Erlent Byssumaður banaði fimm Byssumaður skaut fimm manns til bana í verslanamiðstöð í Utah-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hann féll svo sjálfur, en ekki er vitað enn hvort það var fyrir eigin hendi eða byssukúlum lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann. Erlent 13.2.2007 07:19 Hörð átök um hvalveiðar Sea Shepherd-liðar sigldu í gær á japanskt hvalveiðiskip og sköðuðu það svo illa að það þurfti að halda til hafnar. Stjórnvöld í Japan segja Sea Shepherd stunda hryðjuverk. Erlent 13.2.2007 06:58 Tölva sem byggir á skammtafræði afhjúpuð á morgun Kanadíska fyrirtækið D-Wave hefur greint frá því að á morgun muni það sýna fyrstu tölvuna sem byggir á skammtafræði. Tölvur í dag byggjast upp á því að í örgjörvum þeirra eru send merki sem annað hvort tákna 1 eða 0. Tölvur sem byggja á lögmálum skammtafræði senda hins vegar merki sem geta verið 1 og 0 á sama tíma. Það gerir tölvunni kleift að sjá um allt að 64 þúsund útreikninga í einu sem er margfalt meira en tölvur gera í dag. Erlent 12.2.2007 23:44 FBI týndi 160 fartölvum 160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn. Erlent 12.2.2007 22:58 Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hringdi í dag í leiðtoga Ísraela, Palestínu og Sádi-Arabíu til þess að hvetja alla aðila að sættast á þjóðstjórn Palestínu og viðurkenna Ísrael. Ban lýsti líka áhyggjum sínum yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem en ísraelsk yfirvöld eru nú að vinna að endurbótum á svæðinu. Erlent 12.2.2007 22:13 Grunur um að al-Kaída hafi verið að verki Tvær sprengingar urðu í dag við herstöð Bandaríkjamanna rétt fyrir utan Tókíó í Japan. Enginn meiddist í þeim en þeir sem rannsaka málið líta svo á að um hugsanlega hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Erlent 12.2.2007 21:51 Haniyeh biður alþjóðasamfélagið um stuðning Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í dag að Bandaríkin og önnur lönd sem eru að reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum ættu að hefja aðstoð við Palestínu að nýju. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að styðja við bakið á hinni nýmynduðu þjóðstjórn og virða þannig vilja palestínsku þjóðarinnar. Erlent 12.2.2007 21:00 Herlögum lýst yfir í Gíneu Forseti Gíneu, Lansana Conte, lýsti yfir herlögum í landinu í dag til þess að reyna að binda endi á þá ofbeldisöldu sem hefur heltekið landið undanfarna daga. Stéttarfélög hafa staðið fyrir mótmælum gegn Conte í tæpan mánuð. Erlent 12.2.2007 20:30 Sexveldin ná bráðabirgðasamningum Sexveldin svokölluðu komust að bráðabirgðasamkomulagi nú í kvöld. Þeim tókst að leysa helstu ágreiningsefni samningsins og lítur nú út fyrir að Norður-Kórea fari brátt að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Norður-Kórea og Bandaríkin höfðu deilt um hversu mikla orkuaðstoð Norður-Kórea fengi í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Erlent 12.2.2007 20:15 Svartbjörn fastur upp í tré Það er ekki oft sem nærri 200 kílóa birnir festast upp í trjám, en það gerðist í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lögreglu brá heldur en ekki í brún þegar tilkynning barst um að svartbjörn sæti fastur í rúmlega 15 metra hæð. Fjölmargir íbúar söfnuðust saman undir trénu til að fylgjast með. Erlent 12.2.2007 19:30 Írak: Mikið mannfall í sprengjuárásum Minnst 80 týndu lífi og 150 særðust í þremur sprengjuárásum í miðborg Bagdad