Erlent Mannskætt rútuslys í Víetnam Að minnsta kosti 34 fórust og 20 eru slasaðir eftir að rúta lenti úti í Serepok ánni í Víetnam í nótt. Rútan var á leið til höfuðborgarinnar Ho Chi Minh þegar bílstjórinn missti stjórnina á leið yfir brú á ánni. Erlent 18.5.2012 08:07 Segir vitnum bæði mútað og hótað Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, lýsir samúð sinni með fólki í Síerra Leóne, sem orðið hefur fyrir þjáningum af völdum glæpa. Erlent 18.5.2012 06:00 Donna Summer látin Diskósöngkonan Donna Summer lést á heimili sínu í dag eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Hún vann til fimm Grammy verðlauna á ferli sínum. Donna Summer var 64 ára þegar hún lést. Erlent 17.5.2012 16:40 Bráðabirgðastjórn tekin við völdum Bráðabirgðaríkisstjórn tók til starfa í Grikklandi í dag. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn eftir að kosið var í byrjun maí. Búist er við því að kosið verði að nýju um miðjan júní. Erlent 17.5.2012 14:12 Réttarhöldum yfir Mladic frestað Dómari frestaði í dag réttarhöldum yfir Ratko Mladic ótímabundið vegna mistaka saksóknara. Þeir höfðu látið fyrirfarast að afhenda verjendum Mladic málskjöl. Mladic er fyrrverandi yfirmaður serbneska hersins. Hann er sakaður um þjóðarhreinsanir í stíðinu á Balkansskaga. Ekki er neitt vitað um hversu langt hlé verður gert á réttarhöldunum en verjendur fóru fram á sex mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt AP fréttastofunnar. Erlent 17.5.2012 12:26 Grikkir tæma bankareikninga Grikkir hafa undanfarna daga og vikur flykkst í hraðbanka til að taka út peninga, af ótta við að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og gamla drakman verði tekin upp í staðinn. Erlent 17.5.2012 10:00 Enn eitt áfallið fyrir Kennedyfjölskylduna Kennedyfjölskyldan varð fyrir enn einu áfallinu í nótt þegar Mary Richardson, fyrrverandi eiginkona Roberts F. Kennedy yngri, fannst látin á heimili sínu í New York fylki. Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um dánarorsök en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hún hafi fundist hangandi með snöru um hálsinn. Robert Kennedy yngri er lögfræðingur og útvarpsmaður. Hann er bróðursonur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og sonur Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Bræðurnir voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. Erlent 17.5.2012 09:51 Mladic segist enga glæpi hafa framið Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. Erlent 17.5.2012 00:15 "Ástsjúk" stúlka lést úr berklum Réttarrannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að læknar hinnar fimmtán ára gömlu Alinu Sarag töldu hana vera ástsjúka. Alina lést úr berklum og nú krefjast foreldrar hennar réttlætis. Erlent 16.5.2012 22:19 Michael Caine læstist inni í búningsherbergi í heila nótt Stórleikarinn Michael Caine lenti í því óláni á dögunum að læsast inni í búningsherbergi sínu. Caine var við tökur á kvikmynd í New Orleans í Bandaríkjunum og hafði honum verið úthlutað herbergi á hálofti gamals leikhúss sem löngu er hætt að nota. Erlent 16.5.2012 15:18 Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Erlent 16.5.2012 15:00 Kosið í Grikklandi 17. júní Þingkosningar í Grikklandi verða endurteknar þann 17. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi sem forseti landsins boðaði til í dag með leiðtorgum stjórnmálaflokka landsins. Stjórnmálaflokkar sem eru andvígir niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum þann 6. maí síðastliðinn en þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn síðan þá. Því hefur verið ákveðið að ganga aftur til kosninga um miðjan júní. Erlent 16.5.2012 14:32 Réttað yfir Mladic Aðalmeðferð hefst í dag yfir Ratko Mladic sem stýrði herjum Serba í Bosníustríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar. Réttarhöldin fara fram í Haag hjá alþjóðaglæpadómstólnum en Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Erlent 16.5.2012 10:38 Reyna að mynda bráðabirgðastjórn Forseti Grikklands hefur boðað stjórnmálaleiðtoga landsins á sinn fund í dag þar sem stendur til að mynda bráðabirgðastjórn uns hægt verður að ganga til kosninga að nýju í landinu í næsta mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið við myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á dögunum og því þurfa Grikkir að ganga aftur að kjörborðinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu óttast að flokkarnir sem voru andsnúnir björgunarpakka sambandsins til handa Grikkjum bæti enn meira fylgi við sig í kosningunum sem framundan eru. Það myndi væntanlega leiða til þess að Grikkir hætti í evrusamstarfinu. Erlent 16.5.2012 10:34 Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun. Erlent 16.5.2012 10:00 Danskur prestur neitaði að jarða lesbíu Prestur í Álaborg í Danmörku neitaði að jarða konu sem lést dögunum á þeim grundvelli að konan var samkynhneigð. Erlent 16.5.2012 09:23 Engar konur á Cannes Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes í Frakklandi hefst í dag en hátíðin í ár hefur verið gagnrýnd fyrir skort á myndum eftir konur. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Monnrise Kingdom eftir bandaríska leikstjórann Wes Anderson og með stórleikarann Bill Murrey í aðalhlutverki. Erlent 16.5.2012 09:19 Tenging milli matarvenja og sykursýki Fólk sem borðar hratt er líklegra til að þróa með sér tegund 2 af sykursýki en þeir er snæða hægt og rólega. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Litháen og kynnt á ráðstefnunni International Congress of Endocrinology. Erlent 16.5.2012 09:00 Svörtu kassarnir fundnir Björgunarlið í Indónesíu hefur fundið svörtu kassana úr rússnesku Sukhoi þotunni sem hrapaði í landinu á dögunum með þeim afleiðingum að allir um borð, fimmtíu talsins, fórust. Vélin, sem var af nýrri tegund farþegavéla sem Rússar voru að reyna að selja Indónesum, hrapaði í hlíðum eldfjalls tæpri klukkustund eftir að hafa lagt af stað í kynningarflug frá höfuðborginni Jakarta. Vonast er til að kassarnir geti varpað ljósi á hvað varð til þess að vélin hrapaði en rannsókn á kössunum ætti að taka tvær til þrjár vikur. Erlent 16.5.2012 08:08 Tvöfalt fleiri stunda vændi Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis. Erlent 16.5.2012 04:00 Sprengdu búðir sjóræningjanna Þyrlusveitir undir merkjum Evrópusambandsins gerðu árás á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu í gær og eyðilögðu meðal annars birgðageymslu. Erlent 16.5.2012 03:00 Hélt strax á fund við Merkel Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að François Hollande tók við forsetaembættinu í Frakklandi hélt hann til Þýskalands á fund við Angelu Merkel kanslara. Erlent 16.5.2012 02:00 Fjórtán teknir fyrir slagsmál Fjórtán félagar í dönskum vélhjólaklíkunum voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir hópslagsmál í Esbjerg í fyrra. Mennirnir eru annars vegar meðlimir Bandidos og stuðningshópsins Guardias Diablos og hins vegar í AK81, sem er stuðningshópur Vítisengla. Meðal hinna dæmdu er foringi Bandidos í Esbjerg og dómarnir eru frá fjórum upp í fjórtán mánuði. Erlent 16.5.2012 01:00 Brooks vísar ákærum á bug Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins. Erlent 16.5.2012 00:00 Kódak var með kjarnakljúf í New York Bandaríska fyrirtækið Eastman Kódak starfrækti á sínum tíma lítinn kjarnakljúf í miðri New York borg. Um 1.6 kíló af auðguðu úrani var notað til að knýja ofninn en hann er á stærð við ísskáp. Erlent 15.5.2012 23:30 Elsti jógakennari veraldar - 93 ára og með nýja mjöðm Hin 93 ára gamla Tao Porchon-Lynch lætur hvorki háan aldur né mjaðmaskiptaaðgerð aftra sér frá því að stunda jóga. Fyrir stuttu var hún skráð í heimsmetabók Guinness fyrir að vera elsti jógakennari veraldar. Erlent 15.5.2012 22:30 Ayrault nýr forsætisráðherra Frakklands Francois Hollande, sem sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag, hefur útnefnt Jean-Marc Ayrault, borgarstjóra Nantes og þingflokksformann sósíalista, sem næsta forsætisráðherra landsins. Erlent 15.5.2012 15:23 Grikkir endurtaka þingkosningar Forseti Grikklands, Carolos Papouliasm, hefur boðað fulltrúa stjórnmálaflokka landsins á neyðarfund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram á ný. Erlent 15.5.2012 14:41 Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið í Osló Maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshúsið í Osló í morgun þar sem réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fara fram. Erlent 15.5.2012 13:06 Slátrarinn frá Bosníu fyrir dóm á morgun Stríðsglæpadómstóll Sameinu Þjóðanna í Haag kemur saman á morgun til að fjalla um mál Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmanns herliðs Bosníu-Serba. Erlent 15.5.2012 12:48 « ‹ ›
Mannskætt rútuslys í Víetnam Að minnsta kosti 34 fórust og 20 eru slasaðir eftir að rúta lenti úti í Serepok ánni í Víetnam í nótt. Rútan var á leið til höfuðborgarinnar Ho Chi Minh þegar bílstjórinn missti stjórnina á leið yfir brú á ánni. Erlent 18.5.2012 08:07
Segir vitnum bæði mútað og hótað Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, lýsir samúð sinni með fólki í Síerra Leóne, sem orðið hefur fyrir þjáningum af völdum glæpa. Erlent 18.5.2012 06:00
Donna Summer látin Diskósöngkonan Donna Summer lést á heimili sínu í dag eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Hún vann til fimm Grammy verðlauna á ferli sínum. Donna Summer var 64 ára þegar hún lést. Erlent 17.5.2012 16:40
Bráðabirgðastjórn tekin við völdum Bráðabirgðaríkisstjórn tók til starfa í Grikklandi í dag. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn eftir að kosið var í byrjun maí. Búist er við því að kosið verði að nýju um miðjan júní. Erlent 17.5.2012 14:12
Réttarhöldum yfir Mladic frestað Dómari frestaði í dag réttarhöldum yfir Ratko Mladic ótímabundið vegna mistaka saksóknara. Þeir höfðu látið fyrirfarast að afhenda verjendum Mladic málskjöl. Mladic er fyrrverandi yfirmaður serbneska hersins. Hann er sakaður um þjóðarhreinsanir í stíðinu á Balkansskaga. Ekki er neitt vitað um hversu langt hlé verður gert á réttarhöldunum en verjendur fóru fram á sex mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt AP fréttastofunnar. Erlent 17.5.2012 12:26
Grikkir tæma bankareikninga Grikkir hafa undanfarna daga og vikur flykkst í hraðbanka til að taka út peninga, af ótta við að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og gamla drakman verði tekin upp í staðinn. Erlent 17.5.2012 10:00
Enn eitt áfallið fyrir Kennedyfjölskylduna Kennedyfjölskyldan varð fyrir enn einu áfallinu í nótt þegar Mary Richardson, fyrrverandi eiginkona Roberts F. Kennedy yngri, fannst látin á heimili sínu í New York fylki. Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um dánarorsök en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hún hafi fundist hangandi með snöru um hálsinn. Robert Kennedy yngri er lögfræðingur og útvarpsmaður. Hann er bróðursonur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og sonur Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Bræðurnir voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. Erlent 17.5.2012 09:51
Mladic segist enga glæpi hafa framið Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. Erlent 17.5.2012 00:15
"Ástsjúk" stúlka lést úr berklum Réttarrannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að læknar hinnar fimmtán ára gömlu Alinu Sarag töldu hana vera ástsjúka. Alina lést úr berklum og nú krefjast foreldrar hennar réttlætis. Erlent 16.5.2012 22:19
Michael Caine læstist inni í búningsherbergi í heila nótt Stórleikarinn Michael Caine lenti í því óláni á dögunum að læsast inni í búningsherbergi sínu. Caine var við tökur á kvikmynd í New Orleans í Bandaríkjunum og hafði honum verið úthlutað herbergi á hálofti gamals leikhúss sem löngu er hætt að nota. Erlent 16.5.2012 15:18
Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Erlent 16.5.2012 15:00
Kosið í Grikklandi 17. júní Þingkosningar í Grikklandi verða endurteknar þann 17. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi sem forseti landsins boðaði til í dag með leiðtorgum stjórnmálaflokka landsins. Stjórnmálaflokkar sem eru andvígir niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum þann 6. maí síðastliðinn en þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn síðan þá. Því hefur verið ákveðið að ganga aftur til kosninga um miðjan júní. Erlent 16.5.2012 14:32
Réttað yfir Mladic Aðalmeðferð hefst í dag yfir Ratko Mladic sem stýrði herjum Serba í Bosníustríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar. Réttarhöldin fara fram í Haag hjá alþjóðaglæpadómstólnum en Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Erlent 16.5.2012 10:38
Reyna að mynda bráðabirgðastjórn Forseti Grikklands hefur boðað stjórnmálaleiðtoga landsins á sinn fund í dag þar sem stendur til að mynda bráðabirgðastjórn uns hægt verður að ganga til kosninga að nýju í landinu í næsta mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið við myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á dögunum og því þurfa Grikkir að ganga aftur að kjörborðinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu óttast að flokkarnir sem voru andsnúnir björgunarpakka sambandsins til handa Grikkjum bæti enn meira fylgi við sig í kosningunum sem framundan eru. Það myndi væntanlega leiða til þess að Grikkir hætti í evrusamstarfinu. Erlent 16.5.2012 10:34
Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun. Erlent 16.5.2012 10:00
Danskur prestur neitaði að jarða lesbíu Prestur í Álaborg í Danmörku neitaði að jarða konu sem lést dögunum á þeim grundvelli að konan var samkynhneigð. Erlent 16.5.2012 09:23
Engar konur á Cannes Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes í Frakklandi hefst í dag en hátíðin í ár hefur verið gagnrýnd fyrir skort á myndum eftir konur. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Monnrise Kingdom eftir bandaríska leikstjórann Wes Anderson og með stórleikarann Bill Murrey í aðalhlutverki. Erlent 16.5.2012 09:19
Tenging milli matarvenja og sykursýki Fólk sem borðar hratt er líklegra til að þróa með sér tegund 2 af sykursýki en þeir er snæða hægt og rólega. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Litháen og kynnt á ráðstefnunni International Congress of Endocrinology. Erlent 16.5.2012 09:00
Svörtu kassarnir fundnir Björgunarlið í Indónesíu hefur fundið svörtu kassana úr rússnesku Sukhoi þotunni sem hrapaði í landinu á dögunum með þeim afleiðingum að allir um borð, fimmtíu talsins, fórust. Vélin, sem var af nýrri tegund farþegavéla sem Rússar voru að reyna að selja Indónesum, hrapaði í hlíðum eldfjalls tæpri klukkustund eftir að hafa lagt af stað í kynningarflug frá höfuðborginni Jakarta. Vonast er til að kassarnir geti varpað ljósi á hvað varð til þess að vélin hrapaði en rannsókn á kössunum ætti að taka tvær til þrjár vikur. Erlent 16.5.2012 08:08
Tvöfalt fleiri stunda vændi Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis. Erlent 16.5.2012 04:00
Sprengdu búðir sjóræningjanna Þyrlusveitir undir merkjum Evrópusambandsins gerðu árás á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu í gær og eyðilögðu meðal annars birgðageymslu. Erlent 16.5.2012 03:00
Hélt strax á fund við Merkel Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að François Hollande tók við forsetaembættinu í Frakklandi hélt hann til Þýskalands á fund við Angelu Merkel kanslara. Erlent 16.5.2012 02:00
Fjórtán teknir fyrir slagsmál Fjórtán félagar í dönskum vélhjólaklíkunum voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir hópslagsmál í Esbjerg í fyrra. Mennirnir eru annars vegar meðlimir Bandidos og stuðningshópsins Guardias Diablos og hins vegar í AK81, sem er stuðningshópur Vítisengla. Meðal hinna dæmdu er foringi Bandidos í Esbjerg og dómarnir eru frá fjórum upp í fjórtán mánuði. Erlent 16.5.2012 01:00
Brooks vísar ákærum á bug Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins. Erlent 16.5.2012 00:00
Kódak var með kjarnakljúf í New York Bandaríska fyrirtækið Eastman Kódak starfrækti á sínum tíma lítinn kjarnakljúf í miðri New York borg. Um 1.6 kíló af auðguðu úrani var notað til að knýja ofninn en hann er á stærð við ísskáp. Erlent 15.5.2012 23:30
Elsti jógakennari veraldar - 93 ára og með nýja mjöðm Hin 93 ára gamla Tao Porchon-Lynch lætur hvorki háan aldur né mjaðmaskiptaaðgerð aftra sér frá því að stunda jóga. Fyrir stuttu var hún skráð í heimsmetabók Guinness fyrir að vera elsti jógakennari veraldar. Erlent 15.5.2012 22:30
Ayrault nýr forsætisráðherra Frakklands Francois Hollande, sem sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag, hefur útnefnt Jean-Marc Ayrault, borgarstjóra Nantes og þingflokksformann sósíalista, sem næsta forsætisráðherra landsins. Erlent 15.5.2012 15:23
Grikkir endurtaka þingkosningar Forseti Grikklands, Carolos Papouliasm, hefur boðað fulltrúa stjórnmálaflokka landsins á neyðarfund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram á ný. Erlent 15.5.2012 14:41
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið í Osló Maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshúsið í Osló í morgun þar sem réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fara fram. Erlent 15.5.2012 13:06
Slátrarinn frá Bosníu fyrir dóm á morgun Stríðsglæpadómstóll Sameinu Þjóðanna í Haag kemur saman á morgun til að fjalla um mál Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmanns herliðs Bosníu-Serba. Erlent 15.5.2012 12:48