Erlent

Zuma tekur fjórðu eiginkonuna

Jacob Zuma, sem nýlega tók við stjórnartaumunum í Suður-Afríska þjóðarráðinu(ANC) gekk í dag að eiga sína fjórðu eiginkonu. Athöfnin var látlaus og fór fram á heimaslóðum Zuma, sem þykir líklegastur til að taka við forsetaembæti landsisn þegar Thabo Mbke lætur af völdum

Erlent

Þjóðverja vísað úr landi

Írönsk yfirvöld hafa vísað þýskum diplómat úr landi. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Það mun, samkvæmt heimildum þýsku fréttastofunnar DPA, vera svar Írana við því þegar írönskum diplómat var vísað úr Þýskalandi í júlí fyrir að hafa reynt að kaupa tæki og tól sem grunur lék á að nota ætti í umdeilda kjarnorkuáætlun Írana.

Erlent

Reiði vegna rusls

Reiðir Napólíbúar hindruðu lestarferðir, köstuðu steinum að lögreglu og veltu bílum í morgun til þess að mótmæla áætlunum borgaryfirvalda um að opna aftur umdeilda sorphauga.

Erlent

Bloggari í haldi vegna skrifa sinna

Yfirvöld í Saudí Arabí neita að láta bloggarann Fouad al-Farhan lausan en hann hefur verið í haldi vegna skrifa sinna í meira en mánuð. Talsmaður innanríkisráðuneytisins í landinu, Mansour al-Turki, hefur staðfest að al-Farhan sé í haldi vegna öryggisástæðna en neitar að gefa upp hverjar þær eru.

Erlent

Íraskur hermaður banaði bandaríkjamönnum

Íraskur hermaður skaut tvo bandaríska hermenn til bana og særði þrjá til viðbótar þann 26 desember síðastliðinn. Íraskur túlkur féll einnig í skotárásinni. Óstaðfestar fréttir hafa borist af þessu atviki undanfarna daga en það var fyrst staðfest af bandrískum yfirvöldum í dag.

Erlent

Zapatero til Líbanon

Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fór í dag í óvænta heimsókn til Suður-Líbanon. Zapatero hyggst þar heimsækja 1100 spænska hermenn sem þjóna með friðargæsluliði Sameinuðu þjóðana á svæðinu. Með Zapatero í för var varnarmálaráðherra landsins. Jose Antonio Alonso.

Erlent

Fjórtán saknað eftir flugslys

Fjórtán er saknað eftir að flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Venesúela seint í gær. Um borð í vélinni voru átta Ítalir, Svisslendingur og fimm Venesúelamenn sem meðal annars skipuðu flugáhöfnina.

Erlent

Brjóstastækkun kostaði hermann starfið

Kvenkyns hermaður í Þýskalandi hefur áfrýjað ákvörðun yfirmanna hennar um að vísa henni úr hernum vegna þess að hún fór í brjóstastækkun. Alessija Dorfmann sagði að það hefði alltaf verið draumur hennar að vera vel vaxinn hermaður, en nú hafi brjóstin af D stærð kostað hana starfið.

Erlent

Mátturinn var með honum

Ellefu ára breskur strákur brást skjótt við þegar maður veittist að móður hans í Swardeston, skammt frá Norwich. Mæðginin voru að koma út úr bakaríi.

Erlent

Mótleikur mauranna

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Erlent

Dakar rallinu aflýst vegna hryðjuverkahættu

Dakar rallinu hefur verið aflýst aðeins sólarhring áður en það átti að hefjast. Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Máritaníu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum keppninnar segir að margt spili þarna inn í.

Erlent

Ferðamannaiðnaður í Kenía hrynur

Ferðamannaiðnaðurinn í Kenía sem er afar ábatasöm tekjulind í landinu hefur orðið fyrir miklum skaða vegna óeirðanna sem nú geisa. Ferðamenn flykkjast frá landinu og þeir sem höfðu pantað frí hafa flestir hætt við. Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa varað landa sína við að fara til Kenía.

Erlent

Snjóflóð féll á spænskt skíðasvæði

Þrír skíðamenn lentu undir snjóflóði sem féll utanbrautar á skíðasvæði í Pyrenneafjöllum á Spáni í dag. Talsmaður bæjaryfirvalda á staðnum gat ekki staðfest hvort einhverra væri saknað, en sagði að björgunarsveitir væru á leið á slysstaðinn.

Erlent

Er Gro Harlem skattsvikari?

Norskir fjölmiðlar velta því mjög fyrir sér hvort Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stórfelldur skattsvikari.

Erlent

Fornar hellamyndir í bráðri hættu

Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar.

Erlent

Íslendingur í Kenía segir engan óhultan

„Lögreglan í Kenía skýtur almenna borgara af handahófi og enginn er óhultur," segir Þórunn Helgadóttir, sem rekur barnaheimili ABC barnahjálpar í Naíróbí í Kenía. Þórunn ferðaðist frá Tansaníu í gær til Naíróbi í Kenía með 500 kg af mat fyrir barnaheimilið.

Erlent

Passið ykkur útlendingar

Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum.

Erlent