Fótbolti

Kuyt æfði með Liverpool í dag

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þeir Dirk Kuyt og David Ngog geti spilað með liðinu gegn Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Enski boltinn

Liverpool búið að kaupa sköllóttan táning frá Charlton

Charlton hefur ákveðið að selja Jonjo Shelvey til Liverpool um leið og tímabilinu líkur en þessi stórefnilegi enski 21 árs landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með félaginu síðan að hann lék sinn fyrsta leik aðeins 16 ára og 59 daga gamall.

Enski boltinn

Sullivan: Mögulegt að Zola hætti

David Sullivan, einn eiganda West Ham, segir að Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri liðsins, hafi gefið það í skyn að hann kunni að segja starfi sínu lausu eftir að tímabilinu lýkur í vor.

Enski boltinn

Guardiola: Vil að leikmenn njóti leiksins

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hvetur sína menn til þess að mæta jákvæða til leiks gegn Inter annað kvöld en mikið er gert úr því að liðið þurfi að sækja linnulaust til þess að komast í úrslitaleikinn.

Fótbolti

Puel: Töpuðum fyrir betra liði

Claude Puel, þjálfari Lyon, var að vonum vonsvikinn eftir að hans lið steinlá á heimavelli gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í kvöld. Bayern þar með komið í úrslit en Lyon situr eftir með sárt ennið.

Fótbolti

Atli og Jóhannes að fá nýja meðlimi í bræðraklúbbinn á morgun

Argentínsku bræðurnir Diego og Gabriel Milito verða í eldlínunni á morgun þegar lið þeirra, Internazionale og Barcelona, mætast í seinni leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þeir hafa mæst áður inn á vellinum en þetta yrði í fyrsta sinn sem þeir léku gegn hvorum öðrum í Evrópuleik.

Fótbolti

Hermann vill vera áfram hjá Portsmouth

Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur gefið það út að hann vonist eftir því að fá nýjan samning hjá Portsmouth en núverandi samningur Hermanns við félagið rennur út í sumar.

Enski boltinn

Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit

Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt.

Fótbolti

Gerrard: Reynum að komast í Meistaradeildina í gegnum bakdyrnar

Steven Gerrard lofar því að Liverpool-liðið ætli að láta topplið Chelsea hafa fyrir hlutunum í leik liðanna á Anfield á sunnudaginn. Chelsea er með eins stigs forskot á Manchester United þegar tvær umferðir eru eftir og að marga mati er Liverpool nú það eina sem stendur á milli Chelsea og enska meistaratitilsins.

Enski boltinn

Xavi: Hinar fullkomnu kringumstæður fyrir Inter

Evrópumeisturum Barcelona bíður erfiður leikur á morgun á móti Inter Milan í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Inter vann fyrri leikinn 3-1 og þarf því Barcelona að vinna 2-0 eða stærra annað kvöld.

Fótbolti

Mörkin hans Robben hafa verið Bayern mikilvæg í Meistaradeildinni

Arjen Robben hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili og félagar hans í liðinu viðurkenna alveg að þeir treysti á að Hollendingurinn tryggi þeim líka sæti í úrslitaleiknum. Lyon og Bayern mætast í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

Fótbolti

Gunnar Þór fótbraut leikmann Brage og fékk rautt spjald fyrir

Gunnar Þór Gunnarsson, íslenski varnarmaðurinn hjá Norrköping, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti Brage í sænsku b-deildinni í gær eftir að hafa fótbrotið Andreas Hedlund leikmann Brage. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en atvikið gerðist á 44. mínútu.

Fótbolti