Fótbolti

Fabregas enn tæpur

Talið er fremur ólíklegt að Cesc Fabregas verði orðinn leikfær fyrir stórleik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Ferguson játaði sekt sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann blótaði Mark Clattenburg dómara í sand og ösku í tapleiknum gegn Bolton í síðasta mánuði.

Enski boltinn

Healy fær verðlaun frá UEFA

Michel Platini hefur tekið vel í þá hugmynd að verðlauna David Healy sérstaklega fyrir árangur hans með landsliði Norður-Írlands í undankeppni EM 2008.

Fótbolti

Barcelona lagði Deportivo

Barcelona vann í kvöld 2-1 sigur á Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen satt allan tímann á varamannabekknum hjá Katalóníuliðinu sem er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid.

Fótbolti

Wenger: Áttum tapið skilið

Arsene Wenger reyndi ekki að verja sína menn í dag eftir að lið hans tapaði fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni í 2-1 skell gegn Middlesbrough á Riverside.

Enski boltinn

Eiður á bekknum í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar það tekur á móti Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Viðureignin hefst klukkan 20 og er sýnd beint á Sýn.

Fótbolti

Fjórði útisigur West Ham á leiktíðinni

Íslendingalið West Ham vann í kvöld frábæran 1-0 útisigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni og lyfti sér í 10. sæti deildarinnar. Það var varamaðurinn Dean Ashton sem skoraði markið sem skildi að í leik sem þó fer ekki í sögubækurnar fyrir gæðaknattspyrnu.

Enski boltinn

Dýrmætur sigur hjá Tottenham

Tottenham vann í dag þýðingarmikinn sigur á Manchester City 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá lyfti Bolton sér af fallsvæðinu með sannfærandi sigri á Wigan 4-1.

Enski boltinn

Nistelrooy að framlengja

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segist eiga von á því að fá nýjan samning í jólagjöf frá félaginu eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í sigri á Bilbao í gærkvöldi.

Fótbolti

Inter á beinu brautinni

Ítalíumeistarar Inter Milan náðu í dag sjö stiga forystu á toppi A-deildarinnar með 4-0 sigri á Torono. Zlatan Ibrahimovic, Julio Cruz, Luis Jimenez og Ivan Cordoba skoruðu mörk liðsins.

Fótbolti

Fyrsta tap Arsenal síðan í apríl

Arsenal varð í dag síðasta liðið til að tapa leik í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lá óvænt 2-1 fyrir spræku liði Middlesbrough á Riverside. Arsenal hafði ekki tapað í deildinni síðan í apríl, en Boro vann sinn fyrsta sigur í 10 leikjum í deildinni.

Enski boltinn

Klámmynd knattspyrnumanna til rannsóknar

Írska knattspyrnusambandið hefur nú til rannsóknar klámmyndband sem sýnir þrjá knattspyrnumenn í hópkynlífi með stúlku á hótelherbergi. Það var breska blaðið News of the World sem komst yfir myndbandið eftir að það rataði á Youtube í skamman tíma.

Enski boltinn

Hver er staðan hjá Mourinho?

Bresku blöðin eru mörg hver með ítarlega umfjöllun um landsliðsþjálfaraleitina á Englandi í dag. Mörg þeirra vilja meina að Jose Mourinho hafi þegar átt viðræður við enska knattspyrnusambandið, en sé frekar að hugsa um að taka við félagsliði.

Enski boltinn

Ferguson hrósaði Giggs

Sir Alex Ferguson var ánægður með sigurinn á Derby í ensku úrvalsdeildinni í dag en enn ánægðari með 100. deildarmark gamla refsins Ryan Giggs.

Enski boltinn

Ívar og Brynjar byrja gegn Liverpool

Nú klukkan 17:15 hefst lokaleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Reading tekur á móti Liverpool á Madejski leikvangnum í Reading. Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði heimamanna en leikurinn er sýndur beint á Sýn 2.

Enski boltinn