Fótbolti

Martin Jol verður áfram hjá Ajax

Martin Jol hefur tekið U-beygju á elleftu stundu og verður því ekki næsti stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham. Jol ætlar að vera áfram hjá Ajax þar sem hann gerði þriggja ára samning í maílok 2009.

Enski boltinn

Carragher um komu Joe Cole: Liverpool gefur réttu skilaboðin

Jamie Carragher er mjög ánægður með að Joe Cole, félagi hans úr enska landsliðinu, sé kominn til Liverpool og segir að með því hafi forráðamenn félagsins gefið réttu skilaboðin um að þeim sé alvara með að koma liðinu aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Gylfi Einarsson á leiðinni aftur til Íslands

Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins.

Fótbolti

Auðun: Var trú og sjálfstraust í liðinu

Auðun Helgason, varnarmaður Grindvíkinga, var ánægður með stigið sem Grindavík fékk í kvöld eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Gjorgi Manevski sem er nýgenginn í raðir Grindvíkinga tryggði þeim stig með marki á 88. mínútu.

Íslenski boltinn

Van Gaal: Ætti að hætta með Bayern núna

Louis van Gaal gæti verið á leiðinni inni sitt síðasta tímabil hjá Bayern Munchen. Van Gaal sagði í dag að hann hefði lítinn áhuga á að framlengja samning sinn sem rennur út eftir tímabilið.

Fótbolti

Ian Rush: Cole er stórkostlegur leikmaður

"Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir félagið," segir Ian Rush, goðsögn hjá Liverpool, um Joe Cole sem valdi að ganga í raðir félagsins. Hann hafði úr nægu að velja en á endanum heillaði Bítlaborgin mest.

Enski boltinn