Fótbolti

Arjen Robben: Ég er til í slaginn

„Ég er ekki kominn hingað til að vera í stúkunni. Ég tel mig vera tilbúinn til að spila," segir Arjen Robben sem segist vera tilbúinn í slaginn fyrir síðari leik FC Bayern gegn Manchester United.

Fótbolti

Sneijder spilar gegn CSKA

Wesley Sneijder meiddist ekki alvarlega á æfingu Inter í gær og hann mun spila með liðinu gegn CSKA Moskva á gervigrasinu í dag.

Fótbolti

Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu

Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga.

Fótbolti

Rooney æfði ekki í morgun

Þær litlu líkur sem voru á því að Wayne Rooney myndi spila gegn FC Bayern á morgun eru væntanlega foknar út um gluggann því hann gat ekki æft með liðinu í morgun.

Fótbolti

Roma á eftir Eboue

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er þegar farinn að huga að næsta tímabili og ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann sé á eftir Emmanuel Eboue, leikmanni Arsenal.

Enski boltinn

Snýr Rooney aftur á miðvikudag?

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Wayne Rooney gæti óvænt snúið aftur á fótboltavöllinn á miðvikudag þegar Manchester United mætir FC Bayern í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Newcastle aftur upp í úrvalsdeildina

Newcastle fékk farseðil upp í úrvalsdeildina í dag án þess að spila. Nott. Forest gerði þá jafntefli gegn Cardiff og þar með varð ljóst að Newcastle er komið upp í úrvalsdeild eftir eins árs fjarveru.

Enski boltinn

Sneijder tæpur fyrir leikinn á morgun

Inter varð fyrir áfalli í dag er hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder meiddist á æfingu liðsins á Luznikhi-vellinum í Moskvu þar sem Inter mætir CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun.

Fótbolti

Reading vann Coventry örugglega

Heiðar Helguson lék ekki með Watford sem gerði jafntefli við West Brom í ensku 1. deildinni í dag. West Brom er á leið upp í úrvalsdeildina á ný en Watford er í fallbaráttu.

Enski boltinn

Dzeko fer ekki til Milan

AC Milan er hætt að eltast við framherjann Edin Dzeko hjá Wolfsburg því félagið ætlar sér að halda Hollendingnum Klaas-Jan Huntelaar hjá félaginu.

Fótbolti

Song ekki með gegn Barcelona

Arsenal varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar það varð ljóst að Alex Song gæti ekki leikið gegn Barcelona á morgun er liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti