Erlent Tíu láta lífið í skjálftum Snarpur eftirskjálfti olli manntjóni og eyðileggingu á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið og fleiri en fimmtíu slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig. Erlent 13.9.2007 19:14 Ísland í tísku hjá breskum háskólanemum Á þriðja tug manna skrá sig í íslenskunám við háskólann í Leeds í Bretlandi á hverju ári. Yfirmenn háskólans telja að þeim muni fjölga í ár af því að Ísland sé komið í tísku. Erlent 13.9.2007 19:12 Sökktu norskum hvalbáti til að fagna hvalveiðistoppi á Íslandi Samtök hvalveiðiandstæðinga í Bandaríkjunum segjast hafa sökkt hvalbáti í Norður-Noregi í fagnaðarskyni yfir ákvörðun Íslands að hætta hvalveiðum. Erlent 13.9.2007 19:04 Tíu prósent ungra í Danmörku smituð af klamidíu Tíu prósent ungra Dana eru með klamidíu, og fjörtíu prósent þeirra nota ekki smokka, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Danmörku. Þau hafa nú hafið herferð til að draga úr útbreiðslu kynsjúkdóma, en fleiri en 50 þúsund smitast af kynsjúkdómum á ári hverju í Danmörku. Erlent 13.9.2007 18:51 15 látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan Að minnsta kosti fimmtán pakistanskir hermenn létust og 11 særðust þegar þegar öflug sprengja sprakk í byggingu hersins í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Islamabad. Sjálfsvígsárásarmaður gekk inn í mötuneyti hersins þar sem fjöldi hermanna snæddi kvöldmat og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 13.9.2007 18:21 Ný fljóðbylgjuviðvörun í Indónesíu Veðurstofa Indónesíu tilkynnti gaf fyrir stundu út nýja flóðbylgjuviðvörum í kjölfar þess að enn einn öflugur jarðskjálftinn reið yfir eyjuna Súmötru. Stofnunin sagði að skjálftinn hafi orðið á aðeins tíu kílómetra dýpi og verið 6,8 á Richter skala. Fjöldi eftirskjálfta hefur orðið í Indónesíu eftir að gríðaröflugur skjálfti, 8.4 á Richter reið yfir í gær. Tíu létust og fjöldi særðist í skjálftanum, sem fannst í fjórum löndum. Erlent 13.9.2007 17:08 Sökktu hvalveiðibát til að halda upp á að Íslendingar hafi hætt veiðum ,,Að kvöldi 30. ágúst ákváðum við að halda upp á það að íslendingar hafi hætt hvalveiðum í atvinnuskyni með því að fjarlægja stóran hluti kælirörs í vélarrúmi norska hvalveiðibátsins Willassen Senior" Þetta sögðu samtök sem kalla sig Agenda 21 á heimasíðu tímaritsins ,,Bite Back" í fyrradag. Erlent 13.9.2007 16:44 Þáttastjóri gladdist yfir árásinni á Bandaríkin Þáttastjórnandi við danska ríkissjónvarpið hefur valdið nokkru uppnámi með því að viðurkenna að hann hefði glaðst yfir hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Ganrýnendur ríkissjónvarpsins segja að þetta sé enn eitt dæmið um að þar ráði rauði liturinn ríkjum. Fleiri starfsmenn sjónvarpsins þykja hafa sýnt sinn rétta lit á undanförnum mánuðum. Erlent 13.9.2007 16:20 Augun lesa til skiptis Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bókstaf orðs í einu, en breskir vísindamenn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf. Erlent 13.9.2007 15:36 Pastalaus dagur á Ítalíu Það verður ekkert pasta á borðum Ítala í kvöld fari þeir eftir tilmælum neytendasamtaka í landinu. Samtökin biðja þjóðina að kaupa ekkert pasta í sólarhring til að mótmæla því sem þau kalla óútskýranlegar verðhækkanir á vörum úr hveiti. Mótmælendur söfnuðust í dag saman fyrir utan