Fótbolti

Benítez: Áttum ekkert skilið

Wigan hafði ekki unnið sjö deildarleiki í röð þegar kom að leiknum gegn Liverpool. Wigan vann 1-0. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, telur úrslitin hafa verið sanngjörn.

Enski boltinn

Þarf að draga um leikdaga

Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur.

Íslenski boltinn

Ronaldinho: Verður frábær leikur

„Þetta verður erfiður leikur en ekkert er ómögulegt. Við getum alveg komist áfram," segir Ronaldinho fyrir síðari leik Manchester United og AC Milan á miðvikudag. United vann fyrri leikinn á Ítalíu 3-2.

Fótbolti

Pato með gegn Man Utd

Brasilíumaðurinn Pato æfði með AC Milan í morgun og verður í hópnum á miðvikudaginn þegar liðið leikur gegn Manchester United á Old Trafford.

Fótbolti

Mars er enginn venjulegur mánuður hjá Fulham-liðinu

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er að fara í gegn svakalega leikjadagskrá á næstunni því á þrettán dögum mætir liðið tvisvar sinnum Juventus í Evrópudeildinni og spilar við Manchester City og Manchester United áður en liðið mætir Tottenham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Enski boltinn

Adriano fallinn á ný - kærustuvandamál kveikjan

Brasilíumanninum Adriano ætlar ekki að takast að losna frá Bakkusi. Framkvæmdastjóri brasilíska liðsins Flamengo sagði í viðtali við brasilíska útvarpsstöð að Adriano væri í leyfi frá liðinu þar sem að hann væri farinn að drekka á ný eftir að hafa orðið fyrir persónulegu áfalli.

Fótbolti

Sven-Göran Eriksson að tala við Fílabeinsstrandarmenn

Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar er enn að leita sér að þjálfara til þess að stýra liðinu á HM í Suður-Afríku sumar. Bosníumaðurinn Vahid Halilhodzic var rekinn í febrúar eftir slaka frammistöðu liðsins í Afríkukeppninni og margir virtir þjálfarar hafa verið orðaðir við stöðuna.

Fótbolti

Donovan vill vera áfram hjá Everton

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan hefur notið sín vel í herbúðum Everton og hann vill gjarnan fá að klára tímabilið með félaginu. Lánssamningur hans á að renna út í lok þessa mánaðar.

Enski boltinn

Burdisso: Þetta er ekki búið

Nicolas Burdisso, varnarmaður Roma, vill meina að ekki sé öll von úti fyrir lið hans í titilbaráttunni á Ítalíu þó svo að liðið hafi gert markalaust jafntefli við AC Milan um helgina

Fótbolti