Erlent Vill ræða frekar við Írani Javier Solana utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist vilja frekari viðræður við Írani um kjarnorkuáætlun landsins. Fundur utanríkisráðherra Evrópusambandsins hófst í Brussel í morgun og búist er við skiptum skoðunum um hvaða stefnu Evrópusambandið á að taka gagnvart Íran. Erlent 12.2.2007 08:49 Ætlar að breyta fóstureyðingalöggjöf Jose Socrates forsætisráðherra Portúgals segir að fóstureyðingalöggjöf í landinu verði breytt þrátt fyrir að kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið hafi ekki verið bindandi. Erlent 12.2.2007 08:28 Demókratar hvetja til varúðar Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranir eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreinsarhópa. Þeir segja engar öruggar sannanir til staðar um hlutdeild Írana og benda á að ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggja á vafasömum sönnunargögnum. Erlent 12.2.2007 07:23 100 kosningaloforð Segolene Royal frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi lofar hærri lágmarkslaunum og byggingu fjölmargra ódýrra íbúða nái hún kjöri. Royal kynnti stefnuskrá sína í gær, þar sem hún tiltekur 100 kosningaloforð sem flest snúast um að styrkja velferðarkerfi landsins. Erlent 12.2.2007 07:18 Kjarnorkuviðræður sigla í strand Endanlega virðist ætla að sigla í strand í viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Samningamenn segja kröfur Norður-Kóreu um aðstoð í orkumálum óhóflegar en sex ríkja viðræðum lauk í Peking í gær. Erlent 12.2.2007 07:11 Of grannar til að taka þátt Skipuleggjendur stærstu árlegu tískusýningarinnar sem fram fer á Spáni, Pasarela Cibeles, höfnuðu fimm af 69 sýningarstúlkum vegna þess að þær þóttu of grannar til að taka þátt í sýningunni. Erlent 12.2.2007 06:00 Þrjátíu urðu innlyksa Sex létust eftir að hafa andað að sér eitruðum gastegundum þegar hópur vísindamanna og náttúruunnenda varð innlyksa neðanjarðar í Los Silos-göngunum á Tenerife, sem er ein af Kanaríeyjunum, á laugardag. Erlent 12.2.2007 05:45 Sífellt fleiri handteknir Múslimar í Bretlandi eiga í vök að verjast vegna baráttu öryggisstofnana gegn hryðjuverkaógninni. Sífellt fleiri múslimar eru handteknir. Erlent 12.2.2007 04:45 Segir fortíðina vera einkamál Leiðtogi breska Íhaldsflokksins, David Cameron, neitaði í gær að hafna ásökunum um að hann hafi reykt marijúana þegar hann var unglingur og segir að stjórnmálamenn eigi rétt á því að hafa fortíð sína út af fyrir sig. Erlent 12.2.2007 04:00 Segja Írana selja Írökum vopn Bandarískir hershöfðingjar í Írak hafa sýnt bandarískum þingmönnum gögn um að Íranar hafi útvegað íröskum uppreisnarmönnum sprengjur. Þetta fullyrðir öldungadeildarþingmaðurinn Joe Lieberman. Erlent 12.2.2007 04:00 Murkuðu lífið úr gyðingi Dómstóll í Jekaterínburg í Úralfjöllum dæmdi á föstudag fimm unglinga í fangelsi fyrir að berja tvítugan gyðing, draga hann inn í kirkjugarð og reka hann þar á hol með málmkrossi. Erlent 12.2.2007 03:30 Túrkmenar kjósa forseta Forsetakosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og í fyrsta skipti gátu kjósendur valið á milli frambjóðenda síðan landið fékk sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna. Erlent 12.2.2007 03:15 Grýttu tvær konur til dauða Þrjár ítalskar konur urðu fyrir hrottalegri líkamsárás á Grænhöfðaeyjum undan vestur-strönd Afríku á laugardag. Ein þeirra komst lífs af og hefur gefið lögreglunni skýrslu. Erlent 12.2.2007 01:15 Slagsmál vegna gleraugnasvika Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum. Erlent 11.2.2007 19:00 Segja Írana kynda undir ófriðnum Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té. Erlent 11.2.2007 18:45 Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. Erlent 11.2.2007 18:30 Royal kynnir