Erlent Ritstjóri skotinn til bana Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Erlent 19.1.2007 18:45 41 sagður hafa látist í óveðrinu Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum. Erlent 19.1.2007 18:30 Allsherjarverkfall boðað í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í fararbroddi, ætlar að boða til allsherjarverkfalls í landinu í næstu viku. Hisbollah hefur reynt að velta ríkisstjórninni með verkföllum og mótmælum frá því í desemberbyrjun en þokast lítið. Sjíahreyfingarnar Hisbollah og Amal og kristinn flokkur undir stjórn Michels Aoun krefjast neitunarvalds í ríkisstjórninni. Erlent 19.1.2007 17:51 Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok. Erlent 19.1.2007 15:49 Ísraelar skila skattfé Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina. Erlent 19.1.2007 15:26 Fáfróðir um helförina Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi. Erlent 19.1.2007 14:35 Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. Erlent 19.1.2007 11:24 Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. Erlent 19.1.2007 10:52 Tamíltígrar flýja undan hernum Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur. Erlent 19.1.2007 10:25 Spegill spegill herm þú mér Hönnuður í New York hefur hannað spegil með innrauðri tækni sem sendir videomyndir til farsíma og/eða tvölva hvar sem er í heiminum. Konur (og eftir atvikum karlmenn) geta þannig farið í verslunarferðir með vinkonum sínum, þótt önnur þeirra sé í Lundúnum en hin heima á Íslandi. Erlent 19.1.2007 10:02 Dæmdir á grundvelli sögusagna Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum. Erlent 19.1.2007 09:48 Úganda í friðargæslu í Sómalíu Stjórnarflokkurinn í Úganda hefur samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins. Erlent 19.1.2007 08:57 Kynþáttafordómar í Big Brother Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Erlent 19.1.2007 08:45 Fær einræðisvald í eitt og hálft ár Venesúelska þingið veitti í gær forseta landsins, Hugo Chavez, einræðisvald næsta eina og hálfa árið. Chavez ætlar sér að þjóðnýta fjölmiðla- og orkufyrirtæki landsins til þess að koma á því sem hann kallar tuttugustu og fyrstu aldar sósíalisma. Erlent 19.1.2007 08:30 Gates í Írak Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Basra í Írak í morgun til þess að eiga fundi með bandarískum og breskum herforingjum í suðurhluta Íraks. Þetta er önnur ferð Gates til Íraks síðan hann varð varnarmálaráðherra í nóvember á síðasta ári. Erlent 19.1.2007 08:00 Björguðu áhöfn af flutningaskipi á Ermarsundi Breska strandgæslan og þyrlur frá breska flughernum björguðu í gær skipverjum af flutningaskipi sem hafði laskast í óveðrinu sem gekk yfir meginland Evrópu í nótt. Erlent 19.1.2007 08:00 Olíutunnan niður fyrir 50 dollara í fyrsta skipti í 19 mánuði Verðið á hráolíu hrapaði niður fyrir 50 dollara á tunnuna í gær í fyrsta skipti í 19 mánuði. Verðið hrundi eftir skýrslu sem sýndi að Bandaríkjamenn eiga miklar olíubirgðir á lager. Erlent 19.1.2007 07:45 Vel á þriðja tug látinn eftir óveður í Evrópu Veður í Evrópu hefur sjaldan verið verra en síðastliðna nótt. Að minnsta kosti 27 manns létu lífið víðs vegar um Evrópu og tugir særðust vegna veðurofsans. Þýskaland og Bretland urðu verst úti í óveðrinu. Erlent 19.1.2007 07:15 Kínverjar í stjörnustríð Bandaríkin, Ástralía og Kanada hafa öll gagnrýnt nýjustu viðbótina við vopnabúr Kínverja, sem virðast vera að búa sig undir stjörnustríð. Tilraun sem Kínverjar gerðu í vikunni gekk út á það að skjóta niður gamlan veðurathugunargervihnött úti í geimnum. Erlent 