Erlent

Heimilar leynilegan hernaðarstuðning við líbíska uppreisnarmenn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði sérstakan samning fyrir tveimur eða þremur vikum, um leynilegan stuðning við uppreisnarmenn í Líbíu umfram samþykkt Öryggisráðsins sem gengur út á flugbann og að tryggja að saklausir borgarar verði ekki fyrir árásum af hálfu herliðs Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu.

Erlent

Vítt og breitt með Vísi

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má skoða myndir víðsvegar að úr heiminum af atburðum undanfarinna daga. Ástandið í Japan, stríðið í Líbíu og óeirðir í London er á meðal viðfangsefna ljósmyndara AP. Smelltu hér til þess að skoða myndirnar.

Erlent

Russell Brand varð fyrir vonbrigðum með Björgólf

Breski grínleikarinn Russell Brand heldur mikið upp á knattspyrnuliðið West Ham United og í viðtali í breska blaðinu The Sun segist hann vonsvikinn með að Björgólfi Guðmundssyni skyldi ekki takast að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu ár eftir að hann keypti það. „Þegar við fengum milljarðamæring hrundi allt íslenska bankakerfið stuttu síðar, við erum ekki mjög heppnir með milljarðamæringana okkar,“ segir hann í viðtalinu en í dag er liðið í eigu manna sem efnuðust á sölu kláms.

Erlent

Mótorhjólagengin fylla dönsk fangelsi

Meðlimir mótorhjólagengja í Danmörku fylla nú fangelsin svo horfir til vandræða. Danska lögreglan hefur síðustu misserin hert aðgerðir sínar gegn mótorhjólagengjum á borð við Vítisengla, Bandidos og Outlaws og nú er svo komið að 320 meðlimir gengjanna sitja á bak við lás og slá.

Erlent

Fimm ára stúlka særð eftir skotárás í London

Fimm ára gömul stúlka slasaðist í gærkvöldi þegar skotið var á hana í Suðurhluta Lundúna. Lögreglan var kölluð að verslun í hverfinu Lambeth og þar fundu þeir stúlkuna ásamt 35 ára gömlum manni sem einnig var særður.

Erlent

Sendi gervisprengju frá Bretlandi til Tyrklands

Bresk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á því hvernig stóð á því að mönnum tókst að senda gervisprengju með flugfrakt frá Bretlandi til Tyrklands án þess að tollverðir tækju eftir því. 26 ára gamall maður hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en hann er talinn hafa gert það í gríni og enginn grunur leikur á tengslum við hryðjuverk.

Erlent

Samstaða um að koma Gaddafí frá

„Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu.

Erlent

Lið Gbagbos á undanhaldi

Uppreisnarmenn, sem berjast fyrir réttkjörinn forseta Fílabeinsstrandarinnar, hafa náð fleiri borgum á sitt vald í átökum, sem kostað hafa hundruð manna lífið.

Erlent

Obama ver ákvörðun sína um loftárásir á Líbíu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, keppist nú við að verja þá ákvörðun sína að heimila hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Líbíu en loftárásirnar eru fyrsta dæmið um slíkt í stjórnartíð forsetans. Obama sagði í ræðu í nótt að aðgerðirnar í Líbíu hefðu bjargað óteljandi mannslífum en bætti við að afskipti Bandaríkjamanna af málinu yrðu takmörkuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til farið með stjórnina á aðgerðunum en þær verða hér eftir á hendi Atlantshafsbandalagsins. Hægt hefur á sókn uppreisnarmanna í vesturátt og virðist nú víglínan vera dregin fyrir utan bæinn Sirte, sem er fæðingarstaður Gaddafís. NATO hefur verið gagnrýnt fyrir túlkun sína á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mælir fyrir um leyfi til að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra borgara. Rússar vilja meina að með aðgerðum síðustu daga hafi NATO tekið sér stöðu með öðru liðinu í borgarastríði sem nú geisi í Líbíu og slíkt sé óheimilt samkvæmt ályktun ráðsins. Löndin sem hafa komið að aðgerðunum funda í London í dag um framtíð þeirra. Þar á meðal annars að ræða um tillögu frá Ítölum, sem gengur út á að bjóða Gaddafí að fara í útlegð.