í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar um leið og Írakar minntust þess að í dag er ár frá árásum á guðshús sjía-múslima í hinni helgu borg Samarra. Árásin þá varð kveikjan að blóðugum átökum trúarbrota í landinu sem engan enda virðast ætla að taka og hafa kostað þúsundir mannslífa í hverjum mánuði. Erlent 12.2.2007 19:15 Þýskur hryðjuverkamaður fær reynslulausn Þýskur dómstóll hefur ákveðið að láta Birgitte Mohnhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, lausa úr fangelsi þar sem hún hefur mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Ákvörðunin hefur þegar vakið deilur enda var Monhaupt á sínum tíma lýst sem hættulegustu konu Þýskalands. Erlent 12.2.2007 19:00 Samið við áhöfn Castor Star Samningar hafa tekist á milli áhafnar og eigenda flutningaskipsins Castor Star, sem hefur legið við bryggju á Grundartanga síðan á miðvikudaginn. Skipverjar fá laun sem þeir eiga inni og nýja samninga sem tvöfalda kjör þeirra. Erlent 12.2.2007 18:45 Páfinn gagnrýnir nútímavæðingu samfélagsins Páfinn hefur gagnrýndi í dag lög sem hann sagði ógna fjölskyldunni og samfélaginu. Þar átti hann við lög um fóstureyðingar og líknarmorð. „Engin mannleg lög geta komið í stað þeirra sem skaparinn skrifaði án þess að samfélagið verði valt á fótum sínum.“ sagði Benedikt páfi á ráðstefnu um náttúrulög, eða lög guðs. Kaþólska kirkjan telur þau vera bindandi. Erlent 12.2.2007 18:15 Intel með nýjan ofurörgjörva Örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti í dag að þeir hefðu náð að smíða örgjörva með 80 kjörnum. Örgjörvinn getur framkvæmt svokallað Teraflop, en það er að reikna trilljón skipanir á sekúndu. Þetta er langhraðasti örgjörvi sem hefur verið smíðaður. Erlent 12.2.2007 18:00 Kosningar í Túrkmenistan fóru vel fram Kosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og virðist sem þær hafi farið vel fram. Þó vantaði mikið upp á, samkvæmt vestrænum stöðlum, til þess að þær gætu talist frjálsar. Búist er við því að Kurbanguly Berdymukhamedov beri sigur úr býtum. Hann hefur verið forseti til bráðabirgða frá láti Saparmurat Niyazov, fyrrum einræðisherra landsins. Erlent 12.2.2007 18:00 Flóðin ekki haft áhrif á starfsemi ÞSSÍ Um eitt hundrað manns hafa farist í flóðum í Mósambík á síðustu dögum en hermenn og hjálparstarfsmenn á þyrlum og bátum hafa flutt á brott um sextíu þúsund íbúa. Flóðin hafa enn sem komið er ekki haft nein áhrif á verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, að sögn Jóhanns Pálssonar umdæmisstjóra ÞSSÍ í Mapútó. Erlent 12.2.2007 17:45 Væn verðbólga Verðbólga á ársgrundvelli í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1.593,6 prósent og er landið í raun gjaldþrota. Stjórnarstefnu Roberts Mugabes, forseta, er kennt um þessa skelfilegu stöðu, en hann hefur meðal annars rekið hvíta bændur af jörðum sínum og fengið þær svörtum skæruliðum sem ekkert kunna til verka. Erlent 12.2.2007 15:20 Íranar neita vopnasmygli Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, neitaði því í dag að Íranar sæju bardagasveitum í Írak fyrir fullkomnum vopnum. Hann sagði jafnframt að friður myndi ekki komast á í Írak, fyrr en bandarískar og aðrar erlendar hersveitir færu þaðan. Erlent 12.2.2007 15:07 Baader-Meinhof -miskunnarlausir morðingjar Birgitte Monhaupt, sem brátt verður látin laus í Þýskalandi, tilheyrði einum grimmustu hryðjuverkasamtökum sem stofnuð hafa verið í Evrópu. Rauði herinn, sem einnig