Erlent

Stal öllu steini léttara

Þegar danskir lögreglumenn stöðvuðu bíl í Hróarskeldu vegna þess að það vantaði á hann aðra númeraplötuna fannst þeim konan sem ók honum eitthvað taugastrekkt. Hún hafði ástæðu til. Hún hafði stolið bílnum.

Erlent

Hópnauðganir á Haiti

Vopnuð gengi glæpamanna fara um flóttamannabúðir á Haiti og hópnauðga konum án þess að nokkuð sé að gert, að sögn Amnesty International.

Erlent

Banna sölu á afurðum frá 4.700 svínabúum

Þýska landbúnaðarráðuneytið hefur bannað sölu á afurðum frá yfir 4700 búum vítt og breitt um landið vegna díoxínmengunar í fóðri. Flest þessara búa eru svínabú sem staðsett eru í Neðra Saxlandi.

Erlent

Íbúar í Suður-Súdan kjósa um sjálfstæði

Allt bendir til þess að ríkjum heims fjölgi um eitt í kjölfar þjóðar­atkvæðagreiðslu í Suður-Súdan, sem hefst nú um helgina og stendur í viku. Valkostirnir hafa verið settir fram fyrir kjósendur með myndrænum hætti. Á kjörseðlunum eru tvær myndir og eiga kjósendur að merkja við aðra þeirra.

Erlent

Sneri aftur til Íraks úr útlegð

Muqtada al-Sadr, einn helsti leiðtogi sjíamúslima í Írak, hefur snúið aftur til landsins eftir fjögurra ára sjálfskipaða útlegð í Íran. Hann var leiðtogi Mahdi-hersins, sem barðist ákaft gegn bandaríska hernum í Írak, og nýtur enn mikils fylgis í landinu, meðal annars á þinginu.

Erlent

Vilja ekki fýlupúka í trúnaðarstörfum

Hvíta húsið í Washington hefur fyrirskipað að gerðar verði áætlanir til að meta hugsanlega hættu innanhúss í opinberri þjónustu. Að sögn BBC er markmiðið að finna þá óánægðu starfsmenn sem gætu lekið ríkisleyndarmálum.

Erlent

Dálítið spennandi lending

Það var ausandi rigning og lítið skyggni þegar tveggja hreyfla Fokker 100 farþegaþota frá Mexíkó kom inn til lendingar í Havana á Kúbu í jólamánuðinum. Rauði liturinn á ratsjánni sýnir að hún er að fljúga inn í eldingaveður.

Erlent

Eldri mæður eignast frekar tvíbura

Líkurnar á því að eignast tvíbura aukast eftir því sem móðirin er eldri. Þetta skýrist af því að eftir því sem konur eru nær breytingarskeiðinu þeim mun fleiri egg losna þegar að egglos verður. Afleiðingin er auknar líkur á tvíeggja tvíburum.

Erlent

Drukknir hringdu kirkjuklukkum

Þeir voru ekkert að fara dult með það piltarnir sem brutust inn í hina 800 ára gömlu Vangen kirkju í Aurlandsvangen í Noregi í fyrrinótt.

Erlent

Þoldi engar mótbárur

Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen var maður ákveðinn, eins og leiðangrar hans gefa til kynna. Þau afrek sem hann vann hefðu ekki verið á færi neinnar geðluðru.

Erlent

Misheppnuð tilraun til flugráns

Tilraun til flugráns misheppaðist í gærkvöldi. Um var að ræða farþegavél frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines á leið frá Osló til Istanbul. 63 farþegar voru um borð.

Erlent

Búist við átakaþingi vestanhafs

Repúblikanar tóku í gær við stjórnartaumunum í fulltrúadeild bandaríska þingsins á ný, eftir kosningasigur fyrir tveimur mánuðum. John Boehner settist í stól forseta fulltrúadeildarinnar í stað demókratans Nancy Pelosi, sem var fyrst kvenna til að taka við embættinu.

Erlent

Tjónið af flóðunum minnst 600 milljarðar

Ástralar hafa falið hershöfðingja að stýra endurreisnarstarfinu í kjölfar flóðanna miklu í Queensland-fylki undanfarnar vikur. Queensland er miðstöð kolavinnslu í landinu en vegna flóðanna hefur þurft að loka flestum kolanámum fylkisins, yfir fjörutíu talsins, og ólíklegt er að starfsemi geti hafist þar aftur fyrr en eftir marga mánuði.

Erlent

Útiloka kulda og flugelda sem orsök

„Þetta er alveg stórfurðulegt. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur, sem hefur starfað við rannsóknir á sviði veðurfræði í hálfa öld. Veturinn hefur verið óvenju kaldur í Svíþjóð, þar sem 100 krákur drápust á þriðjudagskvöld, en þó segir Þór afar ólíklegt að fu

Erlent

Talsmaður Bandaríkjaforseta hættir

Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, hefur tilkynnt starfsfólki sínu að hann ætli að hætta störfum í Hvíta húsinu fyrir lok febrúar. Gibbs ætlar þó áfram að vera sjálfstæður ráðgjafi fyrir forsetann og starfsfólk hans í Hvíta húsinu. Sem slíkur mun hann undirbúa endurkjör forsetans en kosningar fara fram árið 2012. Gibbs hefur unnið fyrir Obama síðan hann var öldungadeildarþingmaður. Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Gibbs.

Erlent

Brúðkaup aldarinnar: Hin nýgiftu með hestvagni til Buckinghamhallar

Nú fer að styttast í brúðkaup aldarinnar þegar Vilhjálmur Bretaprins gengur að eiga Kate Middleton þann 29. apríl næstkomandi. Staðfest hefur verið að brúðhjónin verði gefin saman af Erkibiskupnum af Kantaraborg, Dr. Rowan Williams. Middleton mun koma til athafnarinnar í bifreið en eftir að athöfn lýkur munu hin nýgiftu ferðast til Buckinghamhallar í hestvagni og búist er við að milljónir manna muni safnast saman í Lundúnaborg til þess að freista þess að sjá hjónin.

Erlent

Eitt hleðslutæki í alla farsíma

Áður en langt um líður gætu allir farsímar notað eins hleðslutæki, að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph. Þar er fjallað um nýjan staðal sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur ákveðið að skuli vera ráðandi. Helstu farsímaframleiðendur samþykktu sumarið 2009 að stefna í þessa átt.

Erlent