ítalska þingið og kröfust þess að stjórnvöld hjálpi til að leysa vandann. Þá funduðu bænda- og neytendasamtök með yfirvöldum, sem þau vilja að rannsaki pastaiðnaðinn. Erlent 13.9.2007 15:28 Vlad er slyngur Fréttaskýrendur segja að Vladimir Putin forseti Rússlands hafi sýnt mikil klókindi með því að skipa hinn óþekkta Viktor Subkov í embætti forsætisráðherra og opna honum þarmeð leið að forsetaembættinu þegar síðara kjörtímabil Putins rennur út á næsta ári. Rússneskir forsetar mega ekki sitja nema tvö kjörtímabil né bjóða sig fram eftir sjötugt. Zubkov verður orðinn sjötugur árið 2012 þegar aftur verður kosið til forseta. Það verður þá opin leið fyrir Putin að bjóða sig fram aftur. Erlent 13.9.2007 14:47 Bretar verða að lappa upp á gömul kjarnorkuver Forstjóri bresku Orkustofnunarinnar segir að Bretar verði að halda gömlum kjarnorkuverum sínum gangandi eins lengi og hægt er. Ellegar verði orkuskortur í landinu eftir fimm til sjö ár. Stofnunin er nú að athuga möguleika á að halda tveimur gömlum orkuverum gangandi en ætlunin var að loka þeim árið 2011. Erlent 13.9.2007 14:27 Kommúnisti verður borgarstjóri í bæ í Suður-Noregi Þrátt fyrir mikla hægrisveiflu í norsku sveitastjórnarkosningunum á mánudaginn hafa íbúar í einu þorpi í Suður-Noregi kosið sér kommúnista sem borgarstjóra. Erlent 13.9.2007 13:23 Villepin mætir fyrir rétt í París Dominique de Villepin fyrrum forsætisráðherra Frakklands mætti fyrir rétt í París í dag til að svara spurningum um svokallað Clearstream hneyksli. illepin er grunaður um að hafa reynt að koma höggi á Nicolas Sarkozy núverandi forseta Frakklands, þegar þeir tveir voru keppinautar um forsetaembættið. Erlent 13.9.2007 11:58 Abe fluttur á sjúkrahús á barmi taugaáfalls Shinzo Abe forsætisráðherra Japans var færður á sjúkrahús í morgun, sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Innlögn forsætisráðherra Japans á sjúkrahús gefur vísbendingu um hvílíkur þrýstingur er búinn að vera á manninn undanfarið. Erlent 13.9.2007 11:55 Níu dóu í skjálftum í Indónesíu Harður eftirskjálfti olli mikilli skelfingu í suðaustur-Asíu í dag. Önnur viðvörun um hugsanlega flóðbylgju var gefin út og íbúar nálægt skjálftasvæðinu flúðu í ofboði upp í land. Að minnsta kosti níu manns létu lífið og 49 slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig. Erlent 13.9.2007 11:53 Norski herinn í sparnaðaraðgerðum Norski herinn hefur tilkynnt um að hyggist ekki taka þátt í tveimur heræfingum sem NATO ríki taka þátt í á næstunni vegna sparnaðaraðgerða. Tilkynningin hefur vakið nokkuð umtal í Noregi en ráðstefna á vegum NATO verður haldin í höfuðborginni Osló í næstu viku. Erlent 13.9.2007 08:40 Leit gerð á heimili McCann hjónanna Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag. Erlent 13.9.2007 08:33 Neyðarástand í Paragvæ Stjórnvöld í Paragvæ lýstu í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu eftir mikla elda sem geysað hafa undanfarið. Yfir hundrað þúsund hektarar skóglendis og beitilands hafa orðiið eldinum að bráð. Erlent 13.9.2007 08:05 Olían lækkar lítillega eftir metverð Olíuverð á heimsmörkuðum hefur lækkað nokkuð í morgun eftir að verð á olíu fór í áttatíu dollara á tunnu í fyrsta skipti í sögunni í gær. Verðið lækkaði þó ekki mikið og fylgjast menn grannt með hitabeltisstominum Humberto sem er að myndast