var kallaður Baader-Meinhof gengið framdi illvirki sín á árunum 1970-1991. Á þeim árum frömdu samtökin 34 morð. Oft myrtu þau fólk sem hafði verið haldið í gíslingu mánuðum saman. Erlent 12.2.2007 14:38 LG-flatskjáir með innbyggðum hörðum disk LG setur brátt á markað sjónvörp með innbyggðum 160 GB hörðum disk. Sjónvarpið getur þá tekið upp all a þættina sem þú missir af. Kassettutækið fæddist og dó, vídeótækið fæddist og dó, og nú er farið að síga á seinni hlutann hjá DVD-spilurunum. Erlent 12.2.2007 14:20 Íhuga að slíta tengsl við Abbas Ísraelar eru að íhuga að slíta öll tengsl við Mahmoud Abbas, hinn hófsama forseta Palestínumanna, ef nýmynduð þjóðstjórn verður ekki við alþjóðlegum kröfum um að ríkisstjórn Palestínumanna viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og afneiti ofbeldi. Erlent 12.2.2007 14:11 Tölvuleikir bæta sjón Hraðir tölvuleikir, þar sem mikið er um að vera, bæta sjón spilara um allt að 20 prósent. Loksins geta tölvuleikjaunnendur lagt „tölvuleikir bæta samhæfingu handa og augna“-afsökunina á hilluna og byrjað að dásama áhrif þeirra á sjónina. Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York-ríki hafa nefnilega komist að því að það að spila tölvuleiki getur haft jákvæð áhrif á sjónina. Erlent 12.2.2007 13:59 Frumgerð flugbíls Terrafugia hefur sótt um einkaleyfi á fyrsta fjöldaframleidda flugbíl veraldar. Terrafugia var stofnað af nemendum Tækniskólans í Massachusetts og síðar gert að fyrirtæki. Hið eina sem fyrirtækinu er ætlað að framleiða er flugbíllinn Transition, sem er í raun flugvél með samanbrjótanlegum vængjum. Erlent 12.2.2007 13:44 Írak: Sprengjuárásir kostuðu minnst 80 manns lífið Talið er að minnst 80 hafi týnt lífi og 150 særst í þremur sprengingum á markaði í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ár er liðið í dag frá sprengjuárás á guðshús sjía-múslima í borginni Samarra. Erlent 12.2.2007 12:45 400 flóttamenn handteknir Nær 400 flóttamenn voru í morgun handteknir í Máritaníu en þeir voru á leið með fragtskipi til Kanaríeyja. Flóttamennirnir eru nú í haldi spænsku lögreglunnar. Fólkið er ýmist frá Afríku eða Asíu. Lögregla í Máritaníu og á Spáni samræmdu aðgerðir og stöðvuðu skipið á leið þess norður eftir vesturströnd Afríku. Erlent 12.2.2007 12:45 Varaforseti Saddam verður hengdur Hæstiréttur í Írak dæmdi í dag Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseta Saddam Hussein, til dauða. Hann verður að líkindum hengdur fyrir lok mánaðarins. Ramadan var í nóvember dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Dujail sem Saddam var dæmdur til dauða fyrir en eftir áfrýjun var ákveðið að hann skildi líka hengdur. Erlent 12.2.2007 12:43 Fóstureyðingarlöggjöf verður breytt í Portúgal Fóstureyðingarlöggjöf í Portúgal verður breytt þrátt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla í gær um breytingar á henni hafi ekki verið bindandi. Núgildandi löggjöf hefur verið sú strangasta í Evrópu. Erlent 12.2.2007 12:30 Demókratar vara Bush við Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. Erlent 12.2.2007 12:15 Ekkert lát á óöld Minnst 59 fórust í tveimur bílsprengjuárásum á Shorja-markaðinn í Bagdad í morgun. Lögregla segir 150 til viðbótar hafa særst. Annars staðar í borginni fórust minnst fimm í annari bílsprengjuárás í morgun. Í gær fórust 30 í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tikrit, þar af 21 lögreglumaður. Erlent 12.2.2007 11:07 « ‹ ›
