Fótbolti

Steve Clarke um byrjun Liverpool: Við fáum sjö af tíu mögulegum

Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar.

Enski boltinn

Sandra María: Eins og strákarnir væru að mæta Barcelona

Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010.

Íslenski boltinn

Platini fékk berbrjósta móttökur í Kiev

Michel Platini, forseti UEFA, er mættur til Kiev í Úkraínu þar sem hann er að skoða aðstæður fyrir Evrópumótið sem fer fram í landinu á næsta ári. Fimm konur úr kvennaréttendasamtökunum FEMEN notuðu tækifærið til að mótmæla vaxandi kynlífsiðnaði í landinu.

Fótbolti

Nýju Nike-treyjunar eru eitt af því fáa sem hægir á Barcelona-liðinu

Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik.

Fótbolti

Mancini vill Tevez í burtu frá City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill losna við Carlos Tevez frá félaginu eftir að sá síðarnefndi neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Tevez: Reyni að gera mitt besta

Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Fótbolti

Carlos Tevez neitaði að koma inn á

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti eftir leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Carlos Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir City úr þessu.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Elokobi sat á bekknum gegn Liverpool

Að venju var farið yfir helstu afrek varnarmannsins George Elokobi hjá Wolves í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Hinn 25 ára gamli leikmaður frá Kamerún sat reyndar á varamannabekknum gegn Liverpool en þrátt fyrir það lét hann að sér kveða með ýmsum hætti.

Enski boltinn

Naumur sigur Inter í Moskvu

Inter Milan vann í kvöld góðan 3-2 sigur á CSKA Moskvu á útivelli í spennandi leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Maure Zarate skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári

Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn