Erlent

Vill árásir á vestræn flugfélög

Íranskur klerkur hefur hvatt til árása á skrifstofur bandarískra og evrópskra flugfélaga. Bandaríkin og Evrópusambandið neita að afgreiða eldsneyti til íranskra flugvéla. Það er liður í refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna vegna deilna um kjarnorkuáætlunar Írans.

Erlent

Glæpagengi hindra hjálparstarf

Sameinuðu þjóðirnar eiga í mikilum erfiðleikum við að hjálpa milljónum manna sem líða hungur og vatnsskort í Sómalíu. Þar vaða uppi vopnaðir hópar sem ekkert er hægt að treysta. Sameinuðu þjóðirnar neita að senda starfsmenn sína til svæða þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra.

Erlent

Skógrækt mun þýðingarmeiri en áður var talið

Skógrækt og verndun skóga eru mun þýðingarmeiri í baráttunni gegn loftlagsbreytingum en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn sem tímaritið Nature Geoscience hefur birt en þar kemur fram að eyðing skóga hefur mun verri afleiðingar í för með sér en til þessa hefur verið sýnt fram á.

Erlent

Murdoch vissi ekki neitt

Fyrirtækið News Corp sem heldur utanum rekstur fjölmiðla Rúperts Murdoch segir að óvandað fólk í lágum stöðum innan fyrirtækisins hafi svikið og gabbað stjórnendur þess, þar á meðal Murdoch sjálfan.

Erlent

Borders bókabúðunum lokað

Næst stærsta bókabúðakeðja Bandaríkjanna er komin í þrot. Um 10 þúsund manns missa vinnuna þegar 399 bókabúðum í Bandríkjunum verður lokað. Verslanakeðjan Borders var opnuð árið 1971 og á velmektrarárum sínum rak hún yfir 1.250 verslanir í Bandaríkjunum.

Erlent

Fylgi breska Íhaldsflokksins stendur í stað

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska blaðsins The Guardian stendur fylgi Íhaldsflokksins í stað, Verkamannaflokkurinn tapar þremur prósentustigum en Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun.

Erlent

Murdoch feðgar og Brooks fyrir þingnefnd í dag

Þeir Rupert og James Murdoch eigendur News Corporation og Rebakah Brooks fyrrum ritstjóri News of the World munu koma fyrir þingnefnd á breska þinginu í dag til að svara spurningum þingmanna um hlerunarhneykslið hjá blaðinu New of the World.

Erlent

Sinnuleysi vegna neyðar í Sómalíu, Keníu og Eþíópíu

"Söfnunin hefur gengið mjög hægt, enda hefur hún ekki fengið mikla kynningu í fjölmiðlum,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Barnaheill, sem nú reynir að útvega fé til aðstoðar fólki í Sómalíu, Kenía og Eþíópíu.

Erlent

Petraeus lætur af störfum í Afganistan

David Petraeus hershöfðingi lét af störfum í gær sem yfirmaður fjölþjóðaliðsins í Afganistan. Við stöðu hans tekur John Allen. Petraeus tekur hins vegar við stöðu yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Erlent

Fjölmiðlaveldi í uppnámi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kallaði þjóðþing landsins saman á neyðarfund í gær til að ræða hleranamálið, sem hefur ekki aðeins grafið undan trausti fólks á fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch, sem kannski var þó eitthvað takmarkað fyrir, heldur einnig til bresku lögreglunnar og forsætisráðherrans sjálfs. Tíu manns hafa verið handteknir vegna málsins síðan í byrjun apríl, bæði vegna rannsóknar á símahlerunum blaðamanna fjölmiðlasamsteypunnar og vegna rannsóknar á því hvort breskir lögreglumenn hafi þegið fé frá fjölmiðlum Murdochs í skiptum fyrir upplýsingar.

