Erlent Tvær klukkustundur í að horfa á klám Ungir menn á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára eyða að meðaltali tveimur klukkustundum á viku í að horfa á klámefni á internetinu, en jafnöldrur þeirra aðeins um korteri. Þetta kemur fram í könnun sem fréttaþátturinn Newsbeat í Breska ríkisútvarpinu framkvæmdi á dögunum, og tók til þúsund ungra manna og kvenna. Erlent 24.4.2011 11:19 Frá New York til Los Angeles í leigubíl Leigubílstjórinn Mohammed Alam fór á dögunum í einn gjöfulasta túr á starfsævi sinni. Hann ók frá New York til Los Angeles og fékk 5000 dali, eða tæpar 570 þúsund krónur, greiddar fyrir túrinn. Erlent 24.4.2011 10:05 Herra Bean mætir í konunglega brúðkaupið Rowan Atkinson, sem leikur Mr. Bean í samnefndum þáttum verður viðstaddur brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar unnustu hans í næstu viku. Gestalistinn í brúðkaupinu var opinberaður í dag. Efstur á listanum er náttúrlega Elton John, en hann söng sig inn í hjörtu prinsanna Vilhjálms og Harrys við útför móður þeirra árið 1997. Búist er við því að David Furnis, vinur Eltons, fylgi honum í brúðakaupið. Erlent 23.4.2011 16:04 Óttast frekari hryðjuverk á Norður-Írlandi Lögreglan á Norður-Írlandi hefur beðið fólk þar um að fara að með gát um páskanna vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Yfirvöld hafa einnig aukið öryggisgæslu mjög af sömu sökum. Lögreglumenn fundu í gær töluvert magn af skotfærum í suðurhluta Armagh. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir þremur vikum lét 25 ára gamall lögreglumaður frá Norður - Írlandi lífið í bílasprengjuárás og nú er talið að aftur verði látið til skarar skríða. Erlent 23.4.2011 13:27 Kraftaverk á fæðingardeild Það má segja að lítið kraftaverk hafi gerst í Þýskalandi í vetur þegar lítil stelpa fæddist eftir aðeins 22 vikna meðgöngu. Hún vóg aðeins 460 grömm. Nú, fimm mánuðum seinna, er litla stelpan farin að spjara sig. Erlent 23.4.2011 11:32 Framkvæmdastjóri SÞ gagnrýnir ofbeldisverk í Sýrlandi Ban Ki-Moon framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna og Barack Obama eru meðal þeirra sem fordæmt hafa ofbeldisverk í Sýrlandi en öryggissveitir á vegum Bashars al-Assads forseta urðu yfir 80 mótmælendum að bana í gær. Skotið var á mannfjölda í borgum landsins en fólkið var að mótmæla stjórnarháttum Assads og vildi hann burt af valdastóli. Erlent 23.4.2011 09:44 Lohan dæmd fyrir skartgripaþjófnað Lindsay Lohan hefur verið dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð sem hún var dæmd til að sæta árið 2007. Hún var fundin sek um að hafa stolið hálsmeni úr skartgripabúð í janúar. Til viðbótar við fangelsisdóminn, sem er sá fjórði sem hún fær, var Lohan dæmd til að gegna samfélagsþjónustu í 480 klukkustundir. Erlent 23.4.2011 09:41 Enginn ógnar Obama ennþá Þrátt fyrir þverrandi vinsældir er Barack Obama Bandaríkjaforseti enn sigurstranglegastur meðal líklegra frambjóðenda í forsetakosningum næsta árs. Helgast það fyrst og fremst af óánægju repúblikana með þá valkosti sem nú eru í boði. Erlent 23.4.2011 03:30 Naktir í ræktinni: Fjórir í fyrsta tímanum Eigendandi líkamsræktarstöðvar í Baskalandi, á Norður-Spáni, hefur farið heldur óhefðbundna leið til að reyna að ná til nýrra viðskiptavina í kreppunni. Á líkamsræktarstöðinni Easy Gym í Arrigorriaga er nú hægt að fara nakinn í ræktina. "Ég er sjálf ekki strípalingur, en mér finnst þetta samt ekkert tiltökumál. Þetta frumkvæði snýst bara um að græða peninga," segir Merche Laesca, eigandi Easy Gym í samtali við BBC. Laesca vann heimavinnuna áður en hún ákvað að fara þessa leið, en hún komst að því að í nágrenninu eru tvær sundlaugar þar sem fólki býðst mánaðarlega að fara nakið í laugina, og njóta þessir sérstöku nektartímar mikilla vinsælda. Þá eru minnst tólf strendur á svæði Baska þar sem fólk hittist nakið, fer í sólbað og spilar á spil. Ofan á allt saman er síðan árlegt fjöldahlaup um ströndina í borginni Sopelana. Laesca var því handviss um að hún hefði þarna fundið hið fullkomna viðskiptatækifæri. Hún varð því fyrir nokkrum vonbrigðum þegar aðeins fjórir mættu í fyrsta tímann. "Þeim sem mættu fannst þetta samt alveg frábært,“ segir hún. Frá og með næsta mánuði verður Easy Gym opið seinni hluta laugardags og allan sunnudaginn sérstaklega fyrir þá sem vilja æfa naktir. Eigandi hefðbundinnar líkamsræktarstöðvar segir í samtali við BBC, af þessu tilefni, að honum finnist fátt óhreinlegra en nakið fólk í tækjasalnum. "Þegar þú ert að æfa fer svitinn í fötin þín. Hvert fer svitinn ef þú ert nakinn? Á tækin? Á gólfið? Á fólkið sem er að æfa næst þér?,“ spyr hann. Laseca hefur þó séð fyrir þessu og býður fólki handklæði til að setja á tækin. Þannig er líka komið í veg fyrir að fólk renni til. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort viðskiptin glæðis hjá Easy Gym. Ljóst er að framtakið hefur vakið mikla athygli og þegar hefur jógakennari haft samband við Laseca og boðist til að kenna hinum nöktu jóga. Erlent 22.4.2011 22:00 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. Erlent 22.4.2011 19:30 Einstakur viðburður í sögunni: Páfinn svarar spurningum í sjónvarpinu Benedikt páfi XVI hefur verið skráður á spjöld sögunnar sem fyrsti páfinn til að koma fram í sjónvarpsþætti og svara aðsendum spurningum. Þátturinn var sýndur á ítölsku sjónvarpsstöðinni Rai síðdegis í dag, á föstudaginn langa. Þúsundir sendu inn spurningar og voru sjö valdar úr. Þátturinn var ekki í beinni útsendingu heldur var það tekið upp fyrir viku þegar páfinn sat í bókasafni sínu í Vatíkaninu og svaraði spurningunum. Athygli vakti að engar spurningar komust í gegn sem tengdust kynferðislegu ofbeldi sem kaþólskir prestar hafa beitt sóknarbörn sín. Fyrsta spurningin sem páfinn svaraði kom frá sjö ára japanskri stúlku sem hafði orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar jarðskjálftans mikla og flóðbylgjunnar í Japan. Hún spurði páfann af hverju hún og önnur börn þyrftu að vera svona hrædd. Páfinn sagðist sjálfur hafa spurt sig nákvæmlega þessarar spurningar. „Við höfum ekki svörin en við vitum að Jesús þurfti að þjást rétt eins og þú," sagði hann við litlu stúlkuna. Önnur spurningin var frá ítalskri móður drengs sem hefur verið í dái um langan tíma. Móðirin spurði hvort sonur hennar hefði enn sál, og sagði páfinn að sálin hefði hana sannarlega enn. „Ástandi hans má kannski helst líkja við ástand gítars með slitna strengi, og því gefur hann ekki lengur frá sér tóna," sagði hann. Sál drengsins gæti ekki lengur spilað, ef svo mætti að orði komast, en hún væri enn á sínum stað. Sjónvarpskonan Rosario Carello átti frumkvæði að því að fá páfann í þáttinn, og segir hún að páfinn hafi einfaldlega svarað spurningu hennar játandi þegar hún bað hann að koma í þáttinn. Hingað til hefur Benedikt fáfi XVI ekki veitt fjölmiðlamönnum viðtöl nema í flugvélum á ferðalögum hans erlendis, að því er BBC greinir frá. Erlent 22.4.2011 18:09 Tala látinna á Sýrlandi hækkar enn: Mótmælendur skotnir í tugatali Áfram berast fregnir af mannfalli á Sýrlandi og er tala látinna nú komin upp í 40. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að öryggissveitir hefði skotið minnst 15 mótmælendur í höfuðborginni Damaskus. Samkvæmt fréttavef BBC er nú búið að skjóta fjörutíu manns en öryggissveitirnar réðust að mótmælendum með byssum og táragasi. Um 40 þúsund manns höfðu safnast saman í úthverfi borgarinnar. Mikil ólga ríkir í landinu og síðustu vikur hafa tugir þúsunda Sýrlendinga hópast út á götur og krafist þess að forseti landsins víki. Samkvæmt Amnesty International hafa 220 manns verið drepnir í Sýrlandi á síðustu vikum. Erlent 22.4.2011 16:22 Konungleg brúðkaupspítsa - kjóllinn úr osti Eigendur Papa John´s Pizza í Bretlandi fengu til liðs við sig matarlistamann sem gerði mósaíklistaverk úr áleggi sem sýndi brúðhjónin verðandi, Willam prins og Kate Middleton. Konunglega brúðkaupið fer fram þann 29. apríl og hefur gripið um sig eins konar æði í Bretlandi vegna þessa. Fjöldi fyrirtækja hefur reynt að nýta brúðkaupið til að vekja athygli á vörum sínum og þjónustu, og er leið Papa John´s Pizza vægast sagt frumleg. Á pizzunni góðu er brúðarslör Kate gert úr sveppum og kjóllinn hennar úr osti, en fatnaður Williams er búinn til úr salami-pylsu og papriku. Pizzuna þarf að sérpanta. Erlent 22.4.2011 15:40 Fimmtán mótmælendur drepnir á Sýrlandi Fimmtán mótmælendur á Sýrlandi, hið minnsta, eru látnir eftir að öryggissveitir réðust að þeim með skotvotpnum og táragasi. Dauðsföllinn áttu sér stað í höfuðborginni Damascus, samkvæmt Sky News fréttastofunni. Um fjörutíu þúsund mótmælendur höfðu safnast saman í Douma, úthverfu Damascus, og söngluðu: Fólkið vill stjórnina frá Þetta er sama ákall mótmælenda og áður kom frá borgurum í Egyptalandi og Túnis. Fregnir berast af mótmælum um allt Sýrlandi, meðal annars í strandborginni Banaias, þar sem mótmælin hófust fyrir um mánuði. Erlent 22.4.2011 15:14 Harmleikur í Frakklandi: Þrjú lík og fótleggur í bakgarðinum Franska lögreglan leitar fjölskylduföðurs eftir að þrjú lík og fótleggur, sem talin eru vera af eiginkonu hans og börnum, fundust í bakgarði fjölskyldunnar. Erlent 22.4.2011 13:16 Leita að líkum neðansjávar Bandarískir og japanskir vísindamenn leita nú að líkum í norðurhluta Japans með aðstoð neðansjávarvélmennis. Erlent 22.4.2011 06:00 Sýknaðir af hópnauðgun í Pakistan Hæstiréttur Pakistans sýknaði fimm af sex mönnum sem voru áður dæmdir fyrir að nauðga Mukhtaran Mai árið 2002. Mai var nauðgað