í Mexíkóflóa. Erlent 13.9.2007 07:20 Shinzo Abe lagður inn á spítala Fráfarandi forsætisráðherra Japana, Shinzo Abe, var lagður inn á spítala í morgun aðeins sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Læknar segja að hann gangist nú undir meðferð vegna magaverkja sem líklegast eru til komnir vegna álags og ofþreytu. Erlent 13.9.2007 07:14 Putin skipar nýjan forsætisráðherra Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur samþykkt afsökn Mikhail Fradkov forsætisráðherra landsins og skipað Viktor Zubkov í hans stað. Zubkov er tiltölulega óþekktur en hann starfaði sem forstjóri fjármálaeftirlitsins í Rússlandi. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins segir að breytingarnar á ríkisstjórninni sé gerð til að hrista upp fyrir komandi þing- og forsetakosningar. Erlent 12.9.2007 22:17 Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur. Erlent 12.9.2007 18:45 Byrjað að farga nautgripum Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin. Erlent 12.9.2007 18:45 Óttast að fleiri hafi týnt lífi Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir. Erlent 12.9.2007 18:30 Stúlkan segir að fullorðinn maður hafi ráðist á sig Stúlkan sem fannst liggjandi í blóði sínu í Hellerup í úthverfi Kaupmannahafnar í gær sagði við lækna sem meðhöndla hana að fullorðinn maður hafi ráðist á sig. Höfuðkúpa stúlkunnar var brotin á þremur stöðum, en árásarmaðurinn virðist ekki hafa gert tilraun til að misnota hana kynferðislega. Erlent 12.9.2007 15:57 Sjö látnir eftir skjálftann í Indónesíu Minnst sjö eru látnir og hundrað særðir eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyna Súmötru með skömmu millibili fyrr í dag. Sá fyrri var upp á 8,2 á Richter en í kjölfarið kom skjálfti upp á 6,1. Fyrri kjálftans varð vart í að minnsta kosti fjórum löndum, og háhýsi sveifluðust til í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum hans. Erlent 12.9.2007 15:51 Þrír handteknir vegna hryðjuverkahótana Austurrísk lögregla hefur handtekið þrjá í tengslum við hótanir gegn landinu sem birtust í myndbandsbrotum á vefsíðum íslamskra öfgamanna. Ríkissjónvarið ORF sagði að mennirnir tengdust hryðjuverkahópi sem hefði tengsl við Al-Kaída. Í myndböndunum eru Þýskaland og Austurríki hvött til að draga herlið sín heim frá Afganistan og Írak - að öðrum kosti muni hryðjuverkamenn ráðast á löndin Erlent 12.9.2007 15:38 Telja sannanir að finna í dagbók Kate McCann Portúgölsk lögregla vill nú fá aðgang að dagbók Kate McCann, móður Madeleine litlu sem saknað hefur verið frá því í byrjun maí. Breska blaðið Evening Standard segir lögregluna halda að bókin geti varpað ljósi á hvað það var sem raunverulega gerðist kvöldið örlagaríka, þegar stúlkan hvarf frá hótelherbergi fjölskyldunnar í Portúgal. Erlent 12.9.2007 15:18 Þúsund starfsmenn í verkfalli Allt að þúsund starfsmenn Danska ríkisútvarpsins, DR, leggja í dag niður vinnu til að mótmæla uppsögnum hjá fyrirtækinu, að sögn Jótlandspóstsins. Fréttastofa stöðvarinnar reið á vaðið um ellefuleitið í morgun þegar starfsmenn hennar gengu út - sumir hverjir í beinni útsendingu. Alls hefur 141 starfsmanni verið sagt upp hjá DR undanfarnar vikur. Starfsmennirnir komu saman á Íslandsbryggju eftir að þeir gengu út, en þeir munu funda í fyrramálið til að ákveða framhald aðgerðanna. Erlent 12.9.2007 14:52 « ‹ ›