Erlent

Tugir hlaupast úr Sýrlandsher

Fjöldi sýrlenskra hermanna var sendur með þyrlum í gær til bæjarins al-Boukamal þar sem tugir hermanna höfðu gerst liðhlaupar og gengið til liðs við mótmælendur.

Erlent

Segir Dani hlusta á ESB

Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir dönsk stjórnvölda eiga í nánu og góðu samstarfi við Evrópusambandið. Aukið eftirlit við dönsku landamærin breyti þar engu um. Stjórnvöld muni hlusta á athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Erlent

Vildi bensíntankinn fullan af áfengi

Ellilífeyrisþegi frá Kúveit stoppaði bíl sinn við bensíndælu á bensínstöð í litlum bæ í landinum á dögunum. Þegar að afgreiðslumaðurinn gekk til hans og bauð honum aðstoð sína tjáði ökumaðurinn honum að hann skyldi bara fylla bílinn. En þegar afgreiðslumaðurinn var búinn að dæla bensíni á bílinn í nokkrar sekúndur varð ökumaðurinn alveg brjálaður.

Erlent

Fundað í kjaradeilu flugmanna

Fundur í kjaradeilu flugmanna og Icelandair stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Óvíst er hvenær honum lýkur. Ef ekki næst samkomulag á fundinum kemur boðað yfirvinnubann flugmanna til framkvæmda klukkan tvö á morgun.

Erlent

Gáfu mæðrum röng börn

Sjúkrahús í Victoria fylki í Ástralíu hefur viðurkennt að hafa fyrir mistök afhent tveimur mæðrum röng börn á fæðingadeild sinni síðastliðinn föstudag. Rannsóknir þarlendra miðla hafa í kjölfarið leitt í ljós að auðkennisruglingurinn ekkert einsdæmi á svæðinu.

Erlent

Hergeymslur eyðilagðar

Herþotur á vegum NATO sprengdu snemma í gærmorgun vopnabúr og geymslur stjórnarhersins í austurhluta Trípolí, höfuðborgar Líbíu. Einnig var sprengjum varpað á fleiri skotmörk í borginni, þar sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafast við.

Erlent

97 ára gamall ungverskur nasisti sýknaður

Hinn 97 ára gamli Sandor Kepiro var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í Búdapest í dag, en hann var sakaður um að hafa fyrirskipað aftöku rúmlega 30 gyðinga og Serba í Serbíu árið 1942.

Erlent

Rauða nornin látin laus

Rebekha Brooks sem breskir fjölmiðlar eru farnir að kalla Rauðu nornina hefur verið látin laus gegn tryggingu. Hún var handtekin í gær vegna gruns um að hafa átt aðild að símhlerunum og tölvuhakki.

Erlent

Bretar segja nei við herstjórnarstöð ESB

Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni koma í veg fyrir að Evrópusambandið komi sér upp varanlegri herstjórnarstöð vegna þess að það myndi veikja Atlantshafsbandalagið. William Hague utanríkisráðherra Bretlands sagði í dag að herstjórnarstöðin væri rauð lína sem Bretar myndu ekki stíga yfir.

Erlent

Hitnar undir David Cameron

John Yates aðstoðarlögreglustjóri í Lundúnum hefur sagt af sér vegna hlerunarhneykslisins sem nú skekur Bretland. Yfirmaður hans Sir Paul Stephenson, lögreglustjóri sagði af sér í gær af sömu ástæðu.

Erlent

Íranar ráðast inn í Írak

Íranskar hersveitir hafa ráðist á og hertekið þrjár bækistöðvar íranskra Kúrda í Írak. Íranska ríkisfréttastöðin IRNA hefur eftir írönskum ofursta að fjöldi Kúrda hafi verið felldir og aðrir teknir til fanga.

Erlent

Sækjast eftir að myrða háttsetta

Náinn ráðgjafi og vinur Hamids Karzai forseta Afganistans hefur verið myrtur. Tveir byssumenn með sprengjubelti vafin um sig ruddudst inn á heimili ráðgjafans og skutu hann til bana.

Erlent