Fótbolti

Van der Vaart vildi ekki fara til Liverpool

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart valdi það frekar að fara til Tottenham en að spila með Liverpool. Þetta kemur fram á Skysports í morgun. Van der Vaart samdi við Tottenham rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði á þriðjudaginn.

Enski boltinn

Sölvi: Ungu strákarnir vita ekki neitt

Það virtist vera létt yfir íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Noregi. Þeir grínuðust mikið á æfingum og á milli þeirra og ekkert hefur breyst eftir tapið á Laugardalsvelli hvað andann varðar.

Fótbolti

Freyr: Valur er Rosenborg Íslands

Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum.

Íslenski boltinn

Madrid með Bale í sigtinu?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid muni gera tilboð í Gareth Bale leikmann Tottenham og reyna að fá hann til Spánar þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í janúar.

Enski boltinn

Hutton vill fara frá Tottenham

Skoski varnarmaðurinn Alan Hutton vill yfirgefa herbúðir Tottenham. Hann telur sig ekki fá nægilega mörg tækifæri með liðinu og vill færa sig til félags þar sem hann fær að leika reglulega.

Enski boltinn

Adebayor: City er stærri klúbbur en Arsenal

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City skýtur föstum skotum á fyrrum félag sitt, Arsenal, þar sem hann lék um árabil. Þessi 26 ára leikmaður segir að Manchester City sé stærri klúbbur en Arsenal og er ekki í vafa um að félagið muni enda ofar í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Er Houllier næsti stjóri Villa?

Forráðamenn Aston Villa eru sagðir vongóðir með að geta gengið frá ráðningu Gerard Houllier sem knattspyrnustjóra liðsins innan 48 klukkustunda. Liðið hefur verið án stjóra síðan Martin O‘Neill sagði starfi sínu lausu í ágúst.

Enski boltinn

Capello svarar gagnrýni

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur fengið óvæga gagnrýni frá breskum fjölmiðlum eftir gengi Englands á HM í Suður-Afríku í sumar. Hann svaraði fyrir sig eftir 4-0 sigurleik gegn Búlgaríu í gær og telur að blaðamenn þurfi að líta í eigin barm.

Fótbolti

Dawson úr leik í tvo mánuði

Enski miðvörðurinn Michael Dawson verður frá næstu sex til átta vikurnar eftir að hafa meiðst í leik Englands gegn Búlgaríu í gær. Hann tognaði á liðböndum og mun því missa af næstu leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Lampard mætir Hömrunum

Frank Lampard verður klár þegar Chelsea mætir West Ham um næstu helgi. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea greindi frá því í gær að Lampard væri búinn að ná sér eftir að hafa undirgengist aðgerð vegna kviðslita.

Enski boltinn