Fótbolti Ungverjar búnir að reka Koeman Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Erwin Koeman úr stöðu landsliðsþjálfara en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga hefur þjálfað liðið síðan í maí 2008. Hinn 60 ára gamli Sandor Egervari mun taka við ungverska landsliðinu. Fótbolti 23.7.2010 16:00 Stjóri Blikabanana í Motherwell: Hvað varði markmaður okkar mörg skot? Breiðablik tapaði fyrir Motherwell í gærkvöldi en tapið batt enda á þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum þetta árið. Stjóri Motherwell var ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 23.7.2010 15:30 Enginn HM-leikmaður Frakka fær að spila næsta landsleik Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið það að allir 23 leikmennirnir sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku og neituðu að æfa, fái ekki að taka þátt í næsta landsleik sem er vináttulandsleikur á móti Norðmönnum í Osló. Fótbolti 23.7.2010 15:00 Kjartan Henry búinn að skora 67 prósent markanna í Evrópukeppninni KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið jafn sjóðheitur upp við markið í Evrópukeppninni í sumar og hann er búin að vera ískaldur í leikjum á móti íslenskum liðum í Pepsi-deildinni og VISA-bikarnum. Íslenski boltinn 23.7.2010 14:30 Írinn Richard Dunne hló af óförum Frakkanna á HM Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne var í dag spurður út í ófarir franska landsliðsins á HM í sumar í viðtali hjá BBC. Írar sátu eins og kunnugt er eftir með sárt ennið eftir umspilsleiki við Frakka þar sem ólöglegt mark Frakka kom þeim til Suður-Afríku. Fótbolti 23.7.2010 14:00 Arjen Robben: Liverpool með besta sóknarþríeykið í Evrópu Arjen Robben segir sóknarlínu Liverpool vera jafngóða og sóknarlínu Barcelona eftir að Joe Cole gekk til liðs við liðið. Hann segir það hafa verið mikil mistök hjá Chelsea að láta þennan snjalla leikmann fara. Enski boltinn 23.7.2010 13:30 Skagamenn styrkja sóknina með framherja frá Middlesbrough Skagamenn hafa styrkt liðið sitt með framherjanum Gary Martin en hann skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með liðinu út tímabilið. Martin sem er tvítugur að aldri og kemur frá enska 1.deildarliðinu Middlesbrough er öflugur framherji. Íslenski boltinn 23.7.2010 13:00 Ribery hefur ekki áhyggjur af ferlinum vegna vændismálsins Frakkinn Franck Ribery hefur ekki áhyggjur af framtíð sinni í fótboltanum þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir samræði við vændiskonu sem var undir lögaldri. Ribery segist ekki hafa gert neitt rangt. Fótbolti 23.7.2010 12:30 Búist við að Manchester United bjóði Vidic 17 milljónir í vikulaun Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, leggur mikla áherslu á að félagið haldi serbneska miðverðinum Nemanja Vidic í sínum röðum áfram en umboðsmaður leikmannsins hefur talað um að Vidic gæti verið á leið til Ítalíu eða Spánar. Enski boltinn 23.7.2010 12:00 Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslenski boltinn 23.7.2010 11:00 Lærvöðvinn að angra Alex - frá í mánuð eins og Cech Englandsmeistarar Chelsea eru óheppnir með meiðsli leikmanna á undirbúningstímabilinu því auk þess að vera án markvarðarins Petr Cech í byrjun móts þá mun varnarmaðurinn Alex einnig missa af mánuði vegna meiðsla. Enski boltinn 23.7.2010 10:30 Henry skoraði á móti Tottenham í fyrsta leiknum með New York Red Bulls Thierry Henry var á skotskónum í fyrsta leiknum sínum með New York Red Bulls í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Tottenham-liðið svaraði hinsvegar með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Enski boltinn 23.7.2010 10:00 Liverpool mætir makedónsku liði í Evrópudeildinni Í gær kom í ljós hverjir verða mótherjar Liverpool í Evrópudeildinni þegar makadóníska liðið Rabotnicki sló út Mika frá Armeníu með minnsta mun eða 1-0 samanlagt. Enski boltinn 23.7.2010 09:30 Sven-Göran Eriksson efstur á listanum hjá Fulham Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er enn í stjóraleit eftir að ekkert varð úr því að Martin Jol kæmi til liðsins þar sem að Ajax vildi ekki sleppa sínum manni. Jol var óskamaður eigandans Mohamed Al Fayed en nú þurfa Fulham-menn að drífa sig að finna nýja stjórann enda styttist óðum í tímabilið. Enski boltinn 23.7.2010 09:00 Jóhannes tryggði sigur gegn Blackburn með stórbrotnu marki - myndband Jóhannes Karl Guðjónsson er þegar byrjaður að sýna stuðningsmönnum síns nýja félags að hann fylgdist vel með þegar Skagamönnum