Tíu láta lífið í skjálftum Snarpur eftirskjálfti olli manntjóni og eyðileggingu á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið og fleiri en fimmtíu slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig. Erlent 13.9.2007 19:14
Ísland í tísku hjá breskum háskólanemum Á þriðja tug manna skrá sig í íslenskunám við háskólann í Leeds í Bretlandi á hverju ári. Yfirmenn háskólans telja að þeim muni fjölga í ár af því að Ísland sé komið í tísku. Erlent 13.9.2007 19:12
Sökktu norskum hvalbáti til að fagna hvalveiðistoppi á Íslandi Samtök hvalveiðiandstæðinga í Bandaríkjunum segjast hafa sökkt hvalbáti í Norður-Noregi í fagnaðarskyni yfir ákvörðun Íslands að hætta hvalveiðum. Erlent 13.9.2007 19:04
Tíu prósent ungra í Danmörku smituð af klamidíu Tíu prósent ungra Dana eru með klamidíu, og fjörtíu prósent þeirra nota ekki smokka, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Danmörku. Þau hafa nú hafið herferð til að draga úr útbreiðslu kynsjúkdóma, en fleiri en 50 þúsund smitast af kynsjúkdómum á ári hverju í Danmörku. Erlent 13.9.2007 18:51
15 látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan Að minnsta kosti fimmtán pakistanskir hermenn létust og 11 særðust þegar þegar öflug sprengja sprakk í byggingu hersins í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Islamabad. Sjálfsvígsárásarmaður gekk inn í mötuneyti hersins þar sem fjöldi hermanna snæddi kvöldmat og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 13.9.2007 18:21
Ný fljóðbylgjuviðvörun í Indónesíu Veðurstofa Indónesíu tilkynnti gaf fyrir stundu út nýja flóðbylgjuviðvörum í kjölfar þess að enn einn öflugur jarðskjálftinn reið yfir eyjuna Súmötru. Stofnunin sagði að skjálftinn hafi orðið á aðeins tíu kílómetra dýpi og verið 6,8 á Richter skala. Fjöldi eftirskjálfta hefur orðið í Indónesíu eftir að gríðaröflugur skjálfti, 8.4 á Richter reið yfir í gær. Tíu létust og fjöldi særðist í skjálftanum, sem fannst í fjórum löndum. Erlent 13.9.2007 17:08
Sökktu hvalveiðibát til að halda upp á að Íslendingar hafi hætt veiðum ,,Að kvöldi 30. ágúst ákváðum við að halda upp á það að íslendingar hafi hætt hvalveiðum í atvinnuskyni með því að fjarlægja stóran hluti kælirörs í vélarrúmi norska hvalveiðibátsins Willassen Senior" Þetta sögðu samtök sem kalla sig Agenda 21 á heimasíðu tímaritsins ,,Bite Back" í fyrradag. Erlent 13.9.2007 16:44
Þáttastjóri gladdist yfir árásinni á Bandaríkin Þáttastjórnandi við danska ríkissjónvarpið hefur valdið nokkru uppnámi með því að viðurkenna að hann hefði glaðst yfir hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Ganrýnendur ríkissjónvarpsins segja að þetta sé enn eitt dæmið um að þar ráði rauði liturinn ríkjum. Fleiri starfsmenn sjónvarpsins þykja hafa sýnt sinn rétta lit á undanförnum mánuðum. Erlent 13.9.2007 16:20
Augun lesa til skiptis Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bókstaf orðs í einu, en breskir vísindamenn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf. Erlent 13.9.2007 15:36
Pastalaus dagur á Ítalíu Það verður ekkert pasta á borðum Ítala í kvöld fari þeir eftir tilmælum neytendasamtaka í landinu. Samtökin biðja þjóðina að kaupa ekkert pasta í sólarhring til að mótmæla því sem þau kalla óútskýranlegar verðhækkanir á vörum úr hveiti. Mótmælendur söfnuðust í dag saman fyrir utan ítalska þingið og kröfust þess að stjórnvöld hjálpi til að leysa vandann. Þá funduðu bænda- og neytendasamtök með yfirvöldum, sem þau vilja að rannsaki pastaiðnaðinn. Erlent 13.9.2007 15:28
