Erlent Kapp lagt á sáttmálauppfærslu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti fyrir helgi formennskuáætlun Þjóðverja í Evrópusambandinu fyrri helming ársins. Hún sagði sambandið verða að koma sér saman um aðgerða-áætlun um það hvernig koma megi til framkvæmda þeirri uppfærslu á stofnsáttmála sambandsins sem til stóð að gera með stjórnarskrársáttmálanum svonefnda, en fullgilding hans strandaði eins og kunnugt er þegar henni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi fyrir hálfu öðru ári. Erlent 23.1.2007 05:00 Íburðarminni afmælisveislur Foreldrar í Minnesota hafa stofnað félagsskapinn „Afmæli án þrýstings“ til að stemma stigu við metingi og samkeppni um íburðarmestu afmælisveislurnar fyrir börnin. Þessa tilhneigingu kalla þau „vígbúnaðarkapphlaup um afmælisveislur“. Erlent 23.1.2007 04:45 Íslamistaleiðtogi gefur sig fram Einn helsti leiðtogi íslamista í Sómalíu, Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, hefur gefið sig fram við bandarísk og kenýsk stjórnvöld og dvelur núna undir þeirra vernd í Nairobi, höfuðborg Kenýa. Erlent 23.1.2007 04:45 Hvetja til losunartakmarkana Forstjórar tíu af þekktustu fyrirtækjum Bandaríkjanna birtu í gær áskorun á George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem þeir hvetja hann til að styðja að komið verði á reglum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda í landinu. Erlent 23.1.2007 04:00 Hundrað féllu í árásum í gær Að minnsta kosti hundrað manns létust í skotárásum og sprengingum sem beindust að skotmörkum Sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Tæplega áttatíu manns létust í sprengingu á markaði í mannskæðustu árás sem orðið hefur í Írak í einn og hálfan mánuð. Í lok nóvember létust 215 manns í árás í Bagdad sem talið er að al-Kaída hafi staðið á bakvið og fól í sér hrinu bílsprengja og sjálfsmorðsárása. Erlent 23.1.2007 03:00 Herskár þjóðernissinni játar tyrkland, ap Yasin Hayal, herskár tyrkneskur þjóðernissinni, hefur játað að hafa skipulagt morðið á armensk-tyrkneska ritstjóranum Hrant Dink á föstudaginn. Erlent 23.1.2007 02:00 Rússar segja sér vera ógnað Háttsettur rússneskur hershöfðingi lét hafa eftir sér í gær að uppsetning búnaðar fyrir bandarískt eldflaugavarnakerfi í fyrrverandi Varsjárbandalagslöndum væri „skýr ógn“ við Rússland. Erlent 23.1.2007 01:45 Deila um reglur Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt reglur um starfsemi dómstólanna sem eiga að fjalla um mál fanganna í Guantanamo á Kúbu. Nýju reglurnar hafa sætt gagnrýni fyrir ýmis ákvæði, þar sem brotið þykir á réttindum. Erlent 23.1.2007 01:00 Sprenging á skrifstofum Al Arabiya á Gasa Sprenging varð á skrifstofum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya á Gasaströndinnni í gær. Töluvert tjón varð á innanstokksmunum en enginn var í húsinu þegar sprengingin varð. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en aðalfréttastjóri stöðvarinnar í Dubai greindi frá því að stöðin hefði áður fengið hótanir. Erlent 22.1.2007 21:47 Paris Hilton fær skilorðsbundinn dóm fyrir ölvunarakstur Dekurdrósin Paris Hilton, einn af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar, var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hún viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hún var jafnframt sektuð um 390 dollara, rúmlega 27 þúsund krónur fyrir athæfið. Erlent 22.1.2007 21:32 Fjölmargir látnir eftir átök í Gíneu Yfir tuttugu manns eru sagðir hafa látist og um hundrað særst í dag í átökum milli hersveita í Gíneu og stjórnarandstæðinga sem fara fram á