voru kennd þrumuskotin. Hann skoraði sigurmark Huddersfield gegn Blackburn í gær, og þvílíkt mark. Enski boltinn 23.7.2010 06:45 Stoke býður allt að 14 milljónir punda í Carlton Cole Stoke mun bjóða West Ham allt að fjórtán milljónir punda fyrir framherjann Carlton Cole. Tíu milljónir strax og fjórar milljónir með ýmsum ákvæðum myndu koma í hlut Hamranna. Enski boltinn 22.7.2010 23:45 Hvorki Ben Arfa, Campbell né Benjani til Newcastle Á hverju sumri eru tugir leikmanna orðaðir við félög í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er eitt þeirra en stjóri liðsins neitaði því í dag að þeir Raul, Hatem Ben Arfa, Sol Campbell og Benjani væru á leið til félagsins. Enski boltinn 22.7.2010 23:15 Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang. Íslenski boltinn 22.7.2010 22:15 Eduardo strax farinn að sakna Arsenal Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu. Enski boltinn 22.7.2010 22:15 Kári: Þetta er svekkjandi Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld. Fótbolti 22.7.2010 21:54 Blikar úr leik í Evrópudeildinni Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Fótbolti 22.7.2010 20:59 Mallorca meinuð þátttaka í Evrópudeild UEFA vegna fjárhagsskilyrða Real Mallorca fær ekki að taka þátt í Evrópudeild UEFA þar sem félagið uppfyllir ekki kröfur UEFA um fjármál. Félagið skuldar um 70 milljónir evra. Fótbolti 22.7.2010 20:45 Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk. Íslenski boltinn 22.7.2010 20:30 Ferguson ekki viss um að halda Vidic Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út. Enski boltinn 22.7.2010 19:30 Mark Veigars dugði ekki Stabæk Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev. Fótbolti 22.7.2010 18:49 Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2. Íslenski boltinn 22.7.2010 17:37 Bild: Raul búinn að semja við Schalke Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu. Fótbolti 22.7.2010 17:30 Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel? Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið. Enski boltinn 22.7.2010 16:45 Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30. Íslenski boltinn 22.7.2010 15:41 Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins. Fótbolti 22.7.2010 15:30 « ‹ ›
Ungverjar búnir að reka Koeman Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Erwin Koeman úr stöðu landsliðsþjálfara en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga hefur þjálfað liðið síðan í maí 2008. Hinn 60 ára gamli Sandor Egervari mun taka við ungverska landsliðinu. Fótbolti 23.7.2010 16:00
Stjóri Blikabanana í Motherwell: Hvað varði markmaður okkar mörg skot? Breiðablik tapaði fyrir Motherwell í gærkvöldi en tapið batt enda á þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum þetta árið. Stjóri Motherwell var ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 23.7.2010 15:30
Enginn HM-leikmaður Frakka fær að spila næsta landsleik Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið það að allir 23 leikmennirnir sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku og neituðu að æfa, fái ekki að taka þátt í næsta landsleik sem er vináttulandsleikur á móti Norðmönnum í Osló. Fótbolti 23.7.2010 15:00
Kjartan Henry búinn að skora 67 prósent markanna í Evrópukeppninni KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið jafn sjóðheitur upp við markið í Evrópukeppninni í sumar og hann er búin að vera ískaldur í leikjum á móti íslenskum liðum í Pepsi-deildinni og VISA-bikarnum. Íslenski boltinn 23.7.2010 14:30
Írinn Richard Dunne hló af óförum Frakkanna á HM Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne var í dag spurður út í ófarir franska landsliðsins á HM í sumar í viðtali hjá BBC. Írar sátu eins og kunnugt er eftir með sárt ennið eftir umspilsleiki við Frakka þar sem ólöglegt mark Frakka kom þeim til Suður-Afríku. Fótbolti 23.7.2010 14:00
Arjen Robben: Liverpool með besta sóknarþríeykið í Evrópu Arjen Robben segir sóknarlínu Liverpool vera jafngóða og sóknarlínu Barcelona eftir að Joe Cole gekk til liðs við liðið. Hann segir það hafa verið mikil mistök hjá Chelsea að láta þennan snjalla leikmann fara. Enski boltinn 23.7.2010 13:30
Skagamenn styrkja sóknina með framherja frá Middlesbrough Skagamenn hafa styrkt liðið sitt með framherjanum Gary Martin en hann skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með liðinu út tímabilið. Martin sem er tvítugur að aldri og kemur frá enska 1.deildarliðinu Middlesbrough er öflugur framherji. Íslenski boltinn 23.7.2010 13:00
