Erlent

Ísraelar vilja banna of grannar fyrirsætur

Ísraelski þingmaðurinn, Rachel Adato, berst nú fyrir því að fá frumvarp samþykkt þar í landi þar sem of grannar fyrirsætur verða beinlínis bannaðar með lögum. Hún segist trúa því að frumvarpið bjargi mannslífum og verndi ungar fyrirsætur sem og börn sem finnist líkamsvöxtur grannra sýningastúlkna eftirsóknarverður.

Erlent

Albert Einstein mættur á internetið

Fræðimenn við háskólann í Jerúsalem hafa lokið skráningu rúmlega 80.000 skjala frá vísindamanninum Albert Einstein. Gögnin verða öllum aðgengileg á heimasíðu háskólans.

Erlent

Obama breiddi yfir Cameron

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í dag að kollegi hans í Bandaríkjunum, Barack Obama, hefði breitt yfir hann þegar þeir flugu með flugvél Bandaríkjaforseta.

Erlent

Öflugur skjálfti í Mexíkó

Jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir nærri Mexíkó borg á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt Boston Herald flýðu starfsmenn háhýsa í ofboði út á götur þar sem háhýsin sveifluðust í sterkum skjálftanum sem var langur, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Erlent

Árásir gerðar víðsvegar um Írak

Að minnsta kosti 38 manns liggja í valnum eftir sprengjuárásir víðsvegar um Írak í morgun. Tvær bílsprengjur sprungu í borginni Kerbala, ein í Kirkuk, ein í Bagdad og fleiri árásir voru gerðar í smærri bæjum í landinu.

Erlent

Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum.

Erlent

NASA birtir atlas næturhiminsins

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt samsetta mynd sem WISE gervihnötturinn tók á tíu mánaða tímabili. Myndin sýnir næturhimininn í allri sinni dýrð.

Erlent

Fyrirsæta sökuð um að hafa stjórnað glæpahring

Simone Farrow, fyrrverandi baðfatamódel, var handsömuð í Ástralíu í gær. Hún flúði úr landi eftir að hún handtekin í Hollywood árið 2009. Saksóknari segir að hún sé heilinn á bak við alþjóðlegan glæpahring.

Erlent

Gandálfur kemur Hobbitanum til bjargar

Kvikmyndafyrirtæki í Hollywood og lítil krá í Bretlandi eiga í harðvítugri deilu um notkun á persónum úr hugmyndaheimi J.R.R. Tolkiens, höfundi Hringadróttinssögu og The Hobbit.

Erlent

Sama byssan notuð í árásum á hermenn

Talið er að byssan sem notuð var í skotárás í skóla fyrir gyðinga í frönsku borginni Toulouse í morgun hafi verið notuð í tveimur eldri árásum. Sama er að segja um vélhjólið sem árásarmaðurinn notaði en hjólinu og byssunni var stolið fyrir nokkru. Fjórir létust í árásinni í morgun og sautján ára piltur særðist alvarlega.

Erlent

Fordæma aftökur í Hvíta Rússlandi

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Hvíta Rússlandi þess efnis að taka af lífi tvo menn sem sakfelldir voru fyrir mannskæðar sprengjuárásir í neðanjarðarlestarstöð í höfuðborginni Minsk í fyrra.

Erlent