Erlent

Skuldar yfir sjö milljónir vegna kaupa á lyfjum

Lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur farið í mál við popparann Michael Jackson vegna vangoldinna reikninga. Fyrirtækið fullyrðir að Jackson skuldi yfir sjö milljónir íslenskra króna fyrir lyfseðilsskyld lyf sem fyrirtækið hefur útvegað honum síðustu tvö ár.

Erlent

Hillary Clinton fundaði í Írak

Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetafrúin Hillary Rodham Clinton kom til Íraks í gær til að funda með bandarískum og íröskum ráðamönnum.

Erlent

Leitar að málverki da Vincis

Ítalinn Maurizio Seracini hefur fengið leyfi frá yfirvöldum í Flórensborg til að skanna veggi Veccio-hallarinnar. Höllin er í dag ráðhús Flórensborgar.

Erlent

Kókaínleifar á öllum seðlum

Hundrað prósent írskra seðla bera leifar af kókaíni. Þetta er niðurstaðan í rannsókn sem vísindamenn við háskólann í Dublin gerðu, og kemur fram á fréttavef BBC.

Erlent

Leitar að höfði til að húðflúra

Blane Dickinson leitar nú ákaft að höfði til að húðflúra. Dickinson er rúmlega þrítugur húðflúrlistamaður í Bretlandi. Hann hefur fengið þá nýstárlegu hugmynd að skreyta höfuð með mynd af dæmigerðum breskum morgunmat.

Erlent

Cisco ætlar í mál við Apple

Tölvufyrirtækið Cisco Systems hefur lögsótt Apple fyrir brot á vörumerkjalögum. Fyrirtækið vill meina að notkun Apple á nafninu iPhone brjóti í bága við lög vegna þess að Cisco eigi vörumerkið iPhone. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Erlent

Bashir forseti hafnar SÞ-liði

Forseti Súdans, Omar al-Bashir, segir reynslu af friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna í heiminum slæma og vill ekki fá það inn í Darfur-hérað. Hann segir hermenn Afríkusambandsins fullfæra um að halda uppi reglu í þessu stríðshrjáða héraði, fái þeir til þess fjárveitingu.

Erlent

Piltur sem hvarf árið 2002 fundinn

Tveir unglingspiltar fundust heilir á húfi í íbúð rúmlega fertugs manns í St. Louis í Bandaríkjunum í gær. Annars piltanna hafði verið saknað síðan árið 2002 og hins frá því síðasta mánudag.

Erlent

Hillary vill fækka hermönnum í Írak

Hillary Clinton telur að hvorki Bandaríkjamenn né Írakar geti komið á friði í Írak. Hún kom þangað í dag í sína þriðju heimsókn og segir að það skeri sig í hjartað að sá að ástandið versni stöðugt.

Erlent

Blaðamenn fá kaldar kveðjur frá Pútin

Vladimir Putin sendi blaðamönnum kaldar kveðjur í dag, í tilefni af því að haldið er upp á "Dag fjölmiðla". Þess er minnst að þá hófst útgáfa á fyrsta dagblaði Rússlands, Vedomosti, sem Pétur mikli hleypti af stokkunum. Níu blaðamenn og ritstjórar hafa verið myrtir í Rússlandi, á þessu ári, og margir fjölmiðlar hafa fundið heitan andardrátt Kremlar aftan á hnakkanum.

Erlent

Beckham undrandi á leikbanni

David Beckham er undrandi á þeim orðum Fabios Capellos, þjálfara Real Madrid að hann muni ekki leika fleiri leiki með liðinu. Capello sagði á blaðamannafundi í dag að Beckham myndi æfa með Real Madrid, en ekki spila neina leiki.

Erlent

Miklar mótmælagöngur á Spáni

Hundruð þúsunda Spánverja fóru í dag í þöglar friðargöngur í mörgum borgum landsins. Fólkið var að mótmæla því að aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, rufu níu mánaða vopnahlé sitt fyrir tveim vikum með gríðarlegri bílsprengju sem varð tveim mönnum að bana á flugvelli Madridar.

Erlent

Forsetaflugvél rekin úr lofthelgi Mexíkós

Mexíkó rak flugvél forseta Tævans út úr lofthelgi sinni, fyrr í þessari viku, að beiðni stjórnvalda í Kína. Kínverjar líta á Tævan sem hluta af Kína og hafa hótað að endurheimta eyjuna með vopnavaldi, ef Tævanar selja sig ekki sjálfviljugir undir stjórn þeirra.

Erlent

Drengjum bjargað úr klóm mannræningja

Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku.