stefnuskránna Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. Erlent 11.2.2007 17:31 Þyrla skotin niður í Írak Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. Erlent 11.2.2007 13:57 Cameron í kannabisneyslu Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. Erlent 11.2.2007 13:00 Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út. Erlent 11.2.2007 12:00 Berdymukhamedov sigurstranglegastur Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena. Erlent 11.2.2007 11:45 Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. Erlent 11.2.2007 11:15 Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. Erlent 11.2.2007 10:45 Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. Erlent 11.2.2007 10:30 Viðræðurnar að sigla í strand Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn. Erlent 11.2.2007 09:00 Alþjóðalög vernda engan Rússlandsforseti segir ofnotkun Bandaríkjanna á hervaldi stuðla að vopnakapphlaupi. Þjóðir geti ekki treyst alþjóðalögum og reyni því að komast yfir kjarnavopn. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu. Erlent 11.2.2007 06:00 Kona verður rektor Harvard Allt stefnir í að einn virtasti háskóli heims, Harvard í Bandaríkjunum, muni á næstunni skipa konu í embætti rektors í fyrsta skipti í 371 árs sögu skólans. Erlent 11.2.2007 05:00 Obama tilkynnir framboð Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama tilkynnti í gær að hann sæktist eftir að vera forsetaframbjóðandi demókrata í kosningunum 2008. Erlent 11.2.2007 04:45 Mótmæla byggingu á helgireit Palestínsk ungmenni köstuðu grjóti að ísraelskum lögreglumönnum og rútu kanadískra ferðamanna í mótmælaskyni vegna framkvæmda Ísraelsmanna á helgum reit múslima. Erlent 11.2.2007 03:00 Neyddi konur í kynlífsþrælkun 34 ára maður játaði í gær að hafa rekið vændishús í Oklahoma og Texas, þar sem konur voru fluttar nauðugar frá útlöndum til kynlífsþrælkunar. Erlent 11.2.2007 02:00 « ‹ ›
Vill ræða frekar við Írani Javier Solana utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist vilja frekari viðræður við Írani um kjarnorkuáætlun landsins. Fundur utanríkisráðherra Evrópusambandsins hófst í Brussel í morgun og búist er við skiptum skoðunum um hvaða stefnu Evrópusambandið á að taka gagnvart Íran. Erlent 12.2.2007 08:49
Ætlar að breyta fóstureyðingalöggjöf Jose Socrates forsætisráðherra Portúgals segir að fóstureyðingalöggjöf í landinu verði breytt þrátt fyrir að kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið hafi ekki verið bindandi. Erlent 12.2.2007 08:28
Demókratar hvetja til varúðar Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranir eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreinsarhópa. Þeir segja engar öruggar sannanir til staðar um hlutdeild Írana og benda á að ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggja á vafasömum sönnunargögnum. Erlent 12.2.2007 07:23
100 kosningaloforð Segolene Royal frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi lofar hærri lágmarkslaunum og byggingu fjölmargra ódýrra íbúða nái hún kjöri. Royal kynnti stefnuskrá sína í gær, þar sem hún tiltekur 100 kosningaloforð sem flest snúast um að styrkja velferðarkerfi landsins. Erlent 12.2.2007 07:18
Kjarnorkuviðræður sigla í strand Endanlega virðist ætla að sigla í strand í viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Samningamenn segja kröfur Norður-Kóreu um aðstoð í orkumálum óhóflegar en sex ríkja viðræðum lauk í Peking í gær. Erlent 12.2.2007 07:11
Of grannar til að taka þátt Skipuleggjendur stærstu árlegu tískusýningarinnar sem fram fer á Spáni, Pasarela Cibeles, höfnuðu fimm af 69 sýningarstúlkum vegna þess að þær þóttu of grannar til að taka þátt í sýningunni. Erlent 12.2.2007 06:00
