Erlent Hillary gagnrýnir kosningarnar í Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir þingkosningarnar sem fara fram í Búrma í dag. Hún tekur undir með stjórnarandstæðingum sem segja kosningarnar ólýðræðislegar. Stjórnarandstæðingar fullyrða að herforingjastjórnin muni hagræða úrslitunum. Almenningur eru því hvattur til að halda sig heima og greiða ekki atkvæði í kosningum. Erlent 7.11.2010 12:51 Reyndu að ræna formúlukappa Heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstrinum, Englendingurinn Jenson Button, slapp úr klóm glæpamanna í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Sex vopnaðir menn gerðu tilraun til að stöðva bifreið Buttons þegar hann var á leið heim á hótel eftir æfingu fyrir Brasilíukappaksturinn. Formúlukappinn var í lögreglufylgd og komst óskaddaður heim á hótel. Erlent 7.11.2010 10:13 Meintur byssumaður í Malmö handtekinn Lögreglan í Malmö í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður um að að bera ábyrgð á allt að 19 skotárásum að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttavef TV 2 í Danmörku. Lögreglan verst allra frétta en boðað hefur verið blaðamannfundar síðar í dag. Byssumaðurinn hefur valdið miklum ótta meðal innflytjenda í Malmö en fram kemur á fréttavef Aftonbladet í Svíþjóð að maðurinn sé 38 ára. Erlent 7.11.2010 10:01 Indland semji um frið við Pakistan Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sem er í opinberri heimsókn á Indlandi þessa dagana lagði á það áherslu í gær að Indverjar næðu friðarsamkomulagi við Pakistan, ríki sem hann sagði að væri ekki að gera nóg til að uppræta hryðjuverkahópa innan landamæra sinna. Obama er snúinni stöðu, því hann er að reyna að efla tengslin við Indland en efnahagslegt mikilvægi ríkisins hefur aukist, á sama tíma og Bandaríkin styðja Pakistan með milljörðum dollara, meðal annars með það fyrir augum að tryggja frið í Afganistan. Erlent 7.11.2010 09:58 Ríkir sjóræningjar Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið greiddar 12,3 milljónir dollara eða rúma 1,4 milljarða króna í lausnargjald fyrir tvö flutningaskip. Um er ræða skip frá Suður-Kóreu og Singapúr. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að aldrei áður hafi sjóræningjar fengið svo háa upphæð greidda í lausnargjald. Erlent 7.11.2010 07:15 Almenningur verði á varðbergi Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út viðvörun vegna sprengjubúnaðar líkt og komið var nýverið fyrir í fraktflugvélum sem voru á leið til Bandaríkjanna. Interpol hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegri ógn. Erlent 6.11.2010 19:13 Gengu í skrokk á rússneskum blaðamanni Rússneskur blaðamaður liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás, sem talin er tengjast störfum hans. Tveir svartklæddir menn sátu fyrir Oleg Kashin, blaðamanni á Kommersant dagblaðinu, þegar hann kom heim til sín í Moskvu upp úr miðnætti í nótt. Þeir gengu í skrokk á honum og skildu hann síðan eftir illa brotinn í blóði sínu. Erlent 6.11.2010 18:38 Lily Allen fékk blóðeitrun Breska söngkonan Lily Allen hefur verið flutt á sjúkrahús til meðferðar vegna blóðeitrunar. Nokkrir dagar eru síðan hún missti fóstur. Í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar kemur fram að líðan söngkonunnar sé eftir atvikum góð. Erlent 6.11.2010 14:36 Ströng öryggisgæsla vegna heimsóknar páfa Spænska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Benedikts 16. páfa til landsins. Tveggja daga opinber heimsókn hans á Spáni hófst í morgun þegar hann heimsótti miðaldadómkirkjuna í Santiago de Compostela. Þetta er í annað sinn sem Benedikt páfi heimsækir Spán. Erlent 6.11.2010 14:21 Lögreglumenn særðir eftir sprengjuárás í Belfast Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengjuárás á Norður Írlandi í nótt. Lögregla var kölluð út vegna innbrots hjá veðmangara í vesturhluta höfuðborgarinnar Belfast en þegar lögreglumennirnir komu á vettvang var sprengju kastað að þeim. Þeir voru í framhaldinu fluttir á sjúkrahús og er einn mannanna talsvert særður. Hann undirgengst skurðaðgerð síðar í dag. Erlent 6.11.2010 10:03 Fjórir látnir á Haítí Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í gær. Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu. Eyðileggingin varð aftur á móti minni en margir áttu von á. Rúm ein milljón íbúa landsins eru enn án húsnæðis eftir jarðskjáltann í janúar. Erlent 6.11.2010 09:56 Ísland hefur fjölmargt að bjóða ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gæti komið sér vel fyrir sambandið, sérstaklega hvað varðar aðkomu að norðurheimskautssvæðinu. Þetta verður meðal þess sem mun koma fram í árlegri áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kemur út í næstu viku, en kaflar úr henni hafa þegar lekið í fjölmiðla. Erlent 6.11.2010 08:00 Bjóða Kínverjum birginn Kínversk stjórnvöld hafa þrýst á evrópsk ríki að sniðganga afhendingarathöfn Friðarverðlauna Nóbels í næsta mánuði. Þar verður kínverski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Liu Xiaobo heiðraður, í mikilli óþökk stjórnvalda í Peking. Íslensk stjórnvöld staðfesta að þeim hafi borist bréf frá Kínverjum varðandi þetta mál, en engu að síður mun fulltrúi Íslands sækja athöfnina. Erlent 6.11.2010 07:00 Pólitík enn talin ráða miklu Hópur heimsþekktra mennta- og listamanna í Rússlandi hefur þrýst á að dómsyfirvöld sýkni auðmennina fyrrverandi Mikhaíl Khodorkovskí og viðskiptafélaga hans, Platón Lebedev. Erlent 6.11.2010 06:00 Netsamband landsins rofið Allt netsamband við Búrma rofnaði í gær, þegar álagsárás á tölvukerfi landsins virtist ná hámarki. Tímasetning árásarinnar þykir engin tilviljun, en kosið er í landinu á morgun. Erlent 6.11.2010 05:00 Haítíbúar sluppu vel frá fellibylnum Fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í dag og gerði íbúum erfitt fyrir. Hundruð þúsunda þeirra búa enn í tjöldum eftir jarðskjálftann sem varð þar í byrjun árs og eiga því erfitt með að verja sig. Fellibylnum fylgir úrhellisrigning, að því er Reuters greinir frá. Erlent 5.11.2010 23:15 Önnur Quantas þota í vandræðum Boeing 747 þota frá ástralska flugfélaginu Quantas þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak í Singapore og lenda vegna vélarbilunar. Í gær nauðlenti Airbus A380 þota frá sama félagi á sama flugvelli þegar einn hreyfill vélarinnar sprakk í loft upp. Í kjölfarið voru allar vélar félagsins sömu gerðar kyrrsettar. Vélin í dag var á leið til Sidney og náði hún að lenda án vandræða. Erlent 5.11.2010 15:21 Aukinn viðbúnaður vegna fellibyls á Haítí Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni. Erlent 5.11.2010 14:01 Svíakóngur ekki í mál útaf bókinni Gústaf Adolf konungur Svíþjóðar hyggst ekki höfða mál á hendur höfundunum þremur sem hafa skrifað um hann bersögla bók. Þar er meðal annars fullyrt að hann hafi haldið framhjá Sylvíu drottningu og stundað allskonar annan ólifnað. Erlent 5.11.2010 10:10 Bandaríkjamenn stoppa njósnastarfsemi sína í Osló Bandarísk stjórnvöld hafa fullvissað Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs um að njósnastarfsemi þeirra í Osló hafi verið stöðvuð. Erlent 5.11.2010 07:54 Gáfu lottóvinning upp á milljarð til vina og vandamanna Eldri hjón á Nova Scotia í Kanada sem nýlega unnu rúmlega milljarð króna í lottói hafa ákveðið að gefa megnið af féinu til vina og vandamanna auk þess að fjórar kirkjur frá sinn skerf. Erlent 5.11.2010 07:48 Enginn lifði af flugslys í Pakistan Allir 22 um borð fórust þegar lítil leiguflugvél hrapaði til jarðar í Pakistan aðeins mínútu eftir flugtak frá hafnarborginni Karachi í gærkvöldi. Erlent 5.11.2010 07:38 Qantas telur að hönnunargalli hafi valdið vélarbilun Talsmenn Qantas flugfélagsins í Ástralíu segja að vélarbilun vegna hönnunargalla hafi líklega valdið því að breiðþota af gerðinni Airbus 380 nauðlenti í Singapore í gær eftir að einn hreyfill þotunnar sprakk skömmu eftir flugtak. Erlent 5.11.2010 07:37 Allir fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar á Kúbu Farþegavél með 68 manns innanborðs brotlenti á fjalli á Kúbu og sprakk í loft upp í gærkvöldi. Talið er að allir um borð hafi farist en 28 þeirra voru erlendir ríkisborgarar. Erlent 5.11.2010 07:26 Hitabeltisstormurinn Tómas að skella á Haití Hitabeltisstormurinn Tómas er um það bil að skella á Haíti en mikil úrkoma hefur hrjáð Haitibúa í alla nótt. Erlent 5.11.2010 07:23 Mellurnar, marijúanað og einkaþota ráðherrans Ítalir hafa örugglega talið að forsætisráðherrann Silvio Berlusconi, gæti ekki eyðilagt orðpor þjóðarinnar frekar en orðið er. Þjóðinni gæti skjátlast. Erlent 5.11.2010 07:19 Hungurverkfall í heilan áratug Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungurverkfalli í heilan áratug. Erlent 5.11.2010 04:30 Gaf sjálfur leyfi til pyntinga George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist sjálfur bera ábyrgð á ákvörðun um að vatnspyntingar voru notaðar við yfirheyrslur á fanga sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásum á Bandaríkin haustið 2001. Erlent 5.11.2010 03:30 Óttast að Tómas auki á hörmungar Haítíbúa Óttast er að hitabeltisstormurinn Tómas, sem búist er við að skelli á strendur Haítí á morgun, muni auka á kólerufaraldurinn. Faraldurinn hefur lagt hátt í 450 manns að velli en um 4700 manns eru smitaðir að því er talið er. Erlent 4.11.2010 22:48 Ástkonur tilbúnar að vitna gegn Svíakóngi Ný bók um Karl Gústaf konung Svíþjóðar hefur valdið miklu uppámi í landinu. Þar er því meðal annars haldið fram að konungur hafi margsinnis haldið frahjá Sylvíu drottningu. Erlent 4.11.2010 15:26 « ‹ ›
Hillary gagnrýnir kosningarnar í Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir þingkosningarnar sem fara fram í Búrma í dag. Hún tekur undir með stjórnarandstæðingum sem segja kosningarnar ólýðræðislegar. Stjórnarandstæðingar fullyrða að herforingjastjórnin muni hagræða úrslitunum. Almenningur eru því hvattur til að halda sig heima og greiða ekki atkvæði í kosningum. Erlent 7.11.2010 12:51
Reyndu að ræna formúlukappa Heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstrinum, Englendingurinn Jenson Button, slapp úr klóm glæpamanna í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Sex vopnaðir menn gerðu tilraun til að stöðva bifreið Buttons þegar hann var á leið heim á hótel eftir æfingu fyrir Brasilíukappaksturinn. Formúlukappinn var í lögreglufylgd og komst óskaddaður heim á hótel. Erlent 7.11.2010 10:13
Meintur byssumaður í Malmö handtekinn Lögreglan í Malmö í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður um að að bera ábyrgð á allt að 19 skotárásum að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttavef TV 2 í Danmörku. Lögreglan verst allra frétta en boðað hefur verið blaðamannfundar síðar í dag. Byssumaðurinn hefur valdið miklum ótta meðal innflytjenda í Malmö en fram kemur á fréttavef Aftonbladet í Svíþjóð að maðurinn sé 38 ára. Erlent 7.11.2010 10:01
Indland semji um frið við Pakistan Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sem er í opinberri heimsókn á Indlandi þessa dagana lagði á það áherslu í gær að Indverjar næðu friðarsamkomulagi við Pakistan, ríki sem hann sagði að væri ekki að gera nóg til að uppræta hryðjuverkahópa innan landamæra sinna. Obama er snúinni stöðu, því hann er að reyna að efla tengslin við Indland en efnahagslegt mikilvægi ríkisins hefur aukist, á sama tíma og Bandaríkin styðja Pakistan með milljörðum dollara, meðal annars með það fyrir augum að tryggja frið í Afganistan. Erlent 7.11.2010 09:58
Ríkir sjóræningjar Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið greiddar 12,3 milljónir dollara eða rúma 1,4 milljarða króna í lausnargjald fyrir tvö flutningaskip. Um er ræða skip frá Suður-Kóreu og Singapúr. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að aldrei áður hafi sjóræningjar fengið svo háa upphæð greidda í lausnargjald. Erlent 7.11.2010 07:15
Almenningur verði á varðbergi Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út viðvörun vegna sprengjubúnaðar líkt og komið var nýverið fyrir í fraktflugvélum sem voru á leið til Bandaríkjanna. Interpol hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegri ógn. Erlent 6.11.2010 19:13
Gengu í skrokk á rússneskum blaðamanni Rússneskur blaðamaður liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás, sem talin er tengjast störfum hans. Tveir svartklæddir menn sátu fyrir Oleg Kashin, blaðamanni á Kommersant dagblaðinu, þegar hann kom heim til sín í Moskvu upp úr miðnætti í nótt. Þeir gengu í skrokk á honum og skildu hann síðan eftir illa brotinn í blóði sínu. Erlent 6.11.2010 18:38
Lily Allen fékk blóðeitrun Breska söngkonan Lily Allen hefur verið flutt á sjúkrahús til meðferðar vegna blóðeitrunar. Nokkrir dagar eru síðan hún missti fóstur. Í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar kemur fram að líðan söngkonunnar sé eftir atvikum góð. Erlent 6.11.2010 14:36
Ströng öryggisgæsla vegna heimsóknar páfa Spænska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Benedikts 16. páfa til landsins. Tveggja daga opinber heimsókn hans á Spáni hófst í morgun þegar hann heimsótti miðaldadómkirkjuna í Santiago de Compostela. Þetta er í annað sinn sem Benedikt páfi heimsækir Spán. Erlent 6.11.2010 14:21
Lögreglumenn særðir eftir sprengjuárás í Belfast Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengjuárás á Norður Írlandi í nótt. Lögregla var kölluð út vegna innbrots hjá veðmangara í vesturhluta höfuðborgarinnar Belfast en þegar lögreglumennirnir komu á vettvang var sprengju kastað að þeim. Þeir voru í framhaldinu fluttir á sjúkrahús og er einn mannanna talsvert særður. Hann undirgengst skurðaðgerð síðar í dag. Erlent 6.11.2010 10:03
Fjórir látnir á Haítí Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í gær. Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu. Eyðileggingin varð aftur á móti minni en margir áttu von á. Rúm ein milljón íbúa landsins eru enn án húsnæðis eftir jarðskjáltann í janúar. Erlent 6.11.2010 09:56
Ísland hefur fjölmargt að bjóða ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gæti komið sér vel fyrir sambandið, sérstaklega hvað varðar aðkomu að norðurheimskautssvæðinu. Þetta verður meðal þess sem mun koma fram í árlegri áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kemur út í næstu viku, en kaflar úr henni hafa þegar lekið í fjölmiðla. Erlent 6.11.2010 08:00
Bjóða Kínverjum birginn Kínversk stjórnvöld hafa þrýst á evrópsk ríki að sniðganga afhendingarathöfn Friðarverðlauna Nóbels í næsta mánuði. Þar verður kínverski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Liu Xiaobo heiðraður, í mikilli óþökk stjórnvalda í Peking. Íslensk stjórnvöld staðfesta að þeim hafi borist bréf frá Kínverjum varðandi þetta mál, en engu að síður mun fulltrúi Íslands sækja athöfnina. Erlent 6.11.2010 07:00
Pólitík enn talin ráða miklu Hópur heimsþekktra mennta- og listamanna í Rússlandi hefur þrýst á að dómsyfirvöld sýkni auðmennina fyrrverandi Mikhaíl Khodorkovskí og viðskiptafélaga hans, Platón Lebedev. Erlent 6.11.2010 06:00
Netsamband landsins rofið Allt netsamband við Búrma rofnaði í gær, þegar álagsárás á tölvukerfi landsins virtist ná hámarki. Tímasetning árásarinnar þykir engin tilviljun, en kosið er í landinu á morgun. Erlent 6.11.2010 05:00
Haítíbúar sluppu vel frá fellibylnum Fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í dag og gerði íbúum erfitt fyrir. Hundruð þúsunda þeirra búa enn í tjöldum eftir jarðskjálftann sem varð þar í byrjun árs og eiga því erfitt með að verja sig. Fellibylnum fylgir úrhellisrigning, að því er Reuters greinir frá. Erlent 5.11.2010 23:15
Önnur Quantas þota í vandræðum Boeing 747 þota frá ástralska flugfélaginu Quantas þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak í Singapore og lenda vegna vélarbilunar. Í gær nauðlenti Airbus A380 þota frá sama félagi á sama flugvelli þegar einn hreyfill vélarinnar sprakk í loft upp. Í kjölfarið voru allar vélar félagsins sömu gerðar kyrrsettar. Vélin í dag var á leið til Sidney og náði hún að lenda án vandræða. Erlent 5.11.2010 15:21
Aukinn viðbúnaður vegna fellibyls á Haítí Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni. Erlent 5.11.2010 14:01
Svíakóngur ekki í mál útaf bókinni Gústaf Adolf konungur Svíþjóðar hyggst ekki höfða mál á hendur höfundunum þremur sem hafa skrifað um hann bersögla bók. Þar er meðal annars fullyrt að hann hafi haldið framhjá Sylvíu drottningu og stundað allskonar annan ólifnað. Erlent 5.11.2010 10:10
Bandaríkjamenn stoppa njósnastarfsemi sína í Osló Bandarísk stjórnvöld hafa fullvissað Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs um að njósnastarfsemi þeirra í Osló hafi verið stöðvuð. Erlent 5.11.2010 07:54
Gáfu lottóvinning upp á milljarð til vina og vandamanna Eldri hjón á Nova Scotia í Kanada sem nýlega unnu rúmlega milljarð króna í lottói hafa ákveðið að gefa megnið af féinu til vina og vandamanna auk þess að fjórar kirkjur frá sinn skerf. Erlent 5.11.2010 07:48
Enginn lifði af flugslys í Pakistan Allir 22 um borð fórust þegar lítil leiguflugvél hrapaði til jarðar í Pakistan aðeins mínútu eftir flugtak frá hafnarborginni Karachi í gærkvöldi. Erlent 5.11.2010 07:38
Qantas telur að hönnunargalli hafi valdið vélarbilun Talsmenn Qantas flugfélagsins í Ástralíu segja að vélarbilun vegna hönnunargalla hafi líklega valdið því að breiðþota af gerðinni Airbus 380 nauðlenti í Singapore í gær eftir að einn hreyfill þotunnar sprakk skömmu eftir flugtak. Erlent 5.11.2010 07:37
Allir fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar á Kúbu Farþegavél með 68 manns innanborðs brotlenti á fjalli á Kúbu og sprakk í loft upp í gærkvöldi. Talið er að allir um borð hafi farist en 28 þeirra voru erlendir ríkisborgarar. Erlent 5.11.2010 07:26
Hitabeltisstormurinn Tómas að skella á Haití Hitabeltisstormurinn Tómas er um það bil að skella á Haíti en mikil úrkoma hefur hrjáð Haitibúa í alla nótt. Erlent 5.11.2010 07:23
Mellurnar, marijúanað og einkaþota ráðherrans Ítalir hafa örugglega talið að forsætisráðherrann Silvio Berlusconi, gæti ekki eyðilagt orðpor þjóðarinnar frekar en orðið er. Þjóðinni gæti skjátlast. Erlent 5.11.2010 07:19
Hungurverkfall í heilan áratug Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungurverkfalli í heilan áratug. Erlent 5.11.2010 04:30
Gaf sjálfur leyfi til pyntinga George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist sjálfur bera ábyrgð á ákvörðun um að vatnspyntingar voru notaðar við yfirheyrslur á fanga sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásum á Bandaríkin haustið 2001. Erlent 5.11.2010 03:30
Óttast að Tómas auki á hörmungar Haítíbúa Óttast er að hitabeltisstormurinn Tómas, sem búist er við að skelli á strendur Haítí á morgun, muni auka á kólerufaraldurinn. Faraldurinn hefur lagt hátt í 450 manns að velli en um 4700 manns eru smitaðir að því er talið er. Erlent 4.11.2010 22:48
Ástkonur tilbúnar að vitna gegn Svíakóngi Ný bók um Karl Gústaf konung Svíþjóðar hefur valdið miklu uppámi í landinu. Þar er því meðal annars haldið fram að konungur hafi margsinnis haldið frahjá Sylvíu drottningu. Erlent 4.11.2010 15:26