Erlent

Vill ræða frekar við Írani

Javier Solana utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist vilja frekari viðræður við Írani um kjarnorkuáætlun landsins. Fundur utanríkisráðherra Evrópusambandsins hófst í Brussel í morgun og búist er við skiptum skoðunum um hvaða stefnu Evrópusambandið á að taka gagnvart Íran.

Erlent

Ætlar að breyta fóstureyðingalöggjöf

Jose Socrates forsætisráðherra Portúgals segir að fóstureyðingalöggjöf í landinu verði breytt þrátt fyrir að kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið hafi ekki verið bindandi.

Erlent

Demókratar hvetja til varúðar

Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranir eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreinsarhópa. Þeir segja engar öruggar sannanir til staðar um hlutdeild Írana og benda á að ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggja á vafasömum sönnunargögnum.

Erlent

100 kosningaloforð

Segolene Royal frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi lofar hærri lágmarkslaunum og byggingu fjölmargra ódýrra íbúða nái hún kjöri. Royal kynnti stefnuskrá sína í gær, þar sem hún tiltekur 100 kosningaloforð sem flest snúast um að styrkja velferðarkerfi landsins.

Erlent

Kjarnorkuviðræður sigla í strand

Endanlega virðist ætla að sigla í strand í viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Samningamenn segja kröfur Norður-Kóreu um aðstoð í orkumálum óhóflegar en sex ríkja viðræðum lauk í Peking í gær.

Erlent

Of grannar til að taka þátt

Skipuleggjendur stærstu árlegu tískusýningarinnar sem fram fer á Spáni, Pasarela Cibeles, höfnuðu fimm af 69 sýningarstúlkum vegna þess að þær þóttu of grannar til að taka þátt í sýningunni.

Erlent

Þrjátíu urðu innlyksa

Sex létust eftir að hafa andað að sér eitruðum gastegundum þegar hópur vísindamanna og náttúruunnenda varð innlyksa neðanjarðar í Los Silos-göngunum á Tenerife, sem er ein af Kanaríeyjunum, á laugardag.

Erlent

Sífellt fleiri handteknir

Múslimar í Bretlandi eiga í vök að verjast vegna baráttu öryggisstofnana gegn hryðjuverkaógninni. Sífellt fleiri múslimar eru handteknir.

Erlent

Segir fortíðina vera einkamál

Leiðtogi breska Íhaldsflokksins, David Cameron, neitaði í gær að hafna ásökunum um að hann hafi reykt marijúana þegar hann var unglingur og segir að stjórnmálamenn eigi rétt á því að hafa fortíð sína út af fyrir sig.

Erlent

Segja Írana selja Írökum vopn

Bandarískir hershöfðingjar í Írak hafa sýnt bandarískum þingmönnum gögn um að Íranar hafi útvegað íröskum uppreisnarmönnum sprengjur. Þetta fullyrðir öldungadeildarþingmaðurinn Joe Lieberman.

Erlent

Murkuðu lífið úr gyðingi

Dómstóll í Jekaterínburg í Úralfjöllum dæmdi á föstudag fimm unglinga í fangelsi fyrir að berja tvítugan gyðing, draga hann inn í kirkjugarð og reka hann þar á hol með málmkrossi.

Erlent

Túrkmenar kjósa forseta

Forsetakosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og í fyrsta skipti gátu kjósendur valið á milli frambjóðenda síðan landið fékk sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna.

Erlent

Grýttu tvær konur til dauða

Þrjár ítalskar konur urðu fyrir hrottalegri líkamsárás á Grænhöfðaeyjum undan vestur-strönd Afríku á laugardag. Ein þeirra komst lífs af og hefur gefið lögreglunni skýrslu.

Erlent

Slagsmál vegna gleraugnasvika

Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum.

Erlent

Segja Írana kynda undir ófriðnum

Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té.

Erlent

Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni.

Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs.

Erlent

Royal kynnir stefnuskránna

Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi.

Erlent

Þyrla skotin niður í Írak

Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu.

Erlent

Cameron í kannabisneyslu

Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag.

Erlent

Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út.

Erlent

Berdymukhamedov sigurstranglegastur

Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena.

Erlent

Ætla að halda úranauðgun áfram

Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun.

Erlent

Kosið um fóstureyðingar

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt.

Erlent

Viðræðurnar að sigla í strand

Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn.

Erlent

Alþjóðalög vernda engan

Rússlandsforseti segir ofnotkun Bandaríkjanna á hervaldi stuðla að vopnakapphlaupi. Þjóðir geti ekki treyst alþjóðalögum og reyni því að komast yfir kjarnavopn. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu.

Erlent

Kona verður rektor Harvard

Allt stefnir í að einn virtasti háskóli heims, Harvard í Bandaríkjunum, muni á næstunni skipa konu í embætti rektors í fyrsta skipti í 371 árs sögu skólans.

Erlent

Obama tilkynnir framboð

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama tilkynnti í gær að hann sæktist eftir að vera forsetaframbjóðandi demókrata í kosningunum 2008.

Erlent

Mótmæla byggingu á helgireit

Palestínsk ungmenni köstuðu grjóti að ísraelskum lögreglumönnum og rútu kanadískra ferðamanna í mótmælaskyni vegna framkvæmda Ísraelsmanna á helgum reit múslima.

Erlent

Neyddi konur í kynlífsþrælkun

34 ára maður játaði í gær að hafa rekið vændishús í Oklahoma og Texas, þar sem konur voru fluttar nauðugar frá útlöndum til kynlífsþrælkunar.

Erlent