Vlad er slyngur Fréttaskýrendur segja að Vladimir Putin forseti Rússlands hafi sýnt mikil klókindi með því að skipa hinn óþekkta Viktor Subkov í embætti forsætisráðherra og opna honum þarmeð leið að forsetaembættinu þegar síðara kjörtímabil Putins rennur út á næsta ári. Rússneskir forsetar mega ekki sitja nema tvö kjörtímabil né bjóða sig fram eftir sjötugt. Zubkov verður orðinn sjötugur árið 2012 þegar aftur verður kosið til forseta. Það verður þá opin leið fyrir Putin að bjóða sig fram aftur. Erlent 13.9.2007 14:47
Bretar verða að lappa upp á gömul kjarnorkuver Forstjóri bresku Orkustofnunarinnar segir að Bretar verði að halda gömlum kjarnorkuverum sínum gangandi eins lengi og hægt er. Ellegar verði orkuskortur í landinu eftir fimm til sjö ár. Stofnunin er nú að athuga möguleika á að halda tveimur gömlum orkuverum gangandi en ætlunin var að loka þeim árið 2011. Erlent 13.9.2007 14:27
Kommúnisti verður borgarstjóri í bæ í Suður-Noregi Þrátt fyrir mikla hægrisveiflu í norsku sveitastjórnarkosningunum á mánudaginn hafa íbúar í einu þorpi í Suður-Noregi kosið sér kommúnista sem borgarstjóra. Erlent 13.9.2007 13:23
Villepin mætir fyrir rétt í París Dominique de Villepin fyrrum forsætisráðherra Frakklands mætti fyrir rétt í París í dag til að svara spurningum um svokallað Clearstream hneyksli. illepin er grunaður um að hafa reynt að koma höggi á Nicolas Sarkozy núverandi forseta Frakklands, þegar þeir tveir voru keppinautar um forsetaembættið. Erlent 13.9.2007 11:58
Abe fluttur á sjúkrahús á barmi taugaáfalls Shinzo Abe forsætisráðherra Japans var færður á sjúkrahús í morgun, sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Innlögn forsætisráðherra Japans á sjúkrahús gefur vísbendingu um hvílíkur þrýstingur er búinn að vera á manninn undanfarið. Erlent 13.9.2007 11:55
Níu dóu í skjálftum í Indónesíu Harður eftirskjálfti olli mikilli skelfingu í suðaustur-Asíu í dag. Önnur viðvörun um hugsanlega flóðbylgju var gefin út og íbúar nálægt skjálftasvæðinu flúðu í ofboði upp í land. Að minnsta kosti níu manns létu lífið og 49 slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig. Erlent 13.9.2007 11:53
Norski herinn í sparnaðaraðgerðum Norski herinn hefur tilkynnt um að hyggist ekki taka þátt í tveimur heræfingum sem NATO ríki taka þátt í á næstunni vegna sparnaðaraðgerða. Tilkynningin hefur vakið nokkuð umtal í Noregi en ráðstefna á vegum NATO verður haldin í höfuðborginni Osló í næstu viku. Erlent 13.9.2007 08:40
Leit gerð á heimili McCann hjónanna Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag. Erlent 13.9.2007 08:33
Neyðarástand í Paragvæ Stjórnvöld í Paragvæ lýstu í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu eftir mikla elda sem geysað hafa undanfarið. Yfir hundrað þúsund hektarar skóglendis og beitilands hafa orðiið eldinum að bráð. Erlent 13.9.2007 08:05
Olían lækkar lítillega eftir metverð Olíuverð á heimsmörkuðum hefur lækkað nokkuð í morgun eftir að verð á olíu fór í áttatíu dollara á tunnu í fyrsta skipti í sögunni í gær. Verðið lækkaði þó ekki mikið og fylgjast menn grannt með hitabeltisstominum Humberto sem er að myndast í Mexíkóflóa. Erlent 13.9.2007 07:20
