Fótbolti

Yaya Toure gæti farið til Arsenal

Yaya Toure, miðjumaður Barcelona, hefur verið orðaður við Arsenal samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Hann segir einnig að Toure sé hrifinn af Arsene Wenger, stjóra Arsenal, því hann hefur gert góða hluti með marga miðjumenn.

Fótbolti

Enginn möguleiki að Zlatan snúi aftur til Juve

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic, leikmanns Barcelona, hefur gefið út að ekki sé mögulegt að hann snúi aftur til síns gamla félags Juventus. Zlatan yfirgaf herbúðir Juventus árið 2006 eftir að félagið var fellt niður um deild í kjölfar mútuhneykslisins sem að komst upp um.

Fótbolti

Rio Ferdinand: Besta liðið verður meistari

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United, vonast til að geta hjálpað liði sínu að landa titlinum áður en hann heldur á HM í sumar með landsliðinu. Ferdinand hefur átt við mikil meiðsli að stríða og hefur aðeins verið ellefu sinnum í byrjuarliðinu í vetur.

Enski boltinn

Malouda: Við verðum meistarar

Chelsea getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri gegn Wigan í dag. Vængmaður Chelsea, Florent Malouda, hefur sagt að það yrðu mestu vonbrigði á hans ferli ef fari svo að þeim mistakist að klára dæmið og vinna deildina.

Enski boltinn

Litið á Ranieri sem „lúser" hjá Chelsea

Jose Mourinho, þjálfari Inter, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum og hann hefur nú sent Claudio Ranieri, þjálfara Roma, vænar sneiðar. Lið þeirra mættust í úrslitum bikarsins á dögunum og þá vann Inter. Liðin berjast einnig á toppi ítölsku deildarinnar.

Fótbolti

Carragher gæti farið með á HM

Jamie Carragher íhugar þessa dagana að taka landsliðsskóna fram úr hilluna og gefa kost á sér fyrir HM í sumar enda mikil meiðsli meðal enskra varnarmanna.

Fótbolti

O´Neill er ekki á förum

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram hjá félaginu.

Enski boltinn

Banni Tógó aflétt - Sepp Blatter reddaði þessu

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur fengið það í gegn að landslið Tógó fái að taka þátt í næstu Afríkukeppni landsliða í fótbolta. Afríska knattspyrnusambandið hafði áður dæmt landslið Tógó í bann í næstu tveimur Afríkukeppnum eftir að landsliðið fór heim frá Afríkukeppninni í Angóla í framhaldi þess að rúta liðsins varð fyrir skotárás.

Fótbolti

Messi vantar bara þrjú mörk til að jafna metið hans Ronaldo

Lionel Messi á möguleika að jafna markametið hjá Barcelona í síðustu tveimur umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni. Messi er búinn að skora 44 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og vantar þrjú mörk til viðbótar til þess að jafna félagsmet Ronaldo. Metið er orðið þrettán ára gamalt eða níu árum yngra en Messi sjálfur.

Fótbolti