Erlent

Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri

Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp.

Erlent

Hamfarir skekja Japan

Óttast að á annað þúsund manns hafi farist í einum öflugasta jarðskjálfta sögunnar og flóðbylgjunni sem reið yfir Japan í gær. Hættuástand í kjarnorkuveri. Tuga þúsunda saknað. Íslendingar í landinu óhultir.

Erlent

Um 300 lík við strandlengjuna - farþegalestar er saknað

Japanskar fréttastofur greina nú frá því að 2 til 300 lík hafi fundist við norðausturströnd landsins þar sem tíu metra há flóðbylgja skall á í kjölfar risaskjálftans í morgun. Gríðarleg sprenging varð einnig í efnaverksmiðju í borginni Sendai sem verst varð úti í flóðinu og ekkert hefur spurst til farþegalestar sem var á ferð þegar bylgjan skall á strandlengjunni. Þá er óttast um afdrif hundrað farþega ferju sem varð fyrir flóðbylgjunni.

Erlent

Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami

Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá.

Erlent

Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér

Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband.

Erlent

Tala látinna komin í 32

Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af.

Erlent

Að minnsta kosti átta látnir í Sendai

Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara.

Erlent

Menn Gaddafis vinna á - stefna á Benghazi

Hermenn hliðhollir Gaddafi einræðisherra í Líbíu hafa síðustu daga unnið á gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og segja fréttamenn á staðnum að borgin Zawya vestur af höfuðborginni Trípólí sé nú fallin í hendur þeirra, eftir margra daga loftárásir.

Erlent

Skotárás í Kaupmannahöfn: Einn látinn og tveir slasaðir

Nítján ára gamall maður var skotinn til bana og tveir eru sárir eftir skotárás í Husum, úthverfi Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Að sögn lögreglu keyrði svartur lúxusbíll, sennilega af Audi gerð, upp að fjórum ungum mönnum stem stóðu á gangstétt. Skyndilega stöðvaði bíllinn og farþegarnir hefja skothríð á mennina fjóra með sjálfvirkum byssum.

Erlent

Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ

Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig.

Erlent

Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin

Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí.

Erlent

Tchenguizbræður mættu ekki í veisluna

Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz, sem voru yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar í gær vegna Kaupþingsmálsins, mættu ekki í veislu sem haldin var í Cannes í kvöld á lystisnekkju Vincents.

Erlent

Sheen vill 12 milljarða frá Warner Bros

Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros, fyrrverandi vinnuveitanda sínum og Chuck Lorre, framleiðanda Two and a Half Men. Hann krefst 100 milljóna bandaríkjadala í bætur, en Sheen var rekinn úr þáttunum fyrr í vikunni.

Erlent

Heathrow-flugvöllur rýmdur

Flugstöðvarbyggingu fimm var lokað á Heathrowflugvelli í dag eftir að grunsamlegur hlutur fannst í byggingunni. Byggingin var rýmd á meðan hluturinn var rannsakaður og voru farþegar spurðir spurninga af lögreglu.

Erlent

Lærðu fljótt að hjálpast að

„Fílarnir hjálpast að við að leysa úr vanda,“ segir Joshua M. Plotnik, breskur sálfræðingur sem stjórnaði rannsókn á fílum. „Þeir virðast tilfinningalega tengdir, svo maður býst við að sjá einhverja samvinnu.“

Erlent

Milljónir sardína drápust í smábátahöfn

Milljónir sardína drápust í smábátahöfn í Kalíforníu á dögunum. Talið er að óveður sem geisaði á þessum slóðum hafi rekið fiskinn inn í höfnina og að þar hafi hann kafnað sökum þrengsla. Ekkert bendir til þess að olíuleki eða önnur mengun hafi orðið þessa valdandi en málið er þó í rannsókn. Nú hamast menn við að hreinsa fiskinn upp úr höfninni því ekki þarf langur tími að líða uns fleiri tonn af dauðum sardínum fara að lykta heldur illa. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera skal við þennan óvænta afla.

Erlent

Kristnir og múslimar berast á banaspjót í Kaíró

Þrettán létust og 90 slösuðust í hörðum átökum á milli kristinna manna í koptísku kirkjunni og múslima í Kaíró höfuðborg Egyptalands að því er fram kemur í Egypska ríkissjónvarpinu. Átökin hófust í gær þegar kristnir mótmæltu því að kveikt hafði verið í kirkju í síðustu viku. Egypski herinn hefur hafið rannsókn á málinu og segir talsmaður hans að hinir ábyrgu verði dregnir fyrir dóm. Síðustu vikur hefur spennan magnast á milli trúarhópanna í landinu en meðlimir koptísku kirkjunnar eru minnihlutahópur í Egyptalandi.

Erlent

Dauðarefsingin afnumin í Illinois

Dauðarefsingin hefur verið afnumin í Illinois í Bandaríkjunum. Það var ríkisstjórinn Pat Quinn sem tók ákvörðunina en hann hefur hingað til verið hliðhollur því að dæma menn til dauða fyrir alvarlega glæpi. Tekist hefur verið á um málið í tvo áratugi í ríkinu en Quinn tók ákvörðunina á þeim grundvelli að líkur séu á því að saklausir menn verði teknir af lífi.

Erlent

Manntjón í jarðskjálfta í Kína

Jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kína í morgun, við landamæri Búrma. Skjálftinn var ekki ýkja stór, eða 5,8 á richter-kvarðanum, en þrátt fyrir það hafa Kínversk yfirvöld staðfest að manntjón hafi orðið. Að minnsta kosti sjö létust og 120 eru slasaðir.

Erlent

Dalai Lama hættir afskiptum af pólitík

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð um áratuga skeið, hefur tilkynnt um að hann ætli sér að hætta að koma fram sem pólitískur leiðtogi þjóðar sinnar. Hann vill að Tíbetar kjósi sér leiðtoga en staða Dalai Lama hefur lengi verið gagnrýnd nokkuð en hann er óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið lýðræðislega kjörinn til þess. Dalai Lama segist oft hafa sagt að Tíbetar verði að eiga sér lýðræðislega kjörinn leiðtoga, og að nú sé tíminn kominn.

Erlent

Menn Gaddafis börðu fréttamenn BBC

Öryggissveitir Gaddafís einræðisherra í Líbíu handtóku fréttateymi frá breska ríkisútvarpinu BBC á mánudaginn var og börðu þá til óbóta. Fréttamennirnir voru að reyna að komast til hinnar stríðshrjáðu borgar Zawiya þegar þeir voru handsamaðir. Þeir voru síðan barðir með hnúum og riffilskeftum og strigapokar settir á höfuð þeirra.

Erlent

Stjórnin hótar að beita hörku

Saud al-Faisal prins, sem er utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, hótaði stjórnarandstæðingum hörðum aðgerðum ef þeir gera alvöru úr því að efna til fjöldamótmæla á morgun.

Erlent

Átök í Líbíu harðna enn

Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum.

Erlent

Obama bruggar sinn eigin bjór

Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa beðið samstarfsmenn sína um að byrja að brugga bjór innan veggja Hvíta hússins. Fyrsta bruggun hefur nú þegar farið fram og var hátt í 100 bjórkönnum úthlutað í SuperBowl partý Obama hjónanna sem fór fram í Hvíta húsinu í síðusta mánuði og kláraðist hver einasti dropi.

Erlent

Discovery lenti heilu og höldnu

Bandaríska geimferjan Discovery lenti heilu og höldnu á Flórída síðdegis í dag eftir að hafa farið í síðustu ferð sína út í geiminn en geimferjan heimsótti alþjóðlegu geimstöðina.

Erlent

Fyrrum meðlimur Hells Angels í lífshættu

Lögreglan í Danmörku segir 25 ára fyrrum meðlim glæpagengisins Hells Angels vera í lífshættu eftir að hafa komið upp um 16 meðlimi gengisins. Maðurinn er lykilvitni í máli gegn fyrrnefndum mönnum sem ákærðir eru samanlagt fyrir 6 morðtilraunir, gróft ofbeldi og eigu vopnabúrs.

Erlent

Tíbetar mótmæla á Indlandi

Hópur af ungum tíbetskum aðgerðarsinnum í útlegð safnaðist saman fyrir framan kínverska sendiráðið í Nýja Delí á Indlandi í dag og mótmæltu mannréttindabrotum í Tíbet. Tilefnið er að núna í mars eru 3 ár liðin frá uppþotunum í Lhasa, höfuðborg Tíbet, sem urðu að minnsta kosti 22 manns að bana.

Erlent

Kínverjar hyggjast leyfa tvö börn

Kínversk stjórnvöld íhuga að breyta lögum þannig að hjónum verði leyft að eignast tvö börn. Það mun væntanlega gerast fyrir árið 2015. Vegna mikillar mannfjölgunar var gripið til þess ráðs árið 1979 að leyfa aðeins eitt barn. Þetta hefur á síðustu þrjátíu árum leitt til af sér mikinn lýðfræðilegan halla.

Erlent

Collins kveður tónlistina

Söngvarinn og leikarinn Phil Collins hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að hann hafi nú kvatt tónlistina til þess að geta betur sinnt sonum sínum tveim. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki undanfarna daga, og hann hefur nú verið staðfestur.

Erlent