Shinzo Abe lagður inn á spítala Fráfarandi forsætisráðherra Japana, Shinzo Abe, var lagður inn á spítala í morgun aðeins sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Læknar segja að hann gangist nú undir meðferð vegna magaverkja sem líklegast eru til komnir vegna álags og ofþreytu. Erlent 13.9.2007 07:14
Putin skipar nýjan forsætisráðherra Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur samþykkt afsökn Mikhail Fradkov forsætisráðherra landsins og skipað Viktor Zubkov í hans stað. Zubkov er tiltölulega óþekktur en hann starfaði sem forstjóri fjármálaeftirlitsins í Rússlandi. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins segir að breytingarnar á ríkisstjórninni sé gerð til að hrista upp fyrir komandi þing- og forsetakosningar. Erlent 12.9.2007 22:17
Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur. Erlent 12.9.2007 18:45
Byrjað að farga nautgripum Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin. Erlent 12.9.2007 18:45
Óttast að fleiri hafi týnt lífi Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir. Erlent 12.9.2007 18:30
Stúlkan segir að fullorðinn maður hafi ráðist á sig Stúlkan sem fannst liggjandi í blóði sínu í Hellerup í úthverfi Kaupmannahafnar í gær sagði við lækna sem meðhöndla hana að fullorðinn maður hafi ráðist á sig. Höfuðkúpa stúlkunnar var brotin á þremur stöðum, en árásarmaðurinn virðist ekki hafa gert tilraun til að misnota hana kynferðislega. Erlent 12.9.2007 15:57
Sjö látnir eftir skjálftann í Indónesíu Minnst sjö eru látnir og hundrað særðir eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyna Súmötru með skömmu millibili fyrr í dag. Sá fyrri var upp á 8,2 á Richter en í kjölfarið kom skjálfti upp á 6,1. Fyrri kjálftans varð vart í að minnsta kosti fjórum löndum, og háhýsi sveifluðust til í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum hans. Erlent 12.9.2007 15:51
Þrír handteknir vegna hryðjuverkahótana Austurrísk lögregla hefur handtekið þrjá í tengslum við hótanir gegn landinu sem birtust í myndbandsbrotum á vefsíðum íslamskra öfgamanna. Ríkissjónvarið ORF sagði að mennirnir tengdust hryðjuverkahópi sem hefði tengsl við Al-Kaída. Í myndböndunum eru Þýskaland og Austurríki hvött til að draga herlið sín heim frá Afganistan og Írak - að öðrum kosti muni hryðjuverkamenn ráðast á löndin Erlent 12.9.2007 15:38
Telja sannanir að finna í dagbók Kate McCann Portúgölsk lögregla vill nú fá aðgang að dagbók Kate McCann, móður Madeleine litlu sem saknað hefur verið frá því í byrjun maí. Breska blaðið Evening Standard segir lögregluna halda að bókin geti varpað ljósi á hvað það var sem raunverulega gerðist kvöldið örlagaríka, þegar stúlkan hvarf frá hótelherbergi fjölskyldunnar í Portúgal. Erlent 12.9.2007 15:18
Þúsund starfsmenn í verkfalli Allt að þúsund starfsmenn Danska ríkisútvarpsins, DR, leggja í dag niður vinnu til að mótmæla uppsögnum hjá fyrirtækinu, að sögn Jótlandspóstsins. Fréttastofa stöðvarinnar reið á vaðið um ellefuleitið í morgun þegar starfsmenn hennar gengu út - sumir hverjir í beinni útsendingu. Alls hefur 141 starfsmanni verið sagt upp hjá DR undanfarnar vikur. Starfsmennirnir komu saman á Íslandsbryggju eftir að þeir gengu út, en þeir munu funda í fyrramálið til að ákveða framhald aðgerðanna. Erlent 12.9.2007 14:52