Fótbolti

Bikarinn að nálgast vesturbæinn

Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitill KR er handan við hornið eftir dramatískan 3-2 sigur liðsins á Keflavík í gær. Varamaðurinn Aron Bjarki Jósepsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn

Xavi: Fabregas gerir mig að betri fótboltamanni

Spánverjinn Xavi, einn allra besti miðjumaður í heimi, telur að koma Cesc Fabregas til Barcelona muni hjálpa honum til að verða enn betri leikmaður en Xavi er nú handhafi allra stærstu titlanna sem fótboltamaður getur unnið.

Fótbolti

Fyrsti sigurinn í höfn hjá Maradona

Diego Maradona fagnaði í dag fyrsta sigri sínum sem þjálfari Al Wasl liðsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al Wasl vann þá 3-0 sigur á Emirates í Etisalat-bikarnum en öll mörk liðsins komu eftir hálfleiksræðu Argentínumannsins.

Fótbolti

Pato frá í fjórar vikur

Brasilíumaðurinn Pato hjá AC Milan verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Udinese í gær.

Fótbolti

Baldur: Eins og bikarúrslitaleikur

Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri KR á Keflavíkur og átti heilt yfir mjög góðan leik. Hann hrósaði þó varamanninum Aroni Bjarka Jósepssyni sem skoraði sigurmark KR í uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn

Stelpurnar kláruðu Wales og unnu riðilinn sinn

Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sigur í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins með því að vinna 2-0 sigur á Wales í lokaleik sínum á Fylkisvellinum í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og voru því þegar búin að tryggja sér sæti í milliriðlum.

Íslenski boltinn

Sjálfsmark Haraldar banabiti Start í undanúrslitum norska bikarsins

Haraldi Frey Guðmundssyni og félögum hans í Start mistókst að tryggja félaginu sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið tapaði 0-1 á móti Aalesund í kvöld í seinni undanúrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Aalesund, sem var á heimavelli í þessum leik, mætir Birki Má Sævarssyni og félögum í Brann í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti

Sörensen hefur aldrei tapað vítakeppni

Danski markvörðurinn Thomas Sörensen heldur því fram að hann hafi aldrei tapað í vítaspyrnukeppni á ferlinum. Lið hans, Stoke, vann einmitt 7-6 sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í enska deildabikarnum í gær.

Enski boltinn

Ranieri ráðinn þjálfari Inter

Claudio Ranieri fékk enn eitt risastarfið í fótboltanum í dag er hann var ráðinn þjálfari Inter í stað Gian Piero Gasperini sem fékk að taka pokann sinn eftir aðeins nokkra leiki.

Fótbolti

Var gaurinn sem gaf aldrei boltann

Kjartan Henry Finnbogason er leikmaður 20. umferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu. Kjartan tryggði KR mikilvægt stig í Eyjum eftir að hafa farið úr axlarlið. Framherjinn segist hafa þroskast mikið sem leikmaður. Kjartan mun spila með KR gegn Keflav

Íslenski boltinn