Erlent

Viðurkennir ekki dóminn

„Dómsúrskurðurinn er ranglátur, pólitískur, ólöglegur og ég mun ekki viðurkenna hann,“ segir Tariq al Hashemi, varaforseti Íraks.

Erlent

Lögregla leitar enn byssumanns

Lögreglan í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur enn ekki fundið byssumanninn sem myrti Kristján Hinrik Þórsson fyrir utan verslun á laugardagsmorgun.

Erlent

Bílstjórinn einnig látinn

John White, þrjátíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður, sem særðist lífshættulega í skotárásinni í Tulsa um helgina, er látinn. White var bílstjóri bifreiðarinnar sem Kristján Hinrik Þórsson, átján ára, var farþegi í þegar vegfarandi hóf skotárás á þá. Dave Walker, varðstjóri morðdeildarinnar í Tulsa í Bandaríkjunum, staðfesti þetta við fréttastofu í kvöld.

Erlent

Íslendingur tekinn með kíló af hassi í Þrándheimi

Norska lögreglan handtók á miðvikudag íslenskan mann á þrítugsaldri með kíló af hassi í tösku á Værnesflugvelli í Þrándheimi í Noregi. Maðurinn var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Maðurinn ætlaði að láta efnið af hendi í Noregi, eftir því sem fram kemur á vef bladed.no.

Erlent

Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra

Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar.

Erlent

Sprengjusérfræðingar á heimili bresku fjölskyldunnar

Sprengjusérfræðingar breska hersins voru í dag sendir að heimili bresku hjónanna sem skotin voru til bana í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Talið er sprengja hafi fundist á heimilinu. Húsin í nágrenninu hafa verið rýmd og svæðinu umhverfis lokað fyrir umferð.

Erlent

Eldri systirin komin til meðvitundar

Eldri dóttir bresku hjónanna sem skotin voru til bana í Chevaline við frönsku Alpana fyrr í vikunni er nú komin til meðvitundar. Stúlkan er sjö ára gömul. Hún særðist alvarlega í skotárásinni og hefur verið haldið sofandi síðan þá. Stúlkan hafði bæði verið skotin í öxlina og barin.

Erlent

Áður verið framið morð þar sem íslenski pilturinn dó

Staðurinn þar sem íslenski pilturinn var myrtur í Tulsa í gærmorgun er sami staður og fólk á þrítugsaldri var myrt á þann 30. ágúst í fyrra. Íslenski pilturinn var staddur á bílastæði við QuikTrip matsölustað þegar hann og maður á fertugsaldri, sem var með honum, voru skotnir. Sá íslenski lést en samferðarmaður hans særðist illa.

Erlent

Erlendir uppreisnarmenn ryðja sér til rúms í Sýrlandi

Erlendum íslamistum sem nú berjast við hlið uppreisnarmanna í Sýrlandi hefur fjölgað þó nokkuð á síðustu vikum. Þetta segir franskur læknir sem hefur á síðustu vikum hlúð að fórnarlömbum átakanna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands.

Erlent

Eftirsótt Biblía og óumbeðnar nærbuxur

Biblía sem áður tilheyrði Elvis Presley, konungi rokksins, var slegin hæstbjóðanda á fimmtíu og níu þúsund pund, eða sem samsvarar ellefu og hálfri milljón íslenskra króna á Elvis-uppboði í Manchester í gær.

Erlent

Telpan heldur heim til Bretlands

Unga stúlkan sem komst lífs af þegar foreldrar hennar og amma voru skotin til bana í Chevaline við frönsku Alpana á miðvikudag heldur heim til Bretlands í dag.

Erlent

Aleppo án rennandi vatns

Nýskipaður erindreki Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi, Lakhdar Brahimi, mun funda með utanríkisráðherrum Arababandalagsins í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum. Brahimi hefur nú formlega tekið við kyndlinum frá Kofi Annan sem sagði starfi sínu sem friðarsamningamaður lausu á dögunum. Brahimi mun nú reyna að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu.

Erlent

Alríkisdómari mælir fyrir lögleiðingu marijúana

Bandaríski alríkisdómarinn og lögspekingurinn Richard A. Posner sagði í vikunni að afnema ætti refsistefnu yfirvalda í Bandaríkjunum vegna neyslu og sölu kannabisefna. Hann sagði að lögleiðing kannabiss í landinu væri rökrétt þróun og að stór hluti fíkniefnalaga væri í raun óþarfi.

Erlent

Lokatörn kosningabaráttunnar

Innan við tveir mánuðir eru nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir sýna að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er, þótt Obama hafi lengi mælst með svolítið forskot á Romney.

Erlent

Sex létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sex létust í sjálfsmorðssprengjuárás við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Kabúl í Afganistan snemma í morgun. Fórnarlömbin voru flest á barnsaldri en fimm aðrir særðust í árásinni.

Erlent

Fólk sektað fyrir að blóta

Vegfarendur í Brussel í Belgíu þurfa nú að gæta að orðbragði sínu. Sektir, 75 til 250 evrur, liggja nú við ljótu orðbragði og skammaryrðum í garð annarra á götum úti.

Erlent

Hús hrundu og vegir lokuðust

Nokkrir sterkir jarðskjálftar riðu yfir afskekkt fjallahérað í suðvestanverðu Kína í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 5,6 stig og honum fylgdu tugir eftirskjálfta.

Erlent