afsögn Lansana Conte, forseta landsins. Allsherjarverkfall hefur verið í landinu í nærri tværi vikur og í dag tóku hátt í þrjátíu þúsund manns í mótmælagöngu á götum Cobakry, höfuðborgar Gíneu. Erlent 22.1.2007 21:20 Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar innan flokksins eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Erlent 22.1.2007 19:00 Edmund Hillary gegn hvalveiðum Hinn frækni fjallgöngumaður Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, hefur gengið hvalavinum á hönd og ætlar að berjast fyrir friðun hvalastofna. Hillary, sem orðinn 86 ára gamall upplýsti um þetta í heimsókn í Nýsjálenska rannsóknarstöð á Suðurpólnum. Erlent 22.1.2007 18:50 Listar yfir kynferðisbrotamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum halda úti ítarlegum og uppfærðum listum yfir dæmda kynferðisbrotamenn í löndunum tveimur. Listar frá hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum eru aðgengilegir á netinu og geta þarlendir notað þá til að kanna hvort dæmdir kynferðisbrotamenn eru búsettir í næsta nágrenni við þá. Erlent 22.1.2007 18:45 Þið eruð reknir -allir 400 þúsund Ríkisstjórn Libyu ætlar að reka rúmlega þriðjung opinbera starfsmanna sinna úr embætti. Það eru um 400 þúsund manns. Tilgangurinn er sá að draga úr opinberum útgjöldum og örva einkaframtakið í landinu. Ekki verða menn þó settir á Guð og gaddinn, því hinum brottreknu verða tryggð laun í þrjú ár, eða lán til þess að stofna fyrirtæki. Erlent 22.1.2007 17:56 Norður-Írska lögreglan leyfði morð á kaþólikkum Háttsettir foringjar í lögreglunni á Norður-Írlandi leyfðu uppljóstrurum sínum meðal mótmælenda að fremja morð á kaþólikkum í meira en áratug, samkvæmt skýrslu umboðsmanns lögreglunnar, sem gerð var opinber í dag. Á árunum 1991 og 2003 myrtu vígamenn úr Ulster sjálfboðaliðasveitinni að minnsta kosti 10 kaþólikka. Erlent 22.1.2007 17:36 Lygavefur á netinu endaði með morði Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Erlent 22.1.2007 16:57 Fóðraði svínin með 30 vændiskonum Kanadiskur svínabóndi hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjátíu vændiskonur, og fóðra svínin á líkamsleifum þeirra. Talið er mögulegt að hann hafi sextíu og þrjú morð á samviskunni. Það komst upp um hann fyrir algera tilviljun. Erlent 22.1.2007 16:49 Danir ekki búnir undir veturinn Hraðbrautinni við Köge á Sjálandi, sem er suður af Kaupmannahöfn, var lokað í dag vegna fjöldaáreksturs á veginum. Eftir því sem danskir vefmiðlar greina frá rákust í kringum 50 bílar saman í röð óhappa og var fjöldi sjúkrabíla sendur á vettvang. Erlent 22.1.2007 16:48 Farsímasektir hækkaðar Erlent 22.1.2007 16:31 Um hundrað látnir í Írak í dag Hundrað manns hið minnsta hafa fallið í bílsprengju- og eldflaugaárásum í Bagdad í dag og er dagurinn því einn sá blóðugasti frá upphafi árs. 88 létust og 160 særðust snemma í morgun þegar tvær bílsprengjur sprungu á markaði með notuð föt sem fátækir íbúar Bagdad-borgar sækja mikið. Erlent 22.1.2007 16:30 Blóðbað í Bagdad Erlent 22.1.2007 16:23 Enn einn blaðamaður myrtur í Rússlandi Erlent 22.1.2007 16:12 Rán og gripdeildir á strandstað í Devon Lögregla fer nú um strendur við Devon í Suðvestur-Englandi til þess að reyna að koma í veg fyrir að almenningur ræni varningi sem rekið hefur á land eftir strand flutningaskipsins Napólí í gær. Hundruð manna hafa streymt niður á strönd í von um að finna eitthvað sem nothæft er en talið er að hátt í tvö hundruð gámar af skipinu hafi farið í sjóinn. Erlent 22.1.2007 15:55 Býst við hörðum bardögum við talibana Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan segir að búist sé við hörðum bardögum við Talibana á þessu ári. Ríkisstjórn landsins sé hinsvegar að styrkjast í sessi og því sé hann bjartsýnn um framtíðina. Síðasta ár var hið blóðugasta síðan talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Erlent 22.1.2007 15:47 Páfi íhugaði afsögn vegna heilsubrests Jóhannes Páll páfi íhugaði alvarlega að segja af sér árið 2000, af heilsufarsástæðum. Hann íhugaði einnig að breyta kirkjulögum þannig að páfar segðu af sér þegar þeir yrðu áttræðir. Erlent 22.1.2007 15:28 Fjöldaárekstur á hraðbraut í Danmörku Hraðbrautinni við Köge, sem er suður af Kaupmannahöfn, hefur verið lokað vegna fjöldaáreksturs á veginum. Eftir því sem danskir vefmiðlar greina frá rákust á bilinu 50 til 100 bílar saman í röð óhappa og hefur fjöldi sjúkrabíla verið sendur á vettvang. Erlent 22.1.2007 15:23 Palestínumenn hatast enn Tveim æðstu leiðtogum Palestínumanna tókst ekki að ná samkomulagi um myndun þjóðstjórnar, á fundi sínum í Sýrlandi um helgina. Á þeim fundi voru Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah hreyfingarinnar og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas samtakanna. Erlent 22.1.2007 14:43 Glaðnar yfir Norður-Kóreu Aðalsamningamaður Rússa í málefnum Norður-Kóreu sagði í dag að sex landa viðræður um kjarnorkuáætlun landsins gætu hafist í næsta mánuði. Alexander Losyukov sagði að undirbúningsfundir sem haldnir hafi verið í Berlín hafi aukið bjartsýni manna. Erlent 22.1.2007 14:32 Ný áætlun um friðarferli í Ísrael Varnarmálaráðherra Ísraels hefur lagt fram áætlun í þrem liðum um að koma friðarferlinu við Palestínumenn aftur í gang. Í því felst meðal annars að Mahmoud Abbas, forseti, fái lengri tíma til þess að afvopna öfgahópa, og Ísraelar loki ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Erlent 22.1.2007 13:27 « ‹ ›
Kapp lagt á sáttmálauppfærslu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti fyrir helgi formennskuáætlun Þjóðverja í Evrópusambandinu fyrri helming ársins. Hún sagði sambandið verða að koma sér saman um aðgerða-áætlun um það hvernig koma megi til framkvæmda þeirri uppfærslu á stofnsáttmála sambandsins sem til stóð að gera með stjórnarskrársáttmálanum svonefnda, en fullgilding hans strandaði eins og kunnugt er þegar henni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi fyrir hálfu öðru ári. Erlent 23.1.2007 05:00
Íburðarminni afmælisveislur Foreldrar í Minnesota hafa stofnað félagsskapinn „Afmæli án þrýstings“ til að stemma stigu við metingi og samkeppni um íburðarmestu afmælisveislurnar fyrir börnin. Þessa tilhneigingu kalla þau „vígbúnaðarkapphlaup um afmælisveislur“. Erlent 23.1.2007 04:45
Íslamistaleiðtogi gefur sig fram Einn helsti leiðtogi íslamista í Sómalíu, Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, hefur gefið sig fram við bandarísk og kenýsk stjórnvöld og dvelur núna undir þeirra vernd í Nairobi, höfuðborg Kenýa. Erlent 23.1.2007 04:45
Hvetja til losunartakmarkana Forstjórar tíu af þekktustu fyrirtækjum Bandaríkjanna birtu í gær áskorun á George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem þeir hvetja hann til að styðja að komið verði á reglum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda í landinu. Erlent 23.1.2007 04:00
Hundrað féllu í árásum í gær Að minnsta kosti hundrað manns létust í skotárásum og sprengingum sem beindust að skotmörkum Sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Tæplega áttatíu manns létust í sprengingu á markaði í mannskæðustu árás sem orðið hefur í Írak í einn og hálfan mánuð. Í lok nóvember létust 215 manns í árás í Bagdad sem talið er að al-Kaída hafi staðið á bakvið og fól í sér hrinu bílsprengja og sjálfsmorðsárása. Erlent 23.1.2007 03:00
Herskár þjóðernissinni játar tyrkland, ap Yasin Hayal, herskár tyrkneskur þjóðernissinni, hefur játað að hafa skipulagt morðið á armensk-tyrkneska ritstjóranum Hrant Dink á föstudaginn. Erlent 23.1.2007 02:00
Rússar segja sér vera ógnað Háttsettur rússneskur hershöfðingi lét hafa eftir sér í gær að uppsetning búnaðar fyrir bandarískt eldflaugavarnakerfi í fyrrverandi Varsjárbandalagslöndum væri „skýr ógn“ við Rússland. Erlent 23.1.2007 01:45
Deila um reglur Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt reglur um starfsemi dómstólanna sem eiga að fjalla um mál fanganna í Guantanamo á Kúbu. Nýju reglurnar hafa sætt gagnrýni fyrir ýmis ákvæði, þar sem brotið þykir á réttindum. Erlent 23.1.2007 01:00
Sprenging á skrifstofum Al Arabiya á Gasa Sprenging varð á skrifstofum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya á Gasaströndinnni í gær. Töluvert tjón varð á innanstokksmunum en enginn var í húsinu þegar sprengingin varð. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en aðalfréttastjóri stöðvarinnar í Dubai greindi frá því að stöðin hefði áður fengið hótanir. Erlent 22.1.2007 21:47
Paris Hilton fær skilorðsbundinn dóm fyrir ölvunarakstur Dekurdrósin Paris Hilton, einn af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar, var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hún viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hún var jafnframt sektuð um 390 dollara, rúmlega 27 þúsund krónur fyrir athæfið. Erlent 22.1.2007 21:32
Fjölmargir látnir eftir átök í Gíneu Yfir tuttugu manns eru sagðir hafa látist og um hundrað særst í dag í átökum milli hersveita í Gíneu og stjórnarandstæðinga sem fara fram á afsögn Lansana Conte, forseta landsins. Allsherjarverkfall hefur verið í landinu í nærri tværi vikur og í dag tóku hátt í þrjátíu þúsund manns í mótmælagöngu á götum Cobakry, höfuðborgar Gíneu. Erlent 22.1.2007 21:20
Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar innan flokksins eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Erlent 22.1.2007 19:00
Edmund Hillary gegn hvalveiðum Hinn frækni fjallgöngumaður Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, hefur gengið hvalavinum á hönd og ætlar að berjast fyrir friðun hvalastofna. Hillary, sem orðinn 86 ára gamall upplýsti um þetta í heimsókn í Nýsjálenska rannsóknarstöð á Suðurpólnum. Erlent 22.1.2007 18:50
Listar yfir kynferðisbrotamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum halda úti ítarlegum og uppfærðum listum yfir dæmda kynferðisbrotamenn í löndunum tveimur. Listar frá hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum eru aðgengilegir á netinu og geta þarlendir notað þá til að kanna hvort dæmdir kynferðisbrotamenn eru búsettir í næsta nágrenni við þá. Erlent 22.1.2007 18:45
Þið eruð reknir -allir 400 þúsund Ríkisstjórn Libyu ætlar að reka rúmlega þriðjung opinbera starfsmanna sinna úr embætti. Það eru um 400 þúsund manns. Tilgangurinn er sá að draga úr opinberum útgjöldum og örva einkaframtakið í landinu. Ekki verða menn þó settir á Guð og gaddinn, því hinum brottreknu verða tryggð laun í þrjú ár, eða lán til þess að stofna fyrirtæki. Erlent 22.1.2007 17:56
Norður-Írska lögreglan leyfði morð á kaþólikkum Háttsettir foringjar í lögreglunni á Norður-Írlandi leyfðu uppljóstrurum sínum meðal mótmælenda að fremja morð á kaþólikkum í meira en áratug, samkvæmt skýrslu umboðsmanns lögreglunnar, sem gerð var opinber í dag. Á árunum 1991 og 2003 myrtu vígamenn úr Ulster sjálfboðaliðasveitinni að minnsta kosti 10 kaþólikka. Erlent 22.1.2007 17:36
Lygavefur á netinu endaði með morði Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Erlent 22.1.2007 16:57
Fóðraði svínin með 30 vændiskonum Kanadiskur svínabóndi hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjátíu vændiskonur, og fóðra svínin á líkamsleifum þeirra. Talið er mögulegt að hann hafi sextíu og þrjú morð á samviskunni. Það komst upp um hann fyrir algera tilviljun. Erlent 22.1.2007 16:49
Danir ekki búnir undir veturinn Hraðbrautinni við Köge á Sjálandi, sem er suður af Kaupmannahöfn, var lokað í dag vegna fjöldaáreksturs á veginum. Eftir því sem danskir vefmiðlar greina frá rákust í kringum 50 bílar saman í röð óhappa og var fjöldi sjúkrabíla sendur á vettvang. Erlent 22.1.2007 16:48
Um hundrað látnir í Írak í dag Hundrað manns hið minnsta hafa fallið í bílsprengju- og eldflaugaárásum í Bagdad í dag og er dagurinn því einn sá blóðugasti frá upphafi árs. 88 létust og 160 særðust snemma í morgun þegar tvær bílsprengjur sprungu á markaði með notuð föt sem fátækir íbúar Bagdad-borgar sækja mikið. Erlent 22.1.2007 16:30
Rán og gripdeildir á strandstað í Devon Lögregla fer nú um strendur við Devon í Suðvestur-Englandi til þess að reyna að koma í veg fyrir að almenningur ræni varningi sem rekið hefur á land eftir strand flutningaskipsins Napólí í gær. Hundruð manna hafa streymt niður á strönd í von um að finna eitthvað sem nothæft er en talið er að hátt í tvö hundruð gámar af skipinu hafi farið í sjóinn. Erlent 22.1.2007 15:55
Býst við hörðum bardögum við talibana Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan segir að búist sé við hörðum bardögum við Talibana á þessu ári. Ríkisstjórn landsins sé hinsvegar að styrkjast í sessi og því sé hann bjartsýnn um framtíðina. Síðasta ár var hið blóðugasta síðan talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Erlent 22.1.2007 15:47
Páfi íhugaði afsögn vegna heilsubrests Jóhannes Páll páfi íhugaði alvarlega að segja af sér árið 2000, af heilsufarsástæðum. Hann íhugaði einnig að breyta kirkjulögum þannig að páfar segðu af sér þegar þeir yrðu áttræðir. Erlent 22.1.2007 15:28
Fjöldaárekstur á hraðbraut í Danmörku Hraðbrautinni við Köge, sem er suður af Kaupmannahöfn, hefur verið lokað vegna fjöldaáreksturs á veginum. Eftir því sem danskir vefmiðlar greina frá rákust á bilinu 50 til 100 bílar saman í röð óhappa og hefur fjöldi sjúkrabíla verið sendur á vettvang. Erlent 22.1.2007 15:23
Palestínumenn hatast enn Tveim æðstu leiðtogum Palestínumanna tókst ekki að ná samkomulagi um myndun þjóðstjórnar, á fundi sínum í Sýrlandi um helgina. Á þeim fundi voru Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah hreyfingarinnar og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas samtakanna. Erlent 22.1.2007 14:43
Glaðnar yfir Norður-Kóreu Aðalsamningamaður Rússa í málefnum Norður-Kóreu sagði í dag að sex landa viðræður um kjarnorkuáætlun landsins gætu hafist í næsta mánuði. Alexander Losyukov sagði að undirbúningsfundir sem haldnir hafi verið í Berlín hafi aukið bjartsýni manna. Erlent 22.1.2007 14:32
Ný áætlun um friðarferli í Ísrael Varnarmálaráðherra Ísraels hefur lagt fram áætlun í þrem liðum um að koma friðarferlinu við Palestínumenn aftur í gang. Í því felst meðal annars að Mahmoud Abbas, forseti, fái lengri tíma til þess að afvopna öfgahópa, og Ísraelar loki ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Erlent 22.1.2007 13:27