Erlent Enn rafmagnslaust í Bandaríkjunum eftir snjóstorm Tæpar tvær milljónir heimila eru án rafmagns í norðurausturhluta Bandaríkjanna. Skólum var lokað í Maine-fylki og Vestur-Virginíu. Tré sem féllu í storminum gerðu bílstjórum erfitt fyrir. Erlent 1.11.2011 14:56 Síamstvíburar gangast undir aðgerð í Stanford Á næstu dögum munu læknar á barnaspítalanum í Stanford reyna að aðskilja systurnar Angelinu og Angelicu Sabuco. Systurnar eru samvaxnar á brjósti og kviði. Þær hafa sameiginlega lifur, þind og bringubein. Erlent 1.11.2011 14:31 Skotárásir á hrekkjavöku Hrekkjavakan í New Orleans og Washington í Bandaríkjunum endaði með hörmungum í gær. Tveir létust í skotárásum á götum New Orleans en báðar áttu sér stað meðal grímuklæddra fagnenda. Ekki vitað um tildrög árásanna en einn maður var handtekinn. Erlent 1.11.2011 14:00 Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. Erlent 1.11.2011 13:40 Hótar að kæra Kardashian Grínistinn Rob Delaney hefur hótað að kæra athafnakonuna Kim Kardashian ef hún skilur við eiginmann sinn, Kris Humphries. Erlent 1.11.2011 13:38 Beiðni um lögleiðingu kannabis hafnað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa synjað nokkrum beiðnum um lögleiðingu kannabis síðan verkefnið „We the People" var sett á laggirnar. Í dag var því sjöunda synjað. Erlent 1.11.2011 13:21 Obama sem uppvakningur veldur hneykslun Repúblikanaflokkur Virginíufylkis hefur fordæmt tölvupóst sem sendur var á meðlimi flokksins í Loudoun sýslu. Í póstinum var boðað til skrúðgöngu á Hrekkjavöku í gær. Í honum mátti einnig finna mynd af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í gervi uppvaknings. Hluta úr höfuðkúpu forsetans vantar og skotsár er á höfði hans. Erlent 1.11.2011 12:54 Samsung hannar sveigjanlega snertiskjái Samsung tilkynnti fyrir stuttu að næsta kynslóð snjallsíma muni hafa sveigjanlega snertiskjái. Robert Yi, talsmaður Samsung, sagði að fyrstu símarnir með slíkum skjá muni koma á markað á næsta ári. Erlent 1.11.2011 11:40 Manukura gekkst undir aðgerð Manukura, eini hvíti Kiwi-fugl veraldar, gekkst undir skurðaðgerð í gær á Nýja-Sjáland. Aðgerðin heppnaðist en tvísýnt var um lífslíkur Manukura á köflum. Erlent 1.11.2011 11:13 Verkfræðingur skipaður forsætisráðherra í Líbíu Þjóðarráðið í Líbíu hefur valið Abdurrahim El-Keib til að taka tímabundið við forsætisráðherrastól landsins. El-Keib lofaði að landið muni fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi þegna sinna. Erlent 1.11.2011 10:29 Ráðstefna um netöryggi haldin í Lundúnum Yfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að alþjóðleg ráðstefna um tölvuárásir verði haldin í Lundúnum. Fulltrúar frá 60 þjóðum munu mæta á ráðstefnuna til að ræða um öryggi í netheimum. Erlent 1.11.2011 10:10 Hættur að reykja og minna kólesteról Barack Obama er við helstaheilsu. Bandaríkjaforsetinn gekkst undir læknisskoðun fyrir stuttu og voru niðurstöðurnar birtar í tveggja blaðsíðna skýrslu. Erlent 1.11.2011 09:48 Jarðskjálfti á landamærum Kína og Kasakstan Jarðskjálfti gekk yfir norðvesturhluta Kína í dag. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna var skjálftinn 6.0 stig. Erlent 1.11.2011 09:04 Tölvuþrjótur braust inn í tölvukerfi vopna- og efnaframleiðenda Kínverskum tölvuþrjót tókst að brjótast inn í tölvukerfi 48 vopna- og efnaframleiðenda á Vesturlöndunum. Erlent 1.11.2011 07:50 Hafa áhyggjur af miklu magni vopna í Líbíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum yfir því mikla magni vopna sem til er í Líbíu og hverning eigi að koma í veg fyrir ólöglega sölu á þessum vopnum. Sérstaklega í hendur meðlima samtaka á borð við al-kaída. Erlent 1.11.2011 07:39 Vélmenni rugga börnum í svefn á dönskum dagvistarheimilum Fimm dagvistarheimili ungbarna í Skanderborg og Silkeborg í Danmörku nota nú vélmenni til að rugga börnunum í svefn. Vélmennin voru þróuð og smíðuð hjá tölvu- og tæknideildinni í Skanderborg. Erlent 1.11.2011 07:37 Anonymous ræðst á stærsta fíkniefnagengi Mexíkó Tölvuþrjótahópurinn Anonymous hefur hótað stærsta fíkniefnagengi Mexíkó að upplýsa allt um starfssemi þess. Erlent 1.11.2011 07:12 Sauðfé er gáfaðra en áður var talið Sauðfé hefur hingað til ekki þótt stíga í vitið samanber orðasambandið að vera sauðheimskur. Ný rannsókn sýnir hinsvegar að sauðfé er mun gáfaðra en talið var. Erlent 1.11.2011 07:10 Skekkjumörk upp á tugi milljóna manna Á Filippseyjum ákváðu stjórnvöld að „eigna sér“ sjö milljarðasta barn jarðar, sem mannfjöldafræðingum reiknast til að hafi fæðst í fyrrinótt. Erlent 1.11.2011 06:00 Enn ekki búið að yfirheyra þann grunaða Fátt nýtt hefur komið í ljós um morðið sem framið var í Ósló um nýliðna helgi, en þar var 22ja ára maður stunginn til bana. Annar særðist illa en komst undan. Erlent 1.11.2011 05:30 Suu Kyi fundar með valdhöfum Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðishreyfingarinnar í Mjanmar, fundaði í fyrradag með vinnumálaráðherra landsins um lýðræðisumbætur. Þau ræddu einnig sakaruppgjöf pólitískra fanga, friðarviðræður við vopnaða hópa og efnahagsmál. Erlent 1.11.2011 05:15 Bandaríkin hætta að styðja UNESCO Aðalráðstefna UNESCO samþykkti í gær fulla aðild Palestínu að stofnuninni. Aðildin markar þáttaskil í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæðu ríki. Erlent 1.11.2011 04:00 Faldi hálft kíló af kóki í hárinu Spænsk kona var handtekin á Gardermoen-flugvelli við Ósló fyrir skemmstu vegna tilraunar til eiturlyfjasmygls. Erlent 1.11.2011 02:15 Rússar skjóta ómannaðri eldflaug á loft Rússar skutu ómannaðri eldflaug á loft í gær. Henni er ætlað að flytja tæplega þrjú tonn af mat, eldsneyti og vatni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Erlent 31.10.2011 17:02 Sjálfsmorðsárás við Flóttamannastofnun Að minnsta kosti fimm manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í Kandahar í Afganistan í dag. Yfirvöld segja að bíl hafi verið ekið að eftirlitsstöð hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og hún sprengd. Erlent 31.10.2011 16:35 Belgar ákveða að loka kjarnorkuverum Yfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að loka kjarnorkuverum landsins. Tvö kjarnorkuver eru í Belgíu og vonast yfirvöld til að geta lokað þremur af sjö kjarnaofnum landsins árið 2015. Erlent 31.10.2011 16:19 Palestína nú meðlimur UNESCO Palestína fékk inngöngu í UNESCO í dag. Mikill fögnuður braust út þegar kosningunni var lokið. 81 atkvæði þurfti til að tryggja aðild Palestínu að UNESCO en alls greiddu 107 fulltrúar atkvæði með aðild á meðan 14 fulltrúar voru á móti. 52 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Erlent 31.10.2011 14:51 Aðgerðum NATO lokið í Líbíu Aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Anders Fogh Rasmussen, lenti í Líbíu í dag og lýsti því yfir að aðgerðum NATO í landinu væri lokið. Sprengjuárásir NATO hjálpuðu byltingarhermönnum að koma höndum yfir fyrrverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi. Erlent 31.10.2011 14:27 Líbískur fjársjóður finnst í Egyptalandi Þjóðarráðið í Líbíu greindi frá því í dag að fornir smápeningar sem rænt var úr banka í Benghazi hafi fundist í Egyptalandi. Erlent 31.10.2011 13:28 Nýr snjallsími frá BlackBerry Research in Motion, framleiðandi BlackBerry, opinberaði nýjasta snjallsíma sinn um helgina. Síminn er kallaður P9981 og er hannaður af bílaframleiðandanum Porsche. Erlent 31.10.2011 13:05 « ‹ ›
Enn rafmagnslaust í Bandaríkjunum eftir snjóstorm Tæpar tvær milljónir heimila eru án rafmagns í norðurausturhluta Bandaríkjanna. Skólum var lokað í Maine-fylki og Vestur-Virginíu. Tré sem féllu í storminum gerðu bílstjórum erfitt fyrir. Erlent 1.11.2011 14:56
Síamstvíburar gangast undir aðgerð í Stanford Á næstu dögum munu læknar á barnaspítalanum í Stanford reyna að aðskilja systurnar Angelinu og Angelicu Sabuco. Systurnar eru samvaxnar á brjósti og kviði. Þær hafa sameiginlega lifur, þind og bringubein. Erlent 1.11.2011 14:31
Skotárásir á hrekkjavöku Hrekkjavakan í New Orleans og Washington í Bandaríkjunum endaði með hörmungum í gær. Tveir létust í skotárásum á götum New Orleans en báðar áttu sér stað meðal grímuklæddra fagnenda. Ekki vitað um tildrög árásanna en einn maður var handtekinn. Erlent 1.11.2011 14:00
Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. Erlent 1.11.2011 13:40
Hótar að kæra Kardashian Grínistinn Rob Delaney hefur hótað að kæra athafnakonuna Kim Kardashian ef hún skilur við eiginmann sinn, Kris Humphries. Erlent 1.11.2011 13:38
Beiðni um lögleiðingu kannabis hafnað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa synjað nokkrum beiðnum um lögleiðingu kannabis síðan verkefnið „We the People" var sett á laggirnar. Í dag var því sjöunda synjað. Erlent 1.11.2011 13:21
Obama sem uppvakningur veldur hneykslun Repúblikanaflokkur Virginíufylkis hefur fordæmt tölvupóst sem sendur var á meðlimi flokksins í Loudoun sýslu. Í póstinum var boðað til skrúðgöngu á Hrekkjavöku í gær. Í honum mátti einnig finna mynd af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í gervi uppvaknings. Hluta úr höfuðkúpu forsetans vantar og skotsár er á höfði hans. Erlent 1.11.2011 12:54
Samsung hannar sveigjanlega snertiskjái Samsung tilkynnti fyrir stuttu að næsta kynslóð snjallsíma muni hafa sveigjanlega snertiskjái. Robert Yi, talsmaður Samsung, sagði að fyrstu símarnir með slíkum skjá muni koma á markað á næsta ári. Erlent 1.11.2011 11:40
Manukura gekkst undir aðgerð Manukura, eini hvíti Kiwi-fugl veraldar, gekkst undir skurðaðgerð í gær á Nýja-Sjáland. Aðgerðin heppnaðist en tvísýnt var um lífslíkur Manukura á köflum. Erlent 1.11.2011 11:13
Verkfræðingur skipaður forsætisráðherra í Líbíu Þjóðarráðið í Líbíu hefur valið Abdurrahim El-Keib til að taka tímabundið við forsætisráðherrastól landsins. El-Keib lofaði að landið muni fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi þegna sinna. Erlent 1.11.2011 10:29
Ráðstefna um netöryggi haldin í Lundúnum Yfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að alþjóðleg ráðstefna um tölvuárásir verði haldin í Lundúnum. Fulltrúar frá 60 þjóðum munu mæta á ráðstefnuna til að ræða um öryggi í netheimum. Erlent 1.11.2011 10:10
Hættur að reykja og minna kólesteról Barack Obama er við helstaheilsu. Bandaríkjaforsetinn gekkst undir læknisskoðun fyrir stuttu og voru niðurstöðurnar birtar í tveggja blaðsíðna skýrslu. Erlent 1.11.2011 09:48
Jarðskjálfti á landamærum Kína og Kasakstan Jarðskjálfti gekk yfir norðvesturhluta Kína í dag. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna var skjálftinn 6.0 stig. Erlent 1.11.2011 09:04
Tölvuþrjótur braust inn í tölvukerfi vopna- og efnaframleiðenda Kínverskum tölvuþrjót tókst að brjótast inn í tölvukerfi 48 vopna- og efnaframleiðenda á Vesturlöndunum. Erlent 1.11.2011 07:50
Hafa áhyggjur af miklu magni vopna í Líbíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum yfir því mikla magni vopna sem til er í Líbíu og hverning eigi að koma í veg fyrir ólöglega sölu á þessum vopnum. Sérstaklega í hendur meðlima samtaka á borð við al-kaída. Erlent 1.11.2011 07:39
