Fótbolti

Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann út­af

Grindavík vann dramatískan 3-2 sigur á Þór Akureyri í Akraneshöllinni í dag í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla. Þór var 2-1 yfir í leiknum þegar Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson var rekinn útaf fimm mínútum fyrir leikslok en Grindavíkurliðið skoraði tvö mörk manni færri.

Íslenski boltinn

Guardiola segir dómarann hafa logið í skýrslu sinni

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segist ekki vera stoltur af sjálfum sér eftir framkomu sína á leik Barcelona og Almeria um síðustu helgi. Guardiola segist hafa áfrýjað leikbanni sínu þar sem dómari leiksins hafi logið um það sem hann sagði.

Fótbolti

Leikur Inter hrundi á síðustu sextán mínútunum

Ítölsku meistararnir í Inter Milan koma með slæmt tap á bakinu inn í leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni í næstu viku eftir að liðið fékk á sig þrjú mörk á síðustu sextán mínútunum á móti Catania í gær. Smáliðið vann 3-1 sigur og AC Milan getur því minnkað forskot Inter á toppnum í eitt stig.

Fótbolti

Andri Steinn í Keflavík

Andri Steinn Birgisson hefur náð samkomulagi við Keflavík og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Andri samdi nýlega við Raufoss í Noregi en er núna kominn heim.

Íslenski boltinn

Blikar safna peningum fyrir knattspyrnudeildina

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa hrundið af stað fjársöfnun til handa knattspyrnudeildinni. Blikar eru nýbúnir að punga út kaupverði fyrir framherjann Guðmund Pétursson og borguðu Blikar meira fyrir leikmanninn en þeir upprunalega voru til í að borga.

Íslenski boltinn

Quinn: Steve Bruce öruggur í starfi þótt að Sunderland falli

Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur sagt stjóranum Steve Bruce að hann sé öruggur í starfi þótt að liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Sunderland vann sinn fyrsta sigur í 14 leikjum í vikunni þegar lærisveinar Bruce skelltu Bolton 4-0 og útlitið er nú aðeins bjartara þegar liðið var ekki búið að vinna leik síðan í nóvember.

Enski boltinn

Allir HM-leikirnir í beinni í Sjónvarpinu eða á Stöð 2 Sport

Ríkisútvarpið og Stöð 2 Sport hafa gert með sér samstarfssamning um beinar útsendingar frá Heimsmeistarakeppni landsliða í knattspyrnu sem fer fram í Suður-Afríku í sumar. Sjónvarpið hafði tryggt sér sýningarréttinn frá keppninni en Stöð 2 Sport mun nú einnig sýna leiki í beinni.

Fótbolti