Erlent

Til í að sleppa dönsku gíslunum gegn því að fá að eiga dótturina

Sjóræningjaforinginn sem hefur haldið danskri fjölskyldu í gíslingu í rúman mánuð í Sómalíu hefur boðist til að sleppa allri fjölskyldunni og falla frá fimm milljón dollara lausnargjaldskröfu sinni gegn því að hann fái að giftast stúlkunni í fjölskyldunni, sem er aðeins þrettán ára gömul.Blaðamaður Ekstra blaðsins í Danmörku fór á slóðir sjóræningjanna og hafði upp á foringja þeirra. Hann fékk ekki að hitta dönsku hjónin eða börn þeirra þrjú en hann fékk þessa óhugnanlegu kröfu upp úr foringjanum.

Erlent

Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi

Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli.

Erlent

Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna

Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra.

Erlent

NATO segist aðeins vernda fólk

„Markmið okkar er að vernda og aðstoða almenna borgara og byggðakjarna sem eiga árásir á hættu,“ sagði kanadíski herforinginn Charles Bouchard, sem þessa dagana er að taka við yfirstjórn hernaðaraðgerða NATO í Líbíu af Bandaríkjamönnum.

Erlent

Sextán danskir Vítisenglar fyrir dómi

Sextán danskir meðlimir í vélhjólaklíkum, eða „rokkarar“ eins og þeir eru kallaðir, voru leiddir fyrir dóm í Glostrup á Sjálandi í gær, ákærðir fyrir sex tilraunir til manndráps, alvarlega líkamsárás með kylfum og fleiri glæpi. Þetta eru viðamestu réttarhöld af sinni tegund sem fram hafa farið í Danmörku.

Erlent

Kyrkislangan kíkti upp úr klósettinu

Sjö ára gamalli stúlku í Þýskalandi brá heldur en ekki í brún á dögunum þegar hún skrapp á klósettið heima hjá sér í Hannover. Þegar hún lyfti upp klósettsetunni kom stærðarinnar kyrkislanga í ljós. Stelpan hljóp rakleiðis til mömmu sinnar sem hringdi á lögregluna í ofboði.

Erlent

Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið

Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir.

Erlent

Maður á íslenskum hesti fann týndan dreng

Mikil leit var gerð í alla nótt að þriggja ára gömlum dreng í Danmörku en hann hljópst á brott frá foreldrum sínum á sunnudagsmorgun á Norður-Jótlandi og kom ekki í leitirnar fyrr en í morgun.

Erlent

Árásir gerðar á fæðingarbæ Gaddafís

Herþotur bandamanna réðust í nótt á borgina Sirte, sem er fæðingarstaður Muammars Gaddafís einræðisherra Líbíu. Skömmu síðar fór sá orðrómur af stað í höfuðvígi uppreisnarmanna í Bengasí að hersveitir þeirra hefðu tekið borgina en uppreisnarmennirnir fara nú hraðbyri vestur í átt að höfuðborginni Trípólí. Sá orðrómur reyndist þó ekki á rökum reistur og hafa menn Gaddafís því enn stjórn á Sirte.

Erlent

Dauðarefsingum fer fækkandi

Dauðarefsingum á heimsvísu fer fækkandi að því er fram kemur í nýrri skýrslu Amnesty International. Þrátt fyrir að 23 ríki hafi framkvæmt dauðarefsingu á síðasta ári, sem er fjórum ríkjum fleira en árið 2009, fækkaði fjölda þeirra sem teknir voru af lífi.

Erlent

Lundúnalögreglan kærir mótmælendur

Lundúnalögreglan hefur kært 149 manns fyrir þátt þeirra í óeirðunum í borginni yfir helgina þar sem hundruð þúsunda manna komu saman til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Hreinsun tekur mánuði eða ár

„Við getum ekkert sagt sem stendur um það hve marga mánuði eða hve mörg ár það mun taka,“ sagði Sakae Muto, aðstoðarforstjóri orkufyrirtækisins TEPCO, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, spurður hvenær búið yrði að hreinsa kjarnorkuverið svo engin hætta stafaði af geislamengun þar.

Erlent

Áfall fyrir hægristjórn Merkel

„Við höfum tryggt okkur sögulegan kosningasigur,“ sagði Winfried Kretschmann, leiðtogi Græningja í þýska sambandslandinu Baden-Württemberg, í gær.

Erlent