Byssumaður banaði fimm Byssumaður skaut fimm manns til bana í verslanamiðstöð í Utah-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hann féll svo sjálfur, en ekki er vitað enn hvort það var fyrir eigin hendi eða byssukúlum lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann. Erlent 13.2.2007 07:19
Hörð átök um hvalveiðar Sea Shepherd-liðar sigldu í gær á japanskt hvalveiðiskip og sköðuðu það svo illa að það þurfti að halda til hafnar. Stjórnvöld í Japan segja Sea Shepherd stunda hryðjuverk. Erlent 13.2.2007 06:58
Tölva sem byggir á skammtafræði afhjúpuð á morgun Kanadíska fyrirtækið D-Wave hefur greint frá því að á morgun muni það sýna fyrstu tölvuna sem byggir á skammtafræði. Tölvur í dag byggjast upp á því að í örgjörvum þeirra eru send merki sem annað hvort tákna 1 eða 0. Tölvur sem byggja á lögmálum skammtafræði senda hins vegar merki sem geta verið 1 og 0 á sama tíma. Það gerir tölvunni kleift að sjá um allt að 64 þúsund útreikninga í einu sem er margfalt meira en tölvur gera í dag. Erlent 12.2.2007 23:44
FBI týndi 160 fartölvum 160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn. Erlent 12.2.2007 22:58
Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hringdi í dag í leiðtoga Ísraela, Palestínu og Sádi-Arabíu til þess að hvetja alla aðila að sættast á þjóðstjórn Palestínu og viðurkenna Ísrael. Ban lýsti líka áhyggjum sínum yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem en ísraelsk yfirvöld eru nú að vinna að endurbótum á svæðinu. Erlent 12.2.2007 22:13
Grunur um að al-Kaída hafi verið að verki Tvær sprengingar urðu í dag við herstöð Bandaríkjamanna rétt fyrir utan Tókíó í Japan. Enginn meiddist í þeim en þeir sem rannsaka málið líta svo á að um hugsanlega hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Erlent 12.2.2007 21:51
Haniyeh biður alþjóðasamfélagið um stuðning Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í dag að Bandaríkin og önnur lönd sem eru að reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum ættu að hefja aðstoð við Palestínu að nýju. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að styðja við bakið á hinni nýmynduðu þjóðstjórn og virða þannig vilja palestínsku þjóðarinnar. Erlent 12.2.2007 21:00
Herlögum lýst yfir í Gíneu Forseti Gíneu, Lansana Conte, lýsti yfir herlögum í landinu í dag til þess að reyna að binda endi á þá ofbeldisöldu sem hefur heltekið landið undanfarna daga. Stéttarfélög hafa staðið fyrir mótmælum gegn Conte í tæpan mánuð. Erlent 12.2.2007 20:30
Sexveldin ná bráðabirgðasamningum Sexveldin svokölluðu komust að bráðabirgðasamkomulagi nú í kvöld. Þeim tókst að leysa helstu ágreiningsefni samningsins og lítur nú út fyrir að Norður-Kórea fari brátt að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Norður-Kórea og Bandaríkin höfðu deilt um hversu mikla orkuaðstoð Norður-Kórea fengi í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Erlent 12.2.2007 20:15
Svartbjörn fastur upp í tré Það er ekki oft sem nærri 200 kílóa birnir festast upp í trjám, en það gerðist í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lögreglu brá heldur en ekki í brún þegar tilkynning barst um að svartbjörn sæti fastur í rúmlega 15 metra hæð. Fjölmargir íbúar söfnuðust saman undir trénu til að fylgjast með. Erlent 12.2.2007 19:30
