Fótbolti

Cole kom innbrotsþjófum í opna skjöldu

Innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í glæsivillu knattspyrnustjörnunnar Ashley Cole og eiginkonu hans, poppstjörnunnar Cheryl. Þeir flúðu hinsvegar af vettvangi þegar þeir uppgötvuðu að Cole var innandyra.

Enski boltinn

Lyon er að reyna fá lengra frí fyrir Real Madrid leikinn

Forráðamenn Lyon hafa biðlað til yfirmanna frönsku úrvalsdeildarinnar að deildarleik liðsins á móti US Boulogne verði frestað en leikurinn á að fara fram laugardaginn 6. mars eða aðeins fjórum dögum fyrir seinni leikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Kristján fékk Símun Samuelsen til sín í HB

Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen mun halda áfram að spila fyrir Kristján Guðmundsson eins og undanfarinn ár þrátt fyrir að þeir séu báðir hættir hjá Keflavík. Símun skrifaði í gær undir þriggja ára samning við HB. Þetta kemur fram á heimsíðu Havnar Bóltfelags.

Fótbolti

Bellamy og Mancini rifust eins og hundur og köttur

Það er allt komið upp í háaloft á milli Craig Bellamy og Roberto Mancini, stjóra Manchester City samkvæmt frétt á The Times eftir að þeir rifust eins og hundur og köttur í gærkvöldi. Bellamy var mikill stuðningsmaður Mark Hughes og margir voru búnir að bíða eftir því að upp úr syði á milli þeirra.

Enski boltinn

Gerrard: Sýndum þolinmæði og hún skilaði sér í sigri

„Þeir voru erfiðir að eiga við en það kom okkur svo sem ekkert á óvart. Við sýndum þolinmæði og hún skilaði sér í sigri,“ sagði fyrirliðinn Steven Gerrard hjá Liverpool eftir nauman 1-0 sigur liðsins gegn Unirea Urziceni í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Anfield-leikvanginum í kvöld.

Enski boltinn

Hermann: Þurfum bara að einbeita okkur að okkar vinnu

„Fólk er að vinna hörðum höndum á bak við tjöldin til þess að laga fjárhagsstöðuna hjá félaginu. Við leikmennirnir þurfum bara að einbeita okkur að okkar vinnu. Við þurfum bara að halda haus og fara inn á völlinn og hala inn stig,“ segir Hermann Hreiðarsson um stöðu mála hjá Portsmouth í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.

Enski boltinn

Campbell: Dómarinn hindraði mig

Sol Campbell hefur ásakað dómarann Martin Hansson um að hafa staðið í vegi sínum þegar Porto skoraði sigurmarkið gegn Arsenal í gær. Hann segir að dómarinn hafi hindrað sig í að verjast óbeinni aukaspyrnu sem leiddi til sigurmarksins.

Fótbolti

Vill Barcelona fá John O'Shea?

Ein allra athyglisverðasta fótboltafrétt dagsins birtist í spænska dagblaðinu Sport. Þar er John O'Shea, hinn fjölhæfi leikmaður Manchester United, orðaður við Evrópumeistara Barcelona.

Enski boltinn

Nemanja Vidic vill vera hjá Manchester United til 2012

Serbinn Nemanja Vidic hefur komið fram og eytt sögusögnum um að hann vilji fara frá Manchester United en miðvörðurinn hefur ekkert spilað með United á árinu 2010 vegna meiðsla á kálfa. Vidic tjáði sig um málið í viðtalið við serbneska blaðið Vecernje Novosti í Belgrad.

Fótbolti