eftir að Mastoi ættbálkurinn fyrirskipaði að henni skyldi verða hópnauðgað vegna þess að bróðir hennar, sem var þá tólf ára gamall, átti að hafa átt í ástarsambandi við konu af sama ættbálki og fyrirskipaði nauðgunina. Erlent 21.4.2011 23:00 Harðasti lögreglustjóri Bandaríkjanna heldur sérkennilega keppni Bandaríski lögreglustjórinn Joe Arpaio, sem er kallaður harðasti lögreglustjóri Bandaríkjanna í þarlendum fjölmiðlum, hefur tekið upp á sérkennilegri nýlundu í Arizona. Erlent 21.4.2011 21:00 Syfjaðir flugumferðastjórar reknir Bandaríska flugumferðaeftirlitið hefur rekið tvo flugumferðastjóra fyrir að sofa í vinnunni. Málið hefur verið hið vandræðalegasta fyrir flugmferðastjórn í Bandaríkjunum en í ljós kom að annar þeirra svaf á sama tíma og flugvél þurfti að lenda. Erlent 21.4.2011 17:02 Náðu landamærastöð á sitt vald Uppreisnarherinn í Líbíu er sagður hafa náð landamærastöð við landamæri Túnis og Líbíu á sitt vald. Erlent 21.4.2011 17:01 Sekt fyrir að búa í kringum kjarnorkuverið í Fukushima Stjórnvöld í Japan hafa lýst svæði umhverfis kjarnorkuverið í Fukushima, í tuttugu kílómetra radíus, sem bannsvæði. Erlent 21.4.2011 09:53 Elísabet á afmæli í dag Elísabet Bretadrottning fagnar áttatíu og fimm ára afmæli sínu í dag. Hún hefur ríkt sem drottning í 59 ár eða síðan í febrúar 1952. Erlent 21.4.2011 09:49 Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Erlent 21.4.2011 00:30 Þurfa að sannfæra Bandaríkin Ísraelar og Palestínumenn féllust síðastliðið haust á að ljúka friðarsamningum í september á þessu ári. Ekkert hefur gengið í samningaviðræðum, en Palestínumenn virðast ætla að láta reyna á það hvort öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fallist ekki á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu þegar þessi frestur er liðinn. Erlent 21.4.2011 00:00 Frakkar og Ítalir senda ráðgjafa til Líbíu Frakkar og Ítalir segjast ætla að senda hermenn til Líbíu til þess að vera uppreisnarmönnum til ráðgjafar í baráttunni gegn Gaddafí einræðisherra. Um fáa menn er að ræða, um það bil tíu frá hvoru landi en Bretar hafa þegar tilkynnt um svipaðar aðgerðir. Erlent 20.4.2011 13:35 Norðurlönd leiðandi í loftárásum í Líbíu Flugsveitir frá Danmörku og Noregi eru leiðandi í loftárásum á hersveitir Moammars Gaddafis í Líbíu. Hvort land um sig sendi sex F-16 orrustuþotur í stríðið. Erlent 20.4.2011 10:26 Fundu stærstu könguló sem lifað hefur á jörðinni Vísindamenn hafa lýst steingerðri könguló sem nýlega fannst í Kína sem stærstu könguló sem nokkurn tíma lifði á jörðinni. Erlent 20.4.2011 07:43 Obeidi gagnrýnir Breta harðlega Abdul Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, gagnrýnir harðlega þau áform breskra stjórnvalda að senda sveit hernaðarráðgjafa til Benghazi. Erlent 20.4.2011 07:40 Michelle Obama forsetafrú slapp með skrekkinn Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna slapp með skrekkinn þegar Boeing 737 flugvél sem hún var í þurfti að hætta við lendingu í miðjum klíðum á Andrews herflugvellinum á mánudag. Erlent 20.4.2011 07:38 Morðingi rændi fórnarlömbin Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðvikudagskvöld. Erlent 20.4.2011 00:45 « ‹ ›
Tvær klukkustundur í að horfa á klám Ungir menn á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára eyða að meðaltali tveimur klukkustundum á viku í að horfa á klámefni á internetinu, en jafnöldrur þeirra aðeins um korteri. Þetta kemur fram í könnun sem fréttaþátturinn Newsbeat í Breska ríkisútvarpinu framkvæmdi á dögunum, og tók til þúsund ungra manna og kvenna. Erlent 24.4.2011 11:19
Frá New York til Los Angeles í leigubíl Leigubílstjórinn Mohammed Alam fór á dögunum í einn gjöfulasta túr á starfsævi sinni. Hann ók frá New York til Los Angeles og fékk 5000 dali, eða tæpar 570 þúsund krónur, greiddar fyrir túrinn. Erlent 24.4.2011 10:05
Herra Bean mætir í konunglega brúðkaupið Rowan Atkinson, sem leikur Mr. Bean í samnefndum þáttum verður viðstaddur brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar unnustu hans í næstu viku. Gestalistinn í brúðkaupinu var opinberaður í dag. Efstur á listanum er náttúrlega Elton John, en hann söng sig inn í hjörtu prinsanna Vilhjálms og Harrys við útför móður þeirra árið 1997. Búist er við því að David Furnis, vinur Eltons, fylgi honum í brúðakaupið. Erlent 23.4.2011 16:04
Óttast frekari hryðjuverk á Norður-Írlandi Lögreglan á Norður-Írlandi hefur beðið fólk þar um að fara að með gát um páskanna vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Yfirvöld hafa einnig aukið öryggisgæslu mjög af sömu sökum. Lögreglumenn fundu í gær töluvert magn af skotfærum í suðurhluta Armagh. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir þremur vikum lét 25 ára gamall lögreglumaður frá Norður - Írlandi lífið í bílasprengjuárás og nú er talið að aftur verði látið til skarar skríða. Erlent 23.4.2011 13:27
Kraftaverk á fæðingardeild Það má segja að lítið kraftaverk hafi gerst í Þýskalandi í vetur þegar lítil stelpa fæddist eftir aðeins 22 vikna meðgöngu. Hún vóg aðeins 460 grömm. Nú, fimm mánuðum seinna, er litla stelpan farin að spjara sig. Erlent 23.4.2011 11:32
Framkvæmdastjóri SÞ gagnrýnir ofbeldisverk í Sýrlandi Ban Ki-Moon framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna og Barack Obama eru meðal þeirra sem fordæmt hafa ofbeldisverk í Sýrlandi en öryggissveitir á vegum Bashars al-Assads forseta urðu yfir 80 mótmælendum að bana í gær. Skotið var á mannfjölda í borgum landsins en fólkið var að mótmæla stjórnarháttum Assads og vildi hann burt af valdastóli. Erlent 23.4.2011 09:44
Lohan dæmd fyrir skartgripaþjófnað Lindsay Lohan hefur verið dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð sem hún var dæmd til að sæta árið 2007. Hún var fundin sek um að hafa stolið hálsmeni úr skartgripabúð í janúar. Til viðbótar við fangelsisdóminn, sem er sá fjórði sem hún fær, var Lohan dæmd til að gegna samfélagsþjónustu í 480 klukkustundir. Erlent 23.4.2011 09:41
Enginn ógnar Obama ennþá Þrátt fyrir þverrandi vinsældir er Barack Obama Bandaríkjaforseti enn sigurstranglegastur meðal líklegra frambjóðenda í forsetakosningum næsta árs. Helgast það fyrst og fremst af óánægju repúblikana með þá valkosti sem nú eru í boði. Erlent 23.4.2011 03:30