Ribery hefur ekki áhyggjur af ferlinum vegna vændismálsins Frakkinn Franck Ribery hefur ekki áhyggjur af framtíð sinni í fótboltanum þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir samræði við vændiskonu sem var undir lögaldri. Ribery segist ekki hafa gert neitt rangt. Fótbolti 23.7.2010 12:30
Búist við að Manchester United bjóði Vidic 17 milljónir í vikulaun Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, leggur mikla áherslu á að félagið haldi serbneska miðverðinum Nemanja Vidic í sínum röðum áfram en umboðsmaður leikmannsins hefur talað um að Vidic gæti verið á leið til Ítalíu eða Spánar. Enski boltinn 23.7.2010 12:00
Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslenski boltinn 23.7.2010 11:00
Lærvöðvinn að angra Alex - frá í mánuð eins og Cech Englandsmeistarar Chelsea eru óheppnir með meiðsli leikmanna á undirbúningstímabilinu því auk þess að vera án markvarðarins Petr Cech í byrjun móts þá mun varnarmaðurinn Alex einnig missa af mánuði vegna meiðsla. Enski boltinn 23.7.2010 10:30
Henry skoraði á móti Tottenham í fyrsta leiknum með New York Red Bulls Thierry Henry var á skotskónum í fyrsta leiknum sínum með New York Red Bulls í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Tottenham-liðið svaraði hinsvegar með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Enski boltinn 23.7.2010 10:00
Liverpool mætir makedónsku liði í Evrópudeildinni Í gær kom í ljós hverjir verða mótherjar Liverpool í Evrópudeildinni þegar makadóníska liðið Rabotnicki sló út Mika frá Armeníu með minnsta mun eða 1-0 samanlagt. Enski boltinn 23.7.2010 09:30
Sven-Göran Eriksson efstur á listanum hjá Fulham Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er enn í stjóraleit eftir að ekkert varð úr því að Martin Jol kæmi til liðsins þar sem að Ajax vildi ekki sleppa sínum manni. Jol var óskamaður eigandans Mohamed Al Fayed en nú þurfa Fulham-menn að drífa sig að finna nýja stjórann enda styttist óðum í tímabilið. Enski boltinn 23.7.2010 09:00
Jóhannes tryggði sigur gegn Blackburn með stórbrotnu marki - myndband Jóhannes Karl Guðjónsson er þegar byrjaður að sýna stuðningsmönnum síns nýja félags að hann fylgdist vel með þegar Skagamönnum voru kennd þrumuskotin. Hann skoraði sigurmark Huddersfield gegn Blackburn í gær, og þvílíkt mark. Enski boltinn 23.7.2010 06:45
Stoke býður allt að 14 milljónir punda í Carlton Cole Stoke mun bjóða West Ham allt að fjórtán milljónir punda fyrir framherjann Carlton Cole. Tíu milljónir strax og fjórar milljónir með ýmsum ákvæðum myndu koma í hlut Hamranna. Enski boltinn 22.7.2010 23:45
Hvorki Ben Arfa, Campbell né Benjani til Newcastle Á hverju sumri eru tugir leikmanna orðaðir við félög í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er eitt þeirra en stjóri liðsins neitaði því í dag að þeir Raul, Hatem Ben Arfa, Sol Campbell og Benjani væru á leið til félagsins. Enski boltinn 22.7.2010 23:15
Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang. Íslenski boltinn 22.7.2010 22:15
Eduardo strax farinn að sakna Arsenal Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu. Enski boltinn 22.7.2010 22:15
Kári: Þetta er svekkjandi Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld. Fótbolti 22.7.2010 21:54
Blikar úr leik í Evrópudeildinni Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Fótbolti 22.7.2010 20:59
Mallorca meinuð þátttaka í Evrópudeild UEFA vegna fjárhagsskilyrða Real Mallorca fær ekki að taka þátt í Evrópudeild UEFA þar sem félagið uppfyllir ekki kröfur UEFA um fjármál. Félagið skuldar um 70 milljónir evra. Fótbolti 22.7.2010 20:45
Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk. Íslenski boltinn 22.7.2010 20:30
Ferguson ekki viss um að halda Vidic Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út. Enski boltinn 22.7.2010 19:30
Mark Veigars dugði ekki Stabæk Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev. Fótbolti 22.7.2010 18:49
Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2. Íslenski boltinn 22.7.2010 17:37
Bild: Raul búinn að semja við Schalke Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu. Fótbolti 22.7.2010 17:30
Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel? Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið. Enski boltinn 22.7.2010 16:45
Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30. Íslenski boltinn 22.7.2010 15:41
Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins. Fótbolti 22.7.2010 15:30