18.1.2007 22:54 3,8 milljarðar og 340 kíló af gulli fyrir kókaín Kólumbíska lögreglan telur sig hafa fundið stærsta kókaínsjóð sem nokkurn tímann hefur verið gerður upptækur í heiminum. Lögreglumenn fundu peninga að jafnvirði 3,8 milljarða íslenskra króna og 340 kíló af hreinu, 24 karata gulli. Peningarnir tilheyra höfuðpaur Norte del Valle-fíkniefnahringsins sem var upprættur í vikunni. Erlent 18.1.2007 22:18 Hermaður játaði á sig morð Bandarískur landgönguliði sem skaut 10 byssukúlum í gamlan, íraskan mann og dró hann út úr húsi sínu um miðja nótt játaði í kvöld á sig morð og aðrar ákærur á hendur honum. Atvikið átti sér stað í apríl 2006 í Hamdania í Írak. Fórnarlambið var nágranni manns sem hermenn ætluðu að ná vegna gruns um hryðjuverk. Erlent 18.1.2007 21:53 Fann dóttur sína eftir 19 ár í frumskóginum Kambódískur faðir segist þekkja aftur dóttur sína í ungri konu sem nýlega fannst í frumskóginum. Dóttir mannsins var talin af, þar sem hún hvarf inn í frumskóginn fyrir 19 árum, þá átta ára gömul. Frumskógarkonan talar ekkert skiljanlegt tungumál en faðir hennar segist þekkja aftur ör á bakinu á henni. Erlent 18.1.2007 21:25 Lægsta olíuverð í 19 mánuði Verðið á hráolíu hrapaði niður fyrir 50 dollara á tunnuna í dag, í fyrsta skipti í 19 mánuði. Verðið hrundi eftir skýrslu sem sýndi að Bandaríkjamenn eiga miklar olíubirgðir á lager. Lítið hefur verið notað af olíu í vetur þar sem veðurfar hefur verið óvenju hlýtt og ekki hefur þurft að kynda í líkingu við fyrri ár. Erlent 18.1.2007 21:14 Besta tækifæri til friðar í 16 ár Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu skorar á ríkisstjórn landsins til að sóa ekki "besta tækifæri í 16 ár til að koma á friði" í landinu. Erindrekinn Francois Fall hvatti í dag forseta Sómalíu, Abdullahi Yusuf, til að stofna fjölflokka ríkisstjórn. Erlent 18.1.2007 20:12 16 látnir í óveðri í Norður-Evrópu Í það minnsta 16 hafa látist í miklu óveðri sem lemur nú á Norður-Evrópu. Bretar hafa orðið verst úti þar sem vindhviður hafa náð 32 m/s. Fólk er varað við að vera á ferðinni þar sem tré hafa víða fallið á vegi. Þá hafa flug- og lestarsamgöngur farið úr skorðum víða um Norður-Evrópu. Erlent 18.1.2007 19:54 Eftirspurn eftir lúxusþotu fyrir 21 milljarð króna Ráðherrar Evrópuríkja fengu í dag far með nýju risaþotu Airbus, af gerðinni A380. Yfirmenn Airbus segja auðmenn sýna lúxusútgáfu þessarar stærstu farþegaþotu heims mikla athygli. Listaverðið á lúxusþotunni er rétt um 21 milljarð íslenskra króna. Erlent 18.1.2007 18:11 26 bjargað með þyrlum Þyrlur bresku strandgæslunnar björguðu í dag tuttugu og sex manna áhöfn flutningaskips á Ermarsundi, í aftakaveðri. Gat kom á síðu skipsins og þegar sjórinn byrjaði að fossa inn, fór áhöfnin í björgunarbnáta. Dráttarbátar og þyrlur voru sendar bæði frá Frakklandi og Bretlandi. Erlent 18.1.2007 16:22 DNA frelsar 12 fanga Erlent 18.1.2007 16:04 Art Buchwald látinn Blaðamaðurinn og pistlahöfundurinn Art Buchwald er látinn, áttatíu og eins árs að aldri. Buchwald skrifaði gamansama pistla um allt milli himins og jarðar í meira en hálfa öld. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1982 og skrifaði meira en þrjátíu bækur. Pistlar hans voru birtir í meira en 550 dagblöðum. Erlent 18.1.2007 15:33 Ekki eitrað fyrir Napóleon Napoleon Bonaparte dó úr magakrabba en ekki arsenikeitrun, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Sögusagnir um að keisarinn fyrrverandi hafi dáið úr eitrun hafa verið á kreiki síðan árið 1961 þegar rannsókn á hári hans leiddi í ljós óvenjumikið arsenik. Erlent 18.1.2007 15:19 « ‹ ›
