Fótbolti

Stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna

Þrír stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. „Þetta voru einhverjir þrír strákar með bjór og alger dólgslæti,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum

Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum.

Íslenski boltinn

Van Gaal vill gerast landsliðsþjálfari

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, vilji aftur fá tækifæri til að gerast landsliðsþjálfari áður en ferlinum lýkur.

Fótbolti

Sölvi Geir handleggsbrotinn

Sölvi Geir Ottsen er handleggsbrotinn og verður frá næstu fjórar til sex vikurnar. Hann missir af landsleik Íslands og Portúgals af þeim sökum.

Fótbolti

Messi meiddist á ökkla

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, var borinn meiddur af velli í leik liðsins gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Talið er að hann verði frá keppni í þrjár vikur.

Fótbolti

Ancelotti getur ekki hætt að hrósa Essien

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sparar ekki stóru orðin og hrósar Michael Essien í hástert. Hann segir að þessi 27 ára gamli miðjumaður geti orðið lykillinn að því að Chelsea sigri alla titlana sem í boði eru.

Enski boltinn