Erlent

Elsti jarðarbúinn látinn, 116 ára að aldri

Besse Cooper er látin 116 ára að aldri í Bandaríkjunum en hún var elsti jarðarbúinn sem var enn á lífi. Cooper lést á dvalarheimili sínu í Atlanta í Georgíu en hún hafði glímt við veirusýkingu dagana fyrir andlát sitt.

Erlent

Er þetta ljótasta jólatré í heimi? - Íbúar í Brussel brjálaðir

Íbúar í Brussel í Belgíu eru alls ekki sáttir við nýja jólatréð í borginni og hafa yfir 25 þúsund manns skrifað nafn sitt á undskriftarlista þess efnis að tréð verði fjarlægt sem allra fyrst. Jólatréð er heldur ekki venjulegt heldur er þetta einhverskonar nútíma-jólatré. Tréð er 25 metrar á hæð. Þeir sem hafa skrifað nafn sitt á listann vilja fá "alvöru“ jólatré - ekta grenitré.

Erlent

Fleiri eiga að læra kínversku

Sænskir nemendur eiga að fá að læra kínversku í bæði grunn- og framhaldsskólum. Allir grunnskólar eiga að bjóða tvö af eftirfarandi fjórum tungumálum: spænsku, frönsku, þýsku og kínversku. Framhaldsskólarnir eiga að bjóða öll fjögur.

Erlent

Loftvarnaeldflaugar sendar til Tyrklands

Atlantshafsbandalagið bregst við beiðni Tyrkja um að fá Patriot-loftvarnaflaugar til að verjast hugsanlegum árásum frá Sýrlandi. Farið yfir „rautt strik“ ef Assad Sýrlandsforseti beitir efnavopnum, segir Hillary Clinton. Rússar hafa efasemdir.

Erlent

Díana var með bulimiu þegar hún varð ófrísk að Vilhjálmi

Kate Middleton er alls ekki fyrsta konan í konungsfjölskyldunni sem á við mikla heilsubresti að stríða á meðgöngunni. Eins og kunnugt er tilkynnti breska konungsfjölskyldan í dag að Middleton, eiginkona Vilhjálms prins, væri óétt. Á sama tíma var tekið fram að hún væri á spítala Kings Edward VII. Ástæðan er sú að hún þjáist af mikilli morgunógleði. Daily Mail segir að þegar Díana heitin prinsessa, móðir Vilhjálms, gekk með hann hafi hún þjáðst af lotugræðgi (e. bulimiu) sem er alvarlegur átröskunarsjúkdómur.

Erlent

Konunglegi erfinginn kominn á Twitter

Það hefur varla farið framhjá neinum að Kate Middleton er ófrísk en breska konungshirðin staðfesti þetta í dag. Nokkrum mínútum eftir tilkynninguna var einhver sniðugur Twitter-notandi sem notaði tækifærið og bjó til reikning sem heitir einfaldlega, @IamRoyalBaby, eða @Égerhinnkonunglegihvítvoðungur.

Erlent

Hirðin staðfestir að Kate er ólétt

Breska konungshirðin hefur staðfest að Vilhjálmur, prins Breta, og Kate Middleton, eiginkona hans, eiga von á barni. Sögusagnir um þetta hafa verið á kreiki að undanförnu. Hafa helstu slúðurmiðlar sagt frá þeim sögusögnum, en hirðin hefur ekkert viljað láta uppi. Þögnin var svo rofin í dag.

Erlent

Borut Pahor kjörinn forseti Slóveníu

Borut Pahor var kjörinn forseti Slóveníu í gærdag. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin hafði hann hlotið 67% atkvæða en keppinautur hans, Danilo Turk fráfarandi forseti, hlaut 33%.

Erlent

Einmana Georg var ekki einn

Í ljós er komið að ein tegund af risaskjaldbökum dó sennilega ekki út í sumar þegar hin yfir 100 ára gamla risaskjaldbaka Einmanna George drapst á Galapagos eyjum. Vísindamenn hafa nú fundið 17 slíkar skjaldbökur á lífi á einni af eyjunum.

Erlent

Illskeytt vampíra vekur upp vonir um ferðamannaiðnað

Síðustu daga hafa íbúar í þorpinu Zarozje í vesturhluta Serbíu verið á varðbergi vegna vampíru sem er sögð ganga laus á svæðinu. Ferðamenn hafa hinsvegar tekið annan pól í hæðina og streyma nú í þennan afskekkta hluta landsins.

Erlent