Naktir í ræktinni: Fjórir í fyrsta tímanum Eigendandi líkamsræktarstöðvar í Baskalandi, á Norður-Spáni, hefur farið heldur óhefðbundna leið til að reyna að ná til nýrra viðskiptavina í kreppunni. Á líkamsræktarstöðinni Easy Gym í Arrigorriaga er nú hægt að fara nakinn í ræktina. "Ég er sjálf ekki strípalingur, en mér finnst þetta samt ekkert tiltökumál. Þetta frumkvæði snýst bara um að græða peninga," segir Merche Laesca, eigandi Easy Gym í samtali við BBC. Laesca vann heimavinnuna áður en hún ákvað að fara þessa leið, en hún komst að því að í nágrenninu eru tvær sundlaugar þar sem fólki býðst mánaðarlega að fara nakið í laugina, og njóta þessir sérstöku nektartímar mikilla vinsælda. Þá eru minnst tólf strendur á svæði Baska þar sem fólk hittist nakið, fer í sólbað og spilar á spil. Ofan á allt saman er síðan árlegt fjöldahlaup um ströndina í borginni Sopelana. Laesca var því handviss um að hún hefði þarna fundið hið fullkomna viðskiptatækifæri. Hún varð því fyrir nokkrum vonbrigðum þegar aðeins fjórir mættu í fyrsta tímann. "Þeim sem mættu fannst þetta samt alveg frábært,“ segir hún. Frá og með næsta mánuði verður Easy Gym opið seinni hluta laugardags og allan sunnudaginn sérstaklega fyrir þá sem vilja æfa naktir. Eigandi hefðbundinnar líkamsræktarstöðvar segir í samtali við BBC, af þessu tilefni, að honum finnist fátt óhreinlegra en nakið fólk í tækjasalnum. "Þegar þú ert að æfa fer svitinn í fötin þín. Hvert fer svitinn ef þú ert nakinn? Á tækin? Á gólfið? Á fólkið sem er að æfa næst þér?,“ spyr hann. Laseca hefur þó séð fyrir þessu og býður fólki handklæði til að setja á tækin. Þannig er líka komið í veg fyrir að fólk renni til. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort viðskiptin glæðis hjá Easy Gym. Ljóst er að framtakið hefur vakið mikla athygli og þegar hefur jógakennari haft samband við Laseca og boðist til að kenna hinum nöktu jóga. Erlent 22.4.2011 22:00
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. Erlent 22.4.2011 19:30
Einstakur viðburður í sögunni: Páfinn svarar spurningum í sjónvarpinu Benedikt páfi XVI hefur verið skráður á spjöld sögunnar sem fyrsti páfinn til að koma fram í sjónvarpsþætti og svara aðsendum spurningum. Þátturinn var sýndur á ítölsku sjónvarpsstöðinni Rai síðdegis í dag, á föstudaginn langa. Þúsundir sendu inn spurningar og voru sjö valdar úr. Þátturinn var ekki í beinni útsendingu heldur var það tekið upp fyrir viku þegar páfinn sat í bókasafni sínu í Vatíkaninu og svaraði spurningunum. Athygli vakti að engar spurningar komust í gegn sem tengdust kynferðislegu ofbeldi sem kaþólskir prestar hafa beitt sóknarbörn sín. Fyrsta spurningin sem páfinn svaraði kom frá sjö ára japanskri stúlku sem hafði orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar jarðskjálftans mikla og flóðbylgjunnar í Japan. Hún spurði páfann af hverju hún og önnur börn þyrftu að vera svona hrædd. Páfinn sagðist sjálfur hafa spurt sig nákvæmlega þessarar spurningar. „Við höfum ekki svörin en við vitum að Jesús þurfti að þjást rétt eins og þú," sagði hann við litlu stúlkuna. Önnur spurningin var frá ítalskri móður drengs sem hefur verið í dái um langan tíma. Móðirin spurði hvort sonur hennar hefði enn sál, og sagði páfinn að sálin hefði hana sannarlega enn. „Ástandi hans má kannski helst líkja við ástand gítars með slitna strengi, og því gefur hann ekki lengur frá sér tóna," sagði hann. Sál drengsins gæti ekki lengur spilað, ef svo mætti að orði komast, en hún væri enn á sínum stað. Sjónvarpskonan Rosario Carello átti frumkvæði að því að fá páfann í þáttinn, og segir hún að páfinn hafi einfaldlega svarað spurningu hennar játandi þegar hún bað hann að koma í þáttinn. Hingað til hefur Benedikt fáfi XVI ekki veitt fjölmiðlamönnum viðtöl nema í flugvélum á ferðalögum hans erlendis, að því er BBC greinir frá. Erlent 22.4.2011 18:09
Tala látinna á Sýrlandi hækkar enn: Mótmælendur skotnir í tugatali Áfram berast fregnir af mannfalli á Sýrlandi og er tala látinna nú komin upp í 40. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að öryggissveitir hefði skotið minnst 15 mótmælendur í höfuðborginni Damaskus. Samkvæmt fréttavef BBC er nú búið að skjóta fjörutíu manns en öryggissveitirnar réðust að mótmælendum með byssum og táragasi. Um 40 þúsund manns höfðu safnast saman í úthverfi borgarinnar. Mikil ólga ríkir í landinu og síðustu vikur hafa tugir þúsunda Sýrlendinga hópast út á götur og krafist þess að forseti landsins víki. Samkvæmt Amnesty International hafa 220 manns verið drepnir í Sýrlandi á síðustu vikum. Erlent 22.4.2011 16:22
Konungleg brúðkaupspítsa - kjóllinn úr osti Eigendur Papa John´s Pizza í Bretlandi fengu til liðs við sig matarlistamann sem gerði mósaíklistaverk úr áleggi sem sýndi brúðhjónin verðandi, Willam prins og Kate Middleton. Konunglega brúðkaupið fer fram þann 29. apríl og hefur gripið um sig eins konar æði í Bretlandi vegna þessa. Fjöldi fyrirtækja hefur reynt að nýta brúðkaupið til að vekja athygli á vörum sínum og þjónustu, og er leið Papa John´s Pizza vægast sagt frumleg. Á pizzunni góðu er brúðarslör Kate gert úr sveppum og kjóllinn hennar úr osti, en fatnaður Williams er búinn til úr salami-pylsu og papriku. Pizzuna þarf að sérpanta. Erlent 22.4.2011 15:40
Fimmtán mótmælendur drepnir á Sýrlandi Fimmtán mótmælendur á Sýrlandi, hið minnsta, eru látnir eftir að öryggissveitir réðust að þeim með skotvotpnum og táragasi. Dauðsföllinn áttu sér stað í höfuðborginni Damascus, samkvæmt Sky News fréttastofunni. Um fjörutíu þúsund mótmælendur höfðu safnast saman í Douma, úthverfu Damascus, og söngluðu: Fólkið vill stjórnina frá Þetta er sama ákall mótmælenda og áður kom frá borgurum í Egyptalandi og Túnis. Fregnir berast af mótmælum um allt Sýrlandi, meðal annars í strandborginni Banaias, þar sem mótmælin hófust fyrir um mánuði. Erlent 22.4.2011 15:14
Harmleikur í Frakklandi: Þrjú lík og fótleggur í bakgarðinum Franska lögreglan leitar fjölskylduföðurs eftir að þrjú lík og fótleggur, sem talin eru vera af eiginkonu hans og börnum, fundust í bakgarði fjölskyldunnar. Erlent 22.4.2011 13:16
Leita að líkum neðansjávar Bandarískir og japanskir vísindamenn leita nú að líkum í norðurhluta Japans með aðstoð neðansjávarvélmennis. Erlent 22.4.2011 06:00