Írak: Mikið mannfall í sprengjuárásum Minnst 80 týndu lífi og 150 særðust í þremur sprengjuárásum í miðborg Bagdad í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar um leið og Írakar minntust þess að í dag er ár frá árásum á guðshús sjía-múslima í hinni helgu borg Samarra. Árásin þá varð kveikjan að blóðugum átökum trúarbrota í landinu sem engan enda virðast ætla að taka og hafa kostað þúsundir mannslífa í hverjum mánuði. Erlent 12.2.2007 19:15
Þýskur hryðjuverkamaður fær reynslulausn Þýskur dómstóll hefur ákveðið að láta Birgitte Mohnhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, lausa úr fangelsi þar sem hún hefur mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Ákvörðunin hefur þegar vakið deilur enda var Monhaupt á sínum tíma lýst sem hættulegustu konu Þýskalands. Erlent 12.2.2007 19:00
Samið við áhöfn Castor Star Samningar hafa tekist á milli áhafnar og eigenda flutningaskipsins Castor Star, sem hefur legið við bryggju á Grundartanga síðan á miðvikudaginn. Skipverjar fá laun sem þeir eiga inni og nýja samninga sem tvöfalda kjör þeirra. Erlent 12.2.2007 18:45
Páfinn gagnrýnir nútímavæðingu samfélagsins Páfinn hefur gagnrýndi í dag lög sem hann sagði ógna fjölskyldunni og samfélaginu. Þar átti hann við lög um fóstureyðingar og líknarmorð. „Engin mannleg lög geta komið í stað þeirra sem skaparinn skrifaði án þess að samfélagið verði valt á fótum sínum.“ sagði Benedikt páfi á ráðstefnu um náttúrulög, eða lög guðs. Kaþólska kirkjan telur þau vera bindandi. Erlent 12.2.2007 18:15
Intel með nýjan ofurörgjörva Örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti í dag að þeir hefðu náð að smíða örgjörva með 80 kjörnum. Örgjörvinn getur framkvæmt svokallað Teraflop, en það er að reikna trilljón skipanir á sekúndu. Þetta er langhraðasti örgjörvi sem hefur verið smíðaður. Erlent 12.2.2007 18:00
Kosningar í Túrkmenistan fóru vel fram Kosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og virðist sem þær hafi farið vel fram. Þó vantaði mikið upp á, samkvæmt vestrænum stöðlum, til þess að þær gætu talist frjálsar. Búist er við því að Kurbanguly Berdymukhamedov beri sigur úr býtum. Hann hefur verið forseti til bráðabirgða frá láti Saparmurat Niyazov, fyrrum einræðisherra landsins. Erlent 12.2.2007 18:00
Flóðin ekki haft áhrif á starfsemi ÞSSÍ Um eitt hundrað manns hafa farist í flóðum í Mósambík á síðustu dögum en hermenn og hjálparstarfsmenn á þyrlum og bátum hafa flutt á brott um sextíu þúsund íbúa. Flóðin hafa enn sem komið er ekki haft nein áhrif á verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, að sögn Jóhanns Pálssonar umdæmisstjóra ÞSSÍ í Mapútó. Erlent 12.2.2007 17:45
Væn verðbólga Verðbólga á ársgrundvelli í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1.593,6 prósent og er landið í raun gjaldþrota. Stjórnarstefnu Roberts Mugabes, forseta, er kennt um þessa skelfilegu stöðu, en hann hefur meðal annars rekið hvíta bændur af jörðum sínum og fengið þær svörtum skæruliðum sem ekkert kunna til verka. Erlent 12.2.2007 15:20
Íranar neita vopnasmygli Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, neitaði því í dag að Íranar sæju bardagasveitum í Írak fyrir fullkomnum vopnum. Hann sagði jafnframt að friður myndi ekki komast á í Írak, fyrr en bandarískar og aðrar erlendar hersveitir færu þaðan. Erlent 12.2.2007 15:07
Baader-Meinhof -miskunnarlausir morðingjar Birgitte Monhaupt, sem brátt verður látin laus í Þýskalandi, tilheyrði einum grimmustu hryðjuverkasamtökum sem stofnuð hafa verið í Evrópu. Rauði herinn, sem einnig var kallaður Baader-Meinhof gengið framdi illvirki sín á árunum 1970-1991. Á þeim árum frömdu samtökin 34 morð. Oft myrtu þau fólk sem hafði verið haldið í gíslingu mánuðum saman. Erlent 12.2.2007 14:38