Erlent

Herlög í Sómalíu

Þing Sómalíu samþykkti í dag að herlög skyldu gilda í landinu næstu þrjá mánuðina til að tryggja öryggi sómalskra borgara. Óttast er að til átaka komi milli stríðsherra í landinu og því er gripið til þessa ráðs. Til harðra átaka hefur komið frá því að eþíópískar og sómalskar hersveitir hröktu íslamska uppreisnarmenn á flótta í síðasta mánuði.

Erlent

Um 300 tonn af olíu í sjóinn

Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys.

Erlent

Chavez þjóðnýtir allan orkuiðnað Venesúela

Hugo Chavez, forseti Venesúela tilkynnti í dag að hann ætli að þjóðnýta allan orkuiðnað í landinu. Hann var þegar búinn að tilkynna að hann myndi þjóðnýta rafveitur landsins og stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins.

Erlent

Breskir læknar hafa áhyggjur af ungum spilafíklum

Breskir læknar munu í næstu viku fara framá að meira fé verði varið til þess að lækna spilafíkla, sem fer stöðugt fjölgandi. Læknum finnst sláandi hvað spilafíklar eru farnir að vera ungir að árum, og segja að strax verði að taka í taumana.

Erlent

Fyrsta glasabarnið eignast eigið barn

Það vakti heimsathygli fyrir tuttugu og átta árum, þegar Louise Brown kom í heiminn, því hún var heimsins fyrsta glasabarn. Hún og eiginmaður hennar Wesley Mullinder, eignuðust barnið með "venjulegum hætti."

Erlent

Samræði jafngildir nauðgun ef kona hefur verið seld mansali

Dómsmálaráðherra Danmerkur segir að hægt sé að refsa viðskiptavinum vændiskvenna fyrir nauðgun, ef hann ef þeir vita að konurnar sem þeir eiga á viðskipti hafa verið seldar mansali. Mansal er mikið vandamál um allan heim og árlega eru þúsundir kvenna glaptar í vændi.

Erlent

30 milljón kvenmannslausir Kínverjar

Kínversk yfirvöld hafa af því nokkrar áhyggjur að árið 2015 verða karlar á giftingaraldri þrjátíu milljónum fleiri en konurnar. Þetta er afleiðing hinnar ströngu reglu stjórnvalda um að fjölskyldur megi aðeins eiga eitt barn. Það hefur leitt til stórfelldra fóstureyðinga á stúlkubörnum, þótt það sé stranglega bannað.

Erlent

Beckham leikur ekki fleiri leiki með Real Madrid

David Beckham mun ekki spila fleiri leiki fyrir Real Madrid, þá sex mánuði sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. Beckham hefur sem kunnugt er gengið til liðs við bandaríska félagið Galaxy, fyrir eina milljón dollara á viku.

Erlent

Peron framseld til Argentínu

Isabella Peron, fyrrverandi forseti Argentíun, var í gær framseld yfirvöldum í heimalandinu. Hún er sökuð um að hafa fyrirskipað fjölmörg morð og mannrán á valdatíma sínum.

Erlent

Óttast eldgos á Komoroeyjum

Almannavarnir á Comoroeyjum eru komnar í viðbragðsstöðu vegna þess að eldfjallið Karthala er enn einusinni farið að láta á sér bæra. Reykur stígur upp af fjallinu og það hafa komið snarpir jarðskjálftar. Árið 2005 þurftu tugþúsundir íbúa að flýja heimili sín vegna eldgoss í fjallinu.

Erlent

Herlög í gildi í Sómalíu

Herlög verða í gildi í Sómalíu næstu þrjá mánuðina samkvæmt ákvörðun sómalska þingsins í morgun. Þar með er neyðarástandi lýst yfir í landinu. Ráðamenn segja þetta gert til að hægt verði að tryggja öryggi sómalskra borgara á ný eftir margra vikna blóðug átök við íslamska uppreisnarmenn. Þingforseti Sómalíu segir að hægt verði að framlengja gildistíma herlaga óski forseti þess formlega og þing samþykki.

Erlent

Fundust heilir á húfi

Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannránn. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku.

Erlent

Mengunarslys í Noregi

Óttast er að um þrjú hundruð tonn af hráolíu hafi lekið í sjóinn úr flutningaskipinu Server, sem strandaði við Fedje skammt norður af Björgvin í Noregi í gærkvöldi. Tuttugu og fimm skipverjum var öllum bjargað í land en skipið brotnaði í tvennt nokkru síðar. Tæp sex hundruð tonna hráolíu voru í skipinu þegar það strandaði og rétt rúm sjötíu tonn af díselolíu.

Erlent

Merkel ver evruna

Angela Merkel, kanslari Þýskalands segist hafa áhyggjur af umræðu um evruna, í Frakklandi, en þar er gjaldmiðlinum kennt um meintar verðhækkanir þegar hún var tekin upp. Merkel vill að evrunni verði haldið utan við pólitíska umræðu.

Erlent