Erlent

Dómstólarnir fái að ráða sínu

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur staðfastlega neitað að tjá sína persónulegu skoðun á því að fjöldamorðinginn Anders Breivik hafi verið úrskurðaður ósakhæfur.

Erlent

Búðir mótmælenda rýmdar

Lögreglan í Los Angeles og Philadelphiu réðust á búðir mótmælendahreyfingarinnar Occupy Wall Street í gær til að rýma búðirnar, sem voru orðnar þær stærstu í Bandaríkjunum eftir að lögreglan í New York og fleiri borgum hafði fjarlægt búðir mótmælenda þar.

Erlent

Ótti við sektir hvetur kjósendur

Ótti almennings í Egyptalandi við sektir, sem herforingjastjórnin hefur hótað að leggja á hvern þann sem ekki tekur þátt í þingkosningunum, kann að eiga sinn þátt í því hve góð kosningaþátttakan hefur verið þessa tvo fyrstu daga.

Erlent

Víðtækasta verkfall á síðari tímum hafið í Bretlandi

Víðtækasta verkfall á síðari tímum í Bretlandi hófst á miðnætti í gærkvöldi. Talið er að hátt í tvær milljónir opinberra starfsmanna í landinu muni taka þátt í því með tilheyrandi truflunum á starfsemi sjúkrahúsa, skóla, flugvalla og skrifstofum hins opinbera.

Erlent

Leifar Francos verði færðar til

Nefnd á vegum spænskra stjórnvalda hefur lagt til að jarðneskar leifar einræðisherrans Francisco Franco verði fjarlægðar úr grafreit í nágrenni Madríd og afhentar afkomendum hans. BBC segir frá. Franco liggur nú ásamt 34.000 mönnum sem létust í borgarastríðinu, en samkvæmt skýrslu nefndarinnar er það ekki við hæfi því að Franco lést ekki í stríðinu.

Erlent

Skaðaði ekki þjóðaröryggi

Bradley Manning, sem sakaður er um að hafa komið hundruðum þúsunda trúnaðargagna þarlendra yfirvalda í hendur Wikileaks-manna, segir þrjár skýrslur frá alríkisstjórninni sýna að þjóðaröryggi Bandaríkjanna hafi ekki verið ógnað með skjalalekanum.

Erlent

Írönsk stjórnvöld harma atvikið

Mótmælendur ruddu sér í gær leið inn í sendiráð Bretlands í Teheran, höfuðborg Írans. Þar brenndu þeir breska fánann, brutu rúður og húsgögn og létu greipar sópa um innanstokksmuni. Ekki er vitað til þess fólk hafi slasast þó að bensínsprengjum og grjóti hafi verið kastað á sendiráðið.

Erlent

Forfeður hunda tamdir í Asíu

Forfeður allra hunda bjuggu í suðurhluta Kína, sunnan við Jangtse-fljótið, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sænskra vísindamanna á genum hunda. Talið er að hægt sé að rekja ættir allra nútímahunda til úlfa sem menn á þessu svæði tömdu.

Erlent

Gbago framseldur til Haag

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi gaf í gær út handtökuskipun á hendur Laurent Gbago, fyrrverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar.

Erlent

Fahrenheit 451 endurútgefin sem rafbók

Rithöfundurinn Ray Bradbury virðist hafa gefist upp í baráttu sinni við rafvæðingu ritverka. Útgáfufyrirtækið Simon & Schuster tilkynnti í dag að vinsælasta skáldsaga Bradbury, Fahrenheit 451, verði endurútgefin sem rafbók.

Erlent