LG-flatskjáir með innbyggðum hörðum disk LG setur brátt á markað sjónvörp með innbyggðum 160 GB hörðum disk. Sjónvarpið getur þá tekið upp all a þættina sem þú missir af. Kassettutækið fæddist og dó, vídeótækið fæddist og dó, og nú er farið að síga á seinni hlutann hjá DVD-spilurunum. Erlent 12.2.2007 14:20
Íhuga að slíta tengsl við Abbas Ísraelar eru að íhuga að slíta öll tengsl við Mahmoud Abbas, hinn hófsama forseta Palestínumanna, ef nýmynduð þjóðstjórn verður ekki við alþjóðlegum kröfum um að ríkisstjórn Palestínumanna viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og afneiti ofbeldi. Erlent 12.2.2007 14:11
Tölvuleikir bæta sjón Hraðir tölvuleikir, þar sem mikið er um að vera, bæta sjón spilara um allt að 20 prósent. Loksins geta tölvuleikjaunnendur lagt „tölvuleikir bæta samhæfingu handa og augna“-afsökunina á hilluna og byrjað að dásama áhrif þeirra á sjónina. Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York-ríki hafa nefnilega komist að því að það að spila tölvuleiki getur haft jákvæð áhrif á sjónina. Erlent 12.2.2007 13:59
Frumgerð flugbíls Terrafugia hefur sótt um einkaleyfi á fyrsta fjöldaframleidda flugbíl veraldar. Terrafugia var stofnað af nemendum Tækniskólans í Massachusetts og síðar gert að fyrirtæki. Hið eina sem fyrirtækinu er ætlað að framleiða er flugbíllinn Transition, sem er í raun flugvél með samanbrjótanlegum vængjum. Erlent 12.2.2007 13:44
Írak: Sprengjuárásir kostuðu minnst 80 manns lífið Talið er að minnst 80 hafi týnt lífi og 150 særst í þremur sprengingum á markaði í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ár er liðið í dag frá sprengjuárás á guðshús sjía-múslima í borginni Samarra. Erlent 12.2.2007 12:45
400 flóttamenn handteknir Nær 400 flóttamenn voru í morgun handteknir í Máritaníu en þeir voru á leið með fragtskipi til Kanaríeyja. Flóttamennirnir eru nú í haldi spænsku lögreglunnar. Fólkið er ýmist frá Afríku eða Asíu. Lögregla í Máritaníu og á Spáni samræmdu aðgerðir og stöðvuðu skipið á leið þess norður eftir vesturströnd Afríku. Erlent 12.2.2007 12:45
Varaforseti Saddam verður hengdur Hæstiréttur í Írak dæmdi í dag Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseta Saddam Hussein, til dauða. Hann verður að líkindum hengdur fyrir lok mánaðarins. Ramadan var í nóvember dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Dujail sem Saddam var dæmdur til dauða fyrir en eftir áfrýjun var ákveðið að hann skildi líka hengdur. Erlent 12.2.2007 12:43
Fóstureyðingarlöggjöf verður breytt í Portúgal Fóstureyðingarlöggjöf í Portúgal verður breytt þrátt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla í gær um breytingar á henni hafi ekki verið bindandi. Núgildandi löggjöf hefur verið sú strangasta í Evrópu. Erlent 12.2.2007 12:30
Demókratar vara Bush við Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. Erlent 12.2.2007 12:15
Ekkert lát á óöld Minnst 59 fórust í tveimur bílsprengjuárásum á Shorja-markaðinn í Bagdad í morgun. Lögregla segir 150 til viðbótar hafa særst. Annars staðar í borginni fórust minnst fimm í annari bílsprengjuárás í morgun. Í gær fórust 30 í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tikrit, þar af 21 lögreglumaður. Erlent 12.2.2007 11:07