönnum tókst ekki að ráða af dögum þrjá af foringjum Al Kæda, sem reynt var að koma fyrir kattarnef með loftárásum á þorp í Sómalíu undanfarna daga. Háttsettur bandarískur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að ennþá væri verið að eltast við þremenningana.

Erlent

Engar forsendur fyrir lýðræðislegum kosningum

Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa hætt við kosningaeftirlit í Bangladesh, þar sem embættismenn þeirra segja grunninn fyrir lýðræðislegar kosningar í landinu hruninn. Stórfylking stjórnmálaflokka hafði hótað að sniðganga kosningarnar og sakaði ráðandi aðila um að ætla að hagræða úrslitunum. Kosningarnar áttu að fara fram þann 22. janúar næstkomandi.

Erlent

Nei er ekkert svar

Það er ekki óalgengt, í Bandaríkjunum, að svokallaðir hausaveiðarar frá stórfyrirtækjum fari í skóla til þess að leita að framtíðar starfsmönnum. Ekki er ekki heldur óalgengt að nemendur byrji að leita fyrir sér, og skrifa fyrirtækjum, þegar kemur að námslokum. Einn nemandi skrifaði eftirfarandi:

Erlent

Fimm ár frá opnun Guantanamo-búðanna

Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efnir Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi klukkan fimm í dag.

Erlent

Brak úr vélinni loks fundið

Búið er að finna hluta af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem leitað hefur verið síðan á nýársdag. Það voru fiskimenn á eynni Sulawesi sem fundu stélhluta með sama verksmiðjunúmeri og vélin hafði.

Erlent

Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak

Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar.

Erlent

Hryðjuverkamaður enn á lífi

Eitt helsta skotmark Bandaríkjamanna í sprengjuárás í Sómalíu á mánudag er enn á lífi að því er BBC segir frá. Fazul Abdullah Mohammed, sem tilheyrir Al Kaída samtökunum, var sagður hafa látist í sprengjuárásinni á mánudaginn en sendiherra Bandaríkjamanna sagði í dag að hann væri enn á lífi. Mohammed er talinn hafa átt þátt í sprengjuárásum á bandarísk sendiráð í Afríku árið 1998.

Erlent

Unga fólkið vill Royal

Yngstu kjósendurnir í Frakklandi eru hrifnari af frambjóðanda Sósíalistaflokksins, Ségoléne Royal, en innanríkisráðherranum Nicholas Sarkozy. Í könnun sem gerð var fyrir fríblaðið Metro myndu 53% 18-29 ára Frakka kjósa Royal ef valið stæði á milli þessara tveggja í seinni umferð forsetakosninganna.

Erlent

Flokksbræður Bush ekki sannfærðir

Samflokksmenn Bush Bandaríkjaforseta virðast ekki að fullu sannfærðir um Íraksstefnu forsetans og ákvörðun hans að fjölga í herliði Bandaríkjamanna. Í gær höfðu allt í allt 7 öldungadeildarþingmenn repúblikana lýst því yfir að þeir styddu ekki fjölgun hermanna í Írak. Sumir höfðu jafnvel lýst andstöðu við stefnu flokksbróður síns úr ræðustóli þingsins.

Erlent

Viltu eitt eða tvö egg ?

Bóndinn var ekki heima þegar þrjú svín brutust út úr stíu sinni á býli hans, sem er í Temerin í Serbíu, um sjötíu kílómetra norðvestan við Belgrad. Svínin röltu sér inn í íbúðarhúsið til að skoða sig um. Þar velti eitt þeirra um sjónvarpstæki með miklum látum.

Erlent

Carlsberg reiðubúið að greiða fyrir lestarsamgöngur í Valby

Danska bruggfyrirtækið Carlsberg segist reiðubúið að greiða hluta af kostnaði við að leggja neðanjarðarlestarteina út í Valby í Kaupmannahöfn ef það verði til þess að lest komi við í fyrirhugaðri byggð sem ætlunin er reisa þegar fyrirtækið flytur þaðan til Fredericia.

Erlent

Fyrrverandi Eþíópíuleiðtogi fær lífstíðarfangelsi

Mengistu Haile Mariam, fyrrverandi leiðtogi Eþíópíu, var fjarverandi þegar lífstíðarfangelsisdómurinn var kveðinn upp yfir honum í morgun, rétt eins og hann hefur verið fjarverandi öll réttarhöldin. Meðan Mugabe er við völd í Zimbabwe, þar sem Mariam hefur hæli, þá mun hann ekki verða framseldur til Eþíópíu til að afplána dóminn.

Erlent

Krefjast þess að Guantánamo-búðunum verði lokað

Staðið verður fyrir mótmælum víða um heim í dag þar sem þess verður krafist að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa verði lokað. Það eru eru mannréttindasamtök víða um heim sem standa fyrir mótmælunum þar sem þess verður minnst að búðirnar hafa verið starfræktar í fimm ár.

Erlent

Apple sakað um að hafa stolið vörumerkinu iPhone

Bandaríska tæknifyrirtækið Cisco Systems hefur höfðað mál á hendur Apple og sakar það um að hafa stolið vörumerkinu iPhone. Apple kynnti í fyrra dag fyrsta farsímann sem fyrirtækið hefur hannað undir þessu nafni en Cisco segist hafa átt vörumerkið iPhone frá árinu 2000.

Erlent

Segjast hafa fellt 150 talibana

Atlantshafsbandalagið greindi frá því í dag að hermenn bandalagsins og afganski herinn hefðu fellt hátt í 150 uppreisnarmenn úr röðum talibana í austurhluta Afganistans.

Erlent

Daniel Ortega sestur í forsetastól Níkaragúa

Daniel Ortega, fyrrverandi byltingarleiðtogi í Níkaragúa, var í gær svarinn inn í embætti forseta landsins, tveimur mánuðum eftir að hann sigraði í forsetakosningum þar í landi. Þúsundir fögnuðu Ortega í höfuðborginni Managúa þar sem hann fagnaði áfanganum ásamt Hugo Chaves, forseta Venesúela, og Evo Morales, forseta Bólivíu.

Erlent