Sýknaðir af hópnauðgun í Pakistan Hæstiréttur Pakistans sýknaði fimm af sex mönnum sem voru áður dæmdir fyrir að nauðga Mukhtaran Mai árið 2002. Mai var nauðgað eftir að Mastoi ættbálkurinn fyrirskipaði að henni skyldi verða hópnauðgað vegna þess að bróðir hennar, sem var þá tólf ára gamall, átti að hafa átt í ástarsambandi við konu af sama ættbálki og fyrirskipaði nauðgunina. Erlent 21.4.2011 23:00
Harðasti lögreglustjóri Bandaríkjanna heldur sérkennilega keppni Bandaríski lögreglustjórinn Joe Arpaio, sem er kallaður harðasti lögreglustjóri Bandaríkjanna í þarlendum fjölmiðlum, hefur tekið upp á sérkennilegri nýlundu í Arizona. Erlent 21.4.2011 21:00
Syfjaðir flugumferðastjórar reknir Bandaríska flugumferðaeftirlitið hefur rekið tvo flugumferðastjóra fyrir að sofa í vinnunni. Málið hefur verið hið vandræðalegasta fyrir flugmferðastjórn í Bandaríkjunum en í ljós kom að annar þeirra svaf á sama tíma og flugvél þurfti að lenda. Erlent 21.4.2011 17:02
Náðu landamærastöð á sitt vald Uppreisnarherinn í Líbíu er sagður hafa náð landamærastöð við landamæri Túnis og Líbíu á sitt vald. Erlent 21.4.2011 17:01
Sekt fyrir að búa í kringum kjarnorkuverið í Fukushima Stjórnvöld í Japan hafa lýst svæði umhverfis kjarnorkuverið í Fukushima, í tuttugu kílómetra radíus, sem bannsvæði. Erlent 21.4.2011 09:53
Elísabet á afmæli í dag Elísabet Bretadrottning fagnar áttatíu og fimm ára afmæli sínu í dag. Hún hefur ríkt sem drottning í 59 ár eða síðan í febrúar 1952. Erlent 21.4.2011 09:49
Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Erlent 21.4.2011 00:30
Þurfa að sannfæra Bandaríkin Ísraelar og Palestínumenn féllust síðastliðið haust á að ljúka friðarsamningum í september á þessu ári. Ekkert hefur gengið í samningaviðræðum, en Palestínumenn virðast ætla að láta reyna á það hvort öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fallist ekki á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu þegar þessi frestur er liðinn. Erlent 21.4.2011 00:00
Frakkar og Ítalir senda ráðgjafa til Líbíu Frakkar og Ítalir segjast ætla að senda hermenn til Líbíu til þess að vera uppreisnarmönnum til ráðgjafar í baráttunni gegn Gaddafí einræðisherra. Um fáa menn er að ræða, um það bil tíu frá hvoru landi en Bretar hafa þegar tilkynnt um svipaðar aðgerðir. Erlent 20.4.2011 13:35
Norðurlönd leiðandi í loftárásum í Líbíu Flugsveitir frá Danmörku og Noregi eru leiðandi í loftárásum á hersveitir Moammars Gaddafis í Líbíu. Hvort land um sig sendi sex F-16 orrustuþotur í stríðið. Erlent 20.4.2011 10:26
Fundu stærstu könguló sem lifað hefur á jörðinni Vísindamenn hafa lýst steingerðri könguló sem nýlega fannst í Kína sem stærstu könguló sem nokkurn tíma lifði á jörðinni. Erlent 20.4.2011 07:43
Obeidi gagnrýnir Breta harðlega Abdul Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, gagnrýnir harðlega þau áform breskra stjórnvalda að senda sveit hernaðarráðgjafa til Benghazi. Erlent 20.4.2011 07:40
Michelle Obama forsetafrú slapp með skrekkinn Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna slapp með skrekkinn þegar Boeing 737 flugvél sem hún var í þurfti að hætta við lendingu í miðjum klíðum á Andrews herflugvellinum á mánudag. Erlent 20.4.2011 07:38
Morðingi rændi fórnarlömbin Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðvikudagskvöld. Erlent 20.4.2011 00:45