Vélmenni rugga börnum í svefn á dönskum dagvistarheimilum Fimm dagvistarheimili ungbarna í Skanderborg og Silkeborg í Danmörku nota nú vélmenni til að rugga börnunum í svefn. Vélmennin voru þróuð og smíðuð hjá tölvu- og tæknideildinni í Skanderborg. Erlent 1.11.2011 07:37
Anonymous ræðst á stærsta fíkniefnagengi Mexíkó Tölvuþrjótahópurinn Anonymous hefur hótað stærsta fíkniefnagengi Mexíkó að upplýsa allt um starfssemi þess. Erlent 1.11.2011 07:12
Sauðfé er gáfaðra en áður var talið Sauðfé hefur hingað til ekki þótt stíga í vitið samanber orðasambandið að vera sauðheimskur. Ný rannsókn sýnir hinsvegar að sauðfé er mun gáfaðra en talið var. Erlent 1.11.2011 07:10
Skekkjumörk upp á tugi milljóna manna Á Filippseyjum ákváðu stjórnvöld að „eigna sér“ sjö milljarðasta barn jarðar, sem mannfjöldafræðingum reiknast til að hafi fæðst í fyrrinótt. Erlent 1.11.2011 06:00
Enn ekki búið að yfirheyra þann grunaða Fátt nýtt hefur komið í ljós um morðið sem framið var í Ósló um nýliðna helgi, en þar var 22ja ára maður stunginn til bana. Annar særðist illa en komst undan. Erlent 1.11.2011 05:30
Suu Kyi fundar með valdhöfum Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðishreyfingarinnar í Mjanmar, fundaði í fyrradag með vinnumálaráðherra landsins um lýðræðisumbætur. Þau ræddu einnig sakaruppgjöf pólitískra fanga, friðarviðræður við vopnaða hópa og efnahagsmál. Erlent 1.11.2011 05:15
Bandaríkin hætta að styðja UNESCO Aðalráðstefna UNESCO samþykkti í gær fulla aðild Palestínu að stofnuninni. Aðildin markar þáttaskil í baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæðu ríki. Erlent 1.11.2011 04:00
Faldi hálft kíló af kóki í hárinu Spænsk kona var handtekin á Gardermoen-flugvelli við Ósló fyrir skemmstu vegna tilraunar til eiturlyfjasmygls. Erlent 1.11.2011 02:15
Rússar skjóta ómannaðri eldflaug á loft Rússar skutu ómannaðri eldflaug á loft í gær. Henni er ætlað að flytja tæplega þrjú tonn af mat, eldsneyti og vatni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Erlent 31.10.2011 17:02
Sjálfsmorðsárás við Flóttamannastofnun Að minnsta kosti fimm manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í Kandahar í Afganistan í dag. Yfirvöld segja að bíl hafi verið ekið að eftirlitsstöð hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og hún sprengd. Erlent 31.10.2011 16:35
Belgar ákveða að loka kjarnorkuverum Yfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að loka kjarnorkuverum landsins. Tvö kjarnorkuver eru í Belgíu og vonast yfirvöld til að geta lokað þremur af sjö kjarnaofnum landsins árið 2015. Erlent 31.10.2011 16:19
Palestína nú meðlimur UNESCO Palestína fékk inngöngu í UNESCO í dag. Mikill fögnuður braust út þegar kosningunni var lokið. 81 atkvæði þurfti til að tryggja aðild Palestínu að UNESCO en alls greiddu 107 fulltrúar atkvæði með aðild á meðan 14 fulltrúar voru á móti. 52 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Erlent 31.10.2011 14:51
Aðgerðum NATO lokið í Líbíu Aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Anders Fogh Rasmussen, lenti í Líbíu í dag og lýsti því yfir að aðgerðum NATO í landinu væri lokið. Sprengjuárásir NATO hjálpuðu byltingarhermönnum að koma höndum yfir fyrrverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi. Erlent 31.10.2011 14:27
Líbískur fjársjóður finnst í Egyptalandi Þjóðarráðið í Líbíu greindi frá því í dag að fornir smápeningar sem rænt var úr banka í Benghazi hafi fundist í Egyptalandi. Erlent 31.10.2011 13:28
Nýr snjallsími frá BlackBerry Research in Motion, framleiðandi BlackBerry, opinberaði nýjasta snjallsíma sinn um helgina. Síminn er kallaður P9981 og er hannaður af bílaframleiðandanum Porsche. Erlent 31.10.2011 13:05