Fótbolti

Ungverjar búnir að reka Koeman

Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Erwin Koeman úr stöðu landsliðsþjálfara en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga hefur þjálfað liðið síðan í maí 2008. Hinn 60 ára gamli Sandor Egervari mun taka við ungverska landsliðinu.

Fótbolti

Írinn Richard Dunne hló af óförum Frakkanna á HM

Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne var í dag spurður út í ófarir franska landsliðsins á HM í sumar í viðtali hjá BBC. Írar sátu eins og kunnugt er eftir með sárt ennið eftir umspilsleiki við Frakka þar sem ólöglegt mark Frakka kom þeim til Suður-Afríku.

Fótbolti

Sven-Göran Eriksson efstur á listanum hjá Fulham

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er enn í stjóraleit eftir að ekkert varð úr því að Martin Jol kæmi til liðsins þar sem að Ajax vildi ekki sleppa sínum manni. Jol var óskamaður eigandans Mohamed Al Fayed en nú þurfa Fulham-menn að drífa sig að finna nýja stjórann enda styttist óðum í tímabilið.

Enski boltinn

Kári: Þetta er svekkjandi

Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld.

Fótbolti

Mark Veigars dugði ekki Stabæk

Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev.

Fótbolti

Bild: Raul búinn að semja við Schalke

Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu.

Fótbolti

Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel

Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins.

Fótbolti