Ritstjóri skotinn til bana Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Erlent 19.1.2007 18:45
41 sagður hafa látist í óveðrinu Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum. Erlent 19.1.2007 18:30
Allsherjarverkfall boðað í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í fararbroddi, ætlar að boða til allsherjarverkfalls í landinu í næstu viku. Hisbollah hefur reynt að velta ríkisstjórninni með verkföllum og mótmælum frá því í desemberbyrjun en þokast lítið. Sjíahreyfingarnar Hisbollah og Amal og kristinn flokkur undir stjórn Michels Aoun krefjast neitunarvalds í ríkisstjórninni. Erlent 19.1.2007 17:51
Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok. Erlent 19.1.2007 15:49
Ísraelar skila skattfé Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina. Erlent 19.1.2007 15:26
Fáfróðir um helförina Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi. Erlent 19.1.2007 14:35
Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. Erlent 19.1.2007 11:24
Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. Erlent 19.1.2007 10:52
Tamíltígrar flýja undan hernum Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur. Erlent 19.1.2007 10:25
Spegill spegill herm þú mér Hönnuður í New York hefur hannað spegil með innrauðri tækni sem sendir videomyndir til farsíma og/eða tvölva hvar sem er í heiminum. Konur (og eftir atvikum karlmenn) geta þannig farið í verslunarferðir með vinkonum sínum, þótt önnur þeirra sé í Lundúnum en hin heima á Íslandi. Erlent 19.1.2007 10:02
Dæmdir á grundvelli sögusagna Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum. Erlent 19.1.2007 09:48
Úganda í friðargæslu í Sómalíu Stjórnarflokkurinn í Úganda hefur samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins. Erlent 19.1.2007 08:57
Kynþáttafordómar í Big Brother Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Erlent 19.1.2007 08:45
Fær einræðisvald í eitt og hálft ár Venesúelska þingið veitti í gær forseta landsins, Hugo Chavez, einræðisvald næsta eina og hálfa árið. Chavez ætlar sér að þjóðnýta fjölmiðla- og orkufyrirtæki landsins til þess að koma á því sem hann kallar tuttugustu og fyrstu aldar sósíalisma. Erlent 19.1.2007 08:30
Gates í Írak Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Basra í Írak í morgun til þess að eiga fundi með bandarískum og breskum herforingjum í suðurhluta Íraks. Þetta er önnur ferð Gates til Íraks síðan hann varð varnarmálaráðherra í nóvember á síðasta ári. Erlent 19.1.2007 08:00
Björguðu áhöfn af flutningaskipi á Ermarsundi Breska strandgæslan og þyrlur frá breska flughernum björguðu í gær skipverjum af flutningaskipi sem hafði laskast í óveðrinu sem gekk yfir meginland Evrópu í nótt. Erlent 19.1.2007 08:00
Olíutunnan niður fyrir 50 dollara í fyrsta skipti í 19 mánuði Verðið á hráolíu hrapaði niður fyrir 50 dollara á tunnuna í gær í fyrsta skipti í 19 mánuði. Verðið hrundi eftir skýrslu sem sýndi að Bandaríkjamenn eiga miklar olíubirgðir á lager. Erlent 19.1.2007 07:45
Vel á þriðja tug látinn eftir óveður í Evrópu Veður í Evrópu hefur sjaldan verið verra en síðastliðna nótt. Að minnsta kosti 27 manns létu lífið víðs vegar um Evrópu og tugir særðust vegna veðurofsans. Þýskaland og Bretland urðu verst úti í óveðrinu. Erlent 19.1.2007 07:15
Kínverjar í stjörnustríð Bandaríkin, Ástralía og Kanada hafa öll gagnrýnt nýjustu viðbótina við vopnabúr Kínverja, sem virðast vera að búa sig undir stjörnustríð. Tilraun sem Kínverjar gerðu í vikunni gekk út á það að skjóta niður gamlan veðurathugunargervihnött úti í geimnum. Erlent 18.1.2007 22:54
