Fótbolti

Ganverjar lögðu tíu Serba - myndband

Serbinn Milovan Rajevac stýrði Gana til sigurs gegn Serbíu í fyrsta leiknum í D-riðli heimsmeistarakeppninnar 1-0. Sigur Gana í leiknum var fyllilega verðskuldaður en Serbar ollu vonbrigðum með bitlausum leikstíl.

Fótbolti

Eins og að taka súkkulaði af barni

„Við töluðum um þetta fyrir leikinn að ég vildi að Lionel Messi yrði eins nálægt boltanum og hægt væri," sagði Diego Maradona, þjálfari Argentínu, sem var hæstánægður með Messi í sigurleik Argentínu gegn Nígeríu í gær.

Fótbolti

Umfjöllun: Sannfærandi í Eyjum

Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn

Iniesta klár í slaginn

Andres Iniesta verður í byrjunarliði Spánverja gegn Sviss á miðvikudaginn þegar liðin mætast í fyrsta leik þeirra á HM í Suður-Afríku.

Fótbolti

Leysigeisla beint að leikmönnum

FIFA hefur fyrirskipað rannsókn á öryggisgæslu á Ellis Park í Jóhannesarborg þar sem leysigeisla var beint á leikmenn í leik Argentínu og Nígeríu í gær.

Fótbolti

Hvar eru sóknarmennirnir á HM?

Það er búið að skora sjö mörk í fyrstu fimm leikjunum á HM í Suður-Afríku en enginn sóknarmaður er þó enn kominn á blað í keppninni. Fimm miðjumenn og tveir varnarmenn hafa skorað mörkin á HM til þessa.

Fótbolti

Fabio Capello: Allt gott nema úrslitin

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, var sáttur með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu á móti Bandaríkjunum í kvöld í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku.

Fótbolti

John Terry og Steven Gerrard: Við munum standa á bak við Robert

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, og varnarmaðurinn John Terry töluðu báðir um það eftir jafnteflisleikinn á móti Bandaríkjunum í kvöld að allir í liðinu ætli að standa á bak við markvörðinn Robert Green sem gerði hræðileg mistök í jöfnunarmarki Bandaríkjamanna.

Fótbolti

Hræðileg markvarðarmistök Robert Green - myndir

Robert Green fékk stóra tækifærið frá Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englendinga, í fyrsta leik enska liðsins á HM í Suður-Afríku en það er ekki hægt að segja að markvörður West Ham hafi staðist pressuna eða launað ítalska þjálfaranum traustið.

Fótbolti