Fótbolti

KSÍ í viðræðum við VISA

VISA hefur verið styrktaraðili bikarkeppni KSÍ undanfarin ár en samningurinn er nú útrunninn. Viðræður standa nú yfir um nýjan samning og því líklegt að keppnin muni enn bera nafn VISA.

Íslenski boltinn

Skulda meira en önnur lið samanlagt

Áhyggjur af fjárhagsstöðu enskra fótboltaliða hafa aukist enn frekar eftir nýútgefna skýrslu frá UEFA. Í henni kemur fram að liðin í ensku úrvalsdeildinni skulda meiri pening en öll önnur lið í helstu deildum Evrópu gera samanlagt.

Enski boltinn

Adriano: Ég er tilbúinn fyrir endurkomu til Evrópu

Brasilíski framherjinn Adriano hefur gefið út að hann geti nú vel hugsað sér að snúa aftur til Evrópu eftir að hafa hlaðið batteríin á meðan á dvöl hans hjá Flamengo stendur en samningur hans við brasilíska félagið rennur út næsta sumar.

Fótbolti

Lehmann ekki búinn að gefast upp

Jens Lehmann, markvörður Stuttgart, hefur enn trú á því að Stuttgart geti komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli á heimavelli í kvöld.

Fótbolti

Fötluð börn eru mín önnur börn

Francesco Totti, leikmaður Roma, er maður með hjartað á réttum stað. Hann vinnur nú að því hörðum höndum að koma fötluðum börnum í auknum mæli í fótboltann.

Fótbolti

Leonardo: Ég mun styðja Ancelotti gegn Inter

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan hefur blandað sér inn í sálfræðistríðið á milli knattspyrnustjóranna Carlo Ancelotti hjá Chelsea og José Mourinho hjá Inter fyrir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Fótbolti

Hleb: Við verðum að grípa tækifærin þegar þau gefast

Miðjumaðurinn Alexandr Hleb hjá Stuttgart telur að þýska liðið muni fá sín tækifæri gegn Barcelona á Mercedes Benz-leikvanginum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að Meistaradeildarmeistararnir séu vitanlega sigurstranglegri.

Fótbolti