Þrjátíu urðu innlyksa Sex létust eftir að hafa andað að sér eitruðum gastegundum þegar hópur vísindamanna og náttúruunnenda varð innlyksa neðanjarðar í Los Silos-göngunum á Tenerife, sem er ein af Kanaríeyjunum, á laugardag. Erlent 12.2.2007 05:45
Sífellt fleiri handteknir Múslimar í Bretlandi eiga í vök að verjast vegna baráttu öryggisstofnana gegn hryðjuverkaógninni. Sífellt fleiri múslimar eru handteknir. Erlent 12.2.2007 04:45
Segir fortíðina vera einkamál Leiðtogi breska Íhaldsflokksins, David Cameron, neitaði í gær að hafna ásökunum um að hann hafi reykt marijúana þegar hann var unglingur og segir að stjórnmálamenn eigi rétt á því að hafa fortíð sína út af fyrir sig. Erlent 12.2.2007 04:00
Segja Írana selja Írökum vopn Bandarískir hershöfðingjar í Írak hafa sýnt bandarískum þingmönnum gögn um að Íranar hafi útvegað íröskum uppreisnarmönnum sprengjur. Þetta fullyrðir öldungadeildarþingmaðurinn Joe Lieberman. Erlent 12.2.2007 04:00
Murkuðu lífið úr gyðingi Dómstóll í Jekaterínburg í Úralfjöllum dæmdi á föstudag fimm unglinga í fangelsi fyrir að berja tvítugan gyðing, draga hann inn í kirkjugarð og reka hann þar á hol með málmkrossi. Erlent 12.2.2007 03:30
Túrkmenar kjósa forseta Forsetakosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og í fyrsta skipti gátu kjósendur valið á milli frambjóðenda síðan landið fékk sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna. Erlent 12.2.2007 03:15
Grýttu tvær konur til dauða Þrjár ítalskar konur urðu fyrir hrottalegri líkamsárás á Grænhöfðaeyjum undan vestur-strönd Afríku á laugardag. Ein þeirra komst lífs af og hefur gefið lögreglunni skýrslu. Erlent 12.2.2007 01:15
Slagsmál vegna gleraugnasvika Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum. Erlent 11.2.2007 19:00
Segja Írana kynda undir ófriðnum Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té. Erlent 11.2.2007 18:45
Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. Erlent 11.2.2007 18:30
Royal kynnir stefnuskránna Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. Erlent 11.2.2007 17:31
Þyrla skotin niður í Írak Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. Erlent 11.2.2007 13:57
Cameron í kannabisneyslu Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. Erlent 11.2.2007 13:00
Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út. Erlent 11.2.2007 12:00
Berdymukhamedov sigurstranglegastur Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena. Erlent 11.2.2007 11:45
Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. Erlent 11.2.2007 11:15
Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. Erlent 11.2.2007 10:45
Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. Erlent 11.2.2007 10:30
Viðræðurnar að sigla í strand Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn. Erlent 11.2.2007 09:00
Alþjóðalög vernda engan Rússlandsforseti segir ofnotkun Bandaríkjanna á hervaldi stuðla að vopnakapphlaupi. Þjóðir geti ekki treyst alþjóðalögum og reyni því að komast yfir kjarnavopn. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu. Erlent 11.2.2007 06:00
Kona verður rektor Harvard Allt stefnir í að einn virtasti háskóli heims, Harvard í Bandaríkjunum, muni á næstunni skipa konu í embætti rektors í fyrsta skipti í 371 árs sögu skólans. Erlent 11.2.2007 05:00
Obama tilkynnir framboð Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama tilkynnti í gær að hann sæktist eftir að vera forsetaframbjóðandi demókrata í kosningunum 2008. Erlent 11.2.2007 04:45
Mótmæla byggingu á helgireit Palestínsk ungmenni köstuðu grjóti að ísraelskum lögreglumönnum og rútu kanadískra ferðamanna í mótmælaskyni vegna framkvæmda Ísraelsmanna á helgum reit múslima. Erlent 11.2.2007 03:00
Neyddi konur í kynlífsþrælkun 34 ára maður játaði í gær að hafa rekið vændishús í Oklahoma og Texas, þar sem konur voru fluttar nauðugar frá útlöndum til kynlífsþrælkunar. Erlent 11.2.2007 02:00