3,8 milljarðar og 340 kíló af gulli fyrir kókaín Kólumbíska lögreglan telur sig hafa fundið stærsta kókaínsjóð sem nokkurn tímann hefur verið gerður upptækur í heiminum. Lögreglumenn fundu peninga að jafnvirði 3,8 milljarða íslenskra króna og 340 kíló af hreinu, 24 karata gulli. Peningarnir tilheyra höfuðpaur Norte del Valle-fíkniefnahringsins sem var upprættur í vikunni. Erlent 18.1.2007 22:18
Hermaður játaði á sig morð Bandarískur landgönguliði sem skaut 10 byssukúlum í gamlan, íraskan mann og dró hann út úr húsi sínu um miðja nótt játaði í kvöld á sig morð og aðrar ákærur á hendur honum. Atvikið átti sér stað í apríl 2006 í Hamdania í Írak. Fórnarlambið var nágranni manns sem hermenn ætluðu að ná vegna gruns um hryðjuverk. Erlent 18.1.2007 21:53
Fann dóttur sína eftir 19 ár í frumskóginum Kambódískur faðir segist þekkja aftur dóttur sína í ungri konu sem nýlega fannst í frumskóginum. Dóttir mannsins var talin af, þar sem hún hvarf inn í frumskóginn fyrir 19 árum, þá átta ára gömul. Frumskógarkonan talar ekkert skiljanlegt tungumál en faðir hennar segist þekkja aftur ör á bakinu á henni. Erlent 18.1.2007 21:25
Lægsta olíuverð í 19 mánuði Verðið á hráolíu hrapaði niður fyrir 50 dollara á tunnuna í dag, í fyrsta skipti í 19 mánuði. Verðið hrundi eftir skýrslu sem sýndi að Bandaríkjamenn eiga miklar olíubirgðir á lager. Lítið hefur verið notað af olíu í vetur þar sem veðurfar hefur verið óvenju hlýtt og ekki hefur þurft að kynda í líkingu við fyrri ár. Erlent 18.1.2007 21:14
Besta tækifæri til friðar í 16 ár Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu skorar á ríkisstjórn landsins til að sóa ekki "besta tækifæri í 16 ár til að koma á friði" í landinu. Erindrekinn Francois Fall hvatti í dag forseta Sómalíu, Abdullahi Yusuf, til að stofna fjölflokka ríkisstjórn. Erlent 18.1.2007 20:12
16 látnir í óveðri í Norður-Evrópu Í það minnsta 16 hafa látist í miklu óveðri sem lemur nú á Norður-Evrópu. Bretar hafa orðið verst úti þar sem vindhviður hafa náð 32 m/s. Fólk er varað við að vera á ferðinni þar sem tré hafa víða fallið á vegi. Þá hafa flug- og lestarsamgöngur farið úr skorðum víða um Norður-Evrópu. Erlent 18.1.2007 19:54
Eftirspurn eftir lúxusþotu fyrir 21 milljarð króna Ráðherrar Evrópuríkja fengu í dag far með nýju risaþotu Airbus, af gerðinni A380. Yfirmenn Airbus segja auðmenn sýna lúxusútgáfu þessarar stærstu farþegaþotu heims mikla athygli. Listaverðið á lúxusþotunni er rétt um 21 milljarð íslenskra króna. Erlent 18.1.2007 18:11
26 bjargað með þyrlum Þyrlur bresku strandgæslunnar björguðu í dag tuttugu og sex manna áhöfn flutningaskips á Ermarsundi, í aftakaveðri. Gat kom á síðu skipsins og þegar sjórinn byrjaði að fossa inn, fór áhöfnin í björgunarbnáta. Dráttarbátar og þyrlur voru sendar bæði frá Frakklandi og Bretlandi. Erlent 18.1.2007 16:22
Art Buchwald látinn Blaðamaðurinn og pistlahöfundurinn Art Buchwald er látinn, áttatíu og eins árs að aldri. Buchwald skrifaði gamansama pistla um allt milli himins og jarðar í meira en hálfa öld. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1982 og skrifaði meira en þrjátíu bækur. Pistlar hans voru birtir í meira en 550 dagblöðum. Erlent 18.1.2007 15:33
Ekki eitrað fyrir Napóleon Napoleon Bonaparte dó úr magakrabba en ekki arsenikeitrun, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Sögusagnir um að keisarinn fyrrverandi hafi dáið úr eitrun hafa verið á kreiki síðan árið 1961 þegar rannsókn á hári hans leiddi í ljós óvenjumikið arsenik. Erlent 18.1.2007 15:19