Fótbolti

Cole gæti farið til Ítalíu

Framtíð enska landsliðsmannsins Joe Cole hjá Chelsea er enn í lausu lofti. Leikmaðurinn verður samningslaus í sumar og fjölmörg félög hafa áhuga á að næla sér í þjónustu leikmannsins.

Enski boltinn

Raul yfir sig hrifinn af Ronaldo

Reynsluboltinn Raul hjá Real Madrid er yfir sig hrifinn af liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo, og hann hrósar honum í hástert fyrir viðhorf sitt og fagmennsku.

Fótbolti

Maradona gagnrýnir forseta knattspyrnusambandsins

Argentína vann 4-0 sigur á Haiti í vináttulandsleik í Dubai og Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, notaði blaðamannafundinn eftir leik til þess að gagnrýna formann knattspyrnusambands Argentína, Julio Grondona, fyrir að hætta við annan æfingaleik í Dubai.

Fótbolti

Man. Utd mætir Celtic í Kanada

Manchester United mun fara í æfingaferðalag til Ameríku í sumar þar sem liðið mun spila í Philadelphia, Kansas, Houston sem og í Toronto í Kanada. Loks spilar liðið í Mexíkó.

Enski boltinn

Bale framlengir við Tottenham

Gareth Bale er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham Hotspur. Þessi welski landsliðsmaður verður því í herbúðum félagsins til ársins 2014.

Enski boltinn

Fundur Benitez og stjórnarformannsins gekk vel

Forráðamenn Liverpool segjast vera sáttir við fundinn með Rafa Benitez, stjóra liðsins, í gær. Benitez hittu þá tvo helstu stjórnarmenn félagsins á fundi um framtíð stjórans. Fundurinn er sagður hafa endað á jákvæðum nótum.

Enski boltinn

Ólafur Ingi tryggði SønderjyskE sannkallaðarn sex stiga sigur

Ólafur Ingi Skúlason var hetja SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í botnbaráttuslagnum við AGF. Ólafur skoraði markið á 88. mínútunni en SønderjyskE náði með því þriggja stiga forskoti á AGF sem situr áfram í fallsæti deildarinnar.

Fótbolti

Ajax hollenskur bikarmeistari - Suarez og De Jong með tvennu

Ajax tryggði sér örugglega hollenska bikarmeistaratitilinn í kvöld með 4-1 sigri á Feynenoord í seinni úrslitaleik liðanna sem fram fór á heimavelli Feynenoord. Ajax vann þar með 6-1 samanlagt og sinn fyrsta stóra titil í þrjú ár eða síðan að félagið varð bikarmeistari 2007.

Fótbolti

KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár

Karlaliði KR og kvennaliði Vals var spáð sigri í Pepsi-deildum karla og kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna en spáin var tilkynnt